Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARÐAGUR 29. SEPTEMBBR 1990. Veiðivon Veiðidellan er ótrúleg: Það sá ekki út úr augum fyrir hríð Tíöarfariö undir það síðasta í veiö- inni var ekki gott en veiðimenn létu sig hafa það víða um land. Sums stað- ar var snjókoma og leiðinlegt veður. Við fréttum af þremur sem veiddu áfram, þrátt fyrir snjókomu og rok. Það voru vaktaskipti í veiðinni hjá þeim, einn var úti að veiða og á með- an fengu hinir sér kafíi í kuldanum. Þrátt fyrir mikin kulda, stundum ágang veðurs meira en góðu hófi gegndi, veiddust íiskar. Þaö komu tveir laxar á land og fimm fallegar bleikjur. Samt sá ekki út úr augum stundum fyrir hríð. Engum datt samt í hug að hætta veiðum. Á öðrum stað á landinu vöknuðu veiðimenn við hrímaða glugga á veiöihúsinu sama daginn og veitt var í ánni fyrir vestan. Frostið var fjögur stig. Það var kalt í veðri en enginn fór heim fyrr en um kvöldmat, þrátt fyrir fiskleysi. Möguleikinn var alltaf fyrir hendi að fá „einn“ fisk. Bleikjurnarjafn váenar og laxinn Veiðin í Hvolsá og Staðarhólsá var góð í sumar og veiddust 326 laxar og 1000 bleikjur. Holl, sem veiddi í ánni undir það síðasta, veiddi 30 laxa og fimm bleikjur. Veiðimenn, sem renndu síðustu dagana, sáu mikið af bleikju efst í Hvolsánni og héldu sumt vera laxa. En annað kom í ljós er málið var kannað, rígvænar þriggja til fjögurra punda bleikjur. Veiðimaður renndi ofarlega í Hvolsá á tveggja punda bleikju er - en samt var veitt áfram Anna Björg, kona Ólafs veiðivarðar í Laxá í Kjós, með 16 punda flugulax úr Laxá en þetta var síðasti laxinn úránni ísumar. DV-myndÓÓ einn fjögura punda renndi sér fram- hjá veiðimanninum. Hvers vegna er ekki leyfð sjóbirtingsveiði í Laxá í Leirársveit? Mörgum finnst einkennilegt að ekki sé leyfð sjóbirtinsgveiði í veiöiá eins og Laxá í Leirársveit. Hellingur af fallegum sjóbirtingi gengur í ána og þessi fiskur tekur engan smátoll af laxaseiðum. Það væri nær að leyfa sjóbirtingsveiði í ánni eitthvað leng- ur en laxveiðina, þar sem sjóbirting- ur er fyrir hendi. -G.Bender Þó veturinn sé að koma er alltaf hægt að heyra veiðisögurnar frá sumr- inu, hvort sem þær eru úr Haukadalsá, Laxá í Dölum eða bara úr Eiliðaán- um. Þær eru aldrei eins hvort eð er. DV-mynd TÁ m-T ■< -i i >*.'• ... mmi Hér halda þeir Símon Sigurpálsson og Sigurpáll ísfjörð á tveimur af síð- ustu löxunum úr Hvolsá og Staðarhólsá t Döium. DV-mynd G.Bender Langur bolti Gamall maður, sem ekki hafði ýkja mikið vit á boltaleikjum, settist eitt sinn við hlið sonarson- ar síns þegar sá yngri var að hlusta á knattspyrnulýsingu af landsleik íslendinga og Tyrkja. Er sá gamli hafði hlustað á lýs- inguna góða stund sneri hann sér að bamabaminu og spurði: „Er ekki ennþá notaður kringl- óttur bolti í knattspymu?“ „Jú, af hverju spyrðu, afi?“ „Æ, íþróttafréttamaðurinn var að segja að Ásgeir heföi gefið langan bolta fram á Pétur,“ Kona ein á Akureyri hótaði að yfirgefa eiginmann sinn sökum þess að hann héldi framhj á henni. Er hún var á leið út úr dyrunum áleiðis til móður sinnar varpaði framhjáhaldarinn þessari visu á eftir henni Viljir þú mér fara frá, Qandakorn því sinni. Eg hengi mig - um hálsinn á, hinni kærustunni. Tíð skipti „Hann er ekki lengi að skipta áttum hér í sveitinni,“ sagði skagfirsk bóndakona. „Vindur- inn var beint í rassinn þegar ég fór út í fjós en í fangið þegar ég kom út úr því aftur." Til eignar Knattspyrnukappi í Reykjavik eignaðist tvíbura fyrir nokkrum árum. Daginn eftir fæðinguna var hann of seinn í „pabbatím- ann“ vegna knattspyrnuleiks en gaf sér þó tíma til að koma við í blómaverslun. Er hann staulaðist inn á fæðingardeildina, alltof seinn, og rétti konu sinni blóm- vöndinn spurði hún reiðilega: „Er hann til eignar eða þarf ég að vinna hann þrjú ár í roð.“ Finnur þú finim breytingai? 74 - Jensen bókhaldari? ...ég vildi bara aðvara þig; maðurinn minn er far- inn á skrifstofuna en gleymdi að taka með róandi pillurnar...! Nafn:.......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 74 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir sjötu- gustu og aðra getraun reyndust vera: I.Sigríður Jónsdóttir, Hrauntungu 101, 200 Kópavogur. 2. Erla Ásmundsdóttir, Kringlumýri 10, 600 Akureyri, Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.