Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGÚR 27. MARS 1991. Sérstæð sakamál Eftir hálft ár stóö lögreglan ekki feti framar í rannsókn morðsins á ungu, laglegu stúlkunni en þegar það var framið. Svo gerðist það dag einn að til hennar kom kona sem sagðist hafa sögu að segja. Carole Wilkinson var tvítug, lag- leg og fór til vinnu klukkan átta á morgnana. Frá heimilinu til vinnu- staðar voru aðeins átta hundruö metrar ef gengið var í gegnum al- menningsgarð og það gerði hún. Þennan morgun fór hún að heiman í síðasta sinn. Klukkustundu síðar fannst Ca- role, afar illa leikin en þó á lífi. Að henni komu tvær eldri konur sem áttu leið um skemmtigarðinn og létu þær þegar hringja á sjúkrabíl. Samtímis komu lögregluþjónar á staðinn. Þeir girtu svæðiö af. Ekki höfðu þeir svipast um lengi er þeir komu auga á blóðugan stein sem var að minnsta kosti tvö kí- lógrömm að þyngd. Var augljóst að Carole hafði verið slegin í höfuðið með honum. Ekkert annað fannst sem varpað gat neinu ljósi á það sem gerst hafði. Móðir stúlkunnar gat hins vegar skýrt frá því að lyklahringur, sem Carole hafði gengiö með í töskunni, hefði verið tekinn úr henni. Carole deyr Þótt læknar gerðu allt sem þeir gátu fyrir Carole varð brátt ljóst að lífi hennar yrði ekki bjargað. Nokkrum dögum eftir árásina var lýst yfir heijadauöa hennar og var þá var slökkt á öndunarvélinni sem hún hafði verið sett í. Hálft ár leiö nú án þess að lögregl- an fyndi neina þá vísbendingu sem komiö gæti henni á slóð moröingj- ans. Var málið aö mestu fallið í gleymsku ef frá voru taldir ættingj- ar og vinir. Þó var ein undantekn- ing frá því, Anthony Steel, tuttugu og þriggjá ára gamall atvinnulaus garðyrkjumaður. Anthony bjó í leiguhúsnæöi í Bradford á Englandi ásamt konu sinni, Michele Smith, sem var nítj- án ára. Áttu þau eitt bam, dóttur- ina Yvonne sem var hálfs annars árs. Tengdamóöir Anthonys, Vera Smith, sem var fertug, var vel ljóst hvern áhuga Anthony hafði á morði Carole og það var henni undrunarefni. Hvernig stóð á því að hann talaði svo oft um það? Heimsókn á lögreglustöð Dag einn kom Vera í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar. Henni var boðið inn í stofu þar sem henni var borið te. Meöan hún sat aö tedrykkjunni með ungu hjónun- um fór Anthony enn einu sinni að tala um morðið á Carole Wilkinson. „Þetta svín,“ sagði hann um morðingjann. „Hann braut höfuðið á stúlkunni með steini! Hann á það skilið að nást og verða hengdur. Engin kona getur veriö örugg um sig meðan hann gengur laus. Ég er hræddur um mína eigin konu í hvert skipti sem hún fer að kaupa inn. Lögreglan dugar ekki til nokk- urs hlutar.“ Það var eitt orð, „steinn“, sem varð Veru umhugsunarefni. Eins og flestir í Bradford hafði hún lesiö um morðið í blöðunum en hún minntist þess þó ekki að hafa lesið neitt um að morðvopnið heföi verið steinn. Á heimleiðinni kom hún við á næstu lögreglustöð til þess að ræöa við Raymond Falconer lögreglu- fulltrúa sem stjórnaði rannsókn málsins. „Hefur lögreglan nokkru sinni skýrt frá því hvernig Carole Wilk- inson var myrt?“ spurði hún. „Nei,“ var svarið. „Það vita engir aðrir en þeir sem að rannsókninni vinna og læknirinn sem skoöaði áverkann." „Þá get ég sagt þér aö hún var slegiö með steini," sagöi Vera.“ „Hvernig veistu það?“ spurði Fal- coner. „Ég veit það af því að hann tengdasonur minn sagöi mér frá því,“ svaraði Vera. „Hann hefur ekki gert annaö en að tala um morðið undanfarið hálft ár. Og nú hefur hann sagt að unga stúlkan hafi veriö slegin með steini. Ég hef ekki sagt öðrum það. Þú ert sá fyrsti sem ég nefni þétta við.“ „Ég skal vera alveg hreinskilinn viö þig,“ sagði Falconer. „Við höf- um ekki fundiö neitt það sem skýrt getur af hverju Carole var myrt. í rauninni erum við éngu nær. Því langar mig til að vita hvar hann tengdasonur þinn hefur heyrt að hún hafi veriö slegin með steini. Ertu reiðubúin til að hjálpa okkur til að komast til botns i þessu máli?“ Þegar Vera hafði lýst yfir því að hún vildi gjarnan hjálpa lögregl- unni var ákveðið að hún skyldi fara heim til dóttur sinnar og manns hennar með hljóðnema og lítinn sendi undir kjólnum. Upptakan Eins og ákveðið hafði verið fór Vera nú í heimsókn til Anthonys og Michele. Meðan hún talaði við þau sátu tveir tæknimenn lögregl- unnar í bíl nokkuð frá húsinu og tóku upp allt sem sagt var í stof- unni. í fyrstu talaði Vera um daginn og veginn en svo sagði hún: „Segðu mér annars, Tony, hvaö hún hét þessi vesalings stúlka sem var myrt? Ég vona aö lögreglan nái morðingjanum áður en langt um líöur.“ Antony gekk strax í gildruna og sagði: „Það geri ég líka. Hún hét Carole Wilkinson en ég held ekki að lögreglan finni morðingjann nokkru sinni. Þetta var hinn full- komni glæpur.“ „Stúlkan hlýtur aö hafa þekkt morðingjann," sagði þá Vera. „Hann hlýtur að hafa setið fyrir henni. Það er sagt að hún hafi veið slegin í höfuðið. Hann hlýtup aö hafa notað hamar eða eitthvað þess háttar.“ „Hún var slegin með steini,“ sagði Anthony þá. „Ég er viss um að hann hefur verið tekinn úr hlaðna steinvegnum sem er þarna rétt hjá. Mér þykir líklegast að hann hafi ætlað að fá hana til við sig en hún hafi ýtt honum frá sér. Þá hefur hann orðið hræddur um að hún kallaði á lögregluna og þess vegna hefur hann myrt hana. En ég get ekki skilið hvers vegna hann var að stela þessum lyklahring.“ „Tók hann lyklahring frá stúlk- unni?“ „Já, það stóð í blööunum.“ Handtakan Stundarfióröungi eftir að upp- töku þessa samtals lauk var dyra- bjöllunni á íbúð Steelshjónanna hringt. Fyrir utan stóðu tveir lög- regluþjónar sem kváðust gjarnan vilja ræða við Anthony Steel um morðið á Carole Wilkinson. Er á lögreglustöðina var komið sagði Anthony að ástæðan tíl þess að hann vissi svo mikið um morðið var áhugi hans á sakamálum. „Ég er hræddur um að ég hefði átt að verða leynilögreglumaður,“ sagði hann. Falconer spurði hann þá hvernig hann hefði vitað að Carole hefði verið slegin með steini. „Ég las það í blöðunum," svaraði Anthony og sama svar gaf hann þegar hann var spurður um lykla- hringinn. „Eina fólkið sem vissi að Carole var slegin með steini voru lögreglu- mennirnir, læknirinn sem skoðaði hana og morðínginn," svaraði Falcöner. „Og aðeins nánustu ætt- ingjar vissu um hvarf lyklahrings- ins. Segðu sannleikann." Falconer náði nú í upptökutæki og lék fyrir Anthony samtalið sem tekið hafði verið upp á heimili hans. Játningin „Ég ætlaði ekki að verða ungu konunni að bana eða meiða hana,“ sagði Anthony þegar hann hafði hlustað á samtalið. „Það er sann- leikurinn í málinu. Það má ef til vill nefna þetta manndráp en ekki morð. Ég hafði verið að leita mér að vinnu þegar ég sá hana ganga inn í almenningsgarðinn. Ég elti hana og lagði til við hana að við ættum saman góða stund á bak við runnana en þegar ég reyndi að leggja handlegginn um axlir henn- ar hljóp hún frá mér. Ég hljóp á eftir henni því ég óttaðist að hún myndi kæra mig til lögreglunnar. Þegar ég náði henni, greip ég um hálsinn á henni og þá datt hún, rétt við steinvegginn. Ég beygði mig, tók einn steinanna og sló hana. Ekki þó til að drepa hana, heldur til að þagga niður í henni. Svo hljóp ég í burtu." Anthony skrifaði undir þessa játningu en klukkustundu síðar kom faðir hans á lögreglustöðina með lögfræðing. Hann ráðlagöi Anthony að lýsa yfir því að hann hefði gert játninguna vegna þrýst- ings frá lögreglunni. Málalok Þegar málið kom fyrir rétt fór Anthony að ráðum lögfræðingsins og sagðist hafa verið þvingaður til aö gera játninguna. Veijandinn byggði síðan vörnina á því að það hefði alls ekki veriö Anthony sem drap Carole heldur læknamir sem stöðvuðu öndunarvélina. Það væri því aöeins hægt að sakfella Ant- hony fyrir árás. Það tók kviðdómendur rúma fióra tíma að komast að niðurstöðu og hún var sú að Anthony Steel væri sekur um morð. Hann fékk lífstíðarfangelsisdóm og jafnframt fylgdi með þaö ákvæði að óheimilt væri að náöa hann fyrr en í fyrsta lagi aö tuttugu árum liðnum. Þegar hann gekk út úr réttarsaln- um hrópaði hann á konu sína: „Segðu henni mömmu þínni að hún sé hreinn Júdas.“ „Það er skömm að þeir skyldu ekki dæma óþokkann til henging- ar,“ var það eina sem Michele Steel sagði eftir að dómurinn hafði veið kveðinn upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.