Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 9
.jCE'i >1 / 0fiM'1 ['i lUi)^(Ll/ri'J/ul
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. 9
Þótt ótrúlegt megi virðast er
þáttaröðin America’s Funniest
Home Video á góðri leið með aö
verða eitt vinsælasta sjónvarpsefni
í Bandaríkjunum. Stöð 2 hóf nýlega
sýningar á þessari þáttaröð á laug-
ardagskvöldum undir heitinu
Fyndnar fjölskyldusögur.
Hvað er
svona fyndið?
Og hvað er síðan svona fyndið?
Brúður sem kastar vendinum og
brúðarmeyjarnar detta allar í kös
þegar þær reyna að grípa hann.
Maður hleypur afturábak og ætlar
að grípa bolta og dettur flatur um
girðingu og stendur upp buxna-
laus. Skokkari missir hattinn í
snöggum vindgusti og hatturinn
flýgur stuttan spöl og lendir á höfð-
inu á næsta hlaupara.
Tíu þúsund
dollarar í boði
Þetta eru allt myndir sem áhorf-
endur hafa sjálfir tekið og sent inn
til sjónvarpsstöðvarinnar. Tíu þús-
und dollara verölaun eru í boði í
viku hverri fyrir fyndnasta mynd-
bandið. Upphaílega var ekki búist
við mikilU þátttöku en fyrrihluta
síðasta árs höfðu tæplega 50 þús-
und spólur verið sendar inn til
skoðunar. Svo virðist sem mynd-
bandsvélar séu orðnar afar. út-
breidd almenningseign og flestir
noti þær eins og ljósmyndavél áð-
ur. Eigendurnir taka myndir af
börnunum sínum að leik, bæði
Fyndnar fjölskyldusögur eru að verða eitt vinsælasta sjónvarpsefnið vestra.
hversdags og við hátíðleg tækifæri.
Þeir filma barnaafmæli, brúðkaup,
merkisafmæU og ýmsar gleði-
stundir á mannsævinni. Oft kemur
fyrir að einhver hrasar eða eitt-
hvað fer úrskeiðis og þá er at-
burðurinn orðinn ódauðlegur og
ennfremur er hægt að senda mynd-
ina inn og láta alla þjóðina hlæja
að ófórunum og verða kannski 10
þúsund dollurum ríkari.
Spillir þetta
börnunum okkar?
En það er einmitt þetta með ófar-
irnar sem hefur farið fyrir brjóstið
á mörgum sem gagnrýnt hafa þátt-
irin. Þeir segja að sýningar af þessu
tagi ýti undir ranghugmyndir með-
al barna og kenni þeim að hlæja
að ófórum annarra. Auk þess geri
há peningaverðlaun það aö verkum
að hætta sé á að óprúttnir sviðsetji
óhöpp og slysfarir og þannig stuðli
þátturinn og vinsældir hans óaf-
vitandi að misþyrmingum á börn-
um.
Þessu mótmæla aðstandendur
þáttanna harðlega og segja að hver
einasta mynd sé vandlega skoðuð
og ekkert sýnt án þess að haft sé
samband við sendandann og gengið
hafi verið úr skugga um að engin
brögð séu í tafli.
Beint inn í líf
venjulegs fólks
„Það sem er sérstakt við þessa
þætti er að þarna fáum við innsýn
beint inn í líf venjulegs fólks,“ seg-
ir framleiðandinn Steve Paskay.
„Það er ekkert ofbeldiskennt við
þessa þætti og börnum stafar engin
hætta af þeim. Við viljum aðeins
gefa fólki tækifæri á að brosa að
mannlegum mistökum og ýmsum
skrautlegum uppákomum daglega
lífsins. Við reynum að hafa þáttinn
hverju sinni sem fjölbreyttastan.
Það væri ekkert gaman ef þetta
væri alltaf sama myndin af manni
að detta á rassinn."
Hvað sem því líöur er ljóst að
velgengni þáttanna og vinsældir
komu öllum í opna skjöldu. Aðeins
sex vikum eftir að sýningar hófust
var þátturinn kominn í efsta sæti
vinsældalistans og hefur haldist
meðal tíu efstu æ síðan. Myndverið
þurfti í hasti að ráða sérstakt
starfslið til þess að skoða og halda
öllum spólunum í röð og reglu. 600
til 1.600 spólur berast á hverjum
degi. Þær þarf að skoða, hcifa sam-
band við þá sem koma fram og fá
leyfi þeirra og koma spólunni í safn
og merkja hana.
Tími sápu-
óperanna liðinn
Vinsældir þessa þáttar, þáttarað-
arinnar um Tvídranga og teikni-
myndanna um Simpson fjölskyld-
una sýna ef til vill betur en margt
annað að smekkur amerískra sjón-
varpsáhorfenda er óðum aö breyt-
ast. Stöðugt fleiri virðast vera bún-
ir að fá sig fullsadda á áferðarfall-
egum endalausum sápuóperum
sem svo mjög hafa einkennt amer-
ískt sjónvarp síðustu tvo áratugi.
Tími þeirra er sennilega liðinn.
Falcon Crest, Dallas, Dynasty og
Santa Barbara eru óðum að stirðna
eins og náttröll í sterku ljósi nýrra
tíma.
-Pá
VOLVO
— Bifreid sem þá getur treyst!
/\
VOLVO 960
VERÐURFRUMSÝNDU
HELGINA 23. OG 24.
FEBRÚAR
\/
FAXAFENI 8 • SÍMI 68 58 70
BRIMBORG
Við lcynnum nú fuilkomnustu bifreið sem Volvo
hefur nokkru sinni framleitt.
Volvo 960 er búinn nýrri 204 hestafla, 24 ventla,
sex strokka línuvél sem hefur verið í þróun allan
9. áratuginn.
Með þessari vél er ný fjögurra þrepa tölvustýrð
sjálfskipting sem án efa er ein sú fullkomnasta sem
komið hefur fram á síðari árum.
Hemlalæsivörn (ABS) og sjálfvirk driflæsing eru
staðalbúnaður í Volvo 960 og veitir það bifreiðinni
einstaka eiginleika í snjó og hálku.
Mýkri línur svara kröfum nútímans um minni loft-
mótstöðu og rennilegt útlit. Leður- eða plussklædd
innrétting, fullkomin hljómflutningstæki með geisla-
spilara, vökva- og veltistýri, samlæsing á hurðum,
rafknúin sóllúga, hraðastilling (Cruise control) og
margt fleira svara hins
vegar kröfum um há-
marks þægindi öku-
manns og farþega.
Við hönnun á Volvo 960
var hvergi vikið frá hug-
myndafræði Volvo um
hámarks öryggi far-
þeganna. Volvo hefur nú
fyrstur bílaframleiðanda
komið fyrir innbyggðum
barnastól í aftursæti og hefur þessi uppfinning þegar
unnið til alþjóðlegra verðlauna. Þetta er talið vera
eitt markverðasta ffamlag til öryggismála í bifreið-
um síðan Volvo fann upp þriggja punkta öryggis-
beltið sem bjargað hefur fjölda mannslífa.