Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Page 19
íEAUGASRDAGUR 16..REBRÖAR; 1991.
Si 19
íslendingar við Eystrasalt:
Sj álfstæðisbaráttan
lifir í leikhúsinu
„Við urðum vör við að barátta
þessa fólks fyrir sjálfstæði er því
mikið hjartans mál. Við sáum þetta
best í þeim leiksýningum sem komu
frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Harðstjóm, kúgun og ósýnilegt vald
var gegnumgangandi viðfangsefni
sýninganna. Sérstaklega er okkur
minnisstæð sýning litháískra ungl-
inga sem var ákaflega beinskeytt og
sterk,“ sögðu Dagur Gunnarsson og
Sæmundur Andrésson í samtali við
DV.
Þeir fóru ásamt félögum sínum í
áhugaleikhópnum Fantasíu til Eist-
lands og Litháen í október síðastliðn-
um og sýndu leikritið Vagnadans á
leiklistarhátíð Eystrasaltsríkja sem
var sú fyrsta í 40 ár sem erlendum
leikhópum er leyft að taka þátt í.
- Hvernig urðu þeir varir við sjálf-
stæðisbaráttu þjóðanna?
„í Eistlandi bjuggum við inni á
einkaheimilum og náðum því að
kynnast fólkinu talsvert. Okkur
fannst kúgun vera nokkuð áberandi
enda hefur hingað til verið bannað
að láta útlendinga gista annars stað-
ar en á hótelum. Það var mismun-
andi hvað við ræddum þessi mál við
gestgjafa okkar. En þegar það var
gert voru biturð og reiði þær tilfinn-
ingar sem mest voru áberandi,“ segja
Dagur og Sæmundur.
Hermenn á
öllum hornum
Þegar þeir stóðu við í Eistlandi
voru hermenn afar áberandi á öllum
götum og á almannafæri. Vörus-
korti, bensínskömmtun og almenn-
um skorti og dýrtíð virtust Eistlend-
ingar taka eins og sjálfsögðum hlut.
„Daginn sem við fórum voru
brauðin hækkuð um 400% í einu, úr
20 kópekum í 80,“ segir Sæmundur.
„Gestgjafi minn sagði mér frá þessu
en yppti jafnframt öxlum og sagði að
þetta væri bara svona og við þvi
væri ekkert að gera.“
Þeir félagar eiga vart orð tO þess
að dásama gestrisni Eistlendinga
sem tóku þeim með kostum og kynj-
um þrátt fyrir skort. Þannig komst
hópurinn að því eftir á að sérstakur
leiðangur ók 200 kílómetra til þess
að kaupa vodka svo hægt væri að
bjóða erlendum gestum upp á drykk.
Stoltir af baráttu sinni
„Okkur fannst andrúmsloftið í Vil-
nius vera öðruvísi. Þar var léttara
yfir fólki og það virtist bera höfuðið
mjög hátt og vera stolt af þeim skref-
um sem þá þegar höfðu verið stigin
í átt til sjálfstæðis. Litháíski fáninn
blakti við hún á þinghúsinu og okkur
voru sagðar sögur af krossahæðinni
þar sem fólkið stingur niður heima-
tilbúnum krossum til minningar um
látna ættingja og það er tengt sjálf-
stæðisbaráttunni. Það skipti engu
máh hve oft sovéskir hermenn fjar-
lægðu krossana alltaf voru þeir reist-
ir á ný.“ - • ■
Fantasía sýndi Litháum Vagna-
dans í Borgarleikhúsinu í Vilnius og
komust færri að en vildu. Fólkið
þjappaði sér meðfram veggjum og
stóð jafnvel bak við sviöið og alls
staðar þar sem hægt var að drepa
niður fæti.
Og tárin flóðu
„Þessi sýning er án orða og hægt
að leggja ýmsa merkingu í það sem
fram fer. Þó er valdið að ofan sem
kæfir og heftir sterkur og skýr þáttur
í sýningunni. Það virtist snerta ein-
hvern streng í brjósti fólksins því það
tók sýningunni geysilega vel og setti
það sem að las út úr henni í samband
við eigin raunveruleika,“ sagði Dag-
ur. „Eg var leiddur fyrir litháíska
konu, sem er þekktur leikstjóri í sinu
heimalandi. Við gátum ekkert talað
saman því hún talaði bara sitt móð-
urmál. Hún rétti mér þess vegna
styttu með litháíska fánanum og síð-
an strauk hún mér um kinnina með-
an tárin streymdu úr augum henn-
ar.“
í lok hátíðarinnar í Vilnius fékk
Fantasía boð um að koma með leik-
sýningu að eigin vali á leiklistarhátíð
sem halda á í Moskvu á þessu ári.
Óvissa ríkir hins vegar um starfs-
grundvöll hópsins sem kom með
1.200 þúsund króna skuld á bakinu
heim úr Eystrasaltsfórinni. Þess ut-
an er óljóst um framvindu mála í
Rússlandi.
Fantasía fór fyrir íslands hönd á
norræna leiklistarhátíð í Vesterás í
Svíþjóð. Þar fengu þau boð frá Eist-
lendingi nokkrum um að koma á
Eystrasaltshátíðina.
„Starfsgrundvöllur áhugaleikhópa
í Reykjavík er nánast engin," sögðu
Dagur og Sæmundur að lokum. „Við
höfum fjármagnað þetta úr eigin vös-
um að mestu ef frá er talin 100 þús-
und króna styrkur frá menntamála-
ráðuneytinu til fararinnar. Að öðru
leyti erum við upp á velvilja og lang-
lundargeð skuldunauta okkar kom-
in.“
Ein fjáröflunin er sýning á ljós-
myndum úr ferðinni eftir Dag Gunn-
arsson sem nú stendur yfir á Mokka.
-Pá
Ein myndanna á sýningu Dags sem sýna daglegt lif Litháensbúa.
y ... 1
Dagur og Sæmundur.
DV-mynd GVA
r
18.FEB.
gengur Landsbankinn til
samvinnu vi5 Skagfirðinga
í íramhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu-
bankanum flyst útibúið í nýtt húsnæði í Skagfuðinga- A
búð á Sauðárkróki og opnar par undir merkjum
Landsbankans. Landsbankinn býður viðskiptavini
Samvinnubankans á Sauðárkróki og í Skagafirði
' velkomna í nýtt útibú og óskar starfsfólki velfamaðar
undir nýju merki.
Afgreiðslutími útibúsins í Skagfirðingabúð er alla
virka daga frá kl. 9:15 -16:00. Sírninn er 95-35353.
Verið velkomin í
Landsbankann. atí Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna