Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 11
L'ÁU'GÁfcÖÁGÚk 16.' 'FEÉRÚÁk íáál.' 11 Fordkeppnin: Hugsanlegt að Eileen Ford komi til íslands - og velji íslenska sigurvegarann Hugsanlegt er aö sjálf fyrirsætu- mamma heimsins, Eileen Ford, komi hingað til lands og velji ís- lenska Fordstúlku. Að sögn Alix Labatut, framkvæmdastjóra Su- permodel of the World, mun Eileen Ford fara til Norðurlandanna um miðjan apríl og er mögulegt að hún kæmi til íslands í leiðinni. Þá myndi keppnin frestast en ráðgert var að halda hana í lok mars. End- anleg ákvörðun verður þó ekki tek- in fyrr en um þessa helgi. Það yrði mikill heiður ef Eileen Ford kæmi hingað til lands til að velja þátttakanda. Hún er braut- ryðjandi á þessu sviði og um þessar mundir eru nákvæmlega fjörutíu og fimm ár síðan hún setti á stofn umboðsskrifstofu fyrirsæta í New York. Nú eru Fordskrifstofur um víða veröld og Eileen Ford er sú manneskja sem- tískuheimurinn ber mesta virðingu fyrir. Supermodel í Los Angeles Keppnin Supermodel of the World mun hins vegar fara fram í Los Angeles um miðjan júlí. Þar koma saman stúlkur frá tæplega þrjátíu löndum og keppa um titil- inn hver verður súpermódel árs- ins. Þeirrar stúlku bíður mikið ævintýri. Hún fær samning upp á rúmar tíu milljónir hjá Ford Mod- els, hundrað og fimmtíu þúsund króna demantshring frá Cartier, samning við snyrtivörufyrirtæki og margt fleira. Sú stúlka fær einn- ig að skreyta forsíður helstu tísku- blaða heimsins. Þær stúlkur sem komast í úrslit keppninnar geta Eileen Ford, Christie Brinkley, Jeff McGregor og súperfyrirsæta síðasta árs, Anneliese Seubert, frá Astraliu. einnig vahð úr störfum. í ár leitar Ford Models að stúlku sem hefur öðruvísi útlit. Að sögn Alix Labatut þarf stúlkan ekki að vera falleg heldur hafa útlit sem þykir óvanalegt, hvað sem meint er með því. Árið 1989 leitaði Ford Models að Gretu Garbo útliti og norska stúlkan Synne Myrebo þótti hafa það. í fyrra var hins vegar leitað að útliti Katherine Hepburn. í ár er ekki verið að leita að útliti gamalla stjarna heldur þessu óvenjulega. Stúlkurnar, sem komust í úrslit Supermodel of the World, í veislu sem Cartier hélt fyrir þátttakendur keppninnar. í síðasta blaði sögðum við frá því að tvær stúlkur frá Norðurlöndum heíðu sigrað í keppninni og þær báðar frá Noregi. Árið 1982 sigraöi Renee Simonsen frá Árhus í Dan- mörku þannig að þær eru fleiri skandinavísku stúlkurnar sem hafa orðið súpermódel. Síðan Renee vann titilinn hefur hún verið ein eftirsóttasta fyrirsæta heims og leikið í nokkrum kvikmyndum þar að auki. Erfitt að komast að hjá Ford Models Það er ekki auðvelt að komast að sem fyrirsæta hjá Ford Models. Daglega berast til skrifstofunnar mörg hundruð myndir frá stúlkum sem áhuga hafa á að starfa hjá fyr- irtækinu. Þá er fjöldi manns starf- andi á skrifstofunni sem tekur við símhringingum frá stúlkum allan daginn sem spyrjast fyrir um möguleika á starfi. Viðskiptavin- irnir hringja að sjálfsögðu einnig en þeir þurfa ekki annað en lýsa stúlkum sem þeir vilja og þá leitar tölva að réttu fyrirsætunum. Ford Models er einnig með sérstaka deild fyrir karlmenn og aðra fyrir börn. Mikill áhugi er jafnan á fyrir- sætustarfmu og það er ekki síður hér á landi en erlendis. Starfið get- ur gefið mikið af sér, því fylgja ferðalög og stúlkurnar kynnast því fólki sem hefur sambönd bæði í tísku- og kvikmyndaheiminum. Nú þegar hafa margar myndir borist af stúlkum sem áhuga hafa á keppninni en umsóknarfrestur- inn rennur út um næstu mánaða- mót. Best er að vera tímanlega að senda inn myndir. Miðaö er við aldur frá 14 til 24ra ára og hæðin þarf að vera yíir 172 sm. Fyllið út þátttökuseðilinn og sendið ásamt mynd merkt: Fordkeppnin, helgar- blað DV, pósthólf 5380,125 Reykja- vík... eða komiö með myndirnar í Þverholt 11. -ELA Hér eru þátttakendur í keppninni við fræga sundlaug í Los Angeles, Beverly Wilshire sundlaugina. NÝTT Á ÍSLANDI - VÖNDUÐ NORSK HEILSÁRSHÚS Fallegir, gagnvaröir, með stórum veröndum og vönduðum handriðum. „Fransk- ir“ opnanlegir gluggar. Einangraðir með 6“ steinull í þaki og gólfi og 4“ í útveggjum. Klæddir að innan með völdum, sérþurrkuðum, norskum furu- panel. Margar gerðir og stærðir, eða sérhannaðir eftir tillögu þinni. Afgreiðslu- frestur 3 vikur. TZC & Cc. h/t 91-670470 Sumarbústaðir greiðslukjör Fordkeppnin - þátttökuseðill Nafn:................................ Fæðingardagur og ár.................. Heimilisfang......................... simi.......r......................... Staöa................................ Hæð.................................. Þyngd................................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.