Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 25
37 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. dv____________________________________________________________________Knattspyma unglinga íslenska drengjalandsliðið undir 16 ára átti stórleik á Selfossi gegn sterku liði Wales í Evrópukeppninni sl. mánudag. Lokatölur urðu 6-0 fyr- ir ísland, sem er stærsti sigur ís- lensks liðs í Evrópukeppni til þessa. Lið Wales er skipað góðum leik- mönnum sem léku mjög fast og ákveðið, en okkar menn voru bara einfaldlega betri á öllum sviðum knattspymunnar og áttu gestirnir ekkert svar við stórleik íslenska liðs- ins. Með þessum sigri sínum hafa íslensku strákarnir unnið sér þátt- tökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í Svisslandi 6.-19. maí á næsta ári. Það var kominn tími til því það er sennilega um átta ár síðan íslenskt drengjalandslið hefur náð svo langt. Gangur leiksins Það var á 17. mínútu sem Helgi Sigurðsson gaf tóninn með laglegu marki eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Benediktssyni. Sókn ís- lenska liðsins efldist mjög og á 30. mínútu bætti Þorvaldur Asgeirsson við öðm markinu með glæsilegu skoti í bláhornið efst eftir mjög öfluga sókn (Þorvaldur er sonur As- geirs Elíassonar, þjálfara 1. deildar íslenska drengjalandsliðið vann stórsigur á Selfossi og farseðil til Sviss að ári p Evrópukeppni drengjalandsliða: Island burstaði Wales liðs Fram). Guðmundur Benedikts- son kom Islandi í 3-0 með þrumu- skoti eftir skemmtilegt upphlaup. Þetta er 11. mark Guðmundar með drengjalandsliðinu og bætti hann markamet Rúnars Kristinssonar um eitt mark. í síðari hálfleik var hart barist lengst af en íslenska liöið var þó betra og átti til að mynda Guðmund- ur Benediktsson þrumuskot í þverslá úr aukaspyrnu rétt utan teigs. Á 60. mínútu leiks kom svo fjórða mark íslands sem ekki var síðra hinum. Stefán Þórðarson, sem kom inn á i síðari hálfleik, afgreiddi góða send- ingu með þrumufleyg af um 25 metra færi allsendis óverjandi fyrir mark- vörð Wales. Fimmta markið gerði Einar Baldvin Ámason með fostu skoti af stuttu færi, eftir mikinn sókn- arþunga íslenska liðsins. Það var svo Helgi Sigurðsson sem innsiglaði stórglæsilegan 6-0 sigur íslands með marki úr þröngri stöðu og var það- annað mark hans í leiknum. íslenska liðið lék mjög vel saman sem ein liðsheild og baráttan afburða góð. Það haföi einnig talsverða yflr- burði tæknilega - sem ekki síst réð úrslitum þessa leiks. Leikmenn'Wales voru fastir fyrir en áttu mjög erfitt uppdráttar gegn sterkum leik okkar manna. Þeir sem helst stóðu upp úr voru þeir Allan Owen í framlíriunni og Robert Page í vörninni. Á miöjunni var Philip James atkvæðamestur. Wales átti ekkert svar Walesliðið er skipað góðum ein- staklingum - en íslensku strákarnir voru einfaldlega allt of góðir fyrir þá og knattspyrna þeirra af allt öðrum gæðaflokki. Gestirnir áttu einfald- lega ekkert svar gegn vel útfærðum leik okkar manna sem fóru á kostum og er 6-0 sigur síst of stór. Ljóst er að þjálfarar liðsins, þeir Kristinn Björnsson og Þóröur Lárus- son, eru að gera góða hluti. Liðið kom greinilega mjög vel undirbúið til leiks og strákarnir ákveðnir í að leggja sig alla fram. Sá þáttur skiptir að sjálfsögðu afar miklu máh. Eitt- hvað sem hefur ef til vih vantað ögn upp á undanfarin ár. Gott lið íslenska drengjalandshðið er vel skipað þessa stundina og í þessum leik var erfitt að flnna veikan hlekk. Vörnin var mjög traust og var Alfreð Karlsson erfið hindrun fyrir fram- herja Wales og Árni Arason öryggið uppmálaö í markinu og í framlinunni lék Helgi Sigurðsson á alsoddi ásamt Guðmundi Benediktssyni sem sann- aöi enn á ný leikni sína. Þorvaldur Ásgeirsson komst einnig mjög vel frá leiknum og sömuleiðis Einar Baldvin Árnason sem var allt í öllu bæði í sókn og vörn. FyrirUð- inn, Pálmi Haraldsson, sýndi og fé- lögum sínum gott fordæmi með út- sjónarsömum og traustum leik. Einnig sannaði Hrafnkell Kristjáns- son hversu sterkur leikmaöur hann er. í heild má segja að íslenska liðið sé skipað nokkuð jöfnum strákum og alUr skiluðu hlutverki sínu vel að þessu sinni. Væntingar eru því þó nokkrar með liðið í úrslitakeppninni í Svisslandi á næsta ári. Vonandi