Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 28
I MIÓV IIÍÚryAGU-R 27. MARS 1901. W 48 Bridge íslandsmótið í sveitakeppni í dag kl. 13 hefst á Hótel Loftleiðum úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni og spila átta sveitir um hinn eftirsótta titil. Bridge Stefán Guðjohnsen Af ókunnum ástæðum munu ís- landsmeistararnir í fyrra ekki verja titil sinn saman en það var sveit Modern Iceland sem sigraði í fyrra. Meölimir sveitarinnar eru hins veg- ar í baráttunni í þremur öðrum sveit- um þannig að einhverjum þeirra kynni að takast að veija titil sinn. Dregið hefir verið um töfluröö sveitanna og er hún þessi: 1. Samvinnuferðir/Landsýn 2. Landsbréf 3. Tryggingamiðstöðin 4. Jakob Kristinsson, Akureyri 5. S. Ármann Magnússon 6. Verðbréfamarkaður íslandsbanka 7. Ásgrímur Sigurbjörnsson, Siglu- firði 8. Púlsinn íslandsbanki styrkir Bridgesam- bandið í mótshaldinu og nefnist mót- ið íslandsbankamót 1991. Valur Sigurðsson var í sveit Mod- ern Iceland í fvrra en er með höndina - hefst í dag á Hótel Loftleiðum Núverandi íslandsmeistarar i sveitakeppni eru sveit Modern lceland. Talið frá vinstri: Sigurður Vilhjálmsson, Val- ur Sigurðsson, Páll Valdimarsson, Magnús Ólafsson og Einar Jónsson. DV-mynd Hanna á Púlsinum í ár. Við skulum skoða eitt spil frá mótinu í fyrra þar sem hann lék aðalhlutverkið. A/N-S * 9643 ¥ 94 ♦ Á64 + ÁD72 ♦ K82 V G10873 ♦ G7 + XG9 ♦ D107 V ÁD62 ♦ 109853 4* 6 ♦ ÁG5 V K5 ♦ KD2 + 108543 Með Sigurð Vilhjálmsson í norður og Val í suður gengu sagnir á þessa leið : Austur Suður Vestur Norður pass lgrand! pass 2tíglar pass 2hjörtu pass 2grönd pass 3grönd!! pass pass pass Þeir Sigurður og Valur spila 14-16 punkta grand og þrátt fyrir að Valur fengi einn að láni í opnunina lét hann sig hafa það aö sullast í þrjú grönd. En síðan var eftir að réttlæta sögn- ina! Eins og spilið liggur má alltaf vinna það með því að ráðast strax á hjarta- litinn en raunar er laufliturinn ívið sterkari. Vestur lagði af stað með laufatvist og líklega er best að láta kónginn í þeirri von aö drottningin sé einspil hjá austri. Valur lét hins vegar níuna og síðan kónginn þegar hún hélt. Austur kallaði með hjartatvisti, vest- ur drap og spilaði hjartaníu. Valur lét tíuna úr blindum og austur gaf. Ágæt vörn því að a-v eiga nú fimm slagi í vörninni en hún á hins vegar eftir að taka þá! Valur spilaði aftur hjarta og austur drap á ás. Austur veröur nú að taka hjartadrottningu áður en hann spilar tígli því að ann- ars skortir vörnina samgang til þess að taka slagina. Það virtist samt eng- an veginn sjálfgefið að fría tvo hjartaslagi fyrir sagnhafa og austur spilaði því tígli. Valur gat nú valið um hvorn litinn hann fríaði því að önnur hvor drottn- ingin hlaut að brenna inni. Meistarastigaskrá Bridgesambands Islands Meistarastigaskrá Bridgesam- bands íslands er nýkomin úr prent- un. Hún inniheldur að þessu sinni, auk áunninna stiga síðasta árs, allar upplýsingar um útreikninga stiga fyrir félög, svæðasambönd og alla þá sem vilja vita hvernig stigagjöf- in er. Einnig er almenna keppnisreglu- gerð fyrir íslandsmót ásamt lögum Bridgesambands íslands að finna í meistarastigaskránni og ýmsar aðr- ar upplýsingar um starfsemi síðasta árs. Félögum innan BSÍ verða send 5 eintök af bókinni ókeypis en um- frámeintök eru til sölu á skrifstof- unni og kostar eintakið 200 krón- ur. Bridgesambandiö hefur einnig á boðstólum nokkuð magn af notuðum spilum og spilabökkum á mjög góðu verði. Nýkomin er sending af bridge- bókum en nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu BSI. íslandsmót í tvímenningi 1991 -undankeppni Undanrásir íslandsmótsins í tví- menningi verða spilaðar 13.-14. apríl næstkomandi. Mótið er öllum opið og skráning þegar hafin á skrifstofu BSÍ í síma 689360. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur 3 umferðir og verða tvær umferðir spilaðar á laug- ardag og ein á sunnudag. Efstu 24 pörin vinna sér rétt til spilamennsku í úrslitum, en þau veröa spiluð helgina 27.-28. apríl. í úrslitum keppa einnig svæðameist- arar sem hafa unnið sér rétt beint inn í keppnina heima á sínu svæði. Alls keppa þvi 32 pör til úrslita. Bridgefélag Breiðfirðinga Nú er Qórum kvöldum af 6 lokið í aðaltvímenningskeppni Bridgefélags Breiðfirðinga og hafa Sveinn Sigur- geirsson og Hallgrímur Hallgríms- son sem fyrr afgerandi forystu. Verð- ur að teljast líklegt að þeir fari með sigur af hólmi í þessari keppni þar sem munurinn er orðin 218 stig. Staða efstu para er þannig að loknum 28 umferðum: 1. Sveinn Sigurgeirsson-Hallgrímur Hallgrímsson 486 2. Jón Viðar Jónmundsson-Aðalbjöm Benediktsson 268 3. Sveinn Þorvaldsson-Bjarni Jónsson 244 4. Guðmundur Karlsson-Karl Jóhannsson 232 5. Þórður Jónsson-Gunnar Karlsson 218 Bridgefélag Siglufjarðar Sigluíjarðarmóti í sveitakeppni er nýlokið en alls voru spilaöar 9 um- ferðir. Siglufiarðarmeistari í sveita- keppni varð sveit íslandsbanka með 186 stig. Sveitina skipa Sigurður Haf- liöason, Sigfús Steingrímsson, Valtýr Jónasson og Baldvin Valtýsson. Lokastaða sveita varð þannig: 1. íslandsbanki 186 2. Þorsteinn Jóhannsson 167 3. Inga Jóna Stefánsdóttir 152 4. Björk Jónsdóttir 147 5. Birgir Björnsson 144 -ÍS ÞETTA ER FIMMTA ÚRVALSBÓKIN. HÚN ER KOMIN í VERSLANIR OG KOSTAR AÐEINS 790 KR. lilm >•>- ÚKVALSBÆKUR AÐUR HAFA KOMIÐ UT: FLUGAN A VEGGNUM, í HELGREIPUM HATURS, LYGI ÞAGNARINNAR, LEIKREGLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.