Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfusfjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Samskotabaukurinn í fyrsta skipti í sögunni hafa Bandaríkin ekki efni á að halda úti stríði, sem þau hafa ákveðið að taka for- ustu í. Þau hafa beðið bandamenn sína í Evrópu, Japan og á Arabíuskaga að borga mikinn hluta af brúsanum af viðbúnaðinum gegn Saddam Hussein íraksforseta. Innheimtan hefur gengið vel, hraðast og mest hjá íslömsku ríkjunum. Nokkru hægar, en vel þó, hefur gengið í Evrópu. Meira að segja hefur ríkisstjórn ís- lands ákveðið að verja 150 milljónum til afmarkaðra verkefna, sem ekki verða beinlínis talin til hernaðar. Mikil fjárþörf og mikill stuðningur kalla á réttindi. „Enga skatta án atkvæðisréttar,“ sögðu Bandaríkja- menn á sínum tíma, þegar þeir sögðu skilið við brezku krúnuna. Nú vilja bandamenn hafa afskipti af, hvernig yfirvofandi stríð við Saddam Hussein verði þróað. í viðbrögðum heimsbyggðarinnar við ofbeldi Sadd- ams Hussein hefur komið í ljós, að Bandaríkin eru eina heimsveldi jarðarinnar. Þau eru eina ríkið, sem getur skundað og vill skunda á vettvang, þegar samfélag þjóð- anna þarf á skjótum lögregluaðgerðum að halda. Jafnframt hefur komið í ljós, að hin nýríka Vestur- Evrópa og hið nýríka Japan standa á brauðfótum um leið og viðskiptalífmu sleppir og alvara lífsins byijar. í ljós kom, að Evrópubandalagið var bara risavaxin sjoppa, sem gat ekki sýnt neinn áþreifanlegan mátt. Hrun kalda stríðsins hefur gert Sovétríkin að eins konar yngri bróður Bandaríkjanna í friðargæzlu í heim- inum. Bush Bandaríkjaforseti taldi sig þurfa að skreppa til Helsinki til að ráðfæra sig við Gorbatsjov Sovétfor- seta og segja honum, hvað hann hygðist fyrir. Þetta er að mörgu leyti heppileg þróun. Pax Americ- ana eða hinn bandaríski friður er tempraður samráðum við ýmsa aðra aðila, sem eru að taka þátt í að byggja upp á jörðinni heim mannréttinda, eins og þau eru skil- in á Vesturlöndum og í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar er afar óheppilegt, að lögreglustjórinn á svæðinu sé eins staurblankur og komið hefur í ljós. Það stafar af algerlega óraunhæfri íjármálstefnu Banda- ríkjastjórnar, sem tekin var upp í tíð Ronalds Reagan forseta og hefur síðan haldizt hjá arftaka hans. Fjárhagur Bandaríkjanna er í rúst eftir stefnu lágra skatta og mikillar eyðslu. Fjárhagslega minnir staða Bandaríkjanna mjög á stöðu Spánar árið 1588, þegar flot- inn ósigrandi lét úr höfn til að tugta sjóræningjann Francis Drake og gera innrás í land brezkra villimanna. í vetfangi hrundi Spánarveldi, sem um hálfrar ann- arrar aldar skeið hafði óumdeilanlega verið sjálft heims- veldið, með herskipaflota á öllum heimshöfum. Að baki heimsveldisins var óhófseyðsla, hruninn efnahagur og skert samkeppnisgeta í iðnaði og verzlun Spánar. Þannig fór líka fyrir Sovétríkjunum, sem voru til skamms tíma hitt heimsveldið til mótvægis við Banda- ríkin. Það þarf nefnilega rosatekjur til að standa undir því að vera heimsveldi, sem þarf að múta út og suður til að gæta hagsmuna sinna á margs konar vettvangi. Rómarveldi grotnaði innan frá. Spánarveldi grotnaði innan frá. Sovétveldi grotnaði innan frá. Bandaríkja- veldi er að grotna innan frá. Út á við hélt það jöfnu í Kóreu, en tapaði hrapallega í