Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Side 22
22
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991.
Bóhem og gleðimað
- hef óskaplega gaman af Eurovision, segir Eyjólfur Kristjánsson sigi
Bóhem og gleöimaöur.
„Eg samdi lagiö ekki sérstaklega
fyrir keppnina en ákvaö aö senda þaö
inn. Ég hef alltaf haft óskaplega gam-
an af Eurovisionkeppninni og er al-
veg sama um álit annarra á því. Þetta
er ákveðin veisla á hverju ári sem
er óskaplega gaman aö vera meö í
enda hef ég oftast gert það,“ segir
Eyjólfur Kristjánsson, söngvari og
lagasmiður, í samtali við DV.
Lag Eyjólfs, Draumur um Nínu,
var valið til þess að keppa fyrir hönd
íslands í Eurovision-söngvakeppn-
inni sem fram fer í Róm á Ítalíu 4.
maí nk. Lagið, sem Eyjólfur ílutti
ásamt Stefáni Hiímarssyni, íjallar
um unga stúlku sem skáldið dreymir'
um. Hver er þessi Nína?
„Þetta er nú ekki samið til neinnar
sérstakrar stúlku. Ég bjó til lagið
fyrst í haust þegar ég var kominn
heim úr sumarvinnunni og textinn
varð til fljótlega á eftir. Ég fékk nafn-
ið hins vegar lánaö hjá gamalli vin-
konu minni sem kenndi með mér á
skíðum í gamla daga,“ segir Eyjólfur
og glottir við. „Það var fljótlega
ákveðið að senda það í keppnina.
Kunningjum mínum, sem heyrðu
það heima hjá mér, fannst þaö gríp-
andi og fallegt."
Þetta er ekki'í fyrsta sinn sem Eyj-
ólfur slær í gegn með ástaróði til
kvenna. í fyrra sigraöi hann í keppn-
inni um Landslagið með söngnum
um Álfheiði Björk og hann söng vin-
sælt lag eftir Sverri Stormsker í
haust um Hildi.
Sama hvort það
eru 15 manns
eðá tugir milljóna
- Hvemig leggst þaö í kappann að
fara á svið úti á Ítalíu, frammi fyrir
hundruðum miiljóna manna?
„Mér fmnst það bara spennandi.
Ég hef á undanförnum árum fengið
mikið út úr því að koma fram fyrir
fólk. Mér finnst það ekki skipta
miklu máli hvort það er fyrir 15
manns á sveitaballi norður í landi
eða í sjónvarpinu fyrir milljónir. Ég
held að ég sé að mestu laus við allan
sviösskrekk þó maður fái oft dálítinn
fiðring í magann,“ segir Eyjólfur.
Eyjólfur hefur tekið þátt í öllum
keppnum sem farið hafa fram til úr-
töku í Eurovision. Fjómm sinnum
hefur hann átt lag í keppninni. Lög
hans hafa í flest skiptin verið mjög
nálægt toppnum þannig að það var
með nokkurri bjartsýni að Draumur-
inn um Nínu var sendur inn. En er
hann farinn að sjá fyrir sér hvernig
lagið verður flutt ytra?
Vil engu spá
„Það liggur nokkuð ljóst fyrir. Út-
setningin veröur iítið breytt frá því
hvemig sjónvarpsáhorfendur sáu
það og heyrðu. Það verður kannski
eitthvað aukið í hana þyí þarna úti
höfum við yfir heilli sinfóníuhljóm-
sveit að ráða. Við vomm beðnir að
senda myndband tii kynningar og við
létum duga að senda upptökuna af
flutningnum í sjónvarpinu. Það er á
þessari stundu ekki annað áætlað en
að við Stefán flytjum lagið sjálflr.
Stefán hefur reynslu á þessu sviði.
Hann fór til írlands 1988 og söng lag
Sverris Stormskers. Hann hefur
miðlað mér af þeirri reynslu og það
leggst vel í mig að .hafa hann með
áfram.“
- Nokkurrar bjartsýni gætir meðal
þjóðarinnar og meöal annars hefur
bílainnflytjandi heitið þér bíl að
launum ef lagið kemst ofar en í 4.
sætið. Hvernig leggst það í þig?
„Það er ágætt. Eg á Toyotu sjálfur
og er sáttur við það. Við hins vegar
lofum bara að gera okkar besta. Þetta
er lagið sem var valið og ég ætla
ekki að vera með neinar spár um
velgengni þess. Það verður bara að
koma í ljós,“ segir Eyjólfur og brosir.
Sama hvað fólk segir
- Nú hefur þessi keppni valdið tals-
verðu umtali og gagnrýni hin síðari
ár eftir miklar væntingar sem brot-
lentu eftirminnilega fyrsta árið.
Hvemig virkar þessi gagnrýni á þá
sem taka þátt í keppninni?
