Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 6
6 Úúönd LAUGARDAGUR 39. SERTKMBER .1990. 4. George Bush hughreystir hinn útlæga emír af Kúvæt: Lof ar öllum ráðum til að frelsa Kúvæt George Bush Bandaríkjaforseti lof- aöi í gær al-Sabah, emír af Kúvæt, að Bandaríkjamenn létu einskis ó- freistaö til aö frelsa land hans aftur úr höndum íraka. Emrírinn ræddi i gær við Bush um framtíð lands síns og stöðuna í Persaflóadeilunni. Bush sagði að stjórn hans mundi ekki láta undan í deilunni og engin takmörk væru fyrir til hvaða ráða yrði gripið til að koma heijum Sadd- ams frá Kúvæt. Emírinn lét ekki í ljós hugmyndir um hvaða ráð hann vildi að beitt yrði en sagöist vilja frið- samlega lausn öðru fremur. Hann lét í ljós mikið þakklæti til þjóða heims fyrir skjót viðbrögð við innrásinni og lofaði að á móti yrðu lán Kúvæta til þróunarlanda gefín eftir. Á sama tíma og Bush og al-Sabah ræddust við bárust enn frekari hót- anir frá hryðjuverkamönnum tengd- um stjórninni í Bagdad um að ráðist yrði gegn Bandaríkjamönnum ef þeir réðust á írak. í Bagdad voru Bandaríkjamenn varaðir við aö vera með stríðsæsing- ar og hótað að barist yrði á fleiri víg- stöðvum en einum ef ófriður brytist út. Þar var skrifað í dagblöðum í gær að ófriður voföi yfir. Hryöjuverkamaðurinn Abu Abbas, sem frægur varð fyrir ránið á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro, sagði aö ráðist yrði á flugvélar frá Bandaríkjamönnum eða bandalags- ríkjum þeirra ef flugumferð til íraks yrði stöðvuö með vopnavaldi. Breska stjórnin varaði .stjórnina í írak við að útiloka útlendinga frá að kaupa mat frá og með mánudeginum. Var sagt aö slíkt væri ábyrgðarlaust og óréttlætanlegt. Ákvörðun íraksstjórnar um að setja útlendinga i eins konar svelti leiddi til þess að flóttamönnum við landamæri íraks og Jórdaníu fjölgaði ört í gær enda er búist við að hung- ursneyð verði hlutskipti útlendinga í landinu. Óvissa hefur ríkt á olíumörkuðun- um eftir að verðið lækkaði lítillega á fimmtudag. Sala Bandaríkjastjórnar á hluta af varaolíubirgðum sínum virtist ætla að hafa tilætluð áhrif en eftir að bandarísk freigáta notaði við- vörunarskot til að stöðva írakst olíu- skip hækkaði verðið á ný. Það hefur þó ekki farið yflr fjörutíu Banda- ríkjadali á tunnuna en því verði var náð fyrr í vikunni. Alþjóðaorkumálastofnunin í París mæltist í gær til þess við aðildarríkin seldu meira af varaolíubirgðum sín- um í von um að verðið lækkaði á ný. Þó eru aðildarríkin vöruð við að selja án þess að samræma söluna sín í milli og velja þann tíma þegar aukið framboð á olíu er líklegast til að hafa mest áhrif á verðið. Reuter Astralskur auökýfingur: Tapaði 100 milUörðum króna á ári Nú hefur veriö upplýst að tap ástralska auðkýfingsins Alans Bond á síðasta ári nam um 2,25 milljörðum Ástralíudala en það svarar til 100 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesta tap sem nokkur ástraiskur maður hefur orðíð fyrir á einu ári. Bond rak mikla fyrirtækjasam- steypu sem átti fjölmörg brugg- hús, auk fjölmiðlafyrirtækja og mikílla auðæfa í landi. Alan Bond er sonur námamanns og vann sjálfur við að mála skilti þegar upphefð hans i viöskiptaheimin- um hófst. Þegar auður hans var mestur var tahð að hann ætti eignir upp á fast að 500 milljörðum króna. Veldí Bonds reyndist þó risí á brauðfótum og rétt eins og hjá kollega hans, Donaid Trump, voru skuidirnar ekki minni en eignirnar. Keuter Konica Nýtt einkaumboð fyrir Ijósritunarvélarog telefaxtæki. UBIX Síöumúla 23- 108 Reykjavík - S. 679494 - Fax 6794$ Magnús Ægir Karlsson Páll Vignir Héðinsson Sigurður B. Lúðvíksson Sverrir Gíslason Hjá okkurfáið þið allar rekstrarvörur og varahluti. Fullkomin viðgerðar- og viðhaldsþjónusta fyrir allar Konica U-BIX Ijósritunarvélar og telefaxtæki. I þjónustudeildinni vinna eingöngu menn með áralanga reynslu í viðhaldi og viðgerðum. Sem sagt: Gamla góða tækniliðið. Verið