Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 48
68 Merming Blindir sjáendur í smásögunni, Dalur hinna blindu, eftir H.G. Wells segir frá þjóðflokki, sem býr í einangraður í Andesfjöllum og hefur ekki haft samband við umheiminn öldum saman. Allar leiðir út úr dalnum eru lokaðar og sjaldgæfur sjúkdómur hefur valdiö því að íbúarnir hafa kynslóð fram af kynslóð fæðst blindir. Minningin um sjáandi fólk hefur smám saman týnst og sömuleiðis allt sem tengt er sjón. Allir hlutir eru skilgreindir út frá reynsluheimi hinna blindu. Samfélag þeirra er friðsælt og í jafnvægi. Þeir hafa svo lengi lifað í sínum eigin lokaða heimi að þeir hafa ekki hugmynd um aðra tilveru. Þarfir samfélagsins hafa fullkomlega aðlagast aðstæðum. Upp úr þessari smásögu hefur Þór Tuliníus unnið leikgerð, sem leikhópurinn Þíbilja sýnir í Lindarbæ. Leikgeröin er unnin upp úr sinnu með leikhópnum, og auk þeirra aðstoðuðu þeir Hafliði Arngrímsson og Hilmar Örn Hilmarsson við gerð hennar. Dalur hinna blindu er heimurinn í hnotskurn, a.m.k. möguleg heimsmynd, þar sem allir lifa í sátt við sjálfa sig og náttúruna, þar sem trúar- brögð eru einfóld og samhjálp og mildi ræður ríkjum. En inn í þetta litla samfélag er skyndilega rek- inn þrumufleygur. í leikgerðinni brotlendir lítil flugvél í dalnum og tveir menn, feðgar, verða þar innlyksa. Þeir hitta fyrir þjóðílokk hinna blindu og verkið greinir síðan frá samskiptum þessara sjáandi gesta og heimafólksins. Aðkomumennirnir átta sig ekki strax á því hvemig mögulegt sé að fara allra sinna ferða, yrkja jörðina og sinna margvíslegum verkum án þess að hafa Sjón. Fyrstu viðbrögð þeirra eru því tilraunir til að hjálpa hinum blindu og upp- fræða um allar þær dásemdir sem þeir geta ekki séð. En smám saman rennur það upp fyrir synin- um að það eru hinir blindu, sem eru sjáendurn- ir, en þeir feðgar hafa í raun verið staurblindir á hin sönnu veðmæti lífsins. Til þess að túlka sem best hreyfmgar og lát- bragð hinna biindu eru augnalok leikaranna límd niður svo að þeir sjá aðeins skímu, auk þess sem þeir hafa notið tilsagnar blindrakenn- ara og fólks sem þekkir blindu af eigin raun. íbúar dalsins, persónurnar í verkinu, eru inn- byrðis ólíkir einstaklingar og saman mynda þeir eins og fyrr sagði samfélag, sem gæti verið til hvar sem er í heiminum. En þegar friðurinn Leiklist Auður Eydal er rofinn koma brestir í samskipti fólksins og upplausn blasir við. Sýningin er ákaflega vönduð og rækt lögð við hvert smáatriði. Búningar og gervi eru kapítuli út af fyrir sig. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir er höfundur leikmyndar og búninga sem eiga stóran þátt í fallegu yfirbragði sýningarinnar. Hönnun þeirra tekur mið af því að hinir blindu þekkja enga liti, en þeir skynja áferð efnanna og leggja töluvert upp úr „útliti“ sínu, gera sér t.d. skart og bera smyrsl í hárið. Kristín Thors sér um fórðun sem er geysivel unnin og skapar þjóðflokknum sérstakt yfir- bragð og sérkennilegt ættarmót. Leikmyndin er opin, rúmgóð og vel hönnuð og gefur til kynna djúpan dal, umlukinn höm- rum. Leikararnir skapa hver um sig skýra mynd af ólíkum einstaklingum sem engu að síður eru hluti af fastmótaðri heild. Þau Helga Braga Jónsdóttir (Marú), Ingrid Jónsdóttir (Brándí), Inga Hildur Haraldsdóttir (Kúmeka) og Kjartan Bjargmundsson (Tobí) túlka hlutverk sín á hóg- væran en ákveðinn hátt, hvert um sig fulltrúi ákveðinna manngerða. Ása