Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Page 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ás skrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991. Omar Sharif: Bridsið hefur setið á hakanum „Ég verð hér þar til á þriðjudag. Mótið er í gangi nær allan tímann svo ég fæ engan tíma til að skoða mig um þótt ég gjarnan vildi,“ sagði hinn heimsþekkti kvikmyndaleikari og bridsspilari, Omar Sharif, við komuna til landsins seinnipartinn í gær. Omar Sharif er sérstakur gestur á opna Flugleiðamótinu í brids sem *■ fram fer á Hótel Loftleiðum um helg- ina. DV tók á móti Sharif og pakist- anska bridsaranum, Zia Mahmood, í Leifsstöð. Blaðamaður spurði Sharif meðal annars að því hvort hann væri alveg hættur að leika í kvik- myndum: „Nei. Undanfarið hef ég nær ein- göngu eytt tímanum í að leika. Kvik- myndaleikurinn hefur verið númer eitt. Því miður hef ég ekki getað spil- aö mikiö brids undanfariö. Þú yeist ^ hvernig þetta er, það er meira upp úr kvikmyndaleiknum að hafa.“ Sharif sagðist vel gera sér grein fyrir styrk Flugleiðamótsins, Zia hefði talið upp alla spilarana fyrir sig. Ferðafélagi Sharifs, Zia Mah- mood, er af mörgum talinn besti ein- staki bridsspilari heims. Samkvæmt áætlunum átti Sharif að spila með Frakkanum Paul Chenla á mótinu en sá varð stranda- glópur í París. Jón Baldursson hleyp- ur í skarðið og Zia spilár með ísrael- anum Lev. -IS/hlh > c 7M77 SMIÐJUKAFFI ^ SEHDUM FRITT H£IM OPNUM KL. 18 VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR TVÖFALDUR1, vinningur LOKI Loks verður manni þá boðið heiðurssæti á lista Ásgeir Hannes Eiríksson hugar að sérframboði: Þetta er eins konar grasrótarframboð - gerir tilkall til peninga úr sjóðum Borgaraflokksins „Það hefur verið rætt um að stofna hverfislista í Breiðholti. Þetta hverfisframboð er hugsað í framhaldi af frumvarpi mínu um einmenningskjördæmi. Af hverju ekki að bjóða fram á þennan hátt um allt land? Viðkvæmustu stjóm- málin í landinu, það sem fólki er virkOega annt um, eru auövitað afkoman á hverjum stað. Sem einn af frumbyggjunum i efra Breiðholti og eini þingmaður Reykvíkinga, sem býr í hverfinu, tel ég mig vera í góðrnn tengslum við fólkið þar. Þetta er eins konar grasrótarfram- boð,“ sagöi Ásgeir Hannes Eiríks- son þingmaður í samtali við DV. Ásgeir hefur undanfarið rætt stofnun hverfislista í Breiðholts- hverfi og nálægum byggðum fyrir komandi alþingiskosningar. - Sagt er aö þú munir höfða sér- staklega til láglaunafólks og utan- garðsfólks með hverfisframboði þínu: „Ég geri það hvar sem ég kem. Þetta eru mínir menn.“ Ásgeir hefur kannað niöguleik- ana á því að fá til framboðs sins hluta af ríkisstyrknum sem runnið hefur til Borgaraflokksins. „Mér fmnst eðlilegt að hver þing- maður fái þessa peninga til afnota sem slikur. Þeir eru hugsaðir til að greiða fyrir sérfræðiaðstoð og útgáfu á þingmálum hvers þing- manns. Peningarnir eru ekki hugs- aðir sem kosningasjóður. Þó að það sé orðið nokkuð framorðið þykir mér eðlilegt að gera tilkall til þeirra í þessu samhengi." Ásgeir segir að þingflokkurinn hafi peningana til frjálsrar ráðstöf- unar og þetta er fyrst og fremst mál þingflokksins. Hafi menn, sem hann hafi rætt við, þar á meðal þingforsetar og menn í fjárveit- inganefnd, þó ekki séö neitt þvi til fyrirstöðu að peningunum sé skipt á þennan hátt. - Á listinn að heita Breiðholtslist- inn? „Já, eða Efri byggðir. Ég vil taka fleiri byggðir þarna upþ frá með í dæmið.“ Ásgeir sagði aö enn væri málið á umræðustigi og hann liti á það sem eðlilegt framhald frumvarpsins um einmenningskjördæmi sem hann hefur lagt fyrir þingið. Telur hann langsterkast fyrir Borgaraflokkinn að bjóða fram á þennan hátt. „Viö sjáum hvað setur en það er fullt af fólki í kringum mig sem líst ekki síður á þennan kost en ann- an.“ -hlh ZiaMahmood og OmarSharif í Leifsstöð í gær. Varanleg verð- lækkunáolíu? Verð á olíu hrundi á mörkuðum um allan heim þegar fréttist af frið- artilboði íraka í gær. Um tíma var tunnan seld á 16,5 dali. Verðið hækkaði þó á ný þegar við- brögð bandamanna voru Ijós. Olíu- tunnan virtist þó ætla að verða ódýr- ari þegar mörkuðum var lokað í gær en hún var fyrir síðustu hræringar en menn áttu von á enn nýjum svipt- ingum. Reuter Áofsahraðaá Reykjanesbraut Ökumaður var stöðvaður á ofsa- hraða á Reykjanesbraut aðfaranótt föstudags. Lögreglan í Keflavík mældi hann á 151 kílómetra hraða. Ökumaðurinn var sviptur ökuskír- DV-mynd Brynjar Gauti teini til bráðabirgða. -ÓTT Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnar eftir helgi Á sunnudag verður breytileg átt og yfirleitt úrkomulaust framan af degi en síðan þykknar upp suðvestanlands með vaxandi suðaustan- átt. Víðast verður frost en mest í innsveitum norðan- og austanlands. Á mánudag verður stíf sunnanátt og milt. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 4-6 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.