velkomin á nýjan stað méð léttum anda. Breskiherinn: Skriðdrekar til Saudi-Arabíu í dag ætla Bretar að hefja flutninga á Challenger-skriðdrekum til Saudi- Arabíu. Skriðdrekarnir verða sóttir í vopnabúr breska hersins í Þýska- landi og fluttir sjóleiðina frá Bremer- haven til Flóans. Þetta eru mestu herflutningar sem Bretar hafa lagt í frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Skriðdrek- arnir verða fegnir í hendur svoköll- uðum „eyðimerkurrottum". Það er herdeild sem á rætur sínar að rekja til eyðimerkurstríðsins í Norður- Afríku í heimsstyijöldinni þegar Bretar áttu þar í höggi við Þjóðveija. í fyrstu verða sendir 120 skriðdrek- ar og með þeim fara um 6000 her- menn. Þá hefur verið ákveðið að rífa nokkra af þeim skriðdrekum sem eftir eru vegna þess að Breta skortir varahluti til að halda sveitinni úti ef til hernaðar kemur. Nokkuð hik var á Bretum að senda skriödrekana vegna þess að þeir þykja gallaðir þrátt fyrir fullkominn tæknibúnað. Verst er þó að grunur leikur á að fallbyssurnar séu bognar. Reuter Grænland: Kosningar verða í vor Talið er vist að kosningar verði ekki haldnar á Grænlandi fyrr en í vor þrátt fyrir háværar kröfur á landsþinginu að ijúfa þing sem fyrst og boða til kosninga. Hafa menn nefnt 4. desember sem heppilegan kjördag en Jónathan Motzfelt, for- maður landsstjórnarinnar, fullviss- aði menn um það í gær að þetta þing sæti til vors. Það sem veldur kröfum um þing- sht er fjárlagagerðin fyrir næsta ár. Landsþingið var sett í gær og á að standa til 24. október. Á þeim tíma er ætlast til að umræðum um fjár- lagafrumvarpið ljúki. Þingið kemur saman á ný eftir áramótin og situr þá fram í mars. Það eru einkum launamál sem valda óvissu í grænlenskum stjóm- málum. í fjarlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir launahækkun- um upp á eitt til tvö prósent þrátt fyrir vaxandi verðbólgu. Stjónarand- staðan telur fyrirætlanir lands- stjómarinnar í launamálum óraun- hæfar og segja að launþegar muni aldrei sætta sig við svo litlar hækk- anir. Ritzau Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 lb,Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 5-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib Innlánmeðsérkjörum 3-3,25 lb,Bb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-7 4Þ Sterlingspund 13 13,6 Sp Vestur-þýsk mörk 6,75-7,1 Sp ■ Danskarkrónur 8,5-9,2 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir' Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,25-14,25 lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 6,5-8,75 Ib Utlántilframleiðslu isl.krónur 14-14,25 Sp SDR 11-11,25 Íb Bandarikjadalir 9,75-10 ib Sterlingspund 16,5-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Sp Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 2932 stig Lánskjaravisitala okt. 2934 stig Byggingavisitala sept. 551 stig Byggingavísitala sept. 172,2 stig Framfærsluvísitala júlí 146,8 stig Húsaleiguvisitala hækkaði 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,091 Einingabréf 2 2,767 Einingabréf 3 3,351 Skammtímabréf 1,716 Lifeyrisbréf Kjarabréf 5,038 Markbréf 2,682 Tekjubréf 2,027 Skyndibréf 1,503 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóösbréf 1 2.445 Sjóðsbréf 2 1,771 Sjóðsbréf 3 • 1,704 Sjóðsbréf 4 1,457 Sjóðsbréf 5 1,026 Vaxtarbréf 1,7250 Valbréf 1,6215 Islandsbréf 1,056 Fjórðungsbréf 1,056 Þingbréf 1,054 Öndvegisbréf 1,051 Sýslubréf 1,060 Reiðubréf 1,041 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 544 kr. Flugleiðir 213 kr. Hampiðjan 173 kr. Hlutabréfasjóöur 170 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 171 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 410 kr. Islandsbanki hf. 171 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. ' 557 kr. Grandi hf. 188 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 593 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.