Víetnam og Líbanon. Til að bjarga Pax Americana verða ríkin, sem vilja taka þátt í að verja nútíma mannréttindi, að byggja upp varanlegt samstarf um hernað og fjármögnun hernaðar. Jónas Kristjánsson Afleiðingar Persa- flóadeilu á olíu- markaði og í banda- rísku hagkerfi í gömlum saltnámum við strönd Mexíkóflóa í Texas og Lousiana geymir Bandaríkjastjórn neyðar- birgðir hráolíu, um 600.000.000 olíu- fót. Um leið og ljóst varð að innrás íraks í Kúvæt og liðsamdráttur Bandaríkjanna í Saudi-Arabíu yllu ólgu og verðhækkun á olíumark- aöi, komu fram meðal málsvara olíunotenda á Bandaríkjaþingi og utan kröfúr um að George Bush forseti gripi til þess að selja af vara- birgðunum til að róa markaðinn. Forsetinn lét talsmenn sína svara því til að hann teldi slíkt óheppileg opinber afskipti af verðmyndun, best væri að láta markaðinn sjálf- ráðan. Síðan hefur þessi afstaða verið einn af veiku blettunum í framgöngu Bush í Persaflóadeil- unni. í olíulausum hlutum Banda- ríkjanna hefur honum verið legið á hálsi fyrir að standa vörð um sérhagsmuni fyrrum starfsbræðra sinna, olíuframleiðenda og olíu- braskara í Texas og víðar, sem græða vel á verðhækkuninni, en Bush hefur hafið ýmsa úr þeirra röðum til áhrifa í stjórn sinni. Nú sér Bandaríkjaforseti sig til- neyddan að söðla um og setja á markað fimm milljón olíufót úr saltnámugeymunum. Það gerðist þegar verðið á Norðusjávarolíu fór yfir 40 sollara fatið og hafði meira en tvöfaldast frá því í ágústbyrjun. Þessi verðsveifla sýndi og sann- aði að markaðurinn brást trausti Bush og manna hans. Framleiðslu- magn og birgðastaða gefa ekkert tilefni til veröhækkunar af þessu tagi. Hún stafar hreinlega af spá- kaupmennsku olíubraskara, sem reikna með að stríð við Persaflóa verði til að spenna verðið enn hærra, svo þeir græði á að kaupa fram í tímann óunna Noröursjáv- arolíu á uppsprengdu verði. Alþjóða orkumálastofnunin segir hráolíuframleiðslu í löndum Sam- taka olíuframleiðsluríkja hafa auk- ist um 2,3 milljónir olíufata á dag frá því um miðjan ágúst, svo þegar hefur verið fyllt í rúman helming skarðsins sem myndaðist þegar framleiðslan í írak og Kúvæt hvarf af markaöi. Þar að auki eru birgöir fyrir hendi, einkum hjá stóru olíu- félögunum, til þriggja mánaða, sem þykir með besta móti. Staðan á olíumarkaðinum í svip- inn gefur því ekkert tilefni til verð- sprengingar. Hún stafar fyrst og fremst af óvissunni um framtíðina, frið eða stríð á helsta olíufram- leiðslusvæði heims. Einnig hafa menn nokkrar áhyggjur af að þótt við taugastríö sitji enn um sinn og hráolíuframboð haldi áfram að aukast, geti vinnslugetan orðið hemill á framboð á unnum olíuvör- um. Stórvirkar olíuhreinsunar- stöðvar Kúvæt eru fallnar út og tímatöf og aukinn kostnaður fylgir því að koma í gagnið ónýttri vinnslugetu í hreinsunarstöðvum í Bandaríkjunum. Alþjóðastofnanir í efnahags- og peningamálum brýna nú ákaft fyr- ir ríkisstjórnum heims að gera ekki sömu vitleysu og í fyrri olíukrepp- um, að reyna aö dylja afleiðingar verðhækkana á olíuvörum með aðgerðum eins og vaxtalækkun, reynslan sýni að af slíku hljótist margfóldun verðbólguáhrifanna. Um sé að gera að láta verðhækkun- ina koma fram að fullu um leið og tilefni sé til, þar með sé best unnið að orkusparnaði, þverrandi olíu- notkun og hemill settur á verð- þrýstinginn. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Tímanna tákn er að stjórn Feder- al Reserve, bandaríska seðlabank- ans, hefur látið vitnast að hún sé hætt við grunnvaxtalækkun í smáum skrefum sem staðið hefur í rúmt ár. Nú ríði á mestu að vinna gegn verðbólguaukningu af völd- um hækkaðs olíuverðs. Þetta gerist þótt ýmis merki séu á lofti um stöðnun ef ekki samdrátt í banda- ríska hagkerfinu. Fjármálafréttamann gera því einnig skóna að með því að taka fyrir frekari vaxtalækkanir að sinni vilji Alan Greenspan yfir- seðlabankastjóri setja þrýsting á bæði þing og ríkisstjórn að koma sér saman um raunhæfar ráðstaf- anir til að ná niður geigvænlegum halla á ríkissjóði. Mánaðalangar viðræður stóðu í þessari viku enn í skæklatogi, þar sem Bush forseti og menn hans annars vegar og forustumenn þing- meirihluta demókrata hins vegar láta það sitja í fyrirrúmi að koma hvorir á aðra ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum, skattahækkunum og niöurskurði á útgjöldum til við- kvæmra málaflokka. Nú dregur aö úrslitum hjá samn- ingamönnum þings og stjórnar því nái þeir ekki árangri koma um mánaðamótin til framkvæmda ákvæði Gramm-Rudman laga um sjálfkrafa, hlutfallslegan niður- skurð allflestra ríkisútgjalda til að ná niður greiðsluhallanum. Sjálfvirkur niðurskurður sam- kvæmt Gramm-Rudman gæti num- ið 100 milljörðum dollara. Markmið viðræðna fulltrúa þings og stjórnar er að ná fram 50 milljarða lækkun greiðsluhallans á næsta fjárhagsári og alls 500 milljarða lækkun á fimm ára tímabili til að losna undan fall- öxi lagaákvæðisins. Gert er ráð fyr- ir að greiðsluhallinn nemi nú um 250 milljörðum. Komið hafa upp raddir á þingi um að fresta því fram eftir október aö ákveði Gramm-Rudman taki gildi í því skyni að gefa samninga- mönnum þings og stjórnar lengri frest til að ljúka sínu starfi. Bush hefur látið talsmann sinn gefa til kynna að hann muni beita neitun- arvaldi til að ógilda frestunarsam- þykkt frá þinginu. í Bandaríkjunum verður mönn- um nú tíðrætt um að þessar uppá- komur í fjármálum og efnahags- málum í miðri herkvaðningunni við Persaflóa sýni að grunnurinn undir þeim hernaðarmætti Banda- ríkjanna sem þar kemur tvímæla- laust fram sé ótraustari en vera skyldi. Það birtist þegar í því að nú hafa Bandaríkin í fyrstu skipti sent bandaönnum sínum fyrirfram reikning fyrir kostnaðinum af her- útboðinu. Saudi-Arabía og furstadæmin við Persaílóa hafa gengist fúslega und- ir aö greiða kostnaðinn af eyði- merkurhernum bandaríska, um 1,5 milljarða dollara á mánuði. Þau munar ekki um slíkt, þegar oíutekj- urnar vaxa eins og raun ber vitni. Undirtektir hafa verið aðrar og dræmari í löndum eins og Japan og Vestur-Þýskalandi, og gætir urgs af þeim sökum á Bandaríkja- þingi og í fjölmiðlum. Aðrir benda á að ekki sé unnt að ætlast til að erlend ríki taki á sig þungar byrðar til að kosta bandaríska vígvél sem þau fá engu um ráðið hvort eða hvernig verður beitt. Magnús Torfi Ólafsson George Bush Bandaríkjaforseti ávarpar fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins I Washington. Þar skýrði hann frá stofnun rikjahóps til að samræma fjárhagsaðstoð til ríkja sem verða fyrir búsifjum af viðskiptabanninu á írak. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.