Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 39 LífsstQI Mikill feröamannastraumur Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: í sumar hefur ferðamannastraum- ur verið með mesta móti í Stykkis- hólmi. Öll gistiaðstaða í bænum hef- ur verið troðfull, hvort sem um er að ræða hótelið, farfuglaheimilið, gistiheimilið í Egilshúsi eða tjald- stæðið. Enginn, sem hefur komið í Stykkis- hólm, furðar sig á þessum mikla ferðamannastraumi. Staðurinn hef- ur allt það að bjóða sem ferðamann- inn þyrstir í á leið sinni um landið. Ferðir Stórbrotna náttúrufegurð, ijölskrúð- ugt dýralíf og vinalegt bæjarlíf. En hvemig láta heimamenn og þeir sem standa fyrir öllum þessum ferða- mannastraumi af sumrinu? „Mér sýnist að við getum verið mjög sátt við sumarið hér á hótelinu í Stykkishólmi,“ sagði Gunnar Kristjánsson hótelstjóri í samtali við DV. „Stærstur hluti þeirra sem hingað koma eru í einhvers konar skipu- lögðum hópferðum. Flestir hinna er- lendu gesta koma hingað á vegum þýsku ferðaskrifstofunnar Island to- ur, sem er rekin af ungum íslend- ingi, Ómari Benediktssyni. Mögu- leikar Stykkishólms sem ferða- mannastaðar eru nær ótakmarkaðir. Bærinn er mjög vel staðsettur, héðan er stutt að fara inn í dali, umhverfis Snæfellsjökul og ekki síst út í hinar ijölmörgu eyjar sem eru á Breiðafirð- inum. Þetta allt saman gefur okkur mikla möguleika og á hverju ári má segja að eitthvað nýtt bætist inn í ferðamannaþjónustuna. í vetur bjóð- Frá og með 28. október mun SAS fljúga fimm sinnum i viku milli Prag og Kaupmannahafnar. Flogið verður frá Kaupmanna- höfn kl. 9.55 og frá Prag kl. 12.30. Fullborgandi farþegar munu greiða 42.400 krónur fyrir miðann fram og tii baka. Jafhframt er hægt að fá afsláttarmiöa á 20.150 krónur og frá og með 15. desemb- er til 15. janúar verður boðið upp á sérstaka afsláttarmiða á 16.000 krónur, báðar leiöir. Þess má svo geta aö ódýrasta flugfar héðan til Kaupmannahafnar fram og til baka er á milli 30 og 31.000 krón- ur. Evrópuferðir Evrópuferðir sendu nýlega frá sér tilkynningu þar sem þær bjóöa upp á vetrarferðir til Port- úgal en gistikostnaður lækkar á þessum slóðum þann fyrsta nóv- ember. Flogið er til London og þaðan samdægurs til áfangastaöa í Port- úgal, á eyjunni Madeira og Arnr- eyjum. Sem verðdæmi má nefna aö þriggja vikna Portúgalsferð fyrir hjón sem gista í stúdíóíbúö kostar um 140 þúsund krónur. Innifalið er flug, fararstjóm, akstur til og frá flugvelli og gisting. Sex vikna ferð kostai' fyrir hjón um 160 þús- und og það sama er innifalið og í fyrra dæminu. % ^ ^ j ■ ■ ■ 11111 DV-mynd Ingibjörg um við til dæmis upp á svokallaða sælkeraveislu í samvinnu við Eyja- ferðir. Einnig eru sérstök tilboð í gangi fyrir veiðimenn en hér í kring eru mjög góð veiðilönd. Og fyrir þá sem ekki vilja veiða neitt má nefna að möguleiki er á að fá keypta villi- bráð hjá Sumarliða Asgeirssyni yfir- kokki,“ sagði Gunnar. „Þá er Stykkishólmur tilvalinn staður fyrir fundi og ráðstefnur svo og fyrir hópa og stafsmannafélög sem vilja skreppa í helgarferð. Við erum aðeins 200 km frá Reykjavík og má segja að ekki verði ófært hingað nema í mesta lagi 4-5 daga á ári.