Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Útlönd Moskva: Innanríkisráðuneytið sett yf ir lögregluna Kolanámuverkamenn í Sovétrikjunum neita enn að binda enda á verkfall sitt. Myndin er af fundi námumanna í Vorkuta. Simamynd Reuter Sovéska innanríkisráðuneytið mun hafa yfirumsjón með því að lög- um og reglum verði hlýtt í Moskvu. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, ákvað þetta í gær en áður haföi hann sett bann við öllum verk- föllum og fjöldafundum til 15. apríl. Hreyfmgin Lýðræðislegt Rússland ætlar að hundsa bannið og efna til fjöldafundar á morgun. Ástæðan fyrir hinni nýju ákvörðun Gorbatsjovs er sögð vera valdabar- átta milli yfirvalda í Moskvu og sov- éskra yfirvalda um hver beri eigin- lega mesta ábyrgð á að lögum og regl- um sé framfylgt í borginni, til dæmis um hver eigi að veita leyfi fyrir pólit- ískum fjöldasamkomum. Gor- batsjov, miðstjórn kommúnista- flokksins og ýmsir háttsettir menn innan flokksins hafa verið óánægðir með fjöldafundi stjórnarandstæð- inga í miðborg Moskvu undanfarna mánuði. Borgarstjórinn í Moskvu, Gavriil Popov, lýsti því yfir í gær að bann yfirvalda við fjöldafundum væri brot á lögum. Hreyfmgin Lýðræöislegt Rússland hefur boðað til fjöldafundar á morg- un um leið og skyndifundur fulltrúa- þings Rússlands hefst. Á fundinum veröur fjallað um störf Boris Jeltsin, forseta Rússlands, og er búist við aö harðlínumenn geri harða atlögu að honum. Hinn umdeildi lögreglustjóri Moskvu, Pjots Bogdanov, kvaðst í dagblaðinu Prövdu í gær óttast að mótmælendur yrðu vopnaðir. Hann neitaði hins vegar áætlunum um að gasi yrði beitt eða skriðdrekum ef af fiöldafundinum yrði. Nýlega var ákveðiö í Moskvu að í stað Bogd- anovs yrði skipaöur frjálslyndari lögreglustjóri en Boris Pugo, innan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, sam- þykkti ekki ákvörðunina. Sovéska þingið lýsti yfir í gær tveggja mánaða hléi í verkfalli kola- námuverkamanna sem nú hefur staðið yfir í fiórar vikur. En leiðtogar verkfallsmanna á tveimur mikilvæg- ustu námusvæðunum sögðu að verk- falliðmyndihaldaáfram. tt Beið eftir pylsum f ram í andlátið Sovésk kona á sjötugsaldri lést þar sem hún stóö í biðröð eftír pyls- um í heimabæ sínum fyrir sunnan Moskvu. Konan var þjartveik og reyndi of mikið á sig þar sem hún lenti í deilum við samferðafólk sitt í röðinni. Þegar Pronyakina, en svo hét konan, kom á staðinn haföi mynd- ast löng röö. Hún bað um að fá að fara íremst því maður hennar lægi einn sjúkur heima. Konunni var sagt að koma sér á sinn stað sem hún og geröi. Pronyakina hafði þó ekki staðið lengi þegar hjartað gaf sig og hún féll niður á gangséttina. I frétt Tass-fréttastofunnar um málið sagði að fólkið heföi haldiö áfram að bíða eins og ekkert hefði ískorist þótt einn í röðinni væri lið- fö lík. Reuter J 'V «cnr' Saddam Hussein Iraksforseti. Teikning Lurie. Uppreisnarmenn í írak: Óánægðir með stef nu Bandaríkjanna íraskir uppreisnarmenn hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með yfirlýsingu bandarískra yfirvalda um að þau útiloki beina íhlutun í uppreisnina í írak. Höföu upp- reisnarmenn beðið Bandaríkin um aðstoð í baráttu þeirra við að koma Saddam Hussein íraksforseta frá völdum. Talsmenn uppreisnarmanna sök- uðu í gær Bandaríkin um aö taka afstöðu með Saddam meö því að leyfa honum að nota þyrlur gegn þeim. Síðastliðna tvo daga hafa stjórnarhermenn gert sprengjuá- rásir úr þyrlum á olíuborgina Kirkuk sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í síðustu viku. Stjórnarhermenn hafa aftur ver- ið sakaðir um að nota taugagas og fosfórsprengjur gegri óbreyttum borgurum. Kúvæskur læknir sagði í gær að varpað hefði veriö tauga- gasi úr þyrlum yfir hina helgu borg Karbala snemma í síðustu viku. Kvaðst læknirinn, sem flúið hafði til umraðasvæðis bandamanna og ekki vildi láta nafns síns getið, hafa annast fiölda manns vegna tauga- gaseitrunar. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins í Washington, sagði að bandarískar eftirlitsflugvélar í írak myndu aðeins skjóta niður þyrlur íraka ef bandamönnum stafaði hætta af þeim. Bandaríkja- menn eru nú á stóru svæði í suður- hluta íraks ekki langt frá þar sem yfirvöld í Bagdad segjast hafa bælt uppreisnina niður. Bandarískir flugmenn hafa skotíð niður tvær íraskar orrustuþotur að undan- förnu. Talsmaður íraskra stjórnarand- stæðinga kvaðst í gær óttast að yfirlýsing Fitzwaters yrði til þess að hvetja Saddam tfi að senda fleiri þyrlur í árásarferðir gegn upp- reisnarmönnum. Sökuðu stjórnar- andstæðingar Bandaríkjamenn um að vilja bæði veikja stjórnarand- stöðuna og Saddam með því að leyfa báðum að halda áfram að berjast. Formælandi bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði í gær að stjórnarhermenn í írak héldu áfram að styrkja stöðu sína í suöur- hluta landsins. Kirkuk í norðri væri enn á valdi uppreisnarmanna en þess væru merki að sfiórnar- hermenn væru að undirbúa töku borgarinnar. Hundruö íraskra flóttamanna hafa komiö í nýjar búðir sem settar hafa verið upp á hernámssvæði Bandaríkjamanna í írak. Þar fá flóttamennirnir, sem eru óbreyttir borgarar, mat og vatn. Segja flótta- mennirnir að Bandaríkjamenn megi búast við þúsundum til við- bótar. Herinn kom upp búðunum í kjölfar gagnrýni fulltrúa mannrétt- indasamtaka sem sögðu að banda- rísk yfirvöld vikjust undan ábyrgð SÍnnÍ. Reuter Hermaður myrtur af eiginkonu og mági Lögreglan í Detroit í Bandaríkjun- um hefur handtekið eiginkonu og mág hermanns sem fannst myrtur skömmu eftir að hann kom heim frá Persaflóa. Þar var hann einn þeirra manna sem stýröu Patriot-gagn- flaugunum. Morðiö á hermanninum, sem hét Anthony Riggs, hefur vakiö mikla athygli í Bandaríkjunum. Ráöamenn hafa notað andlát mannsins til að benda á aö ef til vill sé hættulegra aö búa í stórborg í Bandaríkjunum en að berjast við Saddam Hussein og liðsmenn hans. í fyrstu var talið að Riggs hefði fall- ið fyrir hendi glæpamanna og að málið tengdist sölu eiturlyfia. Nú segist lögreglan hafa vissu fyrir því aö kona Riggs hafi lagt á ráðin um morðiö og fengiö bróður sinn til að vinna verkiö. Eignkona Riggs krafðist skilnaðar um leið og hann kom heim úr stríð- inu og vildi fá hátt meðlag fyrir sig og barn sitt. Hún hafði þá sóað öllu sparifé þeirra og eigum. Riggs var jaröaöur um síðustu helgi. Við útförina söng Aretha Franklin og blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson hélt ræðu en Riggs var blökkumaður. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.