Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 25
- MIÐVIKUDAGUR 27. AIARS 1991. --25 En maöur liföi þetta allt af og vand- ist þessu smám saman. Núna fórum við svo í æfingabúðir til Brasilíu með Daum. Þá var æft allt upp í þrisvar sinnum á dag. Þetta voru hlaup og læti allan daginn." - Þegar ég hringdi í þig sagðistu þurfa að bíða eftir því að fá dagskrá fyrir næstu viku svo þú sæir hvaða kvöld væru laus. Er hver klukku- stund skipulögð nema kannski yfir blánóttina? „Nei, svo slæmt er það nú ekki. Venjulega er þetta þannig að við fáum æfingaskrá í upphafi viku. Samkvæmt henni er æft einu sinni eöa tvisvar á dag eftir því hvernig hggur á þjálfaranum og honum finnst við standa okkur. Svo er tals- vert um matarboð á kvöldin. Það eru helst styktaraðilar, sem bjóða okkur í mat, og þar má maður náttúrlega ekki láta sig vanta.“ Þetta rifjaði upp fyrir blaðamanni klausu sem hann hafði rekist á í einu þýsku dagblaðanna. Þar var mynd af Eyjólfi og tveim leikmönnum öðr- um sem hafði verið tekin í einu „styrktarboðanna". Þar voru þeir að handleika risastóra humra og text- inn var á þá leið að þeir ættu að beita „humar-taktik gegn Bayern“. Sú ábending hefur ekki komið að gagni því leiknum töpuðu þeir eins og áður sagði. En strangar æfingar og tíð kvöld- verðarboð leikmannanna þýða þó ekki að eiginkonurnar sjái þá ekki eitt einasta kvöld vikunnar. Oft taka þeir sig saman og bjóða þeim út að borða. „Þetta styrkh mórahnn og setur meiri stemningu í hópinn. Leikmenn kynnast þá líka utan vall- ar sem er ágætt. Þetta var ein af þeim nýjungum sem Daum kom með í far- angrinum og ríkir almenn ánægja með hana. Annars eru menn mikið hver í sínu horni í frítímum og ég umgengst strákana í hðinu htið sem ekkert utan þess lögboðna, það er æfinga og sameiginlegra kvöldverða. Meira má það eiginlega ekki vera því þá væri ég með þeim nánast allan sólar- hringinn. Við Anna Pála sækjum okkur félagsskap til íslendinganna sem búa hér í Stuttgart. Hér er mjög öflugt íslendingafélag enda margir hér í starfi eða við nám. Svo eru Ásgeir Sigurvinsson og Ásta, kona hans, náttúrlega hérna hka og við höfum mikiö samband við þau. Það var mjög gott að eiga þau að þegar við komum hingað út fyrst. Þau hjálpuðu okkur að aðlagast öllu hérna og komast í samband við hfið og tilveruna." Annar samningur? Samningur Eyjólfs við VfB Stutt- gart rennur út í enda þessa leiktíma- bils eða í júlí. Hvað hyggst hann fyr- ir að því loknu? „Ég hef hug á að leika hér að minnsta kosti eitt tíma- bil enn. Ég hef séð þaö haft eftir þjálf- arnum í blöðum hér að ég fái samn- ing en hann hefur ekkert talað við mig. Þetta kemur bara í ljós á næstu vikum. En samningurinn yrði auð- vitað að vera viðunandi. Mér líkar mjög vel hérna svo ég væri alveg tilbúinn til þess að lengja dvölina hér. Aðstaðan hjá félaginu er eins og hún getur best verið. Við erum með tvo lækna, þrjá nuddara og félagið er með tíu fótboltavelli til afnota. Viö höfum aðgang að heitum potti, nuddpotti, gufu og öðru til- heyrandi. Það er því mjög vel aö okkur búið og aðstaðan alveg í toppi. Hins vegar kemur að því að við förum heim og höldum áfram þar sem frá var horfið þar.