“ Og Gunnar heldur áfram: „Rekstr- arlega séð get ég ekki verið annað en sáttur við útkomuna í sumar. Sig- urður Skúli Bárðarson, forveri minn í hótelstjórasfarfinu, lagði grunninn að mjög góðu sumri. Við stöndum nú í framkvæmdum sem koma hótel- inu til góða. Við erum að setja sjón- vörp og minibar í öll herbergi og lag- færa móttökuna. Þannig ætti gestum okkar að líða sem best því hér er gott að vera.“ London: I höfuðstöðvum Uoyd's Höfuðstöðvarnar eru i glæslegri nútímabyggingu. Það er margt sem kemur á óvart þegar komið er heimsókn til Lloyd’s. Breska tryggingarfélagiö Lloyd’s er þekkt um allan heim. Höfuðstöðv- ar þess eru í fjármálahverfinu City í London. Þar er félagið til húsa í 93 metra hárri höll sem vekur athygli ferðamanna sem eiga leið fram hjá fyrir stærð og glæsileik. Það eru hins vegar færri sem vita að hægt er að skoða húsið að innan. Það eru því flestir sem láta sér nægja að horfa á það utanfrá. Það kostar ekkert að heimsækja höfuðstöðvar Lloyd’s. Þegar komið er inn í anddyri hússins byrjið þá á að spyrja dyraverðina hvar þið eigið að taka lyftuna sem er ætluð gestum. Hún ferjar svo forvitna ferðamenn upp á fjórðu hæð en þar er lítið safn þar sem sýndir eru ýmsir munir tengdir fyrirtækinu, svo og skjöl og ýmislegt fleira. Með því að labba hring um safnið er á skjótan hátt hægt aö lesa sig í gegnum sögu fyrir- tækisins í áranna rás. Kaffihús Kaffihús spruttu upp eins og gor- kúlur á haug í London í lok 16. ald- ar. Kaffihúsin voru vinsæl af framm- ámönnum í viðskiptalífinu. Með tím- anum urðu nokkur þeirra nánast lokaðir staðir sem sóttir voru af ákveðnum hópum sem ræddu við- skipti yfir kaffibollunum. Það er ein- mitt á einn slíkan stað sem má rekja upphaf Lloyd’s tryggingarfélagsins. Hugmynd aö því að stofna trygg- ingarfélag skaut upp árið 1688 á Ed- ward Lloyd’s kaffihúsinu í Tower Street. Þar hittust nokkrir skipaút- gerðarmenn daglega tíl skrafs og ráðagerða. Meðal þess sem þeir voru að ræða var hvernig mætti minnka áhættuna á skipatapi en hún var orð- in veruleg á þessum tíma. Hættunum á siglingaleiðunum fjölgaði stöðugt, það var ekki nóg með að válynd veð- ur gætu gert mönnum grikk heldur fjölgaði mjög ránum á alþjóðlegum skipaleiðum. Fyrst voru þeir mjög fáir sem stóðu að tryggingarfélaginu sem fékk nafn- ið á kaffihúsinu sem það var stofnað á en félaginu óx stöðugt fiskur um hrygg. Þrátt fyrir að Edward Lloyd væri kaffihúsaeigandi varð kaffihús- ið hans brátt miðstöð tryggingarfé- lagsins sem alUr helstu ijármála- spekingar borgarinnar áttu hlut að ásamt honum. Loks var svo komið að ákveðiö var að flytja höfuöstöðvar Lloyds í Lombartstræti á annað kaffihús, en árið 1774 var umfang félagsins var orðið svo mikið að það flutti í eigið húsnæði. Verksvið trygg- ingarfélagsins óx jafnframt og í staö þess að tryggja eingöngu skip var farið að tryggja hvað sem var og all- ar götur síðan hefur verið hægt að tryggja aUt undir sólinni hjá Lloyds. Söngvarar hafa tryggt raddir sínar, fagrar gyðjur hina ýmsu líkamshluta sína og svo mætti halda áfram að telja. í lok áttunda áratugarins var ákveðið að byggja nýtt hús fyrir fé- lagið það var það var arkitektinn Richard Roger sem var fenginn til að teikna hús sem átti að sýna vel- gengni félagsins í hnotskum og jafn- framt átti það að vera það stórt að ekki væri hætta á aö það yrði of lítið næstu áratugina. Húsið þykir mjög sérstakt bæði að utan sem innan og því ekki úr vegi fyrir ferðamenn sem eiga leið um London að ganga þar inn og berja dýrðina augum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.