Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 6
L&mww * m
Uflönd
Bandamenn höfnuöu hugmyndum Saddams Hussein um friö meö skilyrðum:
Friður ef Saddam er
hrakinn frá völdum
Georg Bush Bandaríkjaforseti
hafnaöi umsvifalaust hugmyndum
Saddams Hussein um vopnahlé í
Persaflóadeilunni gegn því að hann
kallaði her sinn heim frá Kúvæt en
í staðinn yrði gengið að skilyrðum
hans að blanda málefnum Palestínu-
araba og fleiri vandamálum í Mið-
Austurlöndum í deiluna.
Bush kallaði hugmynd Saddams
„ruddalegt hrekkjabragð" og að eng-
in leið væri að ganga að skilyrðum
hans. Hann sagði einnig að stríðið
við Persaflóa héldi áfram þar til írak-
ar kölluðu her sinn heim frá Kúvæt
skilyrðislaust eða yrðu reknir þaðan
með hervaldi ella. Þá sagði Bush í
svari sínu við tilboði Saddams að
auðveldasta leiðin fyrir íraka til að
stuðla að friði væri að steypa harö-
stjóranum af stóli.
Áður en Bush hélt ræðu sína í gær
höfðu leiðtogar ríkjanna, sem mynda
bandalagið gegn írak, lýst yfir megn-
um efasemdum sínum með friðartil-
boðið. Á það var bent að í raun fæl-
ist ekkert nýtt í því annað en nú fyrst
er Kúvæt nefnt á nafn í hugmýndum
íraka um lausn deilunnar. Eftir ræðu
Bush mátti þó vera ljóst að friðartil-
boðið breytti engu um framgang
stríðsins.
í Bagdad fögnuðu menn tilboði
segir George Bush og kallar friöartilboö hans hrekkjabragö
Saddams og svo virtist í fyrstu sem
því væri almennt trúað að nú kæm-
ist á friður. Þá létu Sovétmenn í ljós
vonir um að þetta gæti orðið upphaf-
George Bush Bandaríkjaforseti réðst harkalega á Saddam Hussein i ávarpi
og kallaði friðartilboð hans hrekkjabragð. Simamynd Reuter
ið að friðarviðræðum. I þeim löndum
araba, sem stuðningur við íraka er
hvað mestur, var tilboðinu fagnað
en arabískir andstæðingar íraka
tóku því fálega.
Fulltrúar Egypta sögðu að útilokað
væri að fallast á vopnahlé á öðrum
forsendum en þeim sem kveðið væri
á um í ályktum öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna númer 660 frá því í
haust. Þar er þess krafist að írakar
kalli her sinn tafarlaust og skilyrðis-
laust heim frá Kúvæt.
í fyrstu fréttum frá Bagdad mátti
skilja að írakar hygðust fara að áætl-
uninni en síðar komu öll skilyrðin í
ljós. Þá sáust engin merki þess að
íraski herinn væri að leggja niður
vopn í Kúvæt. Loftárásir á herinn
hættu því aldrei.
Árásarferðir til skotmarka í írak og
Kúvæt-eru nú komnar á áttunda tug
þúsunda. Þeim er haldið áfram við-
stöðulaust. Síðustu daga hefur verið
lögð áhersla á árásir á framlínu ír-
aska hersins. Árásirnar hafa aukist
jafnt og þétt enda er fastlega gert ráð
fyrir árás á landi í kjölfarið.
Reuter
Saddam vildi stundarfrið
Tilboð íraka um að draga her sinn
frá Kúvæt meö skilyrðum kom á
sama tíma og bandamenn hertu
sóknina gegn íraksher í og við Kúvæt
og hófu að ryðja jarðsprengjusvæði
meö þar til gerðum sprengjum.
Einkum voru það hermenn úr
framvarðarsveitum íraka í Kúvæt
sem urðu illa fyrir barðinu á loftár-
ásum bandamanna rétt eins og inn-
rás landherjanna væri á næsta leiti.
Oft er búið að segja frá því að árás á
landi hljóti að hefjast með kröftugum
loftárásum á framlínuna. í gær var
m.a. um sjö tonna þungum sprengj-
um varpað á her íraka. Það eru ein-
hverjar öflugustu sprengjur sem til
eru ef kjarnorkusprengjur eru frá-
taldar.
Grunur um yfirvofandi innrás
studdist einnig við að landher banda-
manna virtist vera á hraðferö aö
landamærunum. Nú er talið aö þar
séu um 80 þúsund hermenn banda-
manna í viðbragðsstöðu.
Fréttir frá yfirmönnum landherj-
anna í Saudi-Arabíu bentu einnig til
þess að árás á landi væri skammt
undan. Þetta hefur fengið menn til
að álykta sem svo að Saddam Husse-
ein hafi séð sitt óvænna og reynt að
koma með friðartilboð á síðustu
stundu til að fá bandamenn til að
hika. Herforingjarnir hikuðu þó ekki
lengi og boð um að hætta árásum
komu aldrei.
Eftir að friðartilboðið kom frá írök-
um sagði Moshe Arens, varnarmála-
ráðherra ísraels, að allt benti til að
Saddam Hussein væri nú farinn að
flnna alvarlega fyrir nálægðinni við
herafla bandamanna. „Ég held að
Saddam geri sér grein fyrir hvað
staða hans er erfið,“ sagði Arens.
ísraelsmenn brugðust að vonum hart
við fréttunum frá Bagdad, enda var
fljótlega ljóst að frelsun Kúvæts átti
öðru fremur að vera á kostnað ísra-
elsmanna.
Fleiri hafa orðið til að túlka tilboð
Saddams sem merki um að staöa ír-
aka fari dagversnandi. Alexander
LURIE'S
Von um frið á urslitastundu.
"P E fl C E!"
Teikning Lurie
Haig, fyrrum hershöfðingi og varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
sagði að Saddam hefði það eitt í huga
að kaupa sér stundarfrið meö því að
fá bandamenn til aö velta fyrir sér
SÖGUBÆKLINGURINN
ER KOMINN
OPIÐ Á MORGUN,
SUNNUDAG,
KL. 14.00-17.00
FLUG 0G BÍLL
SUMARHÚS
FERÐIR UM
BANDARÍKIN
FLÓRÍDA
HAWAII
SIGLINGAR í
KARÍBAHAFINU
SÓLARLANDAFERÐIR
FERÐIR MEÐ
TJÆREB0RG
FERDASKRIFSTOFAN
Suðurgötu 7
- Sími 624040
Roland Dumas, utanríkisráð-
herra Frakka, ræddi hugsanlegt
boð Saddams Hussein, að draga
her sinn frá Kúvæt, við Mikhail
Gorbatsjov Sovétforseta þegar
hann var í Moskvu fyrr í vik-
unni. Tilboðið, ásamt skilyrðum
þess, á að hafa komið fram í við-
ræðum Jevgenis Primakov við
Saddam Hussein.
Dumas lét James Baker, starfs-
bróöur sínn í Bandaríkjunum,
vita um hvað honum og Sovét-
forseta hefðí farið í milli um þessa
hugmynd. Dumas taldi rétt að
taka tilboðinu með varúð.
Reuter
Peningamarkaður
hvort hægt væri að fallast á tilboðið.
Þá taldi hann að Saddam vonaðist til
að samstaðan gegn írak gliðnaði ef
friðartilboðið kæmi verst við ísraels-
menn. Reuter
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3-3.5 Lb
, Sparireikningar
3ja mán. uppsbgn 3-4 Lb.Sp
6mán. uppsogn 4-4,5 Sp
12 mán. uppsögn 5 Lb.íb
18mán. uppsögn 10 ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp
Sértékkareikningar 3-3,5 Lb
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema ib
Innlán meðsérkjörum 3-3,25 Íb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-6,25 Bb
Sterlingspund 12-12,6 Sp
Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Bb.Sp
Danskarkrónur 8,5-9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 13,75 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 13,5-14,25 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 17.5 Allir
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7.75-8.75 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 13,25-14 Lb
SDR' 10,5-11,0 Lb
Bandarikjadalir 9,5-10 Lb
Sterlingspund 15.5-15,7 Allirnema
Sp
Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Lb.lb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. jan. 91 13,5
Verðtr. jan. 91 8.2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala feb. 3003 stig
Lánskjaravísitalajan. 2969 stig
Byggingavisitala feb. 565 stig
Byggingavísitala feb. 176,5 stig
Framfærsluvisitala jan. 149.5 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5.364
Einingabréf 2 2,901
Einingabréf 3 3,522
Skammtímabréf 1,798
Kjarabréf 5,278
Markbréf 2,811
Tekjubréf 2,055
Skyndibréf 1,572
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,574
Sjóðsbréf 2 1,829
Sjóðsbréf 3 1.786
Sjóðsbréf 4 1,544
Sjóösbréf 5 1,077
Vaxtarbréf 1,8137
Valbréf 1.7000
islandsbréf 1,114
Fjórðungsbréf 1,067
Þingbréf 1,113
Öndvégisbréf 1,102
Sýslubréf 1,121
Reiðubréf 1,092
Heimsbréf 1,021
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100
nafnv.:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88
Eimskip 5.64 5,92
Flugleiðir 2,43 2,55
Hampiðjan 1,76 1,84
Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84
Eignfél. Iðnaðarb. 1,91 2,00
Eignfél. Alþýðub. 1,40 1.47
Skagstrendingur hf. 4,15 4,35
islandsbanki hf. 1,45 1.52
Eignfél. Verslb. 1,36 1.43
Olíufélagið hf. 6.00. 6,30
Grandi hf. 2,28 2,38
Tollvörugeymslan hf. 1,07 1.12
Skeljungur hf. 6,40 6,70
Ármannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingárfélagið 1,28 1.35
Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,68
Olis 2,15 2,28
Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00
Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05
Auðlindarbréf 0,96 1,01
Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.