Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. Skák Enski stórmeistarinn John Nunn er yngstur allra sem stundað hafa nám við Oxford-háskóla og hann var aðeins 23 ára gamall er hann tók doktorsgráðu í stærðfræði. Hann kenndi við skólann í nokkur ár en nú hefur hann á tíunda ár verið atvinnumaður í skák. Talfmennska Nunns ber þess merki að þar fer fræðimaður af guös náð. Ef líkja ætti einhverjum stórmeistara við tölvu kæmi Nunn fyrstur upp í hugann. Fáir standast honum snúning í „byrjanateóríu" og gildir þá einu hvort grilli í tafl- borðið fyrir ílækjum eður ei. Nunn er snillingur að leysa úr flóknustu gátum og finna rökréttan þráð. Hann hefur enda getið sér gott orð við að leysa skákdæmi og hefur orðið enskur meistari á því sviði. Nunn varð einn efstur á alþjóða- mótinu í Wijk aan Zee á dögunum og kom það nokkuð á óvart þar sem hann sýndi htil tilþrif á ólympíu- mótinu í Novi Sad fyrir jólin. Mér er að vonum ofarlega í huga skák mín við hann þar sem tefldist af- brigði af spænskum leik sem ný- lega kom út á bók eftir Nunn og Harding. Nýr leikur Nunns leiddi hreinlega til tapaðs tafls en eftir skákina sagðist Nunn ekki hafa munað hvað hann skrifaði í bókina góðu! En jafnvel hálærðir doktorar eiga sína góðu og slæmu daga. Með nýju ári virðist Nunn hafa hrist duglega af sér sleniö. í Sjávarvík var Enski stórmeistarinn John Nunn: Snillingur að greiða úr flóknustu gátum og finna rökréttan þráð og fáir standast honum snúning í „byrjanateóriu' Doktor í stærðfræði og skákbyrjunmn Frábær byrjanakunnátta færði John Nunn sigur í Wijk aan Zee minnið óbrigðult og sigur sinn á mótinu getur hann að miklu leyti þakkað frábærum byrjanaundir- búningi. Að mínum dómi eru bækur Nunns um skákbyrjanir - og þær eru allmargar - þær vönduðustu og skýrustu sem um getur. Þær hafa fallið vel í kramiö en koma andstæðingunum þó ekki alltaf að gagni. Bandaríski stórmeistarinn Fedorowicz tapaði í aðeins 24 leikj- um í Sikileyjarvörn gegn Nunn í Sjávarvík en nýjasta bók Nunns fjallar einmitt um vinningsskákir gegn þeirri ágætu byrjun. Engu betri örlög voru búin Júgóslavan- um Ivan Sokolov, sem beitti Mars- hall-árásinni gegn Nunn - eftirlæt- isbyrjun doktorsins sjálfs og einnig efni nýlegrar ritsmíðar hans. En Nunn þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að brjóta niður varnir Sokolovs sem gafst upp í 41. leik. Ein er sú byrjun sem gefið hefur Nunn fleiri vinninga en nokkur önnur. Það er kóngsindverska vörnin - byrjun, sem Garrí Kasp- arov beitti gjarnan í einvíginu við Karpov í haust sem leið. Nunn og Kasparov eru mestir sérfræðinga í þessari byrjun sem einnig var eftir- lætisvopn Bobby Fischers á sínum tíma. Fischer kaus þó að hvíla hana í einvíginu við Spassky 1972. Hefur e.t.v. ætlað að geyma hana þar til nauðsyn krefði, sem aldrei varð. Kóngsindverska vörnin á nú miklum vinsældum að fagna og í Wijk aan Zee átti hún sér marga fylgismenn. Nunn fékk tvo væna punkta með henni, gegn Júgóslav- neska stórmeistaranum Kozul í fyrstu umferð og Dananum Curt Hansen í 6. umferð. Skoðum þessar tvær skákir sem sýna vel kunnáttu Skák Jón L. Árnason Nunns og leikni í þessari líflegu byijun. Hvítt: Zdenko Kozul Svart: John Nunn Kóngsindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 Fjögurra peða árásin er djarfasta leið hvíts til að mæta kóngsind- versku vörninni en þegar djarft er teflt aukast möguleikar mótheij- ans til gagnsóknar. Svartur þarf vissulega að gæta að því að verða ekki kafsigldur en í „praxís“ hefur hann mátt una glaður við sitt. 5. - c5 6. d5 0-0 7. Rf3 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 Bg4 10. 