Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 8
199' m'/Uvrr 'i/i Utlönd r>v Fjórir pakistanskir flugræningjar felldir í Singapore: Ætluðu að frelsa mann Benazir Bhutto - voru vopnaðir hnifum og heimatilbúnum handsprengjum Amadou Toumani Touré stjórnaði uppreisninni í Malí. Hann hefur lofað að koma á lýðræði í landinu. Simamynd Reuter Mali: Byltingarmenn lofa lýðræði Leiðtogi byltingarmanna í Mali í Afríku hefur lofað að koma á fjöl- flokkakerfi í landinu. Byltingarmenn handtóku forsetann, Moussa Traore, í fyrrinótt í kjölfar vaxandi óeirða og mótmæla vegna einræðisstjómar hans. Sjálfur komst Traore til valda í byltingu fyrir 22 ámm. í gærmorgun brutust út óeirðir í kjölfar fregnarinnar um handtöku forsetans og að sögn starfsmanna sjúkrahúsa létu að minnsta kosti sex tugir lífið og tvö hundruö særðust. Flestir þeirra sem létust voru með skot- eða stungusár. Höfðu nokkrir verið staðnir að þjófnaði og skotnir á staðnum. Einnig var um að ræða hefndarmorð. Eldar brunnu víða um höfuðborgina Bamako í gær. Stjórnarandstæðingar kváðust vissir um að herinn myndi láta völd- in af hendi um leið og lýðræöisum- bótum heföi verið komiö á. Ef herinn stendur ekki við orð sín ætla stjórn- arandstæðingar að halda baráttunni áfram. Reuter Víkingasveit lögreglunnar í Singa- pore felldi íjóra flugræningja á flug- vellinum þar í nótt. Ræningjamir höfðu þá 123 menn í gíslingu og særð- ust nokkrir lítillega. Þeir vom alir frá Pakistan og komu um borð í flug- vélina í Kuala Lumpur í Malasíu. Tilgangurinn með flugráninu var að fá Asif Ali Zardari, eiginmann Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráð- herra Pakistans, lausan úr fangelsi. Zardari var handtekinn á síðasta ári sakaöur um spillingu og íjárdrátt í valdatíö konu sinnar. Flugræningjarnir vom vopnaðir hnifum og heimatilbúnum hand- sprengjum. Þeir héldu vélinni í átta klukkustundir meðan samningavið- ræður stóðu yfir. Þeir hétu að láta alla farþega lausa þegar búið væri að hlaða vélina eldsneyti og gefa far- arleyfi til Ástralíu. Málinu lauk þó áður en vélin lagði af stað þvi víkingasveit lögreglunnar réðst til uppgöngu og felldi ræningj- ana. Tveir þeirra voru úr skæruhða- samtökum kenndum við Zulfikar AIi Bhutto, fóöur Benazirs. Flokkur hennar hefur neitað aö vera á nokk- urn hátt viðriðinn ránið. Þetta er i fyrsta sinn í fimmtán ár sem lögreglan í Singapore verður að fástviðflugræningja. Reuter Svíarfinna þjóðardýr- grip á hafs- botni Svíar hafa fundið einn af þjóð- ardýrgripum sínum á hafsbotni í skerjagaröinum úti fyrir Stokk- hólmi. Þetta er herskipið Lybska Svan eða Svanurinn frá Lýbiku. Skipið sökk árið 1525 og hefur legið á um 50 metra dýpi í hart- nær fimm hundmð ár. Svium þykir Svanurinn merki- iegur vegnaþess aö um borð gafst Kristján II. Danakonungur upp fyrir Gústaf Vasa Svíakonungi árið 1523 eftir að þjóðimar höfðu átt i stríði árum saman. Sigur Gústafs var mikilvægur áfangi í að losa Svía undan áhrifavaldi Dana. Skipið keypti Gústaf árið áður af Þjóðverjum. Það var sænski fomleifafræðing- urinn Jonny Sundqvist sem fann skipið í haust ásamt mönnum sín- um. Þeir vom þó ekki vissir um hvaö þeir hefðu fundið og héldu rannsókn málsins áfram þar til tek- ist hafði að eyða öllum efa um að þeir hefðu fundið Svaninn. Sviar leggja mikið á sig við að varðveita gömul skip. Á síðasta ári var orrustuskipið Gústaf Vasa sett á sýningu í Stokkhólmi en þaö hafði sokkið árið 1628. Mörg ár og mikla fjármuni tók að gera það skip upp. Fornleifafræöingar segja að Svanurinn verði ekki almenningi til sýnis með rá og reiða fyrr en eftir tvo áratugi í fyrsta lagi. Þeir segja líka að Svanurinn -sé mun merkilegra skip en Gústaf Vasa. TT Tveir úr áhöfn flugvélarinnar særðust og einnig farþegi. Hér sést þegar farþeginn er fluttur á sjúkrahús. Simamynd Reuter PROGRESSIVE - Bandarískar felgursem standast ýtrustu gæðakröfur! sointfívc A JEPPim Pim EKKISKIUÐ ÞAÐ BESTA? Mikið úrval af jeppadekkjum og felgum undir „þinn fjallabíl". RADIAL MUDDER EENERAL TIRE BENEBAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.