Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. 19 pv___________________________Popp Bubbi í Höfn S - DV tók hús á Bubba í Skandinavíuferð Án áheyrenda er tónlistarmaður- inn, hversu góður sem hann er, í hlutverki hrópandans í eyðimörk- inni. Metnaðarfullir tónlistarmenn eru meðvitaðir um þetta og leggja því gjarnan land undir fót, heimsækja aðdáendur sína og sýna með því þakklæti sitt og virðingu. Bubbi Morthens hefur verið duglegur að þræða þorpin og flest þau pláss á ís- landi sem hafa yfir samkomuhúsi að ráða. Um miðjan yfirstandandi mán- uð hélt Bubbi út fyrir landsteinana til hljómleikahalds og setti stefnuna á íslendingabyggðir á Norðurlönd- unum. Ferðin, sem stendur enn, tek- ur í allt tæpar þrjár vikur og á þeim tíma fer Bubbi og gitarinn hans um Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Finn- land auk þess sem tónlistarhátíðin í Parnu í Eistlandi er heimsótt en þar leikur Bubbi einmitt í dag. Poppsíð- unni lék forvitni á að vita hvernig stæði á Eistlandsferð í hljómleika- reisu sem bæri yfirskriftina Skand- inavíutúrné 1991. Er Bubbi Morthens að slá sig til ridddara líkt og íslensk- ir stjórnmálamenn með því að sækja Eystrasaltsland heim ? „Það er af og frá. Eistlendingar buðu mér að koma, þannig að ég lít á það sem móðgun að tala um að ég sé að slá mig til riddara með því að fara þangaö. Ég nota tónlistina til annars.“ Tónleikar í dælustöðinni Fjórðu tónleikarnir í röð þeirra fjórtán, sem Bubbi hélt í ferðinni, voru í Pumpehúsinu í Kaupmanna- höfn. Staðurinn er 130 ára gömul dælustöð í miðborginni sem hætt er að þjóna upphaflegu hlutverki sínu en í staðinn hafa tónlistargyðjunni verið haldin þar regluleg teiti síðan 1987 að húsið var opnað sem tónlei- kastaður. Poppsíða DV var meðal þeirra 200 gesta sem sóttu Bubba heim í dælustöðina sunnudagskvöld í mars og átti þar ánægjulega kvöld- stund. t Segulstöðvarblúsinn var upphafs- lag tónleikanna og í kjölfarið fylgdi ísbjarnarblús í hægari og blúsaðri útsetningu en menn eiga að venjast. Inn í lagið fléttaði Bubbi sögu Eif Malagafanganum, hassferð til Amst- erdam og þeim „félögum“ Þorsteini Pálssyni og Davíð Oddssyni. Hvað þessir aðilar eiga sameiginlegt með frystihúslífinu er óráðin gáta en áheyrendum líkaði vel og salurinn rak upp hrifningarstunu að lagi loknu. Bubbi hafði náð að stilla áheyrendur inn á sitt eigið tíðnisvið og virtist eiga salinn upp frá þessu. Sögustundirnar áttu eftir að verða fleiri og lengri. Ekki allar jafngóðar, sumum var hægt að hafa gaman af en aðrar máttu missa sig. Téð kvöld voru dónalegar sögur í uppáhaldi hjá trúbadornum og virtist áheyrendum skemmt þó undirritaður hefði kosið að heyra meira af lögum á kostnað frásagnanna. Sögur af landi var uppistaða tónleikanna þó að inn á milli læddi Bubbi gömlum klassíker- um eftir sjálfan sig og aðra. Mönnum á borð við Led Bellie og Bob Dylan var gert hátt undir höfði. Það var einmitt í Burgeisar-blús eftir blökku- manninn og tukthúsliminn Led Bellie^em tónleikar Bubba í Kaup- mannahöfn risu hæst. Hann gaf röddinni lausan tauminn, tryllt fór hún á svif og sannaðist þar með hið fornkveðna; Bubbi er bestur. Annan eins rokk- og blússöngvara hefur Frón ekki alið. Eftir rúmlega tveggja tíma spil og sögur kvaddi Bubbi með þeim orðum að viðstaddir ættu að láta sér líða vel og víst var að sjálfur hafði trúbador- inn lagt sitt af mörkum til að svo yrði. Engin ný plata frá Bubba í ár Eftir tónleikana mælti undirritað- ur sér mót við Bubba og innti hann eftir því hvaða gildi slík tónleikaferð sem yfirstandandi Skandinavíutúr hefði? „íslendingarnir gefa henni gildi. Þeir eru mitt fólk og þess vegna þyk- ir