Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT 8. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Óhugnanlegt ofbeldi Stöðugt berast ógnvænlegar fréttir af hvers konar ofbeldi á götum höfuðborgarinnar. Einkum að nætur- lagi. Áflog og barsmíðar færast í vöxt og áverkarnir verða æ alvarlegri. En hér er ekki eingöngu um átök að ræða sem tengjast áfengi og óreglu heldur eru þessar líkamsárásir í vaxandi mæli sprottnar af öðrum hvöt- um. Stundum eru það vísvitandi misþyrmingar, stund- um rán skipulagðra árásarhópa og stundum aðför að bráðókunnugu fólki til þess eins að svala einhverjum ofstopa og ofbeldi sem virðist vera að grafa um sig. Skýrslur lögreglu bera það með sér að ákærur um líkamsárásir hafi slegið öll met. Það sem af er árinu hafa 132 líkamsmeiðingamál verið kærð í Reykjavík. í marsmánuði einum er talan komin í fjörutíu líkams- meiðingar og eru þá ekki meðtalin öll þau tilfelli sem ekki koma til kasta lögreglunnar. Slysavarðstofan hefur skrá um slík tilvik og sjónarvottar hafa orðið vitni að átökum og barsmíðum sem ekki eru færðar neins stað- ar á skrá eða skýrslur. Ástandið er orðið með þeim hætti að saklausu fólki er vart óhætt úti á götum eða í miðborginni að næturlagi ef það er eitt á ferli. Þess er skemmst að minnast þegar ungur maður varð fyrir árás á Skólavörðustígnum og lét lífið af þeim sök- um þar sem hann var skilinn eftir meðvitundarlaus i blóði sínu. Unglingsbörn áttu þar hlut að máli. Tilgang- urinn var að ræna unga manninn og tilræðismaðurinn var sérstaklega búinn út til misþyrminga. Það var tilvilj- un hver varð fórnarlambið en það var engin tilviljun að árásin var gerð. Hún var framkvæmd af ráðnum hug. íslendingar hafa talið sér trú um að Reykjavík væri friðsöm borg og örugg. Hér hafa menn getað um frjálst höfuð strokið og ekki þurft að óttast um líf sitt þótt þeir færu fótgangandi um borgina að næturlagi. Nú virð- ist vera að renna upp óöld sem er í líkingu við það sem þekkist í stórborgum erlendis. Ekki er það gæfuleg þró- un. Lögreglan heldur því fram að enda þótt slagsmálum og misþyrmingum fjölgi utan við skemmtistaði og á götum úti sé það enn svo að langflestar líkamsmeiðing- ar eigi sér stað innandyra í tengslum við „gleðskap“ í heimahúsum. Þar er áfengi haft um hönd og yfirleitt virðist ölvun færast í vöxt og eiga þátt í flestum líkams- meiðingum. Það kom fram á athyglisverðri ráðstefnu á vegum Læknafélags Reykjavíkur um helgina að ótrúlega stór hópur barna kviði fyrir helgum og hátíðum. Hvers vegna? Vegna þess að þá sitja börnin undir víndrykkju og óreglu foreldra sem láta ölvun sína bitna á börnunum með líkamlegum eða andlegum misþyrmingum. í stað þess að hlakka til helgarinnar og samneytisins við fjöl- skylduna á páskum og helgum dögum búa fjölmörg börn við angist og kvíða og óbærilegar kvalir af völdum ofstopans í fullorðna fólkinu. Þetta er ömurleg mynd af næturlífi og heimilishaldi hjá þjóð sem telur sig siðaða, kristna og friðsama. Við þurfum-kannski að lesa lögregluskýrslur, horfast í augu við alvöruna og afleiðingarnar til að átta okkur á ástand- inu; til að breyta um hegðan. Spyr sá sem ekki veit. Hitt er ljóst að það er lítill menningarbragur yfir sam- félagi þar sem drykkjumenningin ræður ríkjum. Hvort sem hún er utanhúss eða innandyra. Ellert B. Schram í aðdraganda kosninga er eðlilegt og sjálfsagt að umræðan almennt um skattamál verði áleitnari og fyrirferðarmeiri en annars. Nýver- ið hefur ílskverkafólk vakið verð- uga athygli á sínum kjörum enn einu sinni og nú hafa skattamálin verið þar á oddi efst. Byggð á jöfnum rétti Það er að vonum að fólk sem dag- langt og stundum náttlangt stritar í undirstöðugreinum þjóðarbúsins vilji vekja athygli á umbun sam- félagsins til þess fyrir þá mikilvæg- u vinnu er það innir af hendi. Það er þá líka vert fyrir sama fólk að huga að því hverjir hafa staðið í vegi fyrir ákveðinni, sjálfsagðri jöfnun innan skattakerflsins með hærra skattþrepi á hærri tekjur og eðlilegri skattlagningu ijármagns- gróðans. Þar er sá þröskuldur sem veldur mestu um að ekki er unnt að hækