Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 9 13 V Heimuriim og ég USl.AK í//-vS'/).-VS> ÍÍiJi BUSWtSS *00 **\' ’lyHO'P \ l 300.**• wv«0»« EINSTAKT Á ÍSLANDI TÍMARIT FYRIR ALA Momson Minnismerkið Mennimir JIM stendur skrifað rauðum stöf- um á legstein annars manns og rauð ör neðanvið sem vísar í eina átt, auð- vitað á miðpunkt alheimsins ein- hvers staðar í Pere la Chaise, kirkju- garðinum í París, þar sem Jim Morri- son hvílir innan um að minnsta kosti þúsund og eina beinagrind, þúsund og eina minningu um menn og kon- ur, meðal annars Moliére, sem dó þremur öldum og tveimur árum áður en Ligth My Fire komst í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans, Moliére og Morrison, sem áttu ekkert sameig- Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson inlegt utan orð sem þeir röðuðu upp, hvor um sig, samkvæmt eigin geð- þótta og óskráðum reglum skáld- skaparins. Lítill heimur. Blóm. Bjórflaska Skrifað stendur: Jim Morrison, 1943-1971, Sem ég horfi á Minnismerkið í miðju alheimsins hugsa ég: Það er í minna lagi. Sem ég horfi á Minnismerkið í miðju alheimsins sé ég: Að ofan á fábrotnum steinum er bjórflaska, í henni rós, sitt hvorum megin kerti og þar hjá menn á miðj- um aldri. Hátíðleikinn í miðju alheimsins er viðlíka og í guðsþjónustu sem væri heddin á skemmtistað. Sögurnar Mennirnir súpa bjór. Þeir segja sögur. Þeir hafa gengið um gólf í Grace- land í Ameríku. Þeir hafa yfir hendingar úr Ligth My Fire. Þeir elska Jim Morrison. Ekkertgerist Ekkert gerist, ekki einu sinni í miðju alheimsins í París og þegar dagurinn er farinn að tvístíga, þegar meira að segja fuglarnir hafa stimpl- að sig út og útséð að nokkur heimil- isfastur í Pere la Chaise muni feta í fótspor frelsarans og sigra dauðann þá sitja mennirnir ennþá á rúm- stokknum hjá Jim Morrison sem er ekkert framar nema dægurlagatext- ar og bein og nafn á steini með ekk- ert hjarta og hafa yfir hendingar úr Ligth My Fire. Ekkert gerist. 96 BLAÐSIÐUR FYRIR 36S KRONUR BÝÐUR NOKKUR BEÍUR? Úrval Hjá okkur er ótrúlegt úrval myndbanda fyrir alla fjölskyldumeölimi, og þú getur valiö myndir úr 4 veröflokkum. Komdu í heimsókn því sjón er sögu ríkari. f m -■ • • VIDEOHOLUN I ipím bandi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.