tekst undirbún- ingur vel því strákarnir eiga það sannarlega skilið eftir hina glæsilegu frammistöðu. Dómari leiksins, John P. Nielsen frá Danmörku, slapp þokkalega frá leiknum en leyfði þó of mikla hörku. „Frábært" „Eigum við bara ekki að segja að ís- lensk knattspyrna sé á uppleiö," sagði Pálmi Haraldsson, fyrirliði ís- lenska drengjalandsliðsins, eftir leik- inn. „Liðið sýndi mjög góða baráttu að mínu mati og gáfu sig alUr hundr- að prósent í leikinn. í leiknum úti, sem við töpuðum 1-0, var mikil þreyta í okkur eftir úrsUtakeppni ís- landsmótsins og komumst við aldrei verulega í gang. Ég er mjög ánægður með úrsUtin hér á Selfossi en bjóst þó ekki við svona stórum sigri. Við komum hingað með þvi hugarfari að sigra 2-0 en reyndin varð önnur,“ sagði Pálmi. Alltgekk upp Þjálfarar drengjalandsliðsins, Kristinn Björnsson og Þórður Lárus- son, voru að vonum ánægðir með Pálmi Haraldsson, fyrirliði islenska drengjalandsliðsins. frammistöðu liðsins: „Strákarnir fóru í einu og öllu eftir því sem fyrir þá var lagt. í leiknum úti spilaði Walesliðið mjög fast og ákveðið og nýtti vel kantana. Það sem við lögð- um höfuðáherslu á í þessum leik var að mæta þeim með ákveðni og koma í veg fyrir gegnumbrotin upp væng- ina - einnig það að mæta þeim fram- ar á vellinum. Þetta tókst mjög vel og eiga strákarnir hrós skilið fyrir hina góðu frammistöðu,“ sögðu þeir félagareftirleikinn. -Hson Haustmót KRR: Framarar meistarar í 5. flokki Þaö voru Uð Fram og Fylkis sem léku tU úrslita í haustmóti 5. flokks, en keppnin um sæti fór fram sl. sunnu- dag. Framarar sigruðu í B-liði 3-0 en jafntefli, 0-0, varð hjá A-Uðunum. Leikirnir voru mjög vel spUaðir af báðum liðum og var leikur Á-liðanna í ofanálag mjög spennandi. Það sem vakti sérstaka athygli hjá Framliðunum að þessu sinni var hversu markvarslan hjá báðum lið- unum var góð. Markverðirnir, þeir Gunnar S. Magnússon í A-liði og Tómas Ingason, áttu mjög góða leiki allt mótið og það var ekki síst góð frammistaða þeirra sem fleytti Framliðinu í leikinn um meistaratit- iUnn. í úrslitaleikjunum voru yfirburðir Framara talsverðir í B-liðinu sem Fram vann 3-0. Mörk Framara gerðu þeir Jón Baldur Valdimarsson, Hösk- uldur Borgþórsson og Hreinn Sig- urðsson. - Jafnræði var aftur á móti í leik A-liðanna sem endaði með markalausu jafntefli. Fylkisstrák- arnir sóttu meir en Gunnar var eins og áður segir í banastuði og vörnin þétt. Framliðiö lék samt sem áður mjög vel og lét boltann ganga mjög skemmtilega á milli sín. Urslit leiks- ins verða að teljast sanngjörn. Keppnin um sæti 1.-2. sæti: Fram-Fylkir.A 0-0 B 3-0 3.^4. sæti: KR-Víkingur.A 2-1B1-3 5.-6. sæti: ÍR-Leiknir..A 2-2 B1-1 7.-8. sæti: Valur-Fjölnir ....A 5-2 B 2-0 KR miðsumarsmeist- arar í 4. flokki 4. flokkur KR hefndi ófaranna gegn Val í haustmótinu með 4-1 sigri á ValsveUi í úrsUtaleik miðsumars- mótsins. Mörk KR: Stefán Rúnars- son, Bjarni Jónsson, Bjarni Þor- steinsson og Andri Sigþórsson. Mark Vals gerði Benedikt Emilsson. A-lið 4. flokks Vals sigraði KR 4-1 i úrslitaleik í haustmóti KRR um sl. helgi. Leikið var á gervigrasinu. Benedikt Emilsson skoraði þrennu fyrir Val og Halldór Hilmisson 1. Mark KR gerði Vilhjálmur Vilhjálmsson. Valslið- ið er þannig skipað: ögmundur Rúnarsson, Árni Guðmundsson, Páll Jak- obsson, Ásmundur Ólason, Pétur Asgeirsson, Árni Vigfússon, Ingvi Snær Einarsson, Halldór Hilmisson, Gunnar Einarsson, Benedikt Emilsson, Ólaf- ur Ingason, Agnar Stefánsson, Rúnar Bjarnason, Sigurður Hjartarson, Skúli K. Þorvaldsson. Þjálfari þeirra er Róbert Jónsson og liðsstjóri Einar Óskars- son. DV-myndir Hson Haustmótsmeistarar Fram i 5. flokki 1990. A-liö: Gunnar Magnússon, Andri Gíslason, Bjarni Hinriksson, Hjörleifur Björnsson, Sigurður Kristjánsson, Friðgeir Eiríksson, Haukur Hauksson, Kolbeinn Guðmundsson, Einar Jóns- son og Andrés Jónsson. B-lið: Tómas Ingason, Hreinn Sigurðsson, Baldur Karlsson, Garðar Hannesson, Freyr Karlsson, Vilhelm Sigurðsson, Sigurð- ur Óli Kristjánsson, Eggert Stefánsson, Jón Baldur Valdimarsson, Daníel Traustason, Haraldur Guðmundsson og Höskuldur Borgþórsson. Þjálfari þeirra er Eiríkur Björgvinsson og liðsstjóri Ragnar Ingólfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.