Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 15 Við gleymum okkur stundum í deilum um smáatriði og tökum ekki á því sem raunverulegu máli skiptir. Það sem skiptir máli er velferð bama okkar og öryggi. Það var því hryggilegt að lesa frétt DV í gær um slys á börnum í umferð- inni. Þar kom fram að miðað við sama tíma í fyrra hafa slys á börn- um í Reykjavík sexfaldast. Þetta eru ógnvekjandi tölur og að baki þeirra er örvænting, sorg og harm- leikur margra fjölskyldna. Þessari öfugþróun verður að snúa við og mega foreldrar og aðstandendur barna, auk yfirvalda, hvergi gefa eftir í þeirri baráttu. Rétt er að vekja athygli á þessu nú þegar þau tímamót eru að allir farþegar bíla, líka börn í aftursætum, eru skyld- ugir samkvæmt lögum að nota bíl- belti. Böm í lífshættu Bílaeign landsmanna hefur stór- aukist á undanfórnum árum og umferð, sérstaklega í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum, hefur aukist til mikilla muna. Fjarri lagi er að gatnakerfið hafi verið tilbúið til þess að taka við þessari bíla- mergð. Þrátt fyrir endurbætur á ýmsum stöðum undanfarin misseri er pottur víða brotinn. Margrét Sæmundsdóttir, forskólafulltrúi í Reykjavík, lýsir því í DV í gær að börn á aldrinum 6 til 14 ára séu látin bjarga sér sjálf, einsömul í umferðinni, í allt of hættulegu umhverfi. Aðstæðurnar séu þannig að börnin geti ekki ráðið við þær. „Það eru hlutir að gerast núna sem verður að taka á,“ segir Margrét. „Umferð hefur aukist en aðgerðir til að sporna við slysum hafa ekki aukist að sama skapi. Leiðir barna til og frá skóla eru til að mynda stórhættulegar, aðallega í eldri hverfum," segir Margrét og bætir við síðar: „Það er ekki hægt að venja börn við hættur sem þau ráða ekki við, það veröur að forða þeim frá hættunum." Undirgöng og öryggi Þarna ér komið að kjarna máls- ins. Umhverfið er orðið of hættu- legt fjölda barna. Aðstæöur eru misjafnar eftir hverfum og á það jafnt við um höfuðborgina og önn- ur sveitarfélög. Greinilegt er þó að sums staðar er ástandið þannig að börn eru í hættu, hvort sem þau eru á leið í og úr skóla eða þegar þau eru að leik. Handstýrð umferðarljós eru víða þar sem gangandi vegfarendur eru á ferð, t.d. þar sem börn eru á leið ' o'' :-x- x,. . . ':'■ ................v.: DV-mynd: GVA slysa. Bíllinn getur verið skemmti- legur en hann er líka hættulegur. Bílbelti fyrir alla Frá og með næsta mánudegi taka ný lög gildi. Þau kveða á um að skylt verður að nota bílbelti hvar sem menn sitja í bílum. Farþegar í aftursætum skulu spenna belti á sama hátt og þeir sem sitja í fram- sæti. Sérstaklega er kveðið á um að böm yngri en 6 ára skuli nota bílbelti, barnabílstól og bílpúða, sem festur er með bílbelti, eða ann- an viðurkenndan öryggisbúnað. Þá verður bannað að hafa börn laus í framsæti eða fyrir framan fram- sæti í akstri. Algjörlega verður bannað að halda á börnum i fram- sæti. Þessar reglur eru mjög til bóta og auka öryggi manna. Víst hafa flestir sem ferðast með ung- börn í bílum gert sér grein fyrir öryggi barnabílstóla. Þeir hafa bjargað mörgu barnslífinu. Eldri börn hafa hins vegar mörg verið laus í bílum og vita margir foreldr- ar upp á sig skömmina í þeim efn- um. Foreldrarnir eöa þeir full- orðnu hafa þá setið spenntir í fram- sætunum en börnin setið eða staðið laus aftur í. Nú er tækifærið til þess að breyta þessu. Fullorðnir jafnt sem börn verða að breyta hugsunarhætti sínum og taka upp bílbeltanotkun, enda skylt. Það er líka svo að sá sem hefur vanið sig á notkun bílbeltis finnst hann laus í bílnum og óöruggur spenni hann sig ekki. Forráðamenn barna ættu þvi strax í dag að venja börnin við beltin. Það er ódýr slysavörn sem á eftir að koma mörgum til góða. Breytingar til batnaðar Umferðarráö hefur kynnt breyt- ingarnar á bílbeltanotkuninni með því að senda foreldrum allra barna á landinu, átta ára og yngri, bækl- ing u’m breytt lög. Þá er blað, sem helgað er umferðarlagabreyting- unni, sent öllum heimilum lands- ins. Það hefur komið í ljós í könn- unum Umferðarráðs að hlutfall barna, sem höfð eru laus í framsæt- um bíla á árunum 1986 til 1990, hefur lækkað úr 3,5% niður fyrir 1% í ár. Enn finnast því dæmi þessa en eiga engin að vera. Þá hefur Umferðarráð einnig kannað hlut- fall barna sem nota öryggisbúnaö í aftursætum bíla. Það hlutfall hef- ur hækkað úr 30% árið 1986 upp í tæp 90% í