Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990.
15
Er sprengiefni
víða á glámbekk?
Oft heyrist um að sprengiefni hafi horfið úr geymslu. - Frá sprengiefna-
fundi í Örfirisey.
Alltaf öðru hvoru kemur fram
af fréttum að sprengiefni hafi horf-
ið úr vörslu þeirra sem við spreng-
ingar fást. Sjaldnast kemur það
fram af seinni fréttum, minnsta
kosti svo að áberandi sé, hvort
sprengiefnið hafi fundist aftur og
verið komið til skila eða hvort
nokkuð hafi vitnast um það hver
eða hverjir hafi staðið að hvarf-
inu.
Oft er getum að því að leitt að þar
hafi ungmenni eða börn verið á
ferðinni án þess að nokkuð frekar
sé um það vitað.
Nú þarf það ekki að vefjast fyrir
neinum hver voði er á ferðum þeg-
ar óvitar, börn, unglingar eða aðr-
ir, sem ekki gera sér neina grein
fyrir því hvað þau eru með á milli
handanna, eru að handleika dína-
mít og stórhættulega sprengivaka,
sem hvellhnettur eru, svo að ekki
sé talað um þegar þetta tvennt ligg-
ur saman.
En það eru ekki aðeins börn og
unglingar sem hlut eiga að máli.
Það er ekki langt síðan sprengjur
sprungu á fleiri stöðum á götum
úti í Reykjavík og mildi að ekki
hlutust stórslys af en þá voru notuð
efni sem atvinnumenn einir eiga
að hafa aðgang að og þarna voru
vafalaust fullorðnir menn að verki.
Þetta kemur nú upp í huga mér
þegar líður að áramótum og kvöldi
þrettánda dags jóla, þessara tíma-
móta sem minnst er með flugeldum
og öðrum mismeinmiklum spreng-
ingum.
KjáUarinn
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Lög um skotvopn, sprengi-
efni og skotelda
Það þarf sérstakt leyfi lögreglu-
yfirvalda til þess að mega hafa
sprengiefni undir höndum, á sama
hátt og leyfi til að eiga og fara með
skotvopn, enda ná sömu lög yfir
þetta hvort tveggja, eða lög nr. 46
frá 1977 um skotvopn, sprengiefni
og skotelda.
Það er til viðamikil, sundurliðuð
og nákvæm reglugerð um skotvopn
og skotfæri en um sprengiefni hef-
ur reglugerð enn ekki séð dagsins
ljós, enda eftirlit með meðferð
þeirra í skötulíki.
Sprengiefni eru að staðaldri í
notkun víða um land. Stóru verk-
takarnir eru með kunnáttumenn í
meðferð þeirra og á vinnustöðun-
um eru þá sérbúnar geymslur. En
við minni háttar framkvæmdir, þar
sem sprenginga er þörf, eins og hjá
flestum sveitarfélögum og litlum
vinnuflokkum úti um land er að-
staðan til geymslu í alla staði verri
og ekki um sérhæfða sprengimeist-
ara að ræða.
Forvarnir Rafmagnsveitna
ríkisins.
Þannig var ástandið hjá Rarik á
árunum eftir 1954 þegar vinnu-
flokkar voru dreifðir úti um allt
land við að rafvæða dreifðar byggð-
ir. Þá þurfti alltaf öðru hvoru að
sprengja klappir fyrir stauraholum
og því nauðsynlegt að vera með
þessi efni í vinnubúðunum og til
að byrja með enginn sem með þau
kunni að fara. Hyggjuvitið réð en
í þessu tilfelli var það hættulegur
lærimeistari þótt sjaldan hlytist
stórslys af.
Því var það að Rarik lét taka sam-
an leiðbeiningarbækling sem dreift
var milli vinnuflokkanna og verk-
stjórarnir ásamt flokksstjórum
kallaðir saman á námskeið þar sem
grundvallaratriðin voru yfirfarin
og þá að sjálfsögðu lögð meginá-
herslan á öryggismálin. Þetta var
að vísu af vanefnum gert en hafði
afar jákvæð áhrif á viðhorf línu-
mannanna til vandamálsins. Síðar
var bæklingurinn endurskoðaður
og endurútgefinn ög þá í samvinnu
fleiri ríkisstofnana.
Síðar eöa árið 1980 hafði Rarik
forgöngu um það að fá hingað
norska sprengisérfræðinga til þess
að kenna sprengitækni og meðferð
sprengiefna á nokkurra daga nám-
skeiði fyrir starfsmenn sína.
