Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 21 Iþróttir iegn Vestur-Þjóðverjum. Hann rifbeinsbrotn- vill með í kvöld þrátt fyrir það. Atlierá heimleið - Atli Hilmarsson hættir að leika á Spáni eftir keppnistímabilið „Eg er orðinn dauðleiður á því að leika handknatt- leik erlendis og það er ör- uggt mál að ég kem heim til íslands eftir að yflrstandandi keppnistímabili lýkur á Spáni,“ sagði Atli Hilmarsson handknattleiksmað- ur í samtali við DV í gær. Atli er einn reyndasti atvinnumað- ur okkar í handknattleik og er nú að leika 8. árið erlendis. Áður var hann hjá fjórum félögum í Vestur- Þýskalandi, Hameln, Bergkamen, Bayer Leverkusen og Dormagen. En mega íslenskir handknattleiksunn- endur eiga von á því að sjá Atla leika með íslensku félagsliði á næsta keppnistímabili? „Eg veit það ekki. Það er alveg eins inni í myndinni að hætta alveg. Ég ætla að klára keppnistímabilið með Granollers á Spáni og sjá svo til hvernig skrokkurinn kemur út úr þessu. Ég hef verið óheppinn með meiðsli og er orðinn ansi leiður á þessu,“ sagöi Atli Hilmarsson í gær. -SK Svo gæti farið að Frans Beckenbauer hætti störfum hjá franska meistaraliðinu Marseille á næstu dögum eða vikum. Ágreiningur er kominn upp á mílli hans og forseta félagsins i kjölfarið á slæmu gengi liðsins í undanfórnum leikjum. Beckenbauer er óánægður með afskiptasemi forsetans varðandi þjálfun liðsins. „Keisarinn sagði í gærkvöldi: „Við munum tala saman á næstu dögum eða vikum. Þetta gengur ekki lengur svona. Ef við getum ekki leyst þessi vandamál okkar í milli hefur ráðning mín til Marseille greinilega verið á misskihúngi byggð. Það er vissulega mögu- leiki á því að ég sé á heimleið á ný til Þýskalands miög bráðlega." -SK irfa stuðning á í handknattleik 1 Höllinni í kvöld kl. 20.00 kvöldi en leikur ef til vill með. Þá er Jón Kristjánsson veikur en verið getur að hann leiki. Einar Þorvarðarson að- stoðarlandsliðsþjálfari sagði í samtali við DV í gærkvöldi: „Við erum með nýtt lið í höndunum og strákjarnir eiga skilið að fá góðan stuðning frá áhorf- endum. í liðinu núna eru framtíöar- landsliðsmenn og þeir sem verða í fremstu víglínu í heimsmeistarakeppn- inni 1995. Ungu leikmennirnir, sem eru að taka við, hafa sýnt góða leiki og stóðu sig frábærlega á mótinu í Danmörku á dögunum. Vonandi fá þeir nægilegan stuðning til að leggja hið sterka lið Þjóð- verja að velli í kvöld.“ -SK/-JKS • Einar Þorvarðarson treystir á stuðning áhorfenda. í riðla fyrir íslandsmótið 1. deild karla 2. deild karla Kvennaflokkur A-riðill: Stjarnan, Fylkir, Þróttur R., Þór Ak. B-riðill: KR, Selfoss, Víðir, KA frá Akureyri. C-riðill: Fram, Keílavík, ÍK, Breiðablik. D-riðill: ÍR, Akranes, Vestmannaeyjar, Valur A-riðill: Leiftur, FH, Skallagrímur, Árvakur. B-riðill: Grótta, Leiknir, Einherji, Ármann. C-riðill: Víkingur R„ KS, HSÞ-b, Reynir Á. D-riðill: UMFG, Haukar, Bol.vík, Víkingur Ól. A-riðill: Breiðablik, Sindri, Stokkseyri, KS. B-riðill: KR, Haukar, Afturelding, Höttur. C-riðill: ÍA, Þróttur N., Þór Ak„ Stjarnan. D-riðill: Valur KA og Austri frá Eskifirði. -GH/VS handknattleik: tpsætið í Mosfellsbæ, 22-23. Staðan i 2. deild er þannig: Þór Ak 11 10 1 0 268-220 21 HK. 12 10 1 1 316-205 21 UBK ........ 11 8 1 2 256-193 17 Njarövík 13 7 2 4 288-265 16 Keflavík 13 5 2 6 275-288 12 Völsungur.. 13 4 2 7 267-283 10 Aftureld ,...,...13 4 0 9 243-296 8 Ármann 13 3 2 8 248-276 8 ÍH 14 3 2 9 282-315 8 ÍS 1 1 10 193-305 3 • Gunnar Gunnarsson. Ystad tapaði Gunnar Gunnarsson var markahæsti leik- maður Ystad þegar liðið tapaði, 17-16, fyrir Söder í Stokkhólmi á sunnudaginn í Sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. „Við misstum niður unninn leik, vorum yfir, 12-15, þegar stutt var eftir, og síðan fengu þeir gefms vítakast þremur sekúndum fyrir leikslok sem þeir skoruðu úr sigurmark sitt,“ sagði Gunnar í samtali við DV í gær. Fyrsta hluta keppninnar um sænska meist- aratitilinn er nú lokið. Átta efstu liðin fara í sérstaka „elítudeild" og leika þar tvöfalda um- ferð en keppni hefst 6. janúar. Þangað fara lið- in með öll stig úr forkeppninni og staðan er nú þessi: Drott 27 stig, Lugi 21, Skövde 21, Irsta 20, Sávehof 19, Ystad 18, Redbergslid 18 og Söd- er 13 stig. Hefði Söder ekki nýtt vítakastið í lokin gegn Ystad hefði liöið