„Mér er nákvæmlega sama hvað
fólk segir. Við geram okkar besta og
meira er ekki hægt að biðja um. Hitt
er svo annaö mál að íslendingar eru
óskaplega öfgakenndir í afstöðu
sinni. Við voram svo sigurvissir í
fyrsta skiptið þegar Gleðibankinn
var sendur til Noregs. Það var óskap-
leg múgsefjun í kringum það og síðan
hafa margir ekki getað litið þessa
Reppni réttu auga. Þegar vel gengur
þjappar þjóðin sér að baki sínum
manni og þá er óskaplega gaman en
vill ekkert við hann kannast þegar
eitthvað fer úrskeiöis eöa viötökurn-
ar eru öðravísi en búist var við. Þetta
er eflaust mjög eðlilegt í litlu þjóð-
félagi."
Keppnin hefur breyst
- Finnst þér keppnin hcifa brey st á
síðustu árum? Er þetta tónlist í takt
við tímann eða tómt miðjumoð?
„Mér flnnst hún hafa lagast hvað
það varðar undanfarin 2-3 ár. Þegar
Abba vann hér um árið var þetta
svona gleðipopp og í mörg ár á eftir
voru menn að reyna að endurtaka
það ævintýri. En tónlistin hefur
breyst og er meira í takt við það sem
er að gerast í dægurtónlist í dag.
Þetta er ekki eins mikið prump og
menn halda. Stöðugt fleiri þjóðir
senda sína bestu menn í þessa keppni
og það má ekki gleyma því að evr-
ópski tónlistarmarkaöurinn er geysi-
lega stór og öflugur og gefur þeim
bandaríska ekkert eftir.“
- Nú gera menn stöðugt fleiri til-
raunir til þess að flytja út íslenska
popp- og dægurtónlist. Hefur þú
hugsað þér að taka einhvern þátt í
því?
„Ég hef reyndar gert samning við
nýstofnað fyrirtæki á þessu sviði, PS
músík. Ég veit ekkert hvað kemur
út úr því en mínir menn eru auðvitað
ánægðir með förina til Ítalíu."
Fæddur með silfur-
skeið í munni
Eyjólfur er fæddur 17. apríl 1961
og verður því 30 ára á næstunni.
Hann er yngstur sex systkina, sonur
hjónanna Kristjáns Þorvaldssonar
stórkaupmanns og Guðnýjar Eyjólfs-
dóttur. Faðir Eyjólfs hefur efnast á
innflutningi gallabuxna og var for-
maður Félags íslenskra stórkaup-
manna um árabil.
- Fæddist Eyjólfur með silfurskeið í
munninum?
„Það má sjálfsagt segja það. Mig
hefur aldrei skort neitt. Foreldrar
mínir voru í sæmilegum efnum og
ég fékk flest það sem ég vildi. Ég
ákvað snemma að verða tónlistar-
maður. Mér var gefinn gítar þegar
ég var tólf ára og byrjaði snemma
að æfa mig á hann og syngja lög
þekktra þjóðlagatónlistarmanna.
Helstu átrúnaðargoö mín á þessum
árum voru hljómsvéitir eirfs og Am-
erica, Byrds og fleiri. Svo má nefna
svona hippasöngvara eins og Dono-
van og Melanie og ekki má gleyma
goðinu Bob Dylan sem ég hlustaði
mikið á.“
Lærði af Ingibjörgu
Þorbergs
Eyjólfur fór ekki í tónlistarnám
heldur gruflaði sig áfram á gítarinn
með aðstoð leiðbeiningarþátta sem
Ingibjörg Þorbergs stjórnaði í Æsk-
unni. Hann treysti á eigin tónlistar-
náttúru og tóneyra og fór ekki í tíma
í tónlist fyrr en rúmlega tvítugur en
þá lagði hann stund á píanóleik.
- En hefur þú sótt söngtíma síðan
þú fórst að leggja meiri áherslu á
sönginn?
„Nei, ég hef ekki gert það. Sjálfsagt
er fullt af hlutum sem ég geri vit-
laust en sem betur fer er röddin ekk-
ert farin að gefa sig enn.“
Söng þýsk dægurlög
á náttfötunum
- Var mikið sungið á þínu heimili?
„Já, það kom fyrir. Ég man eftir
því þegar foreldrar mínir voru að
koma heim eftir frumsýningar eða
einhver slík samkvæmi. Þá kom fyr-
ir að ég var drifinn upp úr rúminu
þriggja eða fjögurra ára gamall og
stillt upp á stól í náttfötunum og lát-
inn syngja hástöfum fyrir gestina,"
segir Eyjólfur og hlær dátt.
- Hvað söngstu fyrir gestina?
„Það voru einkum einhver þýsk
dægurlög sem ég er búinn að gleyma
hvað hétu.“
Púkó og Gummi
Eyjólfur var ekki mikill hljóm-
sveitartöffari á sínum yngri árum.
Eina afrek hans á því sviði var þegar
Karlaklúbburinn á hádegisverðarfundi á Jónatan Livingston mávi fimmtudaginn eftir keppnina. Klúbbfélagar skála
í kampavíni og fagna sínum manni sem þeir hyggjast fylgja til Ítalíu. Klúbburinn er 11 ára gamall og hittist viku-
lega. Talið frá vinstri: Árni Rudolf, Bjarni Brandsson, Þórður Magnússon, Reynir Kristinsson, Eyjólfur Kristjáns-
son, Sigfús Sverrisson, Victor Urbancic, Örn Arnarson og Guðmundur Jóhannsson.