Regiugerðar er þörf
Til að byrja með voru lög um
meðferð sprengiefna ómerkileg og
í raun ekkert hægt við þau að styðj-
ast. Voru því norskar og sænskar
reglur notaðar til halds og trausts,
m.a. við samantekt á fyrrnefndum
leiðbeiningarbæklingi.
Nú-skora eg á hæstvirtan dóms-
málaráðherra, í mikilli vinsemd og
með fullri virðingu, að setja nú
þegar ítarlega reglugerð um þann
þátt laga nr. 46/1977 sem varðar
meðferð sprengiefna sérstaklega.
Þessi reglugerð þarf að vera stutt-
orð og gagnorð og vera þannig að
með sanngirni sé hægt að fram-
fylgja henni.
Til þessa verks þarf að fá þá fær-
ustu menn sem völ er á.
Þetta má ekki dragast lengur.
Benedikt Gunnarsson
„Þaö þarf sérstakt leyfi lögregluyfir-
valda til þess að mega hafa sprengiefni
undir höndum, á sama hátt og leyfi til
að eiga og fara með skotvopn.“
Umhverfisvika í grunnskóla
Fjöruna ber að vernda því að lífriki svæðis og jafnvel landsins tapast
ef fjörunni er spillt, segir greinarhöfundur.
Fyrsta vika októbermánaðar var
helguð umhverfisfræðslu í Grunn-'
skólanum á ísafirði. Yfirskriftin
var umhverfisvika og var kennslan
að hluta til utandyra.
Markmið með umhverfis-
mennt er að vekja athygli nemenda
á umhverfi sínu og þeim vandamál-
um sem þar bíða úrlausnar. Hvetja
nemendur að bera ábyrgð gagnvart
umhverfi og efla þannig vilja til
náttúruverndar. í aðalnámskrá
grunnskóla er skýrt tekið fram að
umhverfismennt eigi bæði að fara
fram í einstökum námsgreinum og
verkefnum sem ekki eru bundin
við einstaka námsgrein.
Undirbúningur umhverfisvik-
unnar fól m.a. í sér öflun fræðslu-
efnis. Námsgagnastofnun úthlutar
námsbókum til skóla en mér fannst
við þurfa frekara námsefni. í því
skyni skrifaði undirrituð bréf til
nokkurra opinberra stofnana og
félagasamtaka og bað um upplýs-
ingar sem gætu komið að gagni við
verkefnagerð nemenda. Hér með
kem ég á framfæri kæru þakklæti
fyrir aðsent efni því að alUr aðilar
tóku vel í þessa bón.
Skipulag og verkefni
Skipulagning umhverfisvikunn-
ar var meö þeim hætti að við ák-
váðum í upphafi að víkja sem
minnst frá stundaskrá nemenda.
Það er ekki hægt að komast hjá
smáröskun á stundaskrá þegar
vinnan er háð sjávarfóllum þannig
að vinnutími nemenda lengdist í 2
daga af 5. Kennslan fór fram að
hluta til utandyra, allir nemendur
skoðuðu íjöru og tóku þátt í ratleik. •
Hugmyndabanki var stofnaöur til
að allir fengju verkefni við hæfi.
Fagkennarar kenndu sín fög en
tengdu vinnuna með einhverjum
hætti umhverfisfræðslu og sóttu
verkefni í hugmyndabankann.
Ýmsar kannanir voru gerðar og
framkvæmdar af nemendum. Má
nefna skil á gömlum rafhlöðum og
KjaUariiui
Helga Frlðriksdóttir
kennari við Grunnskólann
á ísafirði
dósaskil til endurvinnslu. Einnig
kynntu nemendur sér sorpeyðingu
og úrgangslosun hjá skipaflotan-
um. Yngri nemendurnir sóttu efni-
við í náttúruna og föndruðu með
laufblöð og skeljar. Kennarar 8 ára
nemenda vinna með bekkjum sin-
um að gerð fjörulíkans. Klappir,
sandur og tilheyrandi þang og þari
klæða fjöruna. Síðan er ætlunin að
merkja fjörumörkin inn á líkanið.
Fjöruskoðun
Hentugt þótti að taka þátt í fjöru-
skoðun Evrópu þar sem sú skoðun
fer fram á þessum tíma og við hér
fyrir vestan með fjöruna í nálægð.
