Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Tippaðátólf Stórir vinningar fóru til Bfldudals Þó svo að Liverpool hafi unnið 7-1 í Derby, og Manchester United 4-1 heima gegn Luton kom engin tólfa fram. Úrslit annarra leikja voru það óvænt að engum tippara tókst að setja í þann stóra. Chelsea, sem hefur náð ágætis ár- angri á heimavelli í vetur, tapaði fyr- ir Southampton og Leeds, sem hafði unniö átta heimaleiki í röð, tapaði fyrir Crystal Palace. Auk úrslita þessara leikja voru hindranir víða sem sést á því að heimasigrar voru einungis þrír en útisigrar fimm. Tólfan kom því ekki fram en ellfur voru fjórar. Alls seldust 219.932 raðir og var potturinn 1.253.616 krónur. Fyrsti vinningur 627.628 krónur verða settar í páskapottinn sem verð- ur væntanlega tvöfaldur og feitur. Annar vinningur, 313.404 krónur, skiptist milli fjögurra raða með ellefu rétta og fær hver röð 78.351 krónu. Tíurnar voru 69 og fær hver þeirra 4.542 krónur. Mikið tippað á Bíldudal Stórhuga tipparar í Bíldudal tóku sig til og tippuðu mikinn því íþrótta- félagið á staðnum fékk áheit 9.577 Getraunaspá fjölmiðlanna C — c > — •- «o > -O £ 'O Q ^ P !a c »- (O U) rc > Q CQ «o :0 «o -Q =J C «0 3 £ 1 tc w < LEIKVIKA NR.: 13 Aston Villa Everton 1 2 2 2 X 1 X 1 X 1 Derby Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 1 2 2 Liverpool Q.P.R 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Manchester C Southampton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Norwich Manchester Ut 2 2 X 2 2 2 1 X 1 1 Sheffield Utd Luton 1 1 1 1 X 1 1 X 1 1 Sunderland C.Palace 2 X 2 1 2 2 1 X 1 2 Tottenham Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Wimbledon Nott.Forest 1 1 1 1 1 1 1 X 1 X Leicester Millwall X 1 X 2 2 2 X 1 2 2 Swindon Newcastle X 1 X 1 X 1 1 X 1 X Wolves Sheff.Wed X 2 1 1 X 2 X 1 1 2 Árangur eftir ellefu vikur.: 45 56 42 56 48 52 53 48 45 44 Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 29 11 2 1 32 -9 Liverpool 8 4 3 27 -16 63 29 11 3 0 33 -6 Arsenal 7 7 1 18 -7 62 30 9 4 1 21 -14 C.Palace 8 3 5 20-19 58 28 9 2 3 29 -13 Leeds 4 5 5 12 -17 46 30 8 3 4 27 -14 Manchester Utd 4 7 4 19 -21 45 29 7 6 3 25 -17 Wimbledon 3 6 4 18-19 42 29 9 2 4 24 -18 Manchester C 2 7 5 17 -22 42 28 7 6 2 27 -16 Tottenham 3 4 6 12 -20 40 30 9 5 2 25 -18 Chelsea 2 2 10 18-31 40 28 7 2 5 21 -23 Norwich 4 3 7 12-19 38 29 7 4 4 21 -11 Everton 3 3 8 15-23 37 29 5 4 4 21-17 Nott.Forost 3 7 6 20 -22 35 30 7 2 6 17-17 Sheffield Utd 3 3 9 10-27 35 28 6 6 1 20-12 Aston Villa 2 4 9 14 -21 34 30 8 5 3 26 -16 Coventry 1 2 11 5 -20 34 30 6 4 4 25 -18 Southampton 3 2 11 20 -36 33 29 6 3 5 20 -17 Q.P.R 2 5 8 13-27 32 31 6 4 5 19-15 Luton 3 1 12 16 -37 32 30 5 4 6 13-14 Sunderlaiid 1 4 10 18 -32 26 28 2 8 5 17 -28 Dcrby 2 0 11 9 -27 20 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 35 14 3 1 46-16 Oldham 6 6 5 21 -24 69 35 12 5 1 33-13 West Ham 7 7 3 14 -10 69 34 7 9 0 30 -17 Sheff.Wed 10 5 3 32 -18 65 35 10 3 4 33 -24 Brighton 7 3 8 22 -31 57 • 36 8 3 7 25 -15 Middlesbro 8 5 5 30-22 56 36 8 6 4 34 -21 Millwall 7 5 6 18 -17 56 36 12 4 3 38 -21 Bristol C 4 2 11 16-30 54 34 8 4 5 28 -26 Notts C 6 6 5 23-20 52 33 9 5 2 31 -12 Barnsley 4 5 8 18-22 49 36 9 4 5 36 -28 Wolves 2 12 4 15 -19 49 34 6 8 3 15-12 Newcastle 6 4 7 20-24 48 37 9 5 4 24 -16 Bristol R 3 6 10 23 -32 47 34 7 6 4 23 -20 Ipswich 4 7 6 22-30 46 36 6 4 8 21-22 Charlton 5 8 5 24-25 45 36 8 7 3 37 -27 Oxford 2 8 8 20 -33 45 36 9 2 7 28 -20 Port Vale 3 6 9 18 -32 44 36 7 9 2 25 -14 Plymouth 2 5 11 18 -41 41 36 6 6 6 20 -20 Swindon 3 7 8 27-32 40 36 6 4 9 19-23 Blackburn 5 3 9 20-26 40 36 9 3 6 34 -30 Leicester 2 3 13 14-39 39 37 6 6 6 '24 - 24 Portsmouth 3 4 12 18 -36 37 36 5 8 5 19-16 W.B.A 