“ Líklega er það draumur hvers ungs manns, sem stundar annaðhvort handbolta eða fótbolta, að komast til útlanda, fá góðan samning hjá virtu félagi og þar með góðar tekjur. Eða er það ekki borðleggjandi að sá sem kemst í slíkt fái vel borgað? „Það er mjög misjafnt hvað menn fá í laun. Það fer auövitað eftir samn- ingnum sem þeir eru á. Og samning- urinn fer eftir því hvað maöur stend- ur sig vel. Ef þú bætir þig þá hækka launin og öfugt. Mér er ekki kunnugt um hvernig það er hjá öðrum liðum. En þeir hjá Stuttgart borga virkilega vel, þeir eru ekkert aö snuöa leik- menn. Ef þeir fá augastað á ein- hverjum bjóða þeir honum góð laun og standa við það. Þeir leggja áherslu varðandi föt sem þú keppir í? „Nei, það held ég ekki. Að vísu raka ég mig helst ekki daginn fyrir leik en ef ég er hjátrúarfullur fer ég að minnsta kosti vel með það.“ Nú var kominn tími til að taka sam- an pjönkurnar og kveðja. „Passið þið nú vel upp á myndavélina og seg- ulbandið,“ sagði Anna Pála að skiln- aöi. „Síðast þegar blaðamaður var hér hjá okkur var öllu stolið af hon- um. Hann gafst þó ekki upp við svo búið en skrifaði viðtalið eftir minni þegar hann kom heim. Við þekktum það ekki þegar við sáum það aftur í blaðinu." ef ég er hjátrúarfullur fer ég að minnsta kosti vel með þaó.“ á að leikmenn skorti ekki neitt og þá á allt að geta gengiö upp í sam- bandi við fótboltann. Þeir eru ekki að eltast við einhverja smámuni til þess að halda kostnaði niðri. Þeir vita sem er að slíkt er til þess eins fallið að ergja leikmenn. Það getur crðið til þess eins að þeir leggi sig ekki fram.“ - Oghvaðumþig.ertuánægðurmeð launin? „Já, mér er óhætt aö segja það. Ég hef ágæt laun - við höfum alveg ofan í okkur. - Hvernig er þaö annars með „launamóralinn" í liðinu? Nú eru menn mjög mikið saman, ræöa þeir opinskátt um hvað þeir hafa í laun þannig að hver og einn geti vitað hversu hátt hann er metinn? „Nei, þaö gera þeir ekki og raunar er þáð algjörlega bannað. Eitt ákvæði samningsins er að það má ekki gefa upp neitt varðandi launin. Það gerir það enginn og það spyr heldur eng- inn enda er maður engu bættari með það að vita hvað næsti leikmaður fær í sinn hlut. Það sér hver um sinn samning og setur fram sínar launa- kröfur. Maður hefur heyrt það frá öðrum félögum að menn hafa viljað fá hærri laun en þeir hafa fengið því þeir hafa talið sig vera meira virði. Viðkomandi félag hefur ekki viljað ganga að þeim kröfum og þá hafa þeir farið. En slík dæmi þekki ég ekki nema af frásögnum. - Efknattspyrnumaðurergóðurfær hann bæði góð laun og mikla at- hygli. Er engin hætta á að þetta stígi mönnum til höfuðs - aö þeir verði montnir eins og það er kallað? „Auðvitað eru það alltaf einhveijir sem þola þetta ekki. En þetta á ekki bara við um fótboltann heldur allt annað sem býður upp á frægð og peninga. í okkar hði er þetta óþekkt fyrirbæri, sem betur fer, þar eru all- ir jafnir. Þeir sem eldri og reyndari eru eru ekkert að setja sig á háan hest gagnvart okkur yngri strákun- um, láta okkur hlaupa á eftir boltum eða þess háttar. Þeir eru okkur afar hjálplegir ef eitthvað er. Hins vegar hefur maöur lesið um dæmi af því tagi þegar menn ofmetnast en það er vissulega verst fyrir þá sjálfa.“ - Undirbýrðu þig eitthvað sécstak- lega fyrir leiki? „Ekki ég, einn og sér. En liðið fer alltaf á hótel daginn fyrir leik. Þar ræða menn saman, reyna að meta stöðuna, leggja á ráðin um leikað- ferðir og liðinu er stillt upp.“ - Ertu hjátrúarfullur, til dæmis Opið allar helgar og fridaga (alla páskana) í mars og apríl kl. 13-18. Þaðer alltaf þurrt hjá okkur þó aó rigni alla leiólna. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00 1980-1 .fl. 15.04.91-15.04.92 kr. 286.016,02 *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Fjölskyldu- skemmtun COMBI . CAMP 1MHSTUR 06 60MI1FÉU6I í KR6&UGW TITANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.