mér ljúft að spila fyrir þá. íslend- ingar í útiöndum er þakklátir áheyr- endur á svipaðan hátt og þakklátasta fólkið sem ég spila fyrir á íslandi er fólkið á litlu stöðunum úti á landi. Viðtökur, hvort sem það er í þessum túr eða einhverjum öðrum, fara allt- af eftir manninum á sviðinu. Hann hefur verið góður síðustu daga og Umsjón Snorri Már Skúlason þess vegna hafa viðtökur verið góð- ar. Raunar lít ég á þennan Skandin- avíutúr núna sem hálfgerða gener- alprufu þvi ég hef áhuga á að gera slíkar ferðir að árlegum viðburði, þ.e.a.s. ef þessi gengur þolanlega. Auk þess kem ég til með að eyða meiri tíma á þessum slóðum á næst- unni því að útgefandinn minn hefur ákveðið að ráðast í enska útgáfu á Sögum af landi í Skandinavíu." Eitthvaö annað á döfmni? „Ég hef ákveðið að taka mér frí frá plötuupptökum þetta árið og reyna frekar að leggjast í skriftir auk þess sem ég ætla gefa mér tíma til að hlusta á tónlist sem aðrir hafa verið að búa til. Reyndar kem ég til með að semja lög á nýja rokkplötu sem Rúnar Júlíusson ætlar að gera. Rúnar er maðurinn sem dreif ís- lenskt rokk upp á svið í kringum 1963. Hann er maður með „karisma" og útgeislun sem hreif fólk með á sjöunda áratugnum. Hann er einn af frumherjunum og verðskuldar virðipgu sem slíkur og því þykir mér gaman að fá að semja lög fyrir hann. Ég kem hins vegar ekki til með að spila eða syngja á plötunni. Ég er í fríi frá hljóðverum." -SMS UMBÚÐAPAPPÍR Eigum fyrirliggjandi: brúnan kraftpappír og hvítan umbúðapappír í ýmsum breiddum. Jafnframt prentum við fyrir þig FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. Spítalastíg 10 - Sími 11640 Fax: 29520 Ritvélar í úrvali Verð frá kr. 19.800,- stgr. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 KERRUR til flutninga á Búslóðum Hestum Vélsleðum Farangri o.fl. Einnig traustir jeppar Allar kcrrur mcð löglegum ljósabúnaði interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Skcifan 9, Rcykjavík. Sími686915 F allnir í valinn Tveir þekktir tónlistarmenn hafa horfið á vit feðra sinna á síðustu vikum. Fyrstan skal telja Frans- manninn Serge Gainsbourg sem vakti fyrst á sér athygli sem blóma- barn á sjöunda áratugnum. Hans frægasta lag er án efa Je T’Aime sem hann söng og stundi ásamt söngkonunni Jane Birkin árið 1969. Lagið vann sér það til frægðar að verða fyrsta popplagið sem BBC setti á bannlista. Frygðarstunur sem heyrðust í því fóru sem piss fyrir hjarta forráðamanna hinnar virtu stofnunar. Gainsbourg hneykslaði landa sína fáum árum síðar er hann til- kynnti að hann ætlaði að flytja franska þjóðsönginn í reggíútsetn- ingu og hlaut í staðinn morðhótan- ir frá ævareiðum þjóðernissinnum. Steve Clark. Serge Gainsbourg var ekki þekktur fyrir að sækja bingó hjá templur- um, hann misnotaði áfengi og aðra vímugjafa og því kom kunnugum ekki á óvart er Gainsbourg lést af hjartaslagi á heimili sínu í París á dögunum, 62 ára gamall. Sergei Gainsburg. Gítarleikari DefLeppard Steve Clark gítarleikari rokk- sveitarinnar Def Leppard lést í svefni á heimili sínu í Chelsea á Englandi um miðjan febrúar. Fregnir herma að Clark hafi tekið inn óheppilega blöndu af áfengi og öðrum fíkniefnum. Hljómsveitin, sem var að vinna að sinni fimmtu plötu, pakkaði þegar saman og hef- ur frestað frekari upptökum. Def Leppard komst í hóp hinna stóru með plötunni Hysteria árið 1987 en Steve Clark samdi eipmitt nokkur af vinsælustu lögum þeirr- ar skífu. Söngvari Def Leppard, Joe Elliott, sagði Clark hafa verið „master of the riffs“ og eiga heiður af nokkrum bestu lögum Def Lepp- ard. Blessuð sé minning þeirra. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.