Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991.
15
Heilsugæslu fyrir alla Reykvíkinga
mu.
I Grafarvogi er að hefjast undirbúningur að hönnun heiisugæslustöðv-
ar. Þar er nú engin gæslustöð starfrækt.
Um sl. áramót var talið að 12
þúsund Reykvíkinga vantaði heim-
ilislækni. Sú staðreynd talar skýru
máli um það hversu illa hefur ver-
ið búið að Reykvíkingum hvað
heimihslæknisþjónustu varðar.
Fyrir þessu eru tvær ástæður.
Hin fyrri er sú að fjárveitingavald-
iö hefur á undanfórnum árum lagt
megináherslu á að byggja upp
heilsugæsluþjónustu við fólk á
landsbyggðinni. Síðari ástæðan er
að meirihluti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur sem far-
ið hefur með forræði þessara mála
fram til ársins 1990, var áhugalítill
og verkasmár í uppbyggingu
heilsugæslunnar. Þannig hefur
verið haldið aftur af nútímalegri
og skynsamlegri þróun í heilsu-
gæsluþjónustu við höfuðborg-
arbúa.
Breytt verkaskipting
í maí 1989 voru samþykkt lög frá
Alþingi um breytta verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga þar sem yfir-
stjórn allra heilbrigðismála íluttist
frá sveitarfélögum til rikisvaldsins
en sveitarfélögin tóku að sér aöra
þætti. Þessari breytingu var síðan
fylgt eftir með breytingu á lögum
um heilbrigðisþjónustu. í Reykja-
vík hafa nú verið stofnuð fjögur
sjálfstæö heilsugæsluumdæmi sem
hvert um sig hefur sjálfstæða
stjórn.
Völd og verkefni, sem áður voru
hjá borgarstjóra eða í heilbrigðis-
ráðuneytinu, hafa nú verið færð
út til stjóma heilsugæslustöðv-
anna. Hver og ein heilsugæslustöð
hefur nú verið gerð fjárhagslega
sjálfstæð. Ráðningar starfsfólks og
ákvarðanir um kaup á tækjum og
búnaði hafa verið færðar til stjórna
stövanna. Allt er þetta gert í þeim
tilgangi að dreifa valdi og færa
ákvarðanir eins nálægt vettvangi
KjaUarinn
Finnur Ingólfsson
skipar 1. sætið
á framboðslista Fram-
sóknarfiokksins í Reykjavík
og kostur er svo að saman geti far-
ið fjárhagsleg og rekstrarleg
ábyrgð.
Frá miðstýringu
til valddreifingar
Á meðan stjórn heilsugæslunnar
var í höndum Reykjavíkurborgar
var starfandi eitt heilbrigðisráð
sem fór með yfirstjóm allra heilsu-
gæslustöðva í Reykjavík. Ráðið var
skipað póhtískt kjörnum fulltrúum
og þess gætt að Sjálfstæðisflokkur-
inn heföi töglin og hagldirnar í ráð-
Ákvarðanir heilbrigðisráðs öðl-
uðust hins vegar ekki gildi fyrr en
borgarstjórinn hafði lagt blessun
sína yfir þær í borgarráði hkt og
einræðisherrarnir í Austur-Evr-
ópu gerðu til skamms tíma þar sem
allar ákvarðanir þurftu að fara í
gegnum hendur eins manns. Þetta
kalla sjálfstæðismenn ekki mið-
stýringu vegna þess að það hentar
ekki málstað þeirra.
Breyttar áherslur
Heilbrigðisráðherra hefur lagt
fyrir ríkisstjórnina stefnumótun í
uppbyggingu heilsugæslunnar í
Reykjavík. Þaö gerði hann á miðju
ári 1990. Fjárlög ársins 1991 tóku
miö af þessari stefnumótun.
Sú merkilega staðreynd blasir við
að ekki er hægt að ráða í allar stöð-
ur láekna, sem fjárlög heimila að
ráðið sé í, því að ekki er húsnæði
til staðar til að hýsa starfsemina.
Svo slælega hefur veriö búið hér
að heilsugæslunum á undanföm-
um árum.
Markviss uppbygging
i Reykjavík
í 6. gr. fjárlaga ársins 1991 er gert
ráð fyrir að fjármálaráðherra geti
keypt eða tekið á leigu húsnæði
fyrir hehsugæslustöðvar í Reykja-
vík. Heilbrigðisráöherra hefur nú
óskað eftir því við fjármálaráð-
herra að þessar heimildir verði
nýttar fyrir þrjú heilsugæsludæmi
í Reykjavík. Þessi umdæmi eru
miðbæjarumdæmi og stendur til
aö flytja heilsugæslustöðina sem
nú er starfrækt í Borgarspítala og
býr við þröngan húsaköst yfir í
^nýtt og rúmbetra húsnæði. Að
kaupa eða taka á leigu húsnæði í
Mjódd undir rekstur heilsugæslu-
stöðvar.
í Grafarvogi er að hefjast undir-
búningur að hönnun heilsugæslu-
stöðvar. Engin heilsugæslustöð er
nú starfrækt í Grafarvogi. Afar
mikilvægt er fyrir íbúa þessa nýja
hverfis að þeim sé strax gefinn
kostur á fullkominni læknisþjón-
ustu frá heilsugæslustöð. Heilsu-
gæslustöð sú sem nú er starfrækt
í Árbæjafhverfi hefur þjónað Graf-
arvogshverfinu en er fyrir löngu
orðin allt of lítil og er í mjög óhag-
kvæmu húsnæði. Nú er leitað að
hentugu húsnæði fyrir hehsu-
gæslustöð í Árbæ. Af þessari grófu
upptalningu má öllum vera ljóst
að gert er ráð fyrir stóraukinni og
bættri þjónustu við Reykvíkinga á
sviði heilsugæslunnar. Hér er um
gjörbreytta stefnu að ræða, verið
er að hverfa frá gamaldags og þjón-
ustulitlu kerfi heimilislækna yfir
til nútímalegrar heilsugæsluþjón-
ustu.
Finnur Ingólfsson
„Völd og verkefni, sem áður voru hjá
borgarstjóra eða 1 heilbrigðisráðuneyt-
inu, hafa nú verið færð út til stjórna
heilsugæslustöðvanna. ‘ ‘
Ferðir til lækninga,
hver borgar og hvenær?
Hver stendur straum af þeim
kostnaði sem hlýst af ferðum lang-
ar leiðir th læknis? Almannatrygg-
ingarnar hafa greitt hluta þessa
kostnaðar eftir ákveðnum reglum.
í þeim er tekið tillit til tíðni og
lengdar ferða og miðað við ákveðna
alvarlega sjúkdóm.
Fram til 1. mars voru í gildi regl-
ur frá 1982 sem að mörgu leyti voru
orönar úreltar og gallaðar. Til
dæmis þurfti maður á Raufarhöfn
að koma þrisvar til sérfræðings í
Reykjavík á 12 mánuðum til þess
að fá endurgreiddan ferðakostnað-
inn hjá Tryggingastofnun. Færi
hann einu sinni eða tvisvar fékk
hann enga endurgreiðslu.
Nýjar reglur
Nýjar reglur um endurgreiðslu
ferðakostnaðar sjúkhnga og að-
standenda þeirra innanlands
gengu í gildi 1. mars sl. og gilda þær
um ferðir sem famar eru eftir mán-
aðamótin febrúar/mars. í þessum
nýju reglum eru ákvæðin um þá
sjúkdóma sem reglurnar gilda um
rýmkuð th muna.
Endurgreiðslurnar eru bundar
við thtekna alvarlega sjúkdóma og
tannréttingar sem hlíta ákveðnum
sérreglum. Ákvæðið um tilvik eins
og nefnt er hér að framan, þ.e. að
ekki sé endurgreitt nema sjúkling-
ur þurfi að fara þrisvar á 12 mán-
aða tímabhi, er fellt út.
Skilyrði um tíðni ferða eru sem
sagt ekki lengur fyrir hendi i regl-
unum og er það mikiö th bóta frá
því sem áður var.
Hvaða ferðir greiddar?
Endurgreiddar eru ferðir innan-
lands, til lækna hvort sem sjúkling-
KjaUariim
Ásta R. Jóhannesdóttir
deildarstjóri félagsmála-
og upplýsingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins
ur er lagður inn á sjúkrahús eða
kemur á stofu. Ferðir til meðferðar
eöa óhjákvæmilegs eftirlits hjá sér-
fræðingi, tannlækni eða öðrum
heilbrigðisstéttum, sem Trygginga-
stofnun hefur samið við, vegna
meðferðar samkvæmt tilvísun
læknis.
Nýju ferðareglurnar ghda um
tannréttingar sem faha undir 1.
flokk, þ.e. tannréttingar vegna
meiriháttar gaha eða alvarlegra til-
fella. Allar aðrar tannréttingaferð-
ir þar sem Tryggingastofnun tekur
þátt í sjálfum tannréttingakostnað-
inum á annað borð, endurgreiðast
að hálfu þ.e. 50% og eru þá aldurs-
takmörk sjúklings vegna fargjalds
fylgdarmanns tólf ár. í sumum til-
vikum þarf að endurnýja ferða-
kostnaðarskýrslur og eru menn
beðnir um að kynna sér það nánar
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Hve mikið endurgreitt?
Ef um er að ræða a.m.k. 15 km
vegalengd, er endurgreiðslan sem
nemur V> hlutum af fargjaldi með
venjulegri áætlunarferð. Greiðslu-
hluti sjúklings skal þó aldrei vera
hærri en 1.000 kr. í hverri ferð.
Vegna styttri ferða eru endur-
greiddir -/> hlutar kostnaðar sam-
kvæmt kvittunum leigubíla, ef
sjúkhngurinn er ekki fær um að
ferðast með áætlunarbíl eða stræt-
isvagni. í þessum thvikum greiðir
sjúklingurinn ávallt þriðjung
kostnaðar.
Nú er heimht að greiða fargjald
fylgdarmanns ef sjúklingur er
ósjálíbjarga eða barn er 16 ára eða
yngra í stað 12 ára í gömlu reglun-
um. Athugið að vegna tannréttinga
er einungis greitt fyrir fylgdar-
„Nýjung í þessum reglum er ákvæði
um endurgreiðslur vegna nauðsyn-
legra ferða foreldris eða nánasta að-
standanda til að vitja sjúklings 16 ára
eða yngri. Heimilt er að endurgreiða
eina vitjun á viku.“
„Nýju ferðareglurnar gilda um tannréttingar sem falla undir 1. flokk,
þ.e. tannréttingar vegna meiriháttar galla eða alvarlegra tilfella."
mann ef sjúklingur er 12 ára eða
yngri.
Sjúkravitjun aðstand-
enda greidd
Nýjung í þessum reglum er
ákvæði um endurgreiðslur vegna
nauðsynlegra ferða foreldris eða
nánasta aðstandanda til að vitja
sjúklings 16 ára eða yngri. Heimht
er að endurgreiða eina vitjun á
viku. Almannatryggingar hafa
ekki tekið þátt í kostnaði við ferðir
af þessu tagi áður og veit ég að for-
eldrum sjúkra barna er þessi nýj-
ung mjög kærkomin. Endur-
greiðsla á þessum ferðakostnaði og
sömuleiðis ferðakostnaður fylgdar-
manns fer eftir sömu reglum og
endurgreiösla annars ferðakostn-
aðar sem kemur fram hér að fram-
an.
Háttur endurgreiðslu
Umsókn um endurgreiðslu ferða-
kostnaðar þarf að berast í formi
skýrslu frá viðkomandi lækni á
sérstöku eyðublaði. Trygginga-
stofnun, eða tryggingayfirlæknir
fyrir hennar hönd, úrskurðar um
endurgreiðslu og sendir niðurstöð-
una th sjúkhngs og viðkomandi
tryggingaumboðs. Sjúklingur fær
síðan endurgreiddan kostnaðinn í
samræmi viö þessar reglur, hjá
Tryggingastofnun eða umboðum
hennar.
Ásta R. Jóhannesdóttir