ár. Það er gleðileg þróun en enn má betur og verður væntan- lega svo með breyttum lögum. Full- Okkur liggur ekki lífið á til skóla. Þau eru öryggistæki og ágæt svo langt sem þau ná. Mörg slys hafa þó orðið á merktuni gang- brautum, sérstaklega þar sem ak- reinar eru tvær. Þá er hættan sú að gangandi vegfarandi verði fyrir bíl sem fer fram hjá öðrum sem stöðvað hefur við gangbraut. Það hlýtur því að vera keppikefli yfir- valda sveitarfélaga að sjá til þess að börn á leið í skóla, eða á aðra þá staði sem þau sækja,-þurfi ekki að fara yfir stórar umferðaræðar. Undirgöng undir slíkar götur eru á nokkrum stöðum en þurfa að vera miklu víðar. Það er íjárfesting sem borgar sig. Foreldrar, sem vita af börnum sínum á leiö til skóla á hættulegum stöðum, lifa í sífelld- um kvíða um að eitthvað komi fyr- ir. Planfyrirskólabíla Skólabílar flytja börn á milli hverfa og getur sá háttur reynst ágætlega. Þær kröfur verður þó að gera að börnin séu ekki í hættu, hvorki þegar þau fara í bílana né þegar þau fara úr þeim þegar í skól- ann er komiö. Nýlegt dæmi var sýnt um þaö í sjónvarpi að börn eru í hættu þegar þau fara úr skólabíl við Foldaskóla, nýjasta skóla Reykjavíkur. Þar er aðstaða nánast engin fyrir skólabílana. Börnin verða aö fara úr bílnum á mestu umferðaræðinni þar sem þunga- flutningar fara fram, auk smábíla- umferðar. Að vísu var lofað bót á þessu en slíkir hlutir eiga að vera í lagi áður en skóli hefst. Skóla- stjóri hafði og orð á því að æskilegt væri að beina þungaflutningum steypu- og vörubíla frá skólanum og skal undir það tekið. Háskaakstur ínálægðbarna Þá má ekki gleyma þætti öku- manna. Hraðakstur og glanna- skapur á götum borgarinnar er ei- líft vandamál. Þaö að aka fram hjá skólum og á íbúðagötum á ofsa- hraða er vítavert hættuspil og ber að taka hart á slíku til að koma í veg fyrir það, Ökumenn sjást oft slá hressilega í bíla sína í þröngum götum úthverfanna þar sem öruggt má telja að börn séu að leik. Hugs- unarháttur slíkra ökumanna er óskiljanlegur því að enginn vill verða fyrir þeirri ógæfu að slasa eða limlesta annan mann, jafnvel lítið barn. Oft á tíðum eru það ung- ir ökumenn sem aka svo gáleysis- LaugardagspistiH Jónas Haraldsson lega. Þeim finnst jafnvel að þeim séu allir vegir færir með nýfengin réttindi til aksturs. Svo er þó ekki, enda sanna dæmin það að ungir ökumenn lenda oftar í óhöppum en þeir sem eldri eru. Það er þó ekki hægt að skella allri skuld á þá ungu og alls ekki alhæft. Margir ungir ökumenn eru til sóma og aka með fullri gát. Sama er að segja um þá eldri. Þar eru fráleitt allir að vanda sig. Svartir sauðir eru líka í þeirra hópi. Markmið ökukennslu Þetta leiðir hugann að öku- kennslu hér á landi. Margir efast um að hún sé nógu markviss. Ungt fólk fer í nokkra ökutíma og stuttan ökuskóla og verður svo að spjara sig. Læri menn að sumarlagi vita þeir ekkert hvernig bregðast á við í hálku og snjó. Fæstir hafa reynslu af akstri á malarvegum. Þetta á tvímælalaust aö kenna ökunemum og skapa réttar aðstæður. Hálku- akstur er hægt að kenna að sumar- lagi með réttum búnaði og malar- vegir eru auðfundnir víðast hvar á landinu ef farið er út fyrir bæjar- mörk. Ungu fólki, sem er að læra á bíl, á að sýna afleiðingar umferðar- orðnir farþegar í framsætum bíla mega hins vegar taka sig á því sam- kvæmt könnun Umferðarráðs hef- ur þeim sem nota öryggisbelti fækkað svolítið hlutfallslega frá árinu 1988 og eru nú innan við 90 prósent. Beltanotkun fullorðinna farþega í aftursætum bíla hefur hins vegar aukist jafnt og þétt, eða frá nánast enginni notkun árið 1986 og upp fyrir 60 prósent nú. Betur má þó ef duga skal. Ógnvekjandi tölur Látum okkur vítin til varnaðar verða. í ágúst og september slösuð- ust 26 börn á aldrinum 6 til 14 ára í umferðinni í Reykjavík. Af þess- um barnahópi lést eitt og fimm eru alvarlega slösuð. Þessar tölur eiga aðeins við gangandi vegfarendur, ekki börn í bílum. Slysin hafa orðið við biðstöðvar strætisvagna og við stórmarkaði, auk annarra hættu- legra staða á götunum. Þetta er tollur sem við viljum ekki og getum ekki greitt. Engin leið er að setja sig í spor barnanna, sem í þessu lenda, og aðstandenda þeirra. En barnanna vegna eigum við öll að sameinast og gera betur. Bætum aðstæöur, förum hægar og hugs- um. Okkur liggur ekki hfið á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.