Samband íslenskra náttúruvernd-
arfélaga (SÍN) standa að fjöruskoð-
uninni hér á landi og senda gögn
til skóla og bókasafna. Nú hafa
verið hönnuð eyðublöð fyrir börn
sem koma að góðu gagni í verk-
efnavinnu með fjöru í umhverfls-
fræðslu. Yngstu nemendur skoð-
uðu fjöruna án þess að hafa slík
eyðublöð, enda ekki hægt að koma
því viö hjá ólæsum börnum en
skoðunin sjálf og skynjun á lykt
og fuglahljóðum gaf góða reynslu.
Margir foreldrar tóku þátt í fjöru-
skoðun yngri barnanna og hjálp-
uðu þánnig til.
Til gamans má nefna að Norð-
menn hafa mikla samvinnu milli
skóla í fjöruskoðun sem spannar
alla strandle'ngju Noregs. I fyrra
tóku 245 norskir skólar þátt í fjöru-
skoðun og eru það skólar af öllum
skólastigum. Við í skólunum eigum
að styrkja SÍN með myndarlegri
þátttöku í fjöruskoðun á strand-
lengju íslands. Til frekari áherslu
er rétt að hafa í huga að fjöruna
ber að vernda vegna þess að sumar
tegundir eru bundnar við fjöru og
tapast því úr lífríki svæðis, jafnvel
landsins, ef flörunni er spillt. Einn-
ig er flaran ákjósanlegt útivistar-
svæði, bæði til náttúruskoðunar og
kennslu.
Ratleikir
Ég vil lítillega víkja að ratleik
sem kennslutæki. Nemendur hafa
landakort og flnna stöðvar sem
merktar eru inn á kortið. Á stöðv-
unum eru ýmis fyrirmæli sem
nemendur eiga að sinna og eru fyr-
irmælin tengd umhverfiskönnun
af einhveiju tagi. Hér kemur inn í
ömefnakynning sem er mikilvæg.
Nemendur eiga að fara frá einni
stöð á aðra þar til hringurinn lok-
ast, nemendur tóku þeirri ný-
breytni vel að fá súkkulaöibita og
svaladrykk á endastöð. Aldurs-
hóparnir kalla á verkefni við hæfi,
því þurftu kennarar að setja upp
þrenns konar ratleiki þar sem fyr-
irmælin voru frá því að vera skrif-
uð og upp í að vera túlkuð af prúð-
búnum lögregluþjóni.
Skoðanakönnun í Hnífsdal
Barnaskóli er starfræktur í
Hnífsdal sem útibú frá Grunnskól-
anum á ísafirði. Varðandi um-
hverfisvikuna hafði hann svolitla
sérstöðu þar sem hann vann að
ákveðnu verkefni. í Hnífsdal fór
fram ítarleg skoðanakönnun meðal
íbúa hverfisins og laut könnunin
aö ýmsum umhverfismálum. Spurt
var m.a. um sorpeyðingarmál, bíla-
notkun og ýmis neytendamál. Hér
má nefna að sorpeyðingarstöð er
staðsett á Skarfaskeri í næsta ná-
grenni við byggðina í Hnífsdal og
eru menn mjög ósáttir við mengun
af hennar völdum. Alls tóku 65%
íbúa þátt í könnuninni og sýnir hún
hvað fámennir skólar geta unnið
að verkefnum sem koma að gagni.
Grunnskólinn á ísafirði ér flöl-
mennur skóli, hefur rúmlega 600
nemendur, þannig að mörgu þurfti
að hyggja til að umhverfisvikan
gengi sem best. Tímasetning vik-
unnar var hentug því fyrstu snjóar
komu ekki fyrr en viku seinna.
Plöntuskoðun þarf t.d. að fara fram
strax í skólabyrjun á þessu lands-
horni.
Freistandi er að reyna að meta
árangur þessarar umhverfisviku
en það er afar erfitt eins og með
alla aöra kennslu. En markmiðin
eru ljós og ef við höfum öll hugfast
að við eigum að skila umhverfinu
til næstu kynslóðar ekki í verra
ástandi en við fengum frá þeirri
síðustu þá erum við á réttri leið.
í lok þessarar greinar vil ég
þakka öllum samveruna og þá
miklu vinnu sem kennarar lögðu á
sig til að umhverfisvikan gengi
upp.
Helga Friðriksdóttir
„Markmið með umhverfismennt er
að vekja athygli nemenda á umhverfi
sínu og þeim vandamálum sem þar
bíða úrlausnar. Hvetja nemendur til
að bera ábyrgð gagnvart umhverfi.“