Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Skák Sovéski stórmeistarinn Vassily Ivantsjúk vann tvær síðustu skákir sínar á stórmótinu í Tilburg, sem lauk í vikunni, og það nægði hon- um'til að krækja í hlutdeild af efsta sæti. Gata Kamsky, sem lengstum var efstur, tapaði fyrir Timman í þriðju síðustu umferð og kom í land á jafnteflum. Þeir Ivantsjúk fengu 8.5 v. af 14 mögulegum, hálfum vinningi meira en Boris Gelfand sem hreppti þriðja sæti. Nigel Short var nálægt því að komast upp að hhö efstu manna en til þess þurfti hann að vinna Timm- an í síðustu umferð, sem var langt frá sínu besta á mótinu. En það fór á annan veg. Timman mátaði Short snarlega sem féll við það niður í fjóröa sæti með 7,5 v. Timman kom síðan næstur ásamt vini sínum og aðstoðarmanni Ulf Andersson, meö 6.5 v., Júgóslavinn Nikolic fékk 6 v. og bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan varð að sætta sig við neðsta sætið með 4,5 v. Það einkenndi mótið hvað skák- meistaramir voru iðnir við að „hnoða og sulla í stöðunum," eins og einn skákunnandinn orðaði það. E.t.v. bar taflmennskan þess merki að áskorendaeinvígin eru á næsta leiti. Fimm af átta keppendum - Timman, Ivantsjúk, Short, Gelfand og Nikolic - eru áskorendur og hafa væntanlega ekki viljað ljóstra upp leyndarmálum fyrir einvígin, sem fyrirhuguð eru í Indónesíu í síðari hluta janúarmánaðar. í Til- burg voru því gjarnan tefldar ró- lyndislegar byijanir og fátt nýtt kom fram í þeim fræðum. Frammistaða Kamskys kom vita- skuld mjög á óvart, sem vart þarf að endurtaka frá síðasta helgar- blaði. Áskorendurnir komu jafn- framt þokkalega sterkir út, nema Timman, sem er jú ætíð mistækur og Nikolic, sem mætir Gelfand í fyrstu lotu einvígjanna. Innbyrðis skákum þeirra í Tilburg lauk báð- um með jöfnu en Gelfand er þó álit- inn sigurstranlegri. Til uppriíjunar má geta þess að auk Gelfands og Nikohcs mætir Timman Húbner í fyrstu lotu, Ivantsjúk teflir við Jud- asin, Short við Speelman, Dreev viö Anand, Kortsnoj við Sax og Dol- matov og Jusupov eigast viö. Seirawan var algjörlega heillum Nigel Short tapaði fyrir Timman í lokaumferðinni í Tilburg og missti af deildu efsta sæti. Hann leiðir sveit Solingen sem mætir sveit TR á þriðjudag og miðvikudag í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í Faxafeni. Svart: Nigel Short Hollensk vörn 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. Rf3 d5 6. 0-0 0-0 7. b3 Bd7 8. Ba3 Rc6 9. Dcl a5 10. Bxe7 Dxe7 11. Rc3 Be8 12. De3 dxc4 13. bxc4 Hd8 15. fdl Rg4 15. Df4 Bf7 16. Habl e5 17. dxe5 Hxdl+ 18. Hxdl Dc5 19. Rg5 Bxc4 20. Rd5 Rd8 21. e6 Bxd5 22. Hxd5 Da3 23. Hd7 Rc6 24. Bxc6 bxc6 25. e7 He8 26. Dc4 + Kh8 27. Rf7 + Kg8 28. Rh6+ Kh8 29. Dg8+! Hxg8 30. Rf7 mát! Undanúrslit Evrópu- bikarsins í Faxafeni Á þriðjudag og miðvikudag, 2. og 3. október, mætir sveit Taflfélags Reykjavíkur þýska skákfélaginu Solingen í undanúrslitum Evrópu- bikarkeppninnar. Tefldar eru tvær umferðir á sex borðum og hefst taflið væntanlega kl. 17 báða dag- ana, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen. Sveit Solingen er skipuð sterkum