Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. 13 Fréttir íbúar á Heiðavallarsvæði í Kópavogi afhenda bæjarstjóm undirskriftarlista: Tfjárækt . MELAHEIÐI fheímtli , SílasfíBði Sparkvöllur Vfghóla- svæöi lyngheiði útsýnlih V-vwA æm Mótmæla kirkjubyggingu íbúar á Heiöavallarsvæöi, sem af- markast af Melaheiði, Tunguheiði, Lyngheiði og Víghólum, hafa afhent bæjarstjórn Kópavogs undirskrifta- lista þar sem þeir mótmæla formlega framkominni breytingartillögu á að- alskipulagi Kópavogs á Heiðavallar- svæði. Undirskriftum var safnað meðal húseigenda sem eiga lóðir að frið- lýsta svæðinu og skrifuðu á milli 90 . og 95 prósent íbúanna undir mót- mælaskjaliö. Deilan stendur um hvort byggja eigi kirkju og safnaðarheimili Digra- nessóknar á svæði sem íbúunum hafði verið tjáð að yrði grænt svæði um ókomna framtíð. Samkvæmt teikningum verður kirkjan og safnaöarheimilið um 700 fermetrar. Á kirkjan að rúma 400 manns í sæti og pláss á að vera fyrir 150 manns í safnaðarheimilinu. Útlínur opins svæðis Á árunum 1965 til 1970 var úthlutað lóðum við Melaheiði og Lyngheiöi og tjáðu bæjaryfirvöld lóðarhöfum að götur þessar mörkuðu útlínu op- ins svæðis til noröurs og suðurs, Tunguheiði að austan og austurend- ar Bjamhólastígs og Víghólastígs að vestan. Þar yrði svokallað grænt svæði. í athugasemdum íbúanna segir meðal annars: Þegar austurbær NýrHóla- biskup kosinn um mánaðamótin Þórhallur Ásmunds., DV, Sauðárkróki: Undanfarna daga hefur veriö unrúð að gerð kjörskrár fyrir kosningu vígslubiskups í Hóla- stifti en nýr vígslubiskup verður kjörinn nú um mánaðamótin, mars-april í stað séra Sigurðar Guömundssonar. Hann mun láta af störfúm fyrir aldurs sakir nú í vor. Allir prestar á Noröurlandi eru í kjöri en af mörgum er séra Bolli Gústafsson 1 Laufási talinn lík- legur kandidat enda hefur hann lýst áhuga sínum á setu á Hóla- stað. Rétt til að kjósa vígslubiskup hafa allir prestar á Norðurlandi, sex leikmenn - einn úr hverju fjögurra prófastdæma og tveir kirkjuþingsmenn, biskup ís- lands, Ttr. Ólafur Skúlason, og fráfarandi vígslubiskup, sr. Síg- uröur Guðmundsson. Vígslubiskup þarf að hafa að lágmarki helming greiddra at-- kvæða á bak við sig. Náist það ekki fram í fyrstu umferð verður að kjósa á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði hljóta. Á kortinu sést hvar fyrirhuguð kirkja Digranessóknar á að risa. Kópavogs varð sérstök kirkjusókn, Digranessókn, 1971, vaknaði áhugi kirkjunnar manna á að byggja kirkju fyrir söfnuðinn á þessu svæði. Þar fór reyndar fámennur hópur manna sem greinilega þekkti ekkert til málavaxta og hafði vægast sagt mjög takamarkaðan skilning á fágæti staðarins. En svo var málið látið nið- ur falla. Segir ennfremur að stjórn Digra- nessafnaðar hafi haldið áfram með hléum að falast eftir því að byggja kirkju á svæðinu og að lokum hafi bæjarstjórnin ekki séð sér annað fært en friðlýsa Víghólana fyrir öll- um byggingum. Á græna svæðinu Ekki hafi þó verið látið þar við sitja heldur hafi kirkjunnar menn farið fram á að byggja kirkju á græna svæðinu, nánar tiltekið þar sem nú er sparkvöllur barna og unglinga, austan Gagnheiðar. Þessar hug- myndir komu fyrst fram 1986 en hlutu þá lítinn hljómgrunn, aö sögn íbúanna, og féll málið þá niöur. Nú sé hins vegar komin fram breyting- artillaga á aðalskipulagi Kópavogs á tilgreindu svæði sem felur það í sér að kirkja verði byggð ofan í Gagn- heiðinni og sé tillöguteikningin skoö- uö grannt sjáist að kirkjubyggingin nái út á friðlýsta svæðið. Iþrótta- svæðið verði tekiö undir bílastæði en litlum sparkvelli komið fyrir aust- ar á svæðinu en reyndar tekið fram að einnig eigi að-nota liann sem bíla- stæði. Opinberar tillögur „Þetta eru opinberar tillögur sem fram eru komnar um að byggja kirkj- una á þessum stað. Samkvæmt lög- um er íbúunum gefinn kostur á að koma með sínar athugasemdir við breytingar á áður samþykktu aðal- skipulagi,“ segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs. „Mótmælin eru kynnt í skipulags- nefnd, í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er siö'an endanleg ákvörðun bæjarstjórnar hvort breytingarnar á skipulaginu ná fram að ganga,“ segir Birgir. -J.Mar Atriöi úr leikritinu. DV-mynd Reynir Sýna Þorskinn fyrir vestan Reyiúr Traustason, DV, Flateyri: Leikfélag Flateyrar frumsýndi um síðustu helgi leikritiö Heill sé þér, þorskur í leikgerð Guðrúnar Ás- mundsdóttur. Leikritiö er samsett úr ljóðum, söngvum og leikinni smásögu. Höf- undar efnis eru meðal annars Hall- grímur Pétursson, Davíð Stefánsson, Hannes Hafstein. Einar Benedikts- son, Þórbergur Þórðarson, Halldór Kiljan Laxness, Dagur Sigurðarson og Jónas Árnason. Tónlistin er að mestu eftir Bubba Morthens. Það er fyrirhugað að fara með „Þorskinn" til sýninga í nágranna- byggðarlögum í kringum páskana. 16 leikarar taka þátt í uppfærslunni og leikstjóri er Finnur Magnús Gunnlaugsson. Sigrún Gerða Gisla- dóttir er formaður leikfélagsins. GANGLERI Jívað er vitund? 9dvað er Cíf eða dauði? ‘Viturn við ekfifdtt með vissu? 9-Cvaða möguCeikar búa í manninum? f 64 ár fiefur tímantið QangCeri Birtgreinar um andíeg, sáCfrceðiíeg, fteimspefifeg og vísindaíeg efni MeðaC efnis í vorhefti: Hvernig Guö varð staðreynd Mystísk upplifun Líforkuheilun Hið áhœttusama œvintýri lífs og dauða QangCeri femur út tvisvar á ári, hvort hefti 96 síður, áskrift er kr. 1200- CjangCeri, rítfyrir pá sem spyija Sími39573 10. apríl - Benidorm 4 vikur - verð frá 48.800 Verðið lækkar ef fleiri eru saman í íbúð - Góður barnaafsláttur. Kynntu þér verðið hjá okkur - Sjáumst FERÐASKRIFSTOFA REYKIAVÍKUR m pr. mann 2 í íbúð AÐALSTRÆTI16 SÍMI 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.