Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Page 13
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991.
Sælkerinn
FYLLIN G AREFNI
Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi.
Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast
vel.
Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi
sand og möl af ýmsum grófleika.
m&mmmww ww*.
Sævarhðfða 13 - sími 681833
ESSEMM
samlæsing á hurðum og 5 gíra kassi. Tempra fæst einnig með sjálfskiptingu.
Reynsluakstur segir meira en mörg orð. Við bjóðum þér og fjölskyldu þinni að heim-
sækja okkur í Skeifuna 17 og kynnast þessum nýja og glæsilega bíl. ——————
Vélarstærðir 1.600 cc., 86 hö. Eyðsla 5,6 - 9,4 I á 100 km. Tempra notar eingöngu blýlaust bensín.
VERÐ: 1.089.000 kr. (1.170.000 kr. m/sjálfskiptingu). Station 1.190.000 kr.
Klaustur St. Hildegard.
Hvítvín heilagrar Hildigerðar
Ekki er hægt aö segja aö nú sé tími
ferðalaga, ööru nær. Það er bruna-
kuldi í Mið-Evrópu og óhugur í fólki
vegna stríðsins við Persaflóa. Á slík-
um tímum er kannski réttast að leita
friðar og hvíldar í góðu klaustri.
Sælkerasíðan var fyrir skömmu á
ferð í Rínardalnum. Alls staðar var
hægt að fá ódýra gistingu og ferða-
maðurinn boðinn velkominn í marga
vínkjallara. Rínarvínin eru léttari en
Móselvínin og bragðið mildara. Það
er tilvalið að drekka gott hálfþurrt
Rínarvín fyrir framan arineld á
kvöldin. Það var áð í hinum fagra
vínbæ Rudesheim við Rín. í hhðinni
fyrir ofan bæinn teygja vínakranir
sig að því er virðist upp í himininn.
Þetta eru vínakranir frægu:
Berg Rottland, Berg Roseneck og
Berg Schlossberg þar sem sólarljósið
endurkastast af ánni og á akrana.
Vínin frá Rudesheim eru dekkri og
matarmeiri en önnur Rínarvín. Eftir
að hafa bragðað á vínum frá hinum
þekktu vínframleiðendum Schloss
Groenesteyn og Staatsweingut voru
vínakrarnir skoðaðir.
Á hæðinni fyrir ofan Rudesheim
gnæfir falleg kirkja og klaustur.
Umhverfis klaustrið eru vínakrar
eins langt og augað eygir. Þetta er
nunnuklaustrið St. Hildegard. Heilög
Hildegard var uppi á árunum 1098-
1179. Hún var ein af merkustu hugs-
uðum síns tíma. Hún skrifaðist á við
fjóra páfa, Hinrik II. Englandskon-
ung og heilagan Bernard af Clairv-
aux. Nunnurnar í klaustri St. Hilde-
gard tilheyra reglu heilags Benedikts
og þar eru framleidd frábær hvítvín.
í dag eru 64 nunnur sem dveljast í
klaustrinu. í stuttri heimsókn í
klaustrið átti Sælkerasíðan kost á að
spjalla við þá nunnu sem stjómar
víngerðinni. Klaustrið var byggt árið
1900 og árið 1904 hófu nunnurnar
vínrækt.
í dag framleiða nunnurnar um
24.000 lítra af vini árlega, aðallega
hvítvín. Benediktínar hafa ávallt
verið duglegir vínframleiðendur og
nunnurnar framleiða vín samkvæmt
mjög gömlum hefðum eða allt frá 12.
öld. Vínið frá St. Hildegard klaustr-
inu er aðallega selt innanlands en
nokkuð er flutt út til Bandaríkjanna.
Nunnan, sem spjallað var við, var í
strigaskóm og við beltið hékk far-
sími. Það var mikið að gera í vínkjall-
ara klaustursins enda stóð að fara
dæla víni á flöskur. Systirin tjáði
okkur að vín klaustursins, árgerð
1990, væri einstaklega gott. Sjálfar
drekka nunnurnar aðeins eitt glas
af víni með matnum á sunnudögum.
Þrátt fyrir mikinn eril við víngerðina
og fleiri störf, m.a. viðgerðir á göml-
um handritum, fer mikill tími í
messugerð og bænahald. Það var
mikill friður í klaustrinu og vín syst-
ranna ljúft og nokkuð þyngra en Rín-
arvín almennt.
Vart er hægt að hugsa sér neitt eins
gott gegn streitu og fyrir sálina og
að dveljast um stund hjá systrunum
og hlýða á söng þeirra. Vínin þeirra
eru sannkallaðar guðaveigar, holl
fyrir sál og líkama. Systurnar í
klaustri St. Hildegard geta tekið á
móti nokkrum gestum. Þeir sem hug
hafa á aö dveljast hjá systrunum eða
heimsækja þær ættu að skrifa eða
hringja áður.
Heimilisfangið er: Abtei St. Hilde-
gard. Postfach 1320, D-6220 Rudes-
heim am Rhein. Sími 06722-499-0.
Hótel-húsgögn
Sérsmíðum húsgögn fyrir hótel og
gistiheimili, til dæmis: rúm, náttborð,
skrifborð, fataskápa, stóla, borð,
töskubekki og fleira.
Fáið ykkur ný húsgögn fyrir sumarið.
Gerum tilboð.
Grensásvegi 3 - sími 68 11 44
ujr _ «i i:|i ^ x
Keilutilboð
rw : 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga
l—-—;——í—^ kl. 12.00-17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíð 5SS5SSS3 .. ittf&atai COO •