3 3 12 21 -33 35 36 5 8 5 30 -26 Hull 3 3 12 18 -47 35 36 2 7 9 15-26 Watford 4 6 8 17 -25 31 raða og var í þriðja sæti á áheitalist- anum. Þar kom fram seðill með tvær ellefur og tuttugu og tvær tíur og fær 256.626 krónur í vinning. Eini leikur- inn sem klikkaði var Blackbum- Oldham, sem Blackburn vann 2-0. Bílddælingurinn spáði X2. Þetta var svo sannarlega framfór hjá Bílddæl- ingum, því ÍB fékk áheit 84 raða vik- una áður og hefur fengið áheit 2.640 raða frá því í haust. Víkingur efstur, í fyrsta skipti Tipparar í Bústaðahverfmu voru einnig djarfir því Víkingur var efstur á áheitalistanum með 26.773 raðir. Þetta er í fyrsta skipti sem Víkingur er efstur. Það hefur greinilega borgað sig að styðja Víking því tipparar í hópnum WE FIVE, sem styður Vík- ing, fengu ellefu rétta. Ellefunni fylgdu fimmtán tíur og fær seðillinn alls 146.481 krónu í vinning. Tippað var á opinn seðil og var rangt til get- ið um leik Leeds og Crystal Palace, en gestirnir unnu þann leik. Fjórða ellefan kom á hópinn B.P., sem notaði útgangsmerkjakerfið 5-3-520. Þar var rangt getið til um leik Leeds og Crystal Palace. Leikmenn ársins í beinni útsendingu Sjónvarpsleikurinn á laugardaginn er viðureign Norwich og Manchester United. Vonandi muna enskir sjón- varpsstarfsmenn eftir því að panta línu frá Norwich til London og svo gervihnött klukkan 15.00 á laugar- daginn. Þeir gleymdu að panta línu frá Sunderland til London á laugar- daginn var og því hófst ekki bein útsending fyrr en tuttugu- mínútum of seint. Það er ekki að efa að snilldartaktar verða sýndir í Norwich því leikmenn ársins verða þar á stjái. Mark Hug- hes, hinn litríki og marksækni fram- herji Manchester United, var kosinn leikmaður ársins á laugardaginn, af leikmönnum og Lee Sharpe var kos- inn efnilegasti leikmaður ársins. BOND hópurinn er í efsta sæti í vorleik getrauna, er með 105 stig. ÖSS er með 102 stig, BÓ er með 101 stig og SÆ-2 er með 100 stig. Aðrir eru með færri stig. Nú eru fjórar vik- ur eftir í vorleiknum. Á laugardag- inn hentu hópar úr slæmu skori í fyrsta skipti. Kaupir Lazio Gascoigne? Þó svo að Paul Gascoigne, hinn lit- ríki miðvallarleikmaður Tottenham, sé að jafna sig eftir uppskurð á maga- vöðvum, og spili sennnilega ekki knattspyrnu meir í vor, er mikið um að vera hjá honum. Umboðsmaður hans, Mel Stein, hefur staðið í samn- ingum við ítalska liðið Lazio, sem hefur boðið 8,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. Mel Stein hefur náð samkomulagi um ýmis atriði við Lazio, en ekki hefur verið samiö við Tottenham né hefur Gascoigne sjálfur samþykkt samninginn sem ku vera til þriggja ára. Aöalhindrunin er Terry Venables, framkvæmdastjóri Tottenham, sem er moldríkur. Hann hefur skrifaö nokkrar skáldsögur, sem hafa gefið vel af sér og hefur hug á að yfirtaka Tottenhamfélagið ásamt viöskiptafé- lögum sínum. Venables hefur boðið 20 milljónir fyrir Tottenham, en hef- ur sett það sem skilyrði að Paul Gas- coigne fylgi með í kaupunum. Tottenham er í miklum kröggum, skuldar tæplega tuttugu milljónir punda, svo það er óvíst að félagið hafi efni á því að selja Paul Ggas- coigne. sér um páskana? 1 Aston Vilia - Everton 1 Mörg liöaima í 1. deild róa lífróður til að bjarga setu í 1. deild. Aston Villa hefur verið í vandræðum og veitir ekki af stigum. Everton hefur verið að sækja sig undanfarið en þrátt fyrir það er spáin heimasigur enda hefur Aston Villa einungis tapað einum leik heima í vetur. 2 Derby - Arsenal 2 Derby er ákaflega illa statt. Liðið þarf að vinna meirihluta leikjanna sem eftir eru. Arsenal berst fyrir efsta sætinu í 1. deildinni en Ðerby berst við fall. Sókn Derby er slök en vöm Arsenal sterk. Það verður þvi erfitt fyrir Dean Saund- ers, hinn skemmtilega framherja Derby, að sækja á David Seaman markvörð Arsenal. Liverpool vann Derby 1-7! á laugardaginn og em þau úrslit báðum liðum hvatning. 