0-6 Rbd7 11. Hel He8 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 Da5 14. Be3 b5 15. a3 Rb6 16. Bf2 Endurbót Júgóslavans á skák tveggja Sovétmanna, Gleks og Jurtajevs í Moskvu 1989, þar sem tefldist 16. e5 Rc4! 17. exfB Rxe3 18. Hxe3 Hxe319. fxg7 Hae8 og svartur náði góðu tafli. Þar sem Kozul beit- ir gjarnan fjögurra peða árásinni hafði Nunn kynnt sér þetta allt saman kvöldið fyrir skákina. 16. - Rc4 17. Dc2 Rd7 18. Be2? Að sögn Nunns er 18. a4 strax betra er taflið er u.þ.b. í jafnvægi. 18. - Hab8! 19. a4 b4 20. Bxc4 bxc3 21. b3 a6 Til að hindra 22. Bb5. Svartur hefur náð góðri stöðu en nú þarf hann að opna taflið drottningar- megin til að frelsinginn á c-línunni fái notið sín. 22. Hecl Rb6 23. Bfl c4! 24. Bxc4 Rxc4 25. bxc4 Hb2 26. Dd3 Hd2 27. Df3 f5! Enn brýst hann fram! Eftir aö e-línan opnast ræður hvítur ekki við innrás svörtu hrókanna. 28. e5 dxe5 29. fxe5 Hxe5 30. Khl He4 FANGELSISMÁLASTOFNUN RÍKISINS auglýsir eftir starfskrafti til aö annast félagslega þjónustu við fanga og sjá um eftirlit með þeim sem dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Æski- legt er að viðkomandi hafi félagsráðgjafamenntun eða sambærilega menntun. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 623343. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borg- artúni 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 12. febrúar 1991. 31. Bel Dc7! 32. Habl Ekki 32. Bxd2 cxd2 og báðir hrók- arnir eru í uppnámi. 32. - Hde2 33. Bxc3 H2e3 34. d6 Dxd6 35. Bb4 35. - Dc6! 36. Dfl Hxh3 + ! 37. gxh3 Eöa 37. Kgl Bd4+ og tjaldið fell- ur. 37. - He2 + Og hvítur gafst upp. Hvítt: Curt Hansen Svart: John Nunn Kóngsindversk vörn 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. d4 Rf6 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Ein margra leiða sem hvítum standa til boða. Aðrir kostir eru 9. Bd2, 9. Rd2 og 9. Rel. 9. - Rh5 10. g3 f5 11. Rg5 Rf6 12. f3 f4 13. c5 8 S I# 7 i i i & Sl a 6 A 5 A&i 4 A A A 3 A A 2 A JL A 1 m é W A B C D E F G H 13. - dxc5! Að því er ég best veit hristir Nunn hér nýjung fram úr erminni. Hefð- bundið framhald er 13. - h6 (eða peðakaup á g3 fyrst) 14. Re6 Bxe6 15. dxe6 er hvítur getur gert sér vonir um eilítið frumkvæði, því að ekki er hlaupið að því fyrir svartan aó komast í færi við peðið fram- sækna á e6. Hygmynd Nunns gæti verið 14. bxc5 h615. Re6 Bxe616. dxe6 Dd4 +! 17. Dxd4 cxd4 18. Rb5 er 18. - fxg3 19. hxg3 Rxe4! er einn freistandi möguleiki, því að 20. fxe4 strandar á 20. - d3 með tvöfaldri hótun. Þetta skýrir næsta leik Danans en ljóst er þó að Nunn hefur einnig tekið hann með i reikninginn. 14. Bc4 cxb4! 15. d6+ Kh8 16. Rb5 Ef 16. dxe7 Dxe7 17. Ra4 (annars kemur 17. - Dc5 + og hirðir biskup- inn) h618. Rf7+ Hxf719. Bxf7 Dxf7 hefur svartur fengið þijú peð fyrir skiptamun og á góða möguleika. 16. - h6 17. Rf7+ Hxf7 18. Bxf7 cxd6 19. Rxd6 Bh3 20. Bb3 Kh7 21. Hf2 Rc6 Byijunarorrustunni er lokið og svartur má vel við una. Riddarinn stefnir á d4 til að auka enn á þrýst- inginn. 22. Bb2 De7 23. Hcl Rd4 24. gxf4!? Hraustlega leikið, því að nú opn- ast kóngsstaða hvíts. 24. - Rh5 25. fxe5 Bxe5 26. Rf7? Ekki 26. Bxd4 Bxd4 27. Dxd4 Dg5+ og hrókurinn á cl er í skot- máli. En 26. Rc4 var nauðsynlegt. 26. - Rxb3! 27. Rxe5 Nú er sigur svarts ekki í hættu en 27. Dxb3 Bxb2 28. Hxb2 HfB var engu betra, því að riddarinn á f7 er dauðans matur. 27. - Rxcl 28. Dxcl Hc8 29. Hc2 Hxc2 30. Dxc2 Dg5+ 31. Khl De3 32. Dc7+ Rg7 33. Dcl De2 34. Dgl g5 35. Bd4 Re6 36. Dg3 Rf4 Og hvítur gafst úpp, því að enginn ræður við hótunina 37. - Bg2+ 38. Kgl Dfl mát. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.