Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Menning Yf irborðsleg unglingabók Ástarsambönd unglingsáranna hafa verið nokkuö vinsæl hjá þeim sem á annaö borð skrifa bækur fyrir unglingá? Einn þeirra er Eðvarð Ingólfsson. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um ástir unglinga á aldrin- um 15-16 ára. Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð komu út fyrir nokkrum árum. Eðvarð hefur ekki sagt skilið við þennan ald- urshóp því að nú er komin út bókin Haltu mér - slepptu mér. Ekki hef ég lesið neina bók Eðvarðs fyrr en ef þær eru í líkingu við þessa hef ég ekki misst af miklu. Haltu mér - slepptu mér fjallar um sextán ára stelpu, Eddu, og sautján ára strák, Hemma. Eins og gengur og gerist á þessum aldri verða þau Edda og Hemmi ástfangin og „fara á fast". Edda býr með fráskilinni móður sinni sem fer nokkuð út að skemmta sér, eins og gengur. En Eddu þykir það ekki sniðugt. Henni fmnst mamma sín vera of laus í rásinni. Sambandi þeirra mæðgna er lýst á mjög yfirborðslegan hátt. Það er ekki reynt að kafa ofan í sálarlíf fráskihnnar konu né skilnaðarbarns. Þegar Edda og Hemmi hafa verið saman í nokkrar vikur kemur í ljós að Edda er ólétt. Hún ákveður að Hemmi skuli fá að heyra fréttirnar fyrstur. Einhverra hluta vegna hef ég á tilfinningunni að sextán ára stelpa myndi segja mömmu sinni fyrst frá slíku. En atburðarásin verður næsta hröð eftir þetta. Edda og Hemmi fara að búa saman og allt virðist vera í lukkunnar velstandi. Þá fer að halla undan fæti. Eftir fæðingu barnsins fyllist Edda ábyrgö- artilfinningu en Hemmi ekki. Lýsingar Eð- varðs á sambandi og heimilislífi krakkanna eru afar yfirborðslegar, tilgerðarlegar og ósannfærandi. Hann virðist reyna aö koma því að að hin hefðbundnu aldagömlu kyn- hlutverk séu enn í gildi. Lýsing Eðvarös á Hemma þykir mér í þá átt að segja; „svona eru strákar". Strákar eru ekki tilbúnir að taka'neina ábyrgð og víija bara vera með strákunum og skemmta sér en stelpur eru uppfullar ábyrgðar húsmóðurinnar. Sama er uppi á teningnum þegar Hemmi kemur einu sinni heim til sín (það er að segja for- eldra sinna) eftir fótboltaæfingu. „Gengur hálfhokinn inn í stofu, hendir sér upp í næsta sófa og blæs mæðinni stutta stund. - Eitt- hvað til að borða? kallar hann svangur og ætlast til að mamma hans heyri í honum." (Bls. 16). Lesandinn hugsar ósjálfrátt með sér að svona séu nú strákar. En fyrir utan mjög svo óspennandi sögu- þráð, sem heldur manni ekki við efnið og maður veit hvernig endar, er margt annað aðfmnsluvert í bókinni. Fyrir það fyrsta er málið og stíUinn upp- skrufaður og yfirborðslegur. Aldrei hef ég heyrt séxtán ára stelpur, bestu vinkonur, tala um unnustur. „En ég get ekki að því gert að ég öfunda unnustu hans af honum, segir Edda með stjörnur í augunum!*" (Bls. 9). Ekki hef ég heldur heyrt sextán ára krakka tala um að skattyrðast. í venjulegu máli heitir það að rífast. Þetta eru einungis dæmi en svona er allt málfarið í bókinni. Ég myndi ráðleggja þeim sem ætla að skrifa bækur fyrir unglinga að kynna sér fyrst hvernig þeir tala og reyna síðan að skrifa út frá því. - Þótt rithöfundar, eins og aðrir menn, hafi sínar skoðanir á hlutum og sína hugmynda- fræði þykir mér nokkuö hæpið að þeir troði Eðvarð Ingólfsson. Bókmenntir Nanna Sigurdórsdóttir þeim ótæpilega í sögur sínar. Það finnst mér Eðvarð gera of mikið. Sem dæmi má nefna að þegar Edda segir loks mömmu sinni að hún sé ólétt kemur hvorugri þeirra til hugar fóstureyðing. „Mamma minntist ekki einu orði á það hvort Edda gæti hugsað sér fóstur- eyðingu, enda kom það sjálfsagt ekki til greina í huga hennar. Eddu kom það ekki heldur til hugar." (Bls. 103). Ekki orð um það meir. Ekkert um hvers vegna ekki fóstureyð- ing eða hvers vegna fóstureyðing. Annað dæmi um þetta er þegar Edda er að hugsa um hversu oft hún gæti hafa náð sér í strák til aö sofa hjá. „Margir skólastrák- ar höfðu gengiö eftir henni með stjörnur í augum. Hún gæti verið búin að stofna til tækifæriskynna við þrjátíu þeirra ef hún hefði kært sig um. Tilbúnir voru þeir. En hún vildi það ekki, kæröi sig ekki um að vanvirða sjálfa sig með því móti." (Bls. 77). Hvað er nú þetta? Vildi HÚN ekki vanvirða sig með skyndikynnum? Hvað með ÞÁ? Er það ekki jafnmikil vanvirða fyrir strákana? Þarna er hún ljóslifandi komin, gamla grýlan og hugmyndin um að stelpur eigi ekki að sofa hjá mörgum strákum því að þá séu þær að lítillækka sjálfar sig en strákar verði bara meiri menn ef þeir sofa hjá mörgum stelpum. Því fleiri, því betra. Þessa hugmyndafræði þykir mér ekki sniðugt að sjá í bókum, hvað þá í unglingabókum. Almennt er bókin óspennandi, persónu- sköpun yfirborðsleg og rýr og margir endar eru látnir óhnýttir. Eðvarð leyfir sér ansi ódýrar lausnir á mörgu sem annars þyrfti dýrra lausna við. Alla vega ef höfða á til unglinga, þroska þeirra og hugsunar. Þessi bók skilur ekkert eftir sig sem gæti mögulega komið unglingi til meiri þroska og umhugs- unar. Æskan. Eðvarð Ingólfsson. Haltu mér - slepptu mér. Vont fólk í vondum málum Á saurblaði Mefistó á meðal vor segir meðal anh- ars: „Líta má á hrylling þessarar bókar sem alvarlega aðvörun til ráðamanna. Hafa þeir ekki augu til að sjá?" Meö þessari yfiríýsingu gerir höfundur Mefistó, Auður Ingvars, kröfu um að vera tekin alvarlega og að litið sé á verk hennar sem alvarlegt bókmennta- verk. Sagan ber undirtitilinn „Furðusaga" og fyrstu orðin á saurblaði undirstrika að ferðast er um heima ímyndunarinnar: „Tekið skal fram, að hér er um að ræða skáldsögu og að persónurnar lýsa því engum raunverulegum lifandi manneskjum, heldur eru þær einungis orönar til í hugarflugi höfundar." Áður en lesandinn er farinn að lesa fyrsta kafla verksins er hann þannig beðinn að taka söguna alvar- lega en hlýtur þó strax að verða dálítiö vakandi í þeim málum þar eð það fyrsta sem mætir honum er ambaga í málfari („persónurnar þvi lýsa") og slæmur prófarka- lestur („ráða menn"). , Áður en sagan hefst er lesandanum því gert veru- lega erfitt fyrir og hann fylhst ónotattifinningu: Hann er beðinn að taka það alvarlega sem bíður hans í sög- unni en mætir strax hroðyirkni. Söguþráður Georg, fulltrúi í fíkniefnalögreglunni, og kærastan hans, Pollý, eiga í baráttu við eiturlyfjasmyglara í Keflavík. Höfuðóvinurinn, og lærimeistari Satans eða Mefistós, er Tómas Karlsson, stjúpi Pollýar, sem mis- notaði hana kynferðislega þegar hún var barn. Tómas er „mesti mannhundur í heiminum" (150) og á tvö börn með systur sinni. Hann er haldinn óslökkvandi drápsfýsn og hefur fundið upp áður óþekkt eitur sem drepur fólk á augabragði sé eitrinu sprautað í líkam- ann. Fyrstu fórnarlömb hans í eiturbransanum eru foreldrar hans. Eiturlyfjamiðlarar og sjúklingar þeirra taka nú að deyja unnvörpum og eiga það sameiginlegt að á baki þeirra flnnst stungugat eftir sprautu. Einn miðlarinn sleppur þó við sprautuna en finnst hins vegar af- hausaður í baðkari í Stóragerði. Bergur Bergmann dómsmálaráðherra er flæktur í smyglmálið en þegar tryggð hans við Tómas fer að bresta tekur Tómas sig til og kippir af honum nöglunum, plokkar úr honum augun og lætur hann fá kolamola í staðinn. Bergur lifir þessa meðferð ekki af. Eo þó Bergur sé vondur maður, vegna þess að hann græðir á eiturlyfjasmygli, er hann þó blönduð manntegund og að sumu leyti hetja í sögunni. Hann lærir nefnilega á gamals aldri sérstaka kynlífstækni í svallveislu og tekst þar með loks að fullnægja kynkaldri konu sinni. Tómas ætlar sér aö verða keisari yfir íslandi enda segir spáin aö árið 1999 verði ísland merkasta land í heimi. En það er þó ekki þess vegna sem Tómas sæ- kist eftir að ná tökum á fjaUkonunni okkar heldur vegna þess að hann einn veit að það er olíu að flnna við strendur íslands. Hann ætlar PoUý aö verða keis- araynju en fyrst verður hann að ráða kærastann henn- Bókmenntir Árni Blandon ar af dögum. Og hann ætti ekki að muna mikið um það því hann er framkvæmdamaður hinn mesti og hefur ríkt hugmyndaflug: „Ég skal skera af honum böUinn með eigin hendi. Ég skalláta svíða hann og súrsa eistun og snæða hann af stakri ánægju..." (55). Hér sýnir höfundur okkur af listilegu lítillæti hvar Tómas er veikur fyrir, Hann treystir sér sem sé ekki til að svíða og súrsa Georg sjálfur en verður að af- henda það verkefni tU annarra. Og þetta (eða eitt- hvað) verður Tómasi að faUi og hann breytist í svarta rottu. Sagan er í fjórtán köflum og í sjöunda kaflanum segir frá sjö mönnum, sjö kertum og sjö stúlkum. Mennirnir. svífa láréttir í loftinu og er ekki seinna vænna að fara af stað með furðulegheitin sem lofað hefur verið í undirtitii sögunnar. Við erum sem sé stödd á fundi hinna góðu anda sem bjarga munu heim- inum. Þeir beita sterkum brögðum, eyöa þjónum Sat- ans og skáru meöal annars toppstykkið af miðlaranum sem nú hvíUr lúin bein (og kjöt) í Hafnarfjarðarhraun- inu, eins og Geirfinnur forðum (eður hvat?). í þessum merka kafla í miðri bók kemur fram hvar við erum stödd í tímatalinu: Það er desember. Ekki er sagt hvaða ár, en leiða má líkur að því vegna þess að á öðrum stað í bókinn segir að rætt hafi verið um að gefa eiturlyf frjáls. SpilUngin er sem sagt mikil. Stúlkur vinna fyrir eit- urlyfjaskömmtunum sínum með því „að leggjast und- ir einhverjan afgamlan ístrubelg, sem angar af and- fýlu" (15). Og þessir „einhverjir" eru af ýmsu tagi til dæmis „alþekktir þingmenn frá kjördæmunum fyrir norðan" (85) sem vUja láta berja sig með svipum. Holdsins miðlari er Iðunn mellumamma, fóðursystir PoUýar.- En aUt fer sem sé vel að lokum, dísir Venusar sigra hin Ulu öfl, eiturbrasið er eyðilagt og PoUý ög Georg giftast. Af framangreindri lýsingu á söguþræði má tióst vera að um hið kræsUegasta efni er að ræða í þessari sögu. Að lokum vil ég leggja til að þessari bók verði veitt skammarverðlaun fyrir slæman prófarkalestur (vUl- urnar nálgast hundrað) og læt ég fljóta hér með örfáar ambögur til gamans: „Hvaöa glæsilega stúka er þetta sem er að dansa við Uóshæröarisann?,, (24). „Hún lagði hana í bankahólf sínu..." (165)......áður, en áður en..." (138). „.. .til hótels þíns" (105, þýtt úr ensku?). „Árbíturinn var tUbúið" (133). Auður Ingvars: Meflstó á meðal vor, 170 bls. Fjölvaútgáfan, Reykjavfk 1990.' Junior með nýjum fósturforeldrum. Laugarásbíó - Prakkarinn **!/2 Kúnstugur krakkaskratti Jólamynd Laugarásbíós er dálítið sérstök, svo að ekki sé dýpra í jólaár- inni tekið. Það er sannarlega enginn jólaengUl sem þar er lýst. Junior er ótrúlega Ula innrætt og hrekkjótt vandræðabarn. Þegar frá- sögnin hefst er hann búinn að taka 29 pör af fósturforeldrum á taugum og myndin lýsir samskiptum hans við foreldra númer 30 sem eiga allt tU aUs nema barn. Junior fer á kostum í vistinni hjá þeim. Hann hrekkir, skemmir, skrökvar, stelur og yfirleitt gerir allt það sem flest börn langar til en sæmilegt uppeldi kemur í veg fyrir að aö það verði nema draumar. Skemmst er frá því að segja að hér er indæUs skemmtun á ferð. 111- kvittnisleg gamansemin er hömlulítil og öfgakenndur og yfirdrifinn leik- stíUinn feUur vel að forminu. Stærsti gaUinn er gloppótt handrit sem Kvikmyndir Páll Asgeirsson stundum verður langdregið. TónUstin er hins vegar vel og smekklega vaUn, organdi þungarokk og fleira gott. Litla kvikindið er ágætlega leUtið og fósturforeldrar hans, sérstaklega John Ritter i hlutverki fóðurins, henta vel til starfans. Höfundunum er ekkert heUagt og góöir foreldrar fá á baukinn, fljúgandi nunnum bregður fyrir og margdæmdur slaufumorðingi, sem verður pennavinur Juniors, er óvæntur bónus. Það var talsvert af börnum á aldur við Junior á sýningunni sem ég fór á. í nokkrum tilvikum voru foreldrarnir með og þeir virtust ekki skemmta sér neitt minna yflr skepnuskap þess stutta. Eg mæU með því að vísitölu- fjölskyldan taki sér frí frá jólastressinu og fari saman í bíó. Þar gefur að Uta hvernig getur farið ef uppeldið er vanrækt. Góða skemmtun. Problem Child - amerisk Leikstjóri: Dennis Dugan Aðalhlutverk: John Ritter, Michael Richards og Gilbert Gottfried.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.