skákmeisturum, stórmeisturum á öllum borðum: Nigel Short teflir á fyrsta borði; Boris Spassky á 2. borði; Robert Húbner á því þriðja og Ljubosh Kavalek á 4. borði. Síð- an Lobron og Lau á 5. og 6. boröi og varamenn eru Dueball og B. Schneider. Ekki er ljóst hvernig endanleg skipan sveitarinnar verð- ur e'n þess má geta að samkvæmt reglum keppninnar mega aöeins tveir „útlendingar" tefla í einu og einn þeirra Shorts, Spasskys og Kavaleks verður því að hvíla í hvorri umferð. Með sveit TR teflir Jóhann Hjart- Stórmótið í Tilburg: Ivantsjúk og Kam- sky deildu sigrinum -TRmætir Solingen í Faxafeni horfinn og kom það verulega á óvart því að fyrr á árinu náði hann frábærum árangri, t.d. yfirburða- sigri á aljóðamótinu í Haninge í Svíþjóð, fyrir ofan sjálfan Anatoly. En líf skákmannsins er ekki alltaf dans á rósum. Bregðum okkur á lokaumferðina í Tilburg og fylgjumst með tveimur úrslitaskáka mótsins. Skák Banda- ríkjamannanna Seirawans og Kamskys var tiðindalítið „hnoð“ í fimmtíu og átta leiki, sem er htt spennandi. En við skoðum öruggt og heilsteypt handbragð Ivantsjúks gegn Nikolic sem tókst þannig að komast upp að hlið Kamskys. Síðan verðum við vitni að því hvernig Short féll í fjórða sæti er hann tap- aði fyrir Timman en brot úr skák þeirra birtist í DV í vikunni. Lok hennar eru óvenjuleg er tveir stór- meistarar eigast viö en Short skemmti áhorfendum með því aö leyfa Timman að ljúka skákinni með svonefndu „kæfingarmáti". Hvítt: Predrag Nikolic Svart: Vassily Ivantsjúk Drottningarbragð 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. RI3 d5 4. Rc3 Rbd7 5. Bg5 Bb4 6. e3 c5 7. cxd5 exd5 8. Bb5 Da5 9. Bxd7+ Rxd7 10. 0-0 Bxc3 11. bxc3 c4 12. Dc2 (LO 13. Rd2 He8 14. Hael Rb6 15. f3 Bd7 16. Bf4 Ba4 17. Db2 Bc6 18. Dc2 Ra4 19. Rbl He6 20. He2 Hae8 21. Hfel b5 22. a3 Dd8 23. e4 dxe4 24. fxe4 Dh4 25. Bg3 De7 26. e5 a5 27. Dcl Bd5 28. Rd2 b4 29. axb4 axb4 30. cxb4 Dxb4 31. Rfl c3 32. Df4 f6 33. Hf2 fxe5 34. Df7 + Kh8 35. Bxe5 8 I # 7 . ÍÍÍ 6 I 5 ÍL A A 3 m 2 2 A A i______ ABCDEFGH 35. -Hxe5! 36. Dxe8 + Um annað er ekki aö ræöa því að drottning hvíts var í uppnámi. Ef 36. Hxe5 Bxf7 36. Hxe8+ Bxe8 og takið eftir að mátreiturinn á f8 Skák Jón L. Árnason er valdaður af drottningu svarts. Eða 36. Dxd5 Hxel og vinnur. 36. - Hxe8 37. Hxe8+ Bg8 38. Hff8 Dxd4+ 39. Re3 h6 Nú er kóngurinn öruggur og hvít- ur kemst ekki hjá því aö láta ridd- ara sinn fyrir frelsingjann á c- línunni. 40. Kfl Kh7 41. Hxg8 Dd3+ 42. Kf2 c2 43. Hh8+ Kg6 44. Rxc2 Dxc2+ 45. Kf3 Df5+ 46. Kg3 Rc3 47. h3 Dd3 + 48. Kf2 Rdl + 49. Kgl Re3 og Nikolic gafst upp. Hvítt: Jan Timman arson á 1. borði, þá Jón L. Árna- son, Margeir Pétursson, Helgi Ól- afsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Karl Þorsteins og fyrsti vara- maður er Þröstur Þórhallsson. Þetta er fjórða glíma sveitarinnar í Evrópubikarkeppninni. Fyrst sigraði sveitin belgíska félagiö Anderlecht í Brussel; þá Bay- ern Múnchen og síðan MTK Búda- pest. Sigursveitin mun tefla til úrslita við sovéska sveit um Evrópumeist- aratitilinn. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.