ekki komist í úrslit- in, heldur Kristianstad. -VS Sport- stúfar Júlíus Jónasson, DV, Frakklandi: | \ • Leikur Bordeaux og I ji\ I Caenífrönskul.deild- I /r # I inni í knattspyrnu um ' ' helgina, sém endaði 1-1, þótti frekar slakur og fengu allir leikmenn lágar einkunnir í blöðunum í gær. Hjá Bordeaux fengu allir fjóra til sex af tíu mögulegum, Arnór Guðjohnsen fékk íjóra en honum var skipt út af á 55. mínútu. Bordeaux er í 11. sæti deildar- innar en liðið á í miklum erfið- leikum vegna meiðsla. Gegn Caen vantaöi ijóra snjalla leikmenn, þá Battiston, Ferrari, Durand og Deschamps, sem allir eru meidd- ir. Drott byggir á reynslunni Gunnar Gunnaisson, DV, Sviþjóð: • Drott, sem er með sex stiga forystu í sænsku úrvalsdeild- inni í handknattleik, byggir svo sannarlega á reynsl- unni. Með liðinu leika nú þrír leikjahæstu leikmenn úrvals- deildarinnar frá upphafi, þeir Thomas Gustafsson markvörður, sem er 38 ára gamall, Jörgen Abrahamsson línumaður og Gör- an Bengtsson hornamaður sem báðir eru 37 ára. Þessir þrír hafa leikið samanlagt á annað þúsund deildaleiki á ferlinum og yfir 300 landsleiki alls. Gustafsson, sem áður lék með Lugi og Warta, hef- ur aðeins misst úr einn leik síð- ustu 16 keppnistímabilin sem er ótrúlegur árangur. Kristján aðeins með gegn Svíum • Kristján Arason leikur aðeins einn landsleik með íslenska landsliðinu í þeim verkefnum sem framundan eru á næstunni. Kristján verður með gegn heimsmeisturum Svía í vin- áttulandsleik í Laugardalshöll- inni 27. desember. Daginn eftir hefst 4 landa mót með þátttöku íslands, Svíþjóöar, Noregs og Japans. Ástæðan fyrir því að Kristján leikur aðeins einn leik er að hann verður að keppa með Teka á móti í Þýskalandi yflr hátíðirnar. Mats Olson, markvörður Svía og félagi Kristjáns hjá Teka, kem- ur ekki með Svíum til íslands vegna sömu ástæðna. Valdimar ekki til Þýskalands • Hornamaðurinn snjalli, Valdi- mar Grímsson úr Val, kemst ekki með íslenska landsliðinu til Þýskalands en þjóðirnar eigast við tvívegis um næstu helgi. Sig- urður Sveinsson úr KR liefur hins vegár verið kallaður í lands- liðshópinn. Sigurður verður með í verkefnum landsliðsins á næst- unni, enda hefur hann staðið sig vel með KR-ingum í vetur. • Valdimar Grimsson fer ekki með landsliðinu til Þýskalands. • Þorvaldur Jónsson ver mark Breiðabliks næsta sumar. Þorvaldur í mark UBK Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi: Þorvaldur Jónsson, markvörð- ur og fyrírliði meistaraflokks Leifturs i knattspymu, mun leika með Breiðabliki í 1. deildinni á næsta keppnistímabili. Gengið var frá félagaskiptum um helg- ina. Þorvaldur mun ljúka við nám sitt í Reykjavík næsta sumar og af þeim sökum sá harui sér ekki fært að leika áfram með sín- um gömlu félögum. Þorvaldur hefur verið mark- vörður Leifturs síðan 1986 og lék með liðinu í öllum deildunum þremur, þ.á m í 1. deild sumarið 1988. Þar áður hafði hann leikið með KA tvö sumar í 1. deildinni. Þorvaldur sagði í samtali við DV að Breiðablik hefði orðið fyrir •valinu þvi að honum litist vel á félagið, það væri að gera góða hluti og hann hefði mikla trú á því. Gamall félagi hans úr Leiftri, Gústaf Ómarsson, leikur einnig meö UBK. Um tíma var talið að Þorvaldur myndi leika með 2. dcildarliði ÍR á næsta tímabili. ÍR-ingar standa þvi uppi markmannslausir því að Þorsteinn Magnússon, sem varið hefur mai'k liðsins undahfarin ár, hefur tilkynnt félagaskipti yfir í Fylki. -JKS framkvæmda- stjóri HSÍ Hand- knatt- leikssam- band ís- lands hef- ur ráðið Einar Örn Stefáns- son í starf fram- • Einar öm Stefáns- kvæmda- son, Iramkvæmda- stjóra. stjóri hsí. Einar Örn erfyrrver- andi fréttamaður á RÚV og fram- kvæmdastjóri islenskra banka- maima. Hann hóf störf hjá HSÍ 15. desember. Framkvæmdastjórinn mun annast daglegan rekstur HSÍ, er- lend samskipti og þjónustu við starfsnefhdir og aðildarfélög HSÍ. Á verksviði hans eru m.a. fjáröfl- unarverkefni og umsjón með fjármálum í samvinnu við gjald- kera HSÍ. Samstarfssamningar við stuðningsfyrirtæki HSÍ, skipulagningu landsleikja í sam- vinnu við starfsnefndir og stjórn HSÍ og þátttaka í undirbúningi og skipulagningu heimsmeistara- keppninnar á Islandi 1995. Einar Örn er 41 árs og kvæntur Ástu R. Jóhannesdóttur. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.