Hlín Svavarsdóttir leikur Saroté og þar gefst tækifæri til aðeins meiri skapgerðarleiks sem Ása Hlín fer létt með. Stefán Jónsson er sannfærandi sem Georg (sonurinn) sem Saroté Sviðsmynd úr „Dalur hinna blindu“. verður ástfangin af. Hann finnur hjá henni og meðal hinna blindu þann frið sem hann hefur lengi þráð. Hann vill feginn vinna það til að fórna augum sínum til þess að falla alveg og endanlega inn í samfélag þeirra. Persónan er vel unnin og ólík pabbanum, sem hagar sér eins og óþekkur krakki, á meðan Georg öðlast sína ró. Árni Pétur Guðjónsson leikur hlutverk Her- berts (pabbans) sem er algjör friðspillir í dalnum og neitar fram í rauðan dauðann að sætta sig við lífið þar. - Burt vil ek. - Stundum jaörar leikur hans við farsaleik enda eru tilsvör hans mörg til þess fallin að vekja hlátur. Þeir Stefán-Sturla Sigurjónsson (Pasúpata) og Ólafur Guðmundsson (faðir Vitki Gúsei) ýktu kæki og tilburði persónanna, stundum óþarf- lega, en Rósa Guðný Þórsdóttir stílfærði móður Vitku Týru með yfirvegaðri nákvæmni. Dalur hinna blindu er metnaðarfullt verk eld- huga sem líta svo á að engar hindranir séu óyfir- stíganlegar. Vönduð og sterk sýning. Þibilja sýnir i Lindarbæ: DALUR HINNA BLINDU Byggt á smásögu eftir H.G. Wells Leikstjórn: Þór Tulinius Handrit: Þór Tulinius, upp úr spuna leikara Aðstoó við handrit: Hafliði Arngrímsson, Hilmar Örn Hilmarsson og leikhópurinn Leikmynd og búningar: Guðrún Sigriður Haraldsdóttir Henni til aðstoðar: Ólöf Kristin Sigurðardóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Förðun: Kristin Thors Jaröarfarir Ólafur Þorsteinsson, Sólheimum 27, Reykjavík, lést 22. mars. Hann fædd- ist í Háholti í Gnúpverjahreppi 8. maí 1916. Hann var bifreiðastjóri framan af ævinni, en vann síðar sem afgreiðslumaður í vélaversluninni Kistufelli og víðar en var lengst gjaldkeri hjá ísarn hf. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Einars- Hafnarfjörður Kjörskrá Kjörskrá vegna alþingis- kosninga, sem fram eiga að fara þann 20. apríl 1991, liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Strandgötu 6, frá og með 2. apríl til kjör- dags. Skrifstofan er opin kl. 9.30-15.30. Frestur til að skila kærum eða öðrum aðfinnslum við kjörskrána rennur út kl. 1 2 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði dóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Ólafs verður gerð frá Bústðaðakirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 15. Haraldur S. Haraldsson, Brúarlandi, Blönduósi, lést að Héraðshælinu á Blönduósi 24. mars. Jarðsungið verð- ur frá Blönduóskirkju laugardaginn 30. mars kl. 14. Útför Önnu Rósu Eyjólfsdóttur frá Hvoli, verður gerð frá Skeiðflatar- kirkju laugardaginn 30. mars kl. 14. Elín Sigurjónsdóttir lést 23. mars sl. Hún fæddist á Staðarhrauni á Mýr- um 19. desember 1903, dóttir hjón- anna Sigríðar Ólafsdóttur og Sigur- jóns Jónssonar. Elín giftist Þórarni Sveinssyni, en hann lést árið 1970. Þau hjónin eignuðust ekki börn sam- an, en ólu upp fósturdóttur. Einnig átti Þórarinn dóttur fyrir hjónaband. Útfór Elínar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 16.30. Tilkyimingar Rokkabilliband Reykjavíkur í Inghóli Rokkabilliband Reykjavíkur leikur í Ing- hóii, Selfossi, á annan í páskum. Húsiö verður opnar kl. 22. Smáauglýsingadeild Þverholli 11 -Sími91-27022 Opið verður um páskana semhérsegir: Þriðjudag 26. mars kl. 9-22. Miðvikudag 27. mars kí. 9-18. Mánudag 1. apríl kl. 18-22. Lokað skirdag, föstudaginn langa, laugardaginn 30. mars og páskadag. Athugið Síðasta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn 2. apríl. Tívolí opnað á ný Tívoli veröur opnað meö pomp og pragt nú um páskana, á skírdag. Það verður opiö alla daga kl. 13-19 og allar helgar í apríl. Frá 1. maí nk. er opið daglega frá kl. 13-20 til september og síðan aðeins um helgar. Kynntar veröa ýmsar spenn- andi nýjungar en Tívolíið er alltaf að verða betra og betra. Má nefna hryllings- búöina, pínugolf, endurbættan speglasal, nýjar þrautir í skotbökkum, ný tívolí- tæki, nýjungar í veitingum og nýjar skreytingar. Sjón er sögu ríkari. Hvera- portið er markaðstorg fyrir notað og nýtt sem veröur alla sunnudaga í sumar; í fyrsta sinn 5. maí nk. Búast má við lífi og fjöri þar en markaðstorgið verður í Tívolíhúsinu, á góðum stað. Tívolíið er fyrir Qölskyldufólk og ungt fólk á öllum aldri. Miðaverð er óbreytt frá síðasta ári. Rekstraraðili Tívolísins er Ólafur Ragn- arsson hrl. ITC-deildin Melkorka heldur fund i kvöld, miðvikudaginn 27. mars, kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Meöal efnis: Pallborösum- ræður. „Eiga fréttasendingar frá erlend- um sjónvarpsstöðvum rétt á sér?“ Fund- urinn er öllum opinn. Upplýsingar veita Guðrún, s. 672806, og Ólöf, s. 72715. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag frá kl. 13-17. Afmælistónleikar á Púlsinum Vinir Dóra halda upp á tveggja ára af- mæli sitt með afmælistónleikum á Púls- inum miðvikudaginn og fimmtudaginn 27. og 28. mars. Tónleikarnir verða sér- staklega tileinkaðir hönnuðinum og hijóðfærasmiðnum Leo Fender sem lést sl. fostudag. Vini Dóra skipa: Halldór Bragason, gítar og söngur, Andrea Gylfa- dóttir, söngur, Guðmundur Pétursson, gítar, Ásgeir Oskarsson, trommur, Har- aldur Þorsteinsson, bassi, og Hans Jens- son, sax. Von er á mörgum góðum blús- tónlistarmönnum til að samfagna meö Vinum Dóra og ekki er ólíklegt að sumir þeirra eigi eftir að bregða sér upp á svið- ið og hnykkja á einum blús eða svo. Sér- 'stök athygli er vakin á því að í kvöld kl. 23.30 fremur Kristján Hreinsson skáld sérstakan blúsgjörning í tilefni afmælis- ins. Seinna kvöldiö verður gestum boðið upp á forláta blúsafmælistertu, þá stærstu sem vitað er til að bökuð hafi verið. Nýir söngkraftar innan Vina Dóra munu láta til sín heyra. Fyrra kvöldið er opið til kl. 3 og seinna kvöldið til kl. 24. Laugardaginn 30. mars leikur svo hljómsveit Eddu Borg. Á annan í páskum leikur KK-band ásamt bandaríska soul- söngvaranum Bob Manning kl. 22-1. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur laugardaginn 30. mars og lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. í miðri páska- helginni komum viö saman til að drekka nýlagað molakaffi og hitta skemmtilegt fólk. MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Skírdagsskemmtun Barð- strendingafélagsins Hin árlega skírdagsskemmtun Barð- strendingafélagsins fyrir eldra fólk úr Barðastrandarsýslu verður haldin í Sóknarsalnum, Skipholti 50, á skírdag, 28. mars, og hefst kl. 14. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að koma í kaffi og hitta gamla kunninga að vestan. Fornbílaklúbbur íslands Næstsíðasta opna húsið á þessum vetri verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, fimmtudaginn 28. mars nk., kl. 20.30. Sýnd verður mynd um sögu bílsins í Bandaríkjunum frá aldamótum til okkar daga. Félagar eru hvattir til að koma á þetta næstsíöasta opna hús og taka endi- lega með sér gesti. Krambúðin verður opin og varla þarf að minna á kaffiveit- ingarnar. Kvenfélagið Hringurinn verður með sölu á páskaskrauti í Kringi- unni í dag. Dansleikur í Njálsbúð Rokkhljómsveitin Islenskur aðall leikur fyrir dansi í Njálsbúð á annan í páskum. Sveitina skipa: Sigurgeir Guðmundsson, gítar, Bergur Heiðar Birgisson, bassi, Jóhannes Eiðsson, söngur, Hjörtur Howser, hljómborð, og Magnús Stefáns- son, trommur. Kynning á japanskri bogfimi í tengslum viö námskeið í japanskri bog- fimi, kyudo, sem haldið verður í íþrótta- húsi Hagaskóla á skírdag, fimmtudaginn 29. mars, fer fram almenn kynning á þeirri aidagömlu hefð sem bogfimin er. Kynningin hefst kl. 17 og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Fermingar Eskifjörður Ferming á skírdag. Prestur sr. Davíð Baldursson: Alda Björk Óladóttir, Túngötu 2 Egill Helgi Árnason, Hlíðarendav. 7 Erna Rafnsdóttir, Bleiksárhl. 35 Erna Þorsteinsdóttir, Bleiksárhl. 33 Garðar Valur Valbjömsson, Fífub. 11 Guðjón Þór Guðmundsson, Strandg. 13A Hanna Dóra Másdóttir, Hátúni 24 Hhdur Þuríður Rúnarsdóttir, Strandg. 3 Kristján Árni Atlason, Hólsvegi 3A Lena Sif Björgólfsdóttir, Helgafehi 11 PáU Bragason, Túngötu 11A Ragnar Valgeir Jónsson, Túngötu 10 Rebekka Þórhahsdóttir, Fögruhhð 15 Sigurður Pétur Hjaltason, Svínaskálahlíð 19 Sigurður Nikulás Kristjánss., Bieiksárhlíð 17 Sigurjón Björn Björnsson, Strandg. 75A Svavar Þór Guðmundsson, Strandg. 13A Tómas V eigar Sigurðarson, Lambeyrarbr. 4 Valur Fannar Gíslason, Svínaskálahl. 21 Þóra Jóna Árbjörnsdóttir, Svínaskálahlíð 5 Leikhús Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftír Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frímann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson 7. sýn. laugard. 30. mars kl. 15.00. Uppselt. 8. sýn. laugard. 30. mars kl. 20.30. Uppselt. 9. sýn. mánud. 1. apríl (annan I páskum) kl. 20.30. Uppselt. 10. sýn. föstud. 5. april kl. 20.30. 11. sýn. laugard. 6. apríl kl, 20,30. 12. sýn. sunnud. 7. apríl kl. 20.30. ÆTTARMÓTIÐ Aukasýningar 35. sýning miðvikud. 27. marskl. 20.30. Uppselt. 36. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 15.00. Uppselt. 37. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 20.30. Uppselt. Allra síðustu sýningar Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl, 14-18 og sýningardaqa kl. 14 20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA 1IIII ÍSLENSKA ÓPERAN jiiii GAMLA BlO INGOLTSSTRATl RIGOLETTO eftir Giuseppe Verdi Næstu sýningar 11. april. 13. apríl. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 16-18 og sýningardaga til kl. 20.00. Sími 11475. Ath. Lokað föstudaginn langa, laugard. og páskadag. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT HUGLEIKUR sýnir að Brautarholti 8 ofleikinn Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og sam- sveitunga hans 5. sýn. mið. 27. mars kl. 20.30. 6. sýn. fimmtud. 28. mars kl. 20.30. 7. sýn. mánud. 1. apríl kl. 20,30. 8. sýn. fimmtud. 4. april kl, 20.30. 9. sýn. laugard. 6, apríl kl. 20.30. 10. sýn. mánud. 8. apríl kl. 20.30. Aðeins þessar 10 sýningar. Miðasala í síma 16118 (sím- svari) og f rá kl. 19.00 sýningar- daga i slma 623047 Athugíð breyttan stað symngar- FACDFACD FACCFACO FACCFACD LISTINN A HVERJUM | mAnudeqi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.