Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 2
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Benedikt Hallgrímsson, skipstjóri á Jósep Geir, sem var bjargað úr sjónum: Okkur þremur var öllum svipt upp í Flróða í einu „Þaö er ótrúlegt hvaö maður haföi mikla öryggistilfinningu að velkjast í flotgallanum í þetta slæmu sjólagi. Maður var ekki einu sinni hræddur og Fróöi var auðvitaö viö hliöina á okkur. Þegar ég kom um borð var ég þurr og sjóðandi heitur. Skipstjór- inn á Fróða stóö geysilega vel að því aö bjarga okkur. Hann náöi okkur þremur sem vorum í sjónum eins og skot. Hann lét bátinn reka að okkur hlémeginn. strákarnir hans voru klárir á síðunni og þeir bókstaflega sviptu okkur öllum þremur inn fyrir í eimi. Þaö var ótrúlega vel aö þessu staðið. Við erum mjög þakklátir öll- um þessum mönnum,“ sagöi Bene- dikt Hailgrímsson, skipstjóri á Jósep Geir ÁR 36, í samtali við DV í gær. Benedikt og áhöfn hans, sjö manns, var bjargað úr sjónum um sjö mílur suður af Knarrarásvita í gærmorgun þegar Jósep Geir sökk. Engan sakaði. „Það leið um klukkutími frá því við urðum fyrst varir við lekann þar til báturinn sökk. Maður sá þó með góðum fyrirvara í hvaö stefndi. Við höfðum allir góðan tíma til að fara í björgunarflotgailana. Við urðum ekkert smeykir, það fór vel um okkur og við keyrðum á hægustu ferð upp í á meðan við biðum eftir Fróða,“ sagði Benedikt. „Strákarnir voru sofandi frammí en ég og vélstjórinn vorum í brúnni. Það kom viðvörunarljós sem gaf til kynna að ákveðið magn af sjó væri komið í bátinn. Það var nýbúið að lensa. Vélstjórinn fór þá niður og setti dælu á því það lak mikið. Viö vitum ekki hvar en það kom upp með gólfmu niöri. Ekkert óhapp kom þó upp á sem hægt er að rekja lekann til. Við vorum bara á stimi. Hann hlýtur að hafa slegið úr sér eða jafn- vel eitthvað meira en það. Þetta er trébátur með plönkum sem hggja saman. Á milh plankanna eru raufar og í þeim er eins konar hampur eða ísláttur meö biki á. Við höldum þó að eitthvað meira en ísláttur hafi geflð sig. Lekinn var það mikih. Það varð ekki við neitt ráðið,“ sagði Benedikt. Báturinn er 47 tonn og smíðaður í Stykkishólmi árið 1972.. „Ég kallaði í Vestmannaeyjar og Fróða. Síðan gerðum við tvo gúmmí- báta klára. Fjórir af strákunum fóru yfir í Fróða fljótlega eftir að hann kom. Við urðum þrír eftir og ætluð- um að bíða eftir dælum með þyrl- unni en urðum að hætta við þaö þeg- ar við sáum að það þýddi ekki. Við sáum á dekkinu að sjórinn var kom- inn hátt upp í bátinn. Hann var far- inn að halla. Þá ákváðum við að stökkva í sjóinn. Þegar við vorum komnir yfir í Fróöa sáum við bátinn sökkva,“ sagði Benedikt. -ÓTT Þrír skipverjar af Jósep Geir fara í land úr Fróða við komuna til Þorlákshafnar. Frá vinstri Guðjón Þór Pálsson, Benedikt Hallgrímsson skipstjóri og Sigurður Borgarsson háseti. DV-myndir Brynjar Gauti Um 700 mættu til að hlusta á Davíð Fundað á Akureyri: Harðbakur fór ekkitilveiða Gyifi Kristjáitæon, DV. Akureyri; „Það stóð aldrei tiltyá fyrirtæk- inu að senda skipið til veiða í gærkvöldi án þeirra manna sem hafa veriö þar um borð,“ sagði Davíð Haraldsson, talsmaöur sjó- manna á togaranum Harðbak á Akureyri, í samtah við DV í gær- kvöldi. Mikil spenna hafði verið um daginn vegna þess að Útgerð- arfélag Akureyringa hafði aug- lýst brottför skipsins kl. 21 og virtist þá sem manna ætti skipið nýjum undirmönnum í stað þeirra sem sagt hafa upp. Svo reyndist ekki vera og virðist sem fyrirtækið hafi með þessu verið að fullkanna samstööu sjómann- anna. „Við vorum á fundi með ráða- mönnum ÚA í dag og fundum aftur með þeim á morgun. Efúr- það fara línur væntanlega að skýrast," sagði Ðavíð. Sem kunn- ugt er hafa undirmenn á 5 ís- fisktogurum fyrírtækisins sagt upp störfum vegna óánægju meö launakjör og skipin munu nú stöðvast eitt af öðru finnist ekki lausn á deilunni. Útgerðarfélagiö hefur boðið sjó- mönnum hækkim á heimalönd- unaráiagi úr 30% í 40%, en sjó- menn eru ekki til viöræöu um slíkt, vilja þess í staö fá verulega hækkun fiskverðs, 50 til 70%. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Troðfullt var út úr dyrum á veit- ingastaönum „1929“ á Akureyri í gærkvöldi er Sjálfstæðisflokkurinn efndi þar th kosningafundar meö Davíð Oddsson, formann flokksins, sem aöalræðumann. Þetta var af mörgum talin frumraun Davíðs sem stjórnmálamanns utan höfuðborgar- innar og það var ljóst að marga fýsti að hlýða á mál hans. Hátt í 700 manns voru í húsinu, hvert sæti setið og staðið á öllum göngum. Samt sem áður urðu fjölmargir frá að hverfa vegna plássleysis. Davíð flutti nokkuð yfirgripsmikla ræðu á fundinum og eyddi talsverö- um tíma í að ræða viðskilnaö ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar, Regína Thorarensen, DV, Eskifirði: Það er ahtaf gaman að koma á æskustöövamar og á leið minni til Eskifjarðar höfðum við hjónin við- komu á Eghsstaðaflugvehi. 'Þar var rjómalogn og sjö stiga hiti þegar við komum þar föstudaginn 22. mars. Það er vel tekið á móti gestum í flug- skattamál, byggðamál og ríkisfjár- mál svo eitthvað sé nefnt. Hann sagði að andstæöingar Sjálfstæðisflokks- ins spyrðu í sífellu hvar Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að skera niður ef flokkurinn kæmist th valda og lækk- aði skatta. Svarið við þeirri spurn- ingu væri hins vegar einfalt, hér væri fyrst og fremst um að ræða spumingu um hugarfar og vilja. Davíð sló talsvert á létta strengi i ræðu sinni og sagði í lokin að kjós- endur í komandi kosningum skyldu ganga þannig frá kjörseðlum sínum aö þeir breyttust ekki í skattseðla að kosningum loknum, en það myndi gerast ef þeir kysu yfir sig áfram- haldandi setu þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. vaharhúsinu - Þráinn Jónsson og eiginkona hans Ingveldur eru með veitingastaðinn þar og nýta flugfar- þegar sér þjónustu þeirra mjög. Þau em oft bæði í móttökunni, panta leigubíla og veita gestum sínum ýmiss konar upplýsingar, kát og glöö með bros á vör. Góð þjónusta á Egilstöðum Guðfinnur Karlsson, skipstjóri á Fróða: Þeir stóðu á síðunni þegar báturinn valt „Jósep Geir kahaði fyrst í okkur, við vorum næstir honum. Þaö voru um fjórar og hálf míla í hann - ann- ars flýtti ég mér svo mikið aö ég man það ekki alveg. Þeir sögðu að það væri kominn mikill leki að bátnum og þeir:vissu ekki hvernig þetta færi. Við vorum um 10-15 mínútur á stað- inn. Þegar við-komum að Jósep Geir var hann ahur talsvert siginn, eins og hann væri mikiö hlaðinn. Bátur- inn var þó alveg réttur. Það hafa verið suðsuðvestan sjö vindstig þarna og töluverður sjór. Við keyrð- um síðan upp að afturendanum á bátnum, eins nálægt og við þorðum. Þeir köstúðu út gúmmíbát og fjórir þeirra fóru í hann,“ sagði Guöfinnur Karlsson, skipstjóri á Fróða ÁR 33, í samtali við DV í gær. Guðfinnur og áhöfn hans bjargaði sjö sjómönnum af netabátnum Jósep Geir ÁR 36 sem sökk um sjö mhur suður af Knarrarásvita um klukkan 9.45 í gærmorgun. „Við tókum fjórmenningana um borð en þrír urðu eftir, skipstjórinn, vélstjóri og stýrimaöur. Þeir settu annan gúmmíbát út en haxm shtnaði frá og fór á hvolf. Þá.ákváöum við að reyna að láta þremenningana fá hinn bátinn aftur. Þegar við vorum búnir að brasa viö aö koma línu yfir th mannanna valt Jósep Geir á hliö- ina. Mennimir þrír stóðu þá bara uppi á siðunni að aftanverðu. Þeir Gúmmíbáturinn úr Jósep Geir híföur í land. Guðfinnur Karlsson, skipstjóri á Fróða. stukku svo í sjóinn. Jósep Geir sökk örstuttu síðar. Þegar þarna var kom- ið var stefnið á Fróða komið upp að mönnunum. Það voru varla nema 4-5 metrar í þá. Þeir hafa ekki verið nema 2-3 mínútur í sjónum og okkur gekk vel að taka þá um borð th okk- ar. Við kipptum þeim bara inn á velt- unni - hönd í hönd. Báturinn er ekki svo hár hjá okkur. Ég held að þeir hafi ekkert rekist utan í - allavega kvörtuðu þeir ekkert undan því,“ sagði Guðfinnur Karlsson. Fróði ÁR hélt aftur út á miðin skömmu eftir hádegiö í gær eftir að siglt haföi verið með skipbrotsmenn- ina af Jósep Geir th Þorlákshafnar. Guðfinnur sagði að áhöfn hans liði mjög vel eftir björgunina: „Viö erum allir sammála inn það hér aö þetta hafi verið okkar besti róður. Það er skrýtið að veiða menn upp úr sjónum en það er mjög ánægjulegt þegar svona vel tekst th. Ég get hins vegar ekki hugsað th enda hvemig þetta heföi farið ef þre- menningarnir hefðu ekki verið í flotgöhum. Ég held að fjármálaráð- herra ætti að sjá th þess að sjómenn geti keypt galla með góðu móti. Það eru átta karlar hér um borð og það þarf að kaupa þrjá galla á mann á ári. Það yrði mjög til bóta ef skattur yrði felldur niöur af flotgöllum," sagöi skipstjórinn á Fróða sem gerð- ur er út frá Þorlákshöfn. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.