Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. Sælkerinn Sanngjamt verð og góðar pitsur á Pizza Hut? Steindór I. Ólafsson, forstjóri Pizza Hut. Nokkuð hefur verið rætt um verðlag á pitsum hér á Sælkerasíð- unni og hefur verið bent á að verð á pitsum sé óvenju hátt hér á landi. Af því tilefni var Steindór Ólafsson, forstjóri Pizza Hut, tekinn tali. „Ég tel að pitsurnar hér hjá okk- ur séu á sanngjörnu verði,“ segir Steindór. „Ég held að menn verði að skoöa allt dæmið,“ heldur Stein- dór áfram. „Verðlag á matvælum er mjög hátt hér á landi. Ég get nefnt sem dæmi að kílóið af osti kostar 500 kr. og við notum um 2 tonn af osti á mánuði. Við notum t.d. hangikjöt og svínaskinku en þessar afurðir eru mjög dýrar væg- ast sagt, svo ekki sé nú minnst á grænmetið sem er margfalt dýrara hér en erlendis. Pizza Hut í Evrópu kaupir t.d. allan ost og kjöt á einum stað fyrir alla veitingastaöina og þessar afurðir eru því miklu ódýr- ari hjá þeim en okkur. Viö notum aðeins fyrsta flokks hráefni eins og t.d. hörpuskelfisk í sjávarréttapitsurnar. Þá látum við framleiða pepperoni og ítalskar pylsur fyrir okkur sérstaklega og flytjum inn ailt krydd til þessarar pylsugerðar. Hjá Pizza Hut er farið eftir ákveönum gæðastaðli við pitsu- gerðina og sérstakir eftirlitsmenn fylgjast með því að við bregðum ekki út frá honum. Deigið er vigtað og það síðan látið hefast í sérstök- um ofni við 37 gráða hita. Allt það sem á pitsuna fer er síðan vigtað og þannig átt þú ávallt að fá pitsuna þína nákvæmlega eins. Pitsan fer eftir færibandi í gegnum sérstakan ofn og þar bakast hún í nákvæm- lega 6,45 mínútur." Þá vitum við það. Steindór I. Ólafsson starfaði m.a. annars sem hótelstjóri á Hótel Loft- leiðum og hann er því gamalreynd- ur veitingamaður. Steindór og fjöl- skylda hans reka Pizza Hut á Hótel Esju og í Kringlunni. Um 50 manns starfa hjá fyrirtækinu. - Hvernig gengur reksturinn? „Jú, við getum ekki kvartað," svarar Steindór. „Pizza Hut er heimsþekkt fyrirtæki og það eru starfræktir 7.000 Pizza Hut staðir víðsvegar í heiminum, m.a. í Moskvu. íslendingar hafa tekið Umsjón Sigmar B. Hauksson okkur vel og útlendingarnir þekkja merkið.“ - En Steindór, fá útlendingamir ekki taugaáfall þegar þeir sjá verð- in hjá ykkur? „Jú,“ svarar Steindór, „en þegar þeir eru búnir að dvelja hér í nokkra daga og kynna sér verðlag- ið á veitingastöðunum þá koma þeir nú aftur.“ Góð pitsa getur verið öndvegis matur enda eru pitsur vinsælasti hraðrétturinn í heiminum í dag. Mikilvægt er að hráefni sé fyrsta flokks eins og á raunar við um all- an mat. Miklivægasti þátturinn er senmlega osturinn og að pitsan sé rétt bökuð. Pitsan er matur unga fólksins og þegar fjölskyldan fer út að borða er algengt að pitsustað- ur verði fyrir valinu. Pitsur er alls ekki óhollur matur, öðru nær, en ákjósanlegt væri samt að deigið væri úr heilhveiti. Vonandi halda veitingamenn verði á pitsum eins hagstæðu og unnt en gæta samt þess að aðeins sé notað fyrsta flokks hráefni. NÝR BÍLL FRÁ FIAT FRUMSÝNDUR UM HELGINA! Hönnuðir Fiat eru þekktir fyrir að horfa til framtíðar. En nútíðin - notagildið og hagkvæmnin gleymast ekki. Frá þeim hafa komið tímamótabflar á undanförnum árum. Fyrst Uno, síðan Tipo og nú Tempra - bfll sem að mati sérfræðinga keppir við þá bestu í sínum flokki. Kemur þar margt til: Fallegt straumlínulaga útlit Tempra gleður augað og eykur að sjálfsögðu sparneytni, enda er loftmótstaða aðeins 0,28 cd. Geysilegt innanrými og allar hurðir opnast 80 gráður. Innréttingar og búnaður af bestu gerð, og ekkert sparað til að gera aksturinn hljóðlátan, þægilegan og ánægjulegan. Ryðvörn í heimsklassa. ytra byrði galvanhúðað sem \t**x*^ hugsanlegu ryðvörn. 8 ára ryðvarnarábyrgð! Staðalbúnaður er m.a. vökvastýri, vdtistýri, þokuljós, rafmagnsvindur í rúðum, Allt stál tryggir bestu FIAT: TEMPRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.