Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 35 .'■v' ■ ■ ■■;■ ; 1 1 & p : J p II -i %m wÁÍjy wSfJPl||mSi PPit.uir JL J tei s / . - in- KÍFá. m Ingi Helgason og Árný Arnþórsdóttir nýir eigendur Hollywood. DV-myndir BG það úr steinum. Steinana steypti hann sjálfur í móti sem hann fann í fjörunni. Til þess að hræra steypuna keypti hann htla steypuhrærivél. Kunningjar hans hlógu mikið að þessu uppátæki og töldu þetta hinn mesta óþarfa. „Vélin kostaði 8.000 krónur,“ segir Ingi. „Hún kom með skipi austur og var varla komin á bryggjuna á Fá- skrúðsfirði þegar hún var komin í leigu og á einni viku tók ég inn fyrir kaupverðinu. Þá hættu kunningjarn- ir að hlæja.“ - Það er stundum sagt að menn fái aldrei sigrað sinn fæðingarhrepp og nái seint þeirri viðurkenningu sem þeir telja sig eiga á heimaslóð. Sakna þau Ingi og Árný Fáskrúðsfjarðar? „Þetta er ekki eins erfitt og við héldum . Við erum bæði hagvön hér syðra og höfum verið hér meö annan fótinn mjög lengi í tengslum við okk- ar rekstur. Svo eru fiarlægðirnar orðnar svo stuttar að þetta er ekkert mál,“ segir Ingi og Árný er sammála. „Ég held að þaö sé mjög algengt úti á landi að menn eru svo lokaðir og einangraðir í hugsun að enginn þorir að gera neitt. Þarna er margt hæfileikafólk en það er eins og kjark- inn skorti. Það höfðu margir talað og látið sig dreyma um að setja upp matsölustað fyrir austan. Þegar við létum svo verða af því þá voru menn svona með úrtölur en þeir tóku staðnum opnum örmum þegar til kom og eru stoltir af honum í dag,“ segir Ingi. „Við fundum að margir voru á móti brottfór okkar. í plássi eins og þessu þá munar um hvern mann sem fer. Það trúði því enginn að við gæt- um farið eða vildum fara.“ Ingi bendir á að margir séu bundn- ir átthagafiötrum úr steinsteypu því húseignir á landsbyggðinni séu ill- eöa óseljanlegar. - Hvernig taka kunningjarnir fyrir austan nýjustu áætlunum þeirra? „Ég held að þeir séu svo nýbúnir að frétta þetta að þeir séu ekki enn hættir að gapa,“ segir Ingi og hlær. Þau hjón eru sammála um að til þess að rekstur af þessu tagi gangi þá þurfi að gera raunsæjar áætlanir og reisa sér ekki hurðarás um öxl en fyrst og fremst sé botnlaus vinna eig- endanna að baki velheppnuðum rekstri. Ingi og Árný segjast alltaf munu verða Austfirðingar þótt þau hafi nú flutt sig um set. Þau bera greinilega sterkar taugar til fiórðungsins sem fóstraði þau. En það eru bæði kostir og gallar á ýmsu þar eystra. „Mér finnst kaupfélögin hafa alltof sterk ítök víða á Austfiörðum. Þau eru víða hurðarásar í atvinnulífi í hverju byggðarlagi og margt gott hægt að segja um það. En þau deila og drottna og víða þrífst ekki sú fiöl- breytni sem nauðsynleg er til þess að skapa fiölbreytt mannlíf," segir Ingi. Austfirðir segir hann að séu að mestu ónumin paradís fyrir ferða- menn. Stöðugt vaxandi ásókn er í hótelgistingu og ýmisskonar ferða- mannaþjónustu. „Ef við lítum á Fáskrúðsfiörð þá er þar í fiarðarkjaftinum eyjan Skrúöur sem er gullmoli sem adltof fáir hafa kynnst nánar. Svo má minna á þá miklu sögu og menjar sem þar er að finna eftir veru franskra skútusjómanna. Hefð að Fáskrúðsfirð- ingar reki skemmti- staði í Reykjavík „Það eru margir sem virðast líta á að ég sé einhver sveitamaður sem sé aö koma í fyrsta skipti í bæinn. Það er aðalatriðið í öllum fréttum að sá sem keypti Holly wood og ætli að reka það sé Fáskrúðsfirðingur. Ég vil bara rifia það upp fyrir fólki að þekktir skemmtistaðir á fyrri tíð eins og Vetrargarðurinn, Glaumbær, Klúbb- urinn og Röðull áttu það sameigin- legt að það voru Fáskrúðsfirðingar sem sáu um reksturinn. Þannig er ég bara að viðhalda hefðinni," segir Ingi og glottir. „Það er bara verið að yngja aðeins upp í þessum bransa." „Okkur langaði til þess að breyta aðeins til og finna okkur nýjan far- veg. Þetta hefur verið óskapleg vinna undanfarin ár og við vildum komast frá þessu. Það var aldrei ætlun okkar eða stefna að fara út í skemmtistaða- rekstur í Reykjavík. Við höfum gam- an af því að vera innan um fólk og taka þátt í lífsbaráttunni eins og hún horfir við fólki hér syðra. Við verð um að standa og falla með þessu uppátáeki. Ef við follum þá follum við með sæmd en ef við stöndum þá er það gott, segir Ingi að lokum. -Pá %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.