3 Livexpool - OPR 1 Liverpool er komið á toppinn enn á ný og ætlar sér að sitja þar áfram. Leikmenn hugsa sér gott til glóðarinnar að fá eitt af neðri liðunum á Anfield. OPR var spáð góðu gengi í vetur en meiðsli og armars konar ólán hafa sett strik í reikn- inginn. Mannskapurinn er betri en staða liðsins segir til um. Það kæmi þó á óvart ef líðið næði stigi á Anfield. 4 Manch. City - Southampton 1 Manchester City á ágætu gengi að fagna á heimavelli. Níu sigrar, tvö jafntefli og þrjú töp, em vel viðunandi árangur. Southampton er í töluverðri fallhættu. Liðinu gengur erf- iðlega að hemja andstæðinga sína enda hafa markmenn Southampton þurft að hirða knötúnn 54 sinnum úr markinu, í 30 leíkjum. Arangur stiga á útivelli er 11 af 48 möguleg- um, eóa 22,9%. 5 Norwich - Manch. Utd 2 Manchesterliðið á eftir að hefna fyrír 2-1 tapið í ensku bikar- keppninni 18. febrúar síðastliðinn. Unitedliðið er aftur kom- ið á sigurbraut en Norwich er óútreiknanlegt. Liðið náði einungis 0-0 jafntefli gegn Arsenal um síðustu helgi. Eirnmg- is eitt mark hefur verið skorað í fjórum síðustu leikja Nor- wich, sigurmark Norwich í Luton. Vömin hefur því ekki fengið á sig mark í 360 minútur. 6 Sheff. Utd - Luton I Sheffieldliðið hefur komið mest á óvart í vetur. Fyrst fyrir óhagstætt gengi en síðar sjö sigra í röð. Mikil barátta hefur einkennt liðið undanfama þrjá mánuði og spuming hvenær leikmenn missa móðinn. Sennilega er liðið enn í fallhættu og ekkert gefið eftir í þessum leik. 7 Sunderland - Crystal P. 2 „The Bank of England“ var Simderland kaUað hér á árum áður. Liðinu hefur ekki gengið vel í vetur. Leikmenn em flestir ungir og hafa getu ungra manna; geta hamast töluvert í stuttan tíma en em ekki áreiðanlegir til lengri tíma. Leik- menn Crystal Palace hafa á móti náð töluverðri reynslu í 1. deild og vita að það þarf að berjast allan tímann til að ná árangri. Crystal Palace stefnir á þriðja sætið í deildinni sem er besti árangur liðsins í sögu félagsins. 8 Tottenham - Coventry 1 Tottenham er ekki sannfærandi um þessar mundir. Liðið hefur ekki sýnt sigurform undanfamar vikur. Liðið tapar þó ekki oft á heimavelli. Coventry hefur gengið hrikalega illa á útivelli, einungis náð fimm stigum af 42 mögulegum, sem gerir 11,9 %, er versti árangur liðs í 1. deild á útívelli. 9 Wimbledon - Nott. Forest 1 Wimbledon hefur ekki tapað neinum af níu síðustu leikjum sínum og reyndar ekki nema þremur af sautján þeim síð- ustu. Liðið leikur án þrýstings en þó er metnaðurirm tölu- veröur þar á bæ. Það jaðrar við að SkírLsskógarliðið sé í fallhættu. Ekki má mikið út af bera. 10 Leicester - Millwall X Fallbarátta 2. deildar er harðari en oft áður. Leicester er eitt þeirra liða sem á í erfiðleikum. Það er dálítið kyndugt því liðinu var spáð ágætum árangri í vetur. Gordon Lee, fyrrverandi þjálfari KR, er nú við stjómvölinn og spuming hvort honum takist að rétta skútuna við. 11 Swindon - Newcastle X Swindon á í basli. Liðið er í fallhættu, hefur til dæmis ekki unnið neinn af sjö síðustu leikjum sínum. Það er því sorg í búi Osvaldo Ardilesar, framkvæmdastjóra Swindon. New- castle hefur heldur verið að sækja sig undanfarið, hefur ekki tapað nema einum af níu síðustu leikjum sínum. 12 Wolves - Sheff. Wed. X Sheffieldliðið sér hilla undir meistaratign í 2. deild því efstu liðin, Oldham og West Ham, hafa verið að gefa eftir. Þessi þrjú lið em í hnapp á toppnum en töluvert bil er í næstu lið. Úlfamir em alveg heillum horfiúr, em með tvö stig úr fimm síðustu leikjum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.