Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. 63 Afmæli Þorgerður Einarsdóttir Þorgerður Einarsdóttir, Þóris- holti, Mýrdalshreppi, verður níutíu ára á morgun. Starfsferill Þorgerður fæddist að Reyni í Mýrdal og ólst þar upp. Hún fluttist þaðan tvítug að aldri að Þórisholti þar sem hún hefur búið alla tíð síð- an. Þorgerður lauk barnaskólaprófi og hún hefur verið félagi í Kvenfé- laginu Ljósbrá í tugi ára. Fjölskylda Þorgerðurgiftist 20.11.1921 Kjart- ani Einarssyni bónda, f. 27.8.1893, d. 28.7.1970, en hann var sonur Ein- ars Finnbogasonar og Vilborgar Andrésdóttur sem voru bændur í Þórisholti. Þorgerður og Kjartan eignuðust sjö börn. Þau eru: Borghildur, f. 23.9. 1922, gift Ólafi Jóhannessyni og eiga þau þrjú börn; Einar Sigurður, f. 3.3.1925, kvæntur Halldóru Sigur- jónsdóttur og eiga þau tvö börn; Ing- veldur Guðríður, f. 2.8.1929, gift Sig- urði Jónssyni og eiga þau fimm börn; Einar, f. 3.12.1930, kvæntur Sigurbjörgu Pálsdóttur og eiga þau sex börn; Sigurgeir, f. 7.3.1938, kvæntur Höllu Sigurjónsdóttur og eiga þau tvö börn; Kristinn, f. 28.11. 1942, kvæntur Guðrúnu Helgadótt- ur og eiga þau þrjú börn; og Kjart- an, f. 1.11.1944, kvæntur Öldu Guð- laugu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Systkini Þorgerðar eru: Sigríður, f. 10.2.1887; Kristín, f. 20.4.1888; Brandur, f. 8.8.1889; Brynjólfur, f. 2.8.1890; Einar, f. 18.1.1892; Sveinn; f. 11.03.1895; og Margrét, f. 4.9.1896. Þorgerður var dóttir Einars Brandssonar, f. 18.3.1858, d. 28.2. 1933, bónda á Reyni, og Sigríðar Brynjólfsdóttur, f. 15.11.1857, d. 31.3. 1935, húsmóður. Afmælisbarnið tekur á móti gest- um að heimili sínu í Þórisholti á afmælisdaginn. Þorgerður Einarsdóttir. Hjörleifur Magnússon Hjörleifur Magnússon, fyrrv. bæj- arfógetafulltrúi og bókari, Skálar- hlíð, Siglufirði, verður áttatíu og fimm ára á skírdag. Starfsferill Hjörleifur fæddist að Hærrisaur- um í Súöavíkurhreppi og ólst upp í Súðavík. Hann lauk prófum frá Samvinnuskólanum 1933. Hann var skrifstofumaöur hjá Guðmundi Pét- urssyni 1933-34, ritari bæjarfóget- ans á Siglufirði 1934-35, gjaldkeri hjá embættinu 1935-36 og fulltrúi bæjarfógeta frá 1936 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1982. Hjörleifur sat í stjórn Norræna félagsins á Siglufirði 1946-55, í stjórn Vestfirðingafélagsins á Siglufirði 1946-60 og í stjórn Kaupfélags Sigl- firðinga 1946-70. Fjölskylda Hjörleifur kvæntist 23.6.1938 Ele- noru Þorkelsdóttur, f. 5.4.1911, hjúkrunarfræðingi, en hún er dóttir Þorkels Svarfdal Sigurðssonar, skipstjóra á Dalvík en síðan lengst afáSiglufirði. Börn Hjörleifs og Elenoru eru Herdís, f. 4.3.1939, húsmóðir í Kefla- vík, gift Stefáni Ólafssyni verkstjóra og eiga þau ijögur börn; Magnús Þorkell, f. 6.12.1940, verslunarmað- ur á Staten Island í Bandaríkjunum, kvæntur ítalskri konu og eiga þau tvo syni; Gylfi, f. 2.1.1942, d. 1.1. 1977, kennari, en dætur hans eru tvær; Jóhanna, f. 22.3.1944, hjúkr- unarfræðingur í Lundi, gift Geir Péturssyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn; Þorkell, f. 3.6.1945, kaup- maður í Reykjavík, kvæntur Stef- aníu Vigfúsdóttur kaupmanni og eiga þau þrjú börn; Edda, f. 22.4. 1950, húsmóðir á Akureyri, gift Viktor Gestssyni, smið og verk- stjóra, og eiga þau íjögur börn; Guð- rún, f. 8.9.1953, deildarstjóri hjá Samkaupi í Keílavík, og á hún þrjú böm; Kristín, f. 8.10.1955, kennari, gift Páli Ingvarssyni lækni og eiga þau fiögur börn á lífi. Hjörleifur átti tíu systkini en fiög- ur þeirra dóu í bamæsku. Hann er nú einn á hfi úr systkinahópnum. Systkini Hjörleifs sem upp komust: Matthildur, verkakona í Súðavík, lést þrjátíu og þriggja ára; Ari, lengst af málari, skrautritari og verslunarmaður í Ameríku; Ásgeir, sjómaður og verkamaður, síðast í Reykjavík, lést fimmtíu og sjö ára; Benóný, íshússtjóri í Súðavík; Guð- rún, húsmóöir í Súðavík; Sigríður, léstnítjánára. Foreldrar Hjörleifs voru Magnús Guðjón Guðmundsson, b. og sjó- maöur að Hærrisaurum, og Herdís Eiríksdóttir húsfreyja. Ætt Magnús var sonur Guömundar ríka í Eyrardal í Álftafirði, Arason- ar, b. í Eyrardal, Guðmundssonar, bróður Guðmundar, langafa Krist- jáns, afa Þorgeirs Ibsen skólastjóra, fóður Árna leiklistarráðunautar Þjóðleikhússins. MóðirMagnúsar var Guðrún, systir Hjalta, föður Magnúsar H. Magnússonar „Ljós- víkings". Guðrún var dóttir Magn- úsar, prests í Ögri, Þórðarsonar. Móðir Magnúsar var Guðbjörg, Hjörleifur Magnússon. systir Guðrúnar, langömmu Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Baldvins ráöherra. Guðbjörg var dóttir Magnúsar, b. í Súðavík, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ættfoöur Eyrarættarinnar, langafa Jóns for- seta. Móðir Guðrúnar var Matthild- ur Ásgeirsdóttir, prófasts í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Matthildar var Rannveig Matthías- dóttir, stúdents á Eyri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, bróður Magnúsar í Súðavík. Herdís var dóttir Eiríks, hús- manns á Neðri-Brunná, Guðmunds- sonar og Feldísar, systir Eyþórs, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Feldís var dóttir Felix, b. á Neðri-Brunná, Sveinssonar. Móðir Felix var Þórey Egilsdóttir, Jónssonar, bróður Sig- urðar, langafa Jónasar, langafa Guðlaugs Trygga Karlssonar hesta- manns. Sigfús Ámason Sigfús Árnason. Sigfús Árnason slökkviliðsstjóri, Hamrahlíð 4, Egilsstöðum, verður sjötugur á fóstudaginn langa. Starfsferill Sigfús fæddist aö Ormarsstöðum í Fellahreppi, Norður-Múlasýslu, og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Búnaðarskólanum á Hvanneyri í Borgarfirði. Fjölskylda Sigfús kvæntist Guðnýju Björg- vinsdóttur húsmóður, dóttur Björg- vins Vigfússonar og Stefaníu Stef- ánsdóttur, bændum á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Börn þeirra Sigfúsar og Guðnýjar eru Edda, húsmóðir á Egilsstöðum; Bára, húsmóðir í Danmörku; Birgir. vörubílstjóriá Selfossi; Kolbrún, húsmóðir í Garðabæ, og Máni, raf- vélavirki á Egilsstöðum. Systkini Sigfúsar eru Þórarinn, Bergsteinn, Ormar, Guðrún og Kristín. Foreldrar Sigfúsar eru Árni Þór- arinsson bóndi og Sólveig Eirika Sigfúsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Ormarsstöðum. Sigfús verður aö heiman á af- mælisdaginn. Jónatan Samson Daníelsson Jónatan Samson Daníelsson bóndi, sem nú dvelur á dvalar- heimili aldraðra á Hvammstanga, veröur áttræður á laugardaginn. Starfsferill Jónatan fæddist á Kollufossi í Miöfirði en ólst upp á Bjargshóh í Miðfirði. Hann var bóndi á Bjargs- hóli 1941-75 en starfaði jafnframt við vinnuvélar hjá Búnaðarsam- bandinu í tuttugu og fimm ár. Fjölskylda Foreldrar Jónatans voru Daníel Jónatansson bóndi og Ágústa Jónat- ansdóttir. Jónatan Samson Danielsson Til hamingju með aftnælið 27. mars 85 ára Grænagarði 2, Keílavík. Róbert C. Yeoman, Friðrik Jónsson, Rjúpufehi 23, Reykjavík. Drápuhlíð46, Reykjavik. 40 ára 70ára Valdimar Örn Sverrisson, Kjartan Magnússon, Kveldúlfsgötu 16A, Borgarnesi. Björg Hallvarðsdóttir, Breiðargötu 18, Akranesi. Guðrún Þórðardóttir, Grjóta.seli,,17„Rriykja.vík 50 ára Brekkutúni 16, Kópavogi, Guðrún Matth. Sigurjónsdóttir, Höfða, Kópaskeri. Katrín Óiafsdóttir, Hjallabraut 21, Hafnarfirði. Ingimundur Magnússon, Kjarrvegi 11, Reykjavík. Sigriður Guðlaugsdóttir, Granaskjóli 13, Reykjavik. Oddur Gústafsson, Stórateigil4, Mosfellsbæ. Til hamingju með afmælið 28. mars 85 ára 50 ára Arnbjörg Tómasdóttir, Fáfnisnesi 1, Reykjavík. Magnús Hjaltested, Vatnsenda v/Vatnsenda, Kópavogi. Gylfi Sigurðsson, Bogabraut 12, Skagaströnd. Gunnar Árni Ólason, 80 ára Bergljót Björnsdóttir, Hörðalandi 20, Reykjavík. Efstasundi 39, Reykjavík. Gylfi Hallgrímsson, Langholtsvegi 21, Reykjavík. 75 ára Þorsteinn Hallsson, Ásgötu 16, Raufarhöfn. Ingunn Guðmundsdóttir, Tómasarhaga 53, Reykjavík. 40 ára Bjarni Torfason, Miklubraut 48, Reykjavík. Bragi Ragnarsson, Bergholti 5, Mosfellsbæ. Ingi Jón Sverrisson, Frostaskjóh 105, Reykjavík. ÞorbjörnÁgústsson, Sporði, Þorkelshólshreppi. 70 ára Ágúst Helgason, Reykjabyggö 28, Mosfehsbæ. 60 ára Halldóra Guðmundsdóttir, Brautarholti 2, Haukadalshreppi. Jónína Inga Harðardóttir, Hringbraut68, Hafnarfirði. Benedikt Alexanderson, Ytri-Bakka, Arnarneshreppi. Reynir Markússon, Hagaílöt20, Garðabæ. Gunnar Þórir Þórmundsson, Ártúni 17, Selfossi. Guðríður S. Hermannsdóttir, Bollagörðum43, Selfiamamesi. Birgir Elinbergsson, Skarðsbraut 4, Akranesi. Til hamingju með afmælið 29. mars 80 ára 60ára Helga Skaftfeld, Seljavegi 5, Reykjavík. Þorsteinn Jónsson, Eystri-Sólheimum, Vík í Mýrdal. Magnea Jónsdóttir, Gunnarsbraut26, Reykjavík. Stefán Steinar Tryggvason, Blikahólum2, Reykjavik. Þorvaldur Árnason, Freyjugötu 1, Sauðárkróki. 50ára Edda Hólmfríður Lúðvíksdóttir, Miðgarði 9, Keflavík. 70 ára 40ára Steinunn Steinþórsdóttir, Austurvegi 12, Þórshöfn. Sigurður S. Guðmundsson, Flyðrugr-anda 16, Reykjavík. Tryggvi Benediktsson, Vöglum, Hrafnagilshreppi. Þórir Haraldsson, Langholtsvegi 169A, Reykjavík. Ragnheiður S. Hafsteinsdóttir, Barmahhð 56, Reykjavík. Guðrún T. Finnsdóttir, Hvolsvegi 17, Hvolsvelli. Bry nlúldur Ingjaldsdóttir, Flögusíöu 9, Akureyri. Sigríður Gróa Guðmundsdóttir, Kársnesbraut 29, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.