Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. ' 51 Afmæli Pálmi Gunnarsson Pálmi Gunnarsson, Skálanesi, Vopnafirði, er fertugur í dag. Pálmi er fæddur á Vopnaflrði og ólst þar upp. Starfsferill Hann varð gagnfræðingur frá Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal 1965 og fór sextán ára í Lýðháskólann í Rödding á Suður- Jótlandi og lauk þar námi með leik- fimikennaraprófl 1966. Hann var aðgerðarmaður á Höfn í Hornaflrði og var á síld á Seyðisflrði 1966-1968. Pálmi byrjaði að spila í hljóm- sveitum þrettán ára, fyrst á Vopna- firðiogsíðaráHöfníHornaflrði. Hann var bassaleikari með Hljóm- sveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli 1969-1971 og söng annað aðal- hlutverkið í Jesús, Guð, dýrlingur hjá LR1973. Pálmi var söngvari og bassaleikari hjá hljómsveitinni Lísu sem seinna varð að hljómsveitinni Mannakorni í Rvík 1973 og síðan. Hann hefur einnig leikið með hljóm- sveitunum Friðriki, Celsíus, Bruna- hðinu og Blús Kompaníinu. Pálmi hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga á veitingahúsum, t.d. Staðan í hálfleik á Sjallanum á Akureyri síð- astliðinn vetur. Hann hefur einnig leikið jass ogblús t.d. til langs tíma með Guðmundi Ingólfssyni og fleiri. Pálmi stjórnað upptöku á fyrstu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur í Sykurmolunum og spilaði með Bergþóru Árnadóttir þjóðlagasöng- konu á tveimur hljómplötum. Hann hefur spilað og sungið inn á tugi hljómplatna og er að syngja inn á sjöttu hljómplötuna með Manna- korni. Pálmi var tónlistarkennari og starfsmaður á Sólheimum í Grímsnesi 1981-1982 og er nú for- maður í nýstofnuðu Stangaveiðifé- lagi Vopnafjaröar. Fjölskylda Pálmi kvæntist 1971 Þuríði Sig- urðardóttur, f. 23. janúar 1949, söng- konu ogflugfreyju. Þau skildu. For- eldrar Þuríðar eru Sigurður Ólafs- son, söngvari í Rvík, og kona hans, ValgerðurEinarsdóttir. Sonur Pálma og Þuríðar er Sigurður Helgi, f. 9. október 1974. Pálmi kvæntist 19. júní 1984 Önnu Ólafsdóttur, f. 25. júlí 1955, skólastjóra Tónlistarskól- ans á Vopnafirði. Foreldrar Önnu voru Ólafur S. Kristjánsson, fulltrúi hjá Samvinnutryggingum, og kona hans, Jónína Kvaran, ritari í Fast- eignamati ríkisins. Dóttir Pálma og Önnu er Ragnheiður Helga, f. 16. apríl 1985. Systkini Pálma eru Kristbjörg, f. 22. október 1930, verslunarmaður á Vopnafirði, gift Ágústi Jónssyni vél- stjóra; Sigfmnur, f. 17. ágúst 1933, útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, kvæntur Sigurbjörgu Ragnarsdótt- ur; Hreinn, f. 18. október 1934, sjó- maður i Vestmannaeyjum, kvæntur Ástu Sigurðardóttur; Jóna Guðný, f. 18. nóvember 1937, ljósmóðir í Rvík, og Aagot Gunnhildur, f. 6. maí 1942, húsmóðir í Rvík, sambýhs- maður hennar er Sigurður Ingi Óskarsson verkamaður. Bróðir Pálma samfeðra er Sigvaldi, f. 5. jan- úar 1928, verkamaður á Húsavík, kvæntur Lilju Jónasdóttur. Ætt Foreldrar Pálma eru Gunnar Run- ólfsson, f. 14. október 1901, d. 9. júní 1979, b. í Dallandi í Vopnafirði, og kona hans, Hansína Sigfmnsdóttir, f 5. janúar 1911. Gunnar var sonur Runólfs, b. í Böðvarsdal, bróður Magnúsar í Böðvarsdal, langafa Haralds Johannessens, forstöðu- manns Fangelsismálastofnunar rík- isins. Runólfur var sonur Hannesar, b. í Böðvarsdal, Magnússonar, b. í Böðvarsdal, Hannessonar, sjá niðja- tal hans. Móðir Gunnars var Krist- björg Pétursdóttir, b. í Dalshúsum í Skeggjastaðasókn, Sigurðssonar, bróður Hólmfríöar, ömmu Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Móðir Runólfs var Guðrún Jónsdóttir, b. í Syörivík, Einarssonar. Móðir Hann- Pálmi Gunnarsson. esar var Steinunn Runólfsdóttir, b. í Svínafelli í Hjaltastaðarsókn, Bjarnasonar. Hansína er dóttir Sigfmns, verka- manns á Vestdalseyri á Seyðisfirði, Mikelssonar, b. á Hálsi í Hálsþing- há, Gellissonar, b. og söguskrifara á Berufjarðarströnd. Móðir Sigfmns var Kristíana Pálsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu Sigfúsar Halldórs- sonar tónskálds og Sigfúsar Ey- mundar Einarssonar söngvara. Móðir Hansínu var Jónína Krist- björg Einarsdóttir. Til hamingju með afmælið30. september Kristín Sigurbjörnsdóttir, Laufvangi 1. Hafnarilrði. 80 ára 60 ára Ólöf Guðj ónsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, ------ Vaharbraut 1, Akranesi. Tungubakka28,Reykjavik. 40 ára Karl Jóhannesson, EinarB.Birnir, ------------------------- Ásgarði 17, Reykjavík. Silungakvísl 18, Reykjavík. Auðbjörg Erlingsdóttir, IngigerðurEiríksdóttir, Guðmundur B. Gíslason, Haukanesi 1, Garðabæ. Hjallaseh 55, Reykjavík. Vighólastíg UB, Kópavogi. Guðjón Öm Sverrisson, -------------------------------- BrynhildurKristinsdóttir, Frostafold 131, Garðabæ. Viðar Þorleifsson, Nupasíðu 7. Akurevn. Þorfinnur Kristj ánsson, Stafnaseli 2, Rcykjavík. Kristrún J. Sigurðardóttir, Kökkvavogi 52, Roykjavík. Rjúpufelh46,Reykjavík. Ásholti, Árskógshreppi. 70 ára Björgvin Guðmundsson, Suðurgötuð, Sandgerði. F.lísaheth Riehter. Svöluhrauni 11, Hafnarfirði 50 ára Edda Baldursdóttir. Sigurður Steinþorsson Sigurður Steinþórsson prófessor, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1960, B.Sc. Honours í jarðfræði við háskólann í St. Andrews í Skotlandi 1964 og Ph.D. í j aröfræði frá Princeton-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum 1974. Sigurður hefur verið sérfræðing- ur á Raunvísindastofnun Háskól- ans. Hann var kennari við jarð- fræðiskor raunvísindadehdar skól- ans frá 1970, dósent frá 1974 og hefur verið prófessor frá 1983. Sigurður var formaður Félags há- skólakennara 1978-1979, var for- maður Jarðfræðafélags íslands 1982-84 og hefur verið ritstjóri Fréttabréfa HÍ frá 1979. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5. mars 1966 Helgu Þórarinsdóttur, f. 3. nóvem- ber 1943, BA í sagnfræði og þýð- anda, dóttur Þórarins Þórarinsson- ar, fyrrv. ritstjóra Tímans, og konu hans, Ragnheiðar Vigfúsdóttur Þormar. Sonur Sigurðar og Helgu er Stein- þór, f. 13. janúar 1966, nemi við Há- skólann í Freiburg í Þýskalandi en sambýhskona hans er Valgerður Bragadótflr. Dóttir Sigurðar og Helgu er Ragnheiður, f. 26. maí 1967, efnafræðingur. Systir Sigurðar er Gerður f. 17. aprh 1944, cand. mag. í bókmennt- um, nú íslenskulektor í Svíþjóð, áö- ur borgarfuhtrúi í Reykjavík, gift Gunnari Stefánssyni, fyrrv. dag- skrárstjóra Ríkisútvarpsins, en börn þeirra eru Ath, f. 1966; Svava, f. 1970, og Auðunn, f. 1982. Foreldrar Sigurðar eru: Steinþór Sigurðsson, f. 11. janúar 1904, d. 2. nóvember 1947, náttúrufræðingur og framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins frá stofnun þess og til dánardags, og kona hans, Auður Jónasdóttir, f. 1. apríl 1913, fyrrv. húsmæðrakennari. Ætt og frændgarður Steinþór var sonur Sigurðar, barnaskólastjóra, forseta bæjar- stjórnar Reykjavíkur og stórtempl- ars Jónssonar, b. í Lækjarkoti í Mosfellssveit, Árnasonar, b. á Minna-Mosfelli, Sigurðssonar. Móð- ir Sigurðar var Sigríður Gísladóttir, vinnumanns í Útey í Laugardal, Sæmundssonar. Móðir Steinþórs var Anna, kennari Magnúsdóttir, dbrm. á Dysjum á Álftanesi, Brynj- ólfssonar, b. í Geröiá Akranesi, Teitssonar, vefara í Rvík, Sveins- sonar, föður Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdísar forseta. Móðir Ónnu var Karítas Einars- dóttir, b. á Bjarnastöðum á Álfta- nesi, Árnasonar. Auður er dóttir Jónasar ráðherra, bróður Kristjáns, fóður Jónasar for- stöðumanns Árnasafns. Jónas var sonur Jóns, b. í Hriflu, Kristjáns- sonar, b. í Sýrnesi í Aðaldal, Jóns- sonar, b. í Sýrnesi, bróður Jóhann- esar á Laxamýri, ættfóður Laxa- mýrarættarinnar, afa Jóhanns Sig- urjónssonar skálds. Jón var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal, Jósefssonar, b. í Ytra- Tjamarkoti, bróður Jónsar, afa Jónsar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings. Jósef var sonur Tómasar, b. á Hvassafelli, Tómas- sonar, ættfóður Hvassafellsættar- innar. Móðir Kristjáns var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra Sigurður Steinþórsson. og Kristjönu, móður Hannesar Haf- steins. Móðir Auðar var Guðrún Stefánsdóttir b. á Granastöðum í Kinn, Sigurðssonar og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, noröan við Kaupstað, sími 670760 F/3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða til starfa tölvunarfræðing/forritara í tölvudeild. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af VMS, UNIX og DOS-stýrikerfum. Helstu verkefni: kerfisgreining og forritun. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri tölvudeildar í síma 686222. Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra fyrir 12. okt. nk. Réttindaveitingar í rafveituvirkjun Með reglugerð nr. 102/1990 um löggiltar iðngrein- ar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi var rafveituvirkjun löggilt sem iðngrein. Þeir sem hafa unnið við dreifikerfi rafveitna geta sótt um réttindi í iðninni. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum fást hjá menntamálaráðuneytinu, sími 609500, Rafiðnað- arsambandi Islands, sími 681433 og Sambandi ís- lenskra rafveitna, sími 621250. Umsóknir sendist: Menntamálafáðuneytinu Sölvhólsgötu 4, 105 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið JL LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í fram- leiðslu og afhendingu á leiðurum fyrir háspennulín- ur, samkvæmt útboðsgögnum BLL-14,'„Transmissi- on Line Conductors". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 2. október 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háa- leitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 2.000,-. Helstu magntölur eru: Álblönduleiðari 57 km. Stálstyrktur álblönduleiðari 56 km. Afhendingardagur efnis er 1. maí 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00 mánu- daginn 5. nóvember 1990, en þau verða opnuð þar sama dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 27. september 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.