Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 19 Vísnaþáttur Huganum engin halda bönd Laugardaginn 19. maí sl. birtist í Mbl. grein meö fyrirsögninni Aö eiga sér hugsjón. Höfundur var Snorri Bjarnason, ökukennari og húsasmíðameistari á Blönduósi. Ræddi hann þar um hugsjónir aldamótakynslóöarinnar um betra mannlíf á íslandi og eldmóð þann sem hún var haldin til að vinna landi og þjóð allt sem hún mátti. En nú væri slokknað á kyndlinum og það væri okkar að tendra logann á ný svo ísland gæti verið „Vitinn í norðri“, hreint og fagurt land, ómengað og vímuefnalaust, öðrum þjóðum fyrirmynd. Framhald greinarinnar birtíst í DV nú fyrir skömmu og mun þvi lesendum þess kunnugt. En fyrri greinin varð Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd kveikja að ljóði sem hánn nefnir Eyjan hvíta: Eyjan hvíta ein og sér yst á reginhafi, fijáls og tígin fegurð ber, fóðurlandið besta er, á því enginn vafl. Þessi eyja enn í dag á sér hreina lití, megi hún fyrir heimsins hag helga lífsins bræðralag, lýsa líkt og viti. Lýsa bjart um lönd og höf, leiöa frið til valda, verða þjóðum gleðigjöf, geisla senda að ystu nöf, stöðva stríðið kalda. Eyjan hvíta - eyjan mín, auðlegð máttu bjóða. Við þér helgað hlutverk skín, háleit verður framtíð þín, bundin blessun þjóða. Efldu trú á andans mátt, eygðu markið þráða, svo að alhr elski sátt, örvi lífsins hjartaslátt, hefji heim til dáða. Vertu í norðri viti sá von sem alla styrkir, fylltu hjörtun friðarþrá, frá þér stafl birtu á vegi er voru myrkir. Vertu í norðri virki um hag - vöxt í anda og siðum. Sýndu mannlegt samfélag, sýndu öllum nú í dag líf sem lýtur griðum. Þá mun vitans ljós um land lýðsins gæfu magna. Þá mun heilagt hjónaband hætta aö renna út í sand, fjölskyldurnar fagna. Eyjan hvíta - eyjan mín, - á þig forlög kalla. Sé ég fagra friðarsýn fyrir blessuð áhrif þín vaxa um veröld alla. Margt er nú öðruvísi en þegar Andrés H. Valberg gekk til kinda norður í Skagafirði endur fyrir löngu, sem hann minnist svo: Man ég eyjar, man ég flörð, man ég flöll og dali, gleggst ég man þó Gönguskörð, þar gekk ég svangur smah. En Guðmundi E. Geirdal, kennara á ísafirði, nægir ekkert minna en landið allt, er hann kveður: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Tign og fegurð enginn á upp á meiri að bjóða. Þér ég yndi um eilífð hjá ættarlandið góða. Fjarlægðin gerir flöllin blá, ekki síst ef höf ber í milli. fngólfur Dav- íðsson grasafræðingur nam í Kaup- mannahöfn og ortí: Til íslands lágu örlög mín, - ég uni í faðmi þínum, þegar foss og flallasýn fléttast draumum mínum. En margt hefur breyst frá því sem áður var „Þeir sem báru eitt sinn borða og spjöld/brosa nú fyrir yfir- völd“. Og nú tala menn opinskátt um það í flölmiðlum að þeir séu að reyna að „selja ísland", að vísu aðeins afnot af því til ferðalanga, en orðalagið er þeim sem við hafa tíl vansa. Helgi Baldursson frá Syðra-Hóli: Fyrir glópagullið bjóða grónar heiðar fóðurlandsins. Skal þér blæða blíðust fljóða bara fyrir ágirnd mannsins. Jakob Ó. Pétursson, lendings á Akureyri, árinni: ritstjóri ís- tók dýpra í Þeir sem óska erlends valds yfir fólksins sálum, hvetja æ til undanhalds í þess frelsismálum. Ásgrímur Kristínsson frá Ás- brekku hefur hug á flallaferðum: Ennþá seiða sólarlönd sýn til blárra flalla. Huganum engin halda bönd, heiðin er að kalla. Og þangað kominrígæti hann tekið undir með Kristjáni Helgasyni sem orti við mæðiveikisgirðingu á flöll- um uppi: Gleði og allan unað finn, urðir og hjallar brosa ef ég halla aðeins kinn upp að fiallamosa. Torfi Jónsson NI5SAN MICRA EKKI BARA. FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR HELDUR EINNIG NÍÐSTERKUR OG ÖRUGGUR Rúmgóður og bjartur og auðvelt að íeggja í stæðí. Ingvar Fjögurra strokka vél, sparneytin, i|'-^ 1 4 HClQSSOn hflóðlát og aflgóð. y 8 1 Sævarhöfóa 2 Þnggja ara abyrgð. sími 91-674000 ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐIÐ SÍMINNER QIMHrD M 1 il %J E Mm. Melodie d OO Módel 5910 Melodie 100 saumavélarnar hafa upp áað bjóða 10 gerðiraf fallegum nytjasaumum og teygjusaumum auk nokkurra skrautsauma og svo auðvitað loksaum. Þær eru með sjálfvirkan hnappagatasaum sem saumar hnappagöt af öllum stærðum. ★ Beinn saumur ★ zig-zag ★ Blindfalds saumur ★ Fjölspora zig-zag ★ M-saumur ★ Hálfmáni ★ Loksaumur ★ Fuglaspor ★ Styrktur beinn saumur ★ Tvöfalt zig-zag 0 SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SIMAR 68 55 50 - 6812 66 Þú hefur e.t.v. gaman af að vita að rúmlega 2,5 milljón SINGER saumavélar eru nú framleiddar ár hvert - hinar fyrstu fyrir rúmum 135 árum. i þessu liggur skýringin á gæðum vélanna og sanngjörnu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.