Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21.. MARS 199U 21 pv_________Heimurinn og ég Úr skjalasafni minninganna Ef ég ætti ekki minningarnar, ætti ég ekkert, nema það sem ég á, og ég er ekki óánægður með það, síður en svo, samt sem áður, ég fletti alltaf uppá péunum, í skjalasafni minning- anna, á páskum, og hugsa um pálma- sunnudag, sem var engum öðrum líkur, vegna þess að þennan ákveðna dag, voru súkkulaðieggin mörg, al- veg svakalega mörg, miklu fleiri en í meðalári, og þaö er rétt að taka fram, að það má alveg margfalda tölu páskaeggjanna, sem voru við rúmið mitt þennan ákveðna sunnudags- morgun, á páskum, með tveimur. Ég er nefnilega tvíburi. Og þannig gerðist það, að ég og Gudda systir, fórum á fætur á undan guðsorðinu, og bárum öll páskaeggin okkar frammá gang, og ég man að það voru einar þrjár ferðir, með fullt fang, og af leti þeirra sem fara aldrei eftir velmerktum vegum, heldur stytta sér leið, hentum við öllum páskaeggjunum í gólflð, eftir að hafa riflð sellófanið utanaf, til þess að sjá hvað væri inní þeim, og það var nátt- úrulega miklu minna en auglýs- ingarnar sögðu til um, en samt meira en gerist nútildags, enda öllum kunnur sá eiginleiki minninganna, að vaxa með tímanum, líkt og verð- Umsjón Þorsteinn J. Vilhjálmsson tryggöur reikningur, og þegar mamma kom frammá gang, til að athuga hvar á Ríkterskalanum þessi Suðurlandsskjálfti væri, gekk hún berfætt á súkkulaði, brjóstsykri og þrjátíu og fjórum málsháttum. Stemningin heima var lengi á eftir í daufara lagi. Kannski setti ég þessa minningu í skjalasafnið, afþví að ég og Gudda systir vorum, man ég, lengi lengi að pilla súkkulaðimylsnuna uppúr gula ullarteppinu, á ganginum, heima, kannski, kannski, ég veit það ekki vel, en minninguna á ég, og hún er sæt, hún er sæt. lIFGoodrích Amerísk jeppadekk og felgur á ótrúlegu verðí AIl-Terrain 30"..Kr. 9.220 stgr. All-Terrain 31"..Kr. 10.590 stgr. M-Terrain 32"....Kr. 11.390 stgr. AII-Terrain 33"..Kr. 11.930 stgr. All-Terrain 35"..Kr. 13.950 stgr. Felga, hvít 15X7 ....Kr. 3.300 stgr. Felga, hvit 15X10 ..Kr. 4.490 stgr. Visa - Euro Greiðslukjör allt að 12 mánuðum Vagnhöfða 23, sími 685825 Þar sem allt fæst í jeppann □ LOTTÓTÖLUR g BÓNUSTALA UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTUMEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN HER ERU WER ALLAR MEÐ T0LU Taflan, hér að neðan, sýnir hve oft hver tala hefur komið upp frá 10. september 1988 (þegar Bónustalan bættist í hópinn) til 9. fébrúar 1991. Tilviljun ræður öllu um hvaða tölur koma upp í Lottóútdrætti hverju sinni. Fólk hefur misjafna trú á einstökum tölum og eru margvíslegar aðferðir notaðar við val talna. Það er gaman að skoða hve oft hver Lottótala hefur komið upp og hver veit nema einhver talnaspekingurinn geti fundið hinar einu sönnu lukkutölur. . ERUSUMAR TOLUR i'J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.