Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 12
Spumingin Kaupir þú mörg páskaegg? Bergsveinn Kristinsson nemi: Já, ég káupi 6 í ár, fyrir kunningja úti á landi. Anna Katrín Hreinsdóttir nemi: Nei, kannski eitt. Ragnar Petterson markaðsfulltrúi: Nei, ég kaupi aldrei páskaegg. Erna Otterstedt afgrst.: Nei, bara eitt. Steinunn Másdóttir afgrst.: Nei, eng- in. Anton Eyþórsson sjömaður: Kannski tvö. *** ***•**»»•*** *•» jt MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Lesendur Fullbúin sundlaug eða handboltahöll? Jón R. Björgvinsson skrifar. Víst er hún falleg og víst er hún stór, sundlaugin okkar í Kópavogi. - Laugardaginn 2. febr. sl. var nýja sundlaugin í Kópavogi vígð að við- stöddum fjölda bæjarbúa, ráða- mönnum bæjarins, þingmönnum og ráðherrum. Sundlaugin er mikið mannvirki enda sú stærsta á landinu. Hún er 1.250 fermetrar eða 1/8 úr hektara. Nú er stórum áfanga náð enda miklu til kostað. Allt til fyrirmyndar hvað aðbúnað snertir og starfsfólkið er bæði þægilegt og þrautþjálfað í starfi. - En betur má ef duga skal því mikið á eftir að gera til þess að ljúka öllum framkvæmdum við laugina eöa um 35% verksins. Sárast af öllu er aðstöðuleysið fyrir yngstu börnin. Þar hefur ekkert verið gert, engar grunnar vaötjarnir, engar renni- brautir - ekkert. Það er eins og ráða- menn í Kópavogi hafi gleymt yngstu borgurunum, þeim sem láta ekkert í sér heyra. Nú vita allir að farið er með ung börn í sundlaugar og það í vaxandi mæli. Og hvenær skyldi nú verða ráðist í þriðja og síðasta áfanga laugarinn- ar? Vonandi sem allra fyrst. Það seg- ir sig sjálft að bæjarfélag sem fyrir- hugar byggingu handboltahallar hef- ur nægt fjármagn til að ljúka bygg- ingu sundlaugarinnar sem flestir bæjarbúar eru fylgjandi. Bæjarbúar eru hins vegar flestir’ frekar nei- kvæðir í garð handboltahallar sem nota á fyrir eina keppni. Fram- kvæmd sem er svo dýr í byggingu að Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, taldi borgina ekki hafa efni á að byggja. Mun nú vera að fara í gang undir- skriftasöfnun með kröfu um að bæj- arbúum verði gefinn kostur á að láta Nýbyggö sundlaug i Kópavogi. - „Hvenær verður ráðist i síðasta bygging- aráfangann?" álit sitt í ljós í komandi alþingiskosn- ingum. Þá má geta þess aö rekstrar- kostnaður við Laugardalshöllina árið 1989 hafi verið yfir 20 milljónir króna umfram tekjur. Hvað bíður þá Kópavogsbúa ef af framkvæmdum hallarinnar verður? - Nei, ágæta bæjarstjórn; hættið vð handbolta- hölll, ljúkið heldur við sundlaugina. Þið voruð kosnir til að þjóna vilja íbúanna og til að sitja lengur en eitt kjörtímabil. - Þið eigið valið. Forðumst B á kjördag Ingólfur Jónsson skrifar: Það hefur ekki fariö fram hjá nein- um aö kosningar eru á næsta leiti. Sem óbreyttur borgari, kjósandi og ellilífeyrisþegi langar mig til að leggja nokkur orð í belg. Þeir sem orönir eru löggildir ellilíf- eyrisþegar og unnið hafa hörðum höndum og af samviskusemi alla sína starfsævi virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá ráöamönnum hér. Það hefur oft sannast á áþreifanlegan hátt, en sjaldan eins og nú í vetur, þegar til stóð að fella niður ellilífeyri þeirra sem einhverju höfðu nurlað saman, samkvæmt lagaboði, í lífeyr- issjóði með það að markmiði að nota til framfærslu á ævikvöldinu. Eins og þeir vita sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun skerða tekjur og/eða greiðslur úr líf- eyrissjóðum svokallaða tekjutrygg- ingu. En nú stóö til að láta kné fylgja kviöi og afnema sjálfan ellilífeyrinn líka ef lífeyrisþeginn aflaði tekna að ákveðnu marki. - Hugmyndafræö- ingar þessarar dæmafáu ósvífni í garð aldraðs fólks koma frá Fram- sóknarflokknum, undir forystu að- stoðarmanns tryggingaráðherra og efsta manns á lista ílokksins hér í Reykjavík. Góðu fólki úr öðrum flokkum tókst að koma í veg fyrir að þessi fáránlega hugmynd næði fram að ganga. - Annars er það dálítið merkilegt að þrir efstu menn á framboöslista Framsóknarflokksins í Reykjavík tengjast allir almannatryggingamál- um. í öðru sæti listans er nýskipaður . deildarstjóri upplýsingadeildar Tryggingastofnunar og í því þriðja formaður Tryggingaráðs. Ef þessir þrír frambjóöendur halda að áðurnefnt „framtak" og hugmynd verði til þess að eldra fólk hér í höf- uðborginni krossi við B þann 20. apríl nk. þá tel ég það vera mikinn misskilning. - Reykvíkingar, forð- umst B á kjördag. Af „styrkleika“ bjórs Magnús Ingvason, markaðsfulltrúi Hf. Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar skrifar: Vegna lesendabréfs frá Gunnari og Þór, sem birtist í DV fimmtud. 21 þ.m., langar okkur hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni að leiðrétta ör- lítinn misskilning sem virðist nokk uð algengur hérlendis. - í lesenda- bréfinu kvartið þið yfir því að hér sé einungis seldur bjór sem mælist um og yfir 5% að styrkleika. Ekki fáist millisterkur bjór, og í bréfinu segist þið sakna dönsku tegundanna Hof og Grön sem mælast u.þ.b. 4% að styrkleiká. Nú erum við komnir að þessum misskilningi. Málið er að sumar þjóð- ir heims mæla áfengismagn í bjór eftir vigt en aðrar þjóðir eftir rúm- máU, Þannig mæla t.d. Danir bjórinn Alitof sterkur áfengur bjór: Viljum fá 3-4% á markaðinn TíS.,-,— Bréf félaganna Gunnar og Þórs um léttari bjór birtist í DV 21. þ.m. eftir vigt en viö íslendingar eftir .rúmmáli. - Dönsku bjórtegundirnar Hof og Grön eru þannig 3,7% eftir vigt en 4,65% eftir rúmmáli. Til sam- anburðar er Egils Silfur 3,57% eftir vigt en 4,5% eftir rúmmáli. - Sam- kvæmt rúmmáli er Egils Silfur held- ur mildari en hinir dönsku bjórarnir. Við hjá Ölgerðinni töldum okkur vera að mæta eftirspurn manna eins og ykkar þegar viö settum Egils Silf- ur á markaðinn, en markaösrann- sóknir höfðu sýnt að töluverð eftir- spurn var eftir millisterkum bjór. Meö því að kaupa millisterkan bjór fæst ýmislegt; þannig er hann t.d hitaeiningasnauðari en margar aðr- ar tegundir og einnig ódýrari. - Kæru félagar, Gunnar og Þór, bjórinn sem þiö eruð aö óska eftir að verði seldur hér á landi er nú þegar til í verslun- um ÁTVR. Hvískyldumvið hflffa honum? María Guðm. skrifar: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesiö í DV það sem haft er eftir veijanda Steingríms Njálssonar - að það sé ekki enda- laust hægt að ákæra mann og eyðileggja líf hans. Hvað er Steingrímur Njálsson að gera? Hann tælir til sín unga drengi og framkvæmir óhugnan- legan verknað, sem er jafn óhugnanlegur hversu langt sem hann nær - án þess að hugsa um hveijar aíleiðingar það getur haft í för með sér. - Hví skyldum við þá hlífa honum? Ekki ltlífir hann börnum okkar. Eigum við foreldrarnir að fylgja börnum okkar hvert fótmál, Ld. í og úr skóla, og banna þeim að leika sér Úti, vitandi að kynferðis- ofbeldismaður gengur laus? - Er ekki réttara að taka manninn úr umferð en börnin? íþróttaþáttur Sjónvarpsins M.G. skrifar: Mér finnst ákaflega þreytandi þegar maður ætlar að horfa á þátt sem sagður er vera 20 min. langur aö stór hluti hans fari í kynningar á efni næstu þátta, rúllandi myndir o.s.frv., þá er farið á þvilíku hundavaði yfir alltof mikið efni á stuttum tíma að fréttamaðurinn getur varla talað nógu hratt til að fylgja því eftir. Einkum kemur þetta fyrir hjá ákveðnum fréttamönnum. Ennfremur er hvimleitt hve oft er endurtekiö efni fyrri þátta, einkum jx'gar „klipptir eru út“ ákveðnir menn og gerðir að stjörnum - með tónlistarundir- leik. - Loks er það fréttamaður- inn sem alltaf talar i sömu tón- hæð í lýsingu, sama hvað á geng- ur í leiknum. Líka óþolandi. Umrasðuráþingi Jóhanna Guðmundsd. skrifar: Ég hlýddi á útvarpsumræður á Alþingi nýlega. Ekki var mikið á þeim að græða og fátt nýtt kom þar fram. Hins vegar veitti égþví athygli að á þíngi finnast allgóðir ræðumenn enda atvinnumenn í faginu. Fjöldi mála virðist ávallt vera óafgreiddur nær þinglokum. Segja fróðir menn að á þingi sé unnið óskipulega og dundað lengi við smámál en síðan teknar rok- ur miklar er líður að vori. Svona vinnubrögð eru óþörf því nú hafa þingmenn um langt skeið verið á fúllum launum allt árið. En svo að vikið sé að ræðu- mennsku á þingi vil ég nefna þann manninn sem ég tel snjall- asta ræðumanninn. Það er Jón Baldvin Hannibalsson. Þing- menn Borgaraflokksins finnst mér hins vegar lélegir málflytj- endur. Námskeiðtil uppbyggingar Pétur Valgeirsson skrifar: Fyrir nokkrum árum fór ég á eitt þeirra námskeiða sem byggja upp betri samskipti milli fólks. Slík námskeið eru haldin hér á Iandi og eru einnig þekkt um all- an heim. Þau byggjast í grund- vallaratriðum á að ná betri tök- um á mannlegum samskiptum, auka sjálfstraustið og lifa af meiri virkni og eldmóöi - auk þess aö læra ræöumennsku og að tjá sig. Kennarinn á því námsekeiði sem ég sótti hafði einkar gott lag á að laöa það besta fram hjá hveijum einstaklingi og fóru allir ánægðari í lok námskeiðsins en þeir komu. Ég hvet fólk sem hug hefur á að ná fram þessum eigin- leikum hjá sjálfum sér að sækja svona námskeið því einstakling- urinn býr þá aö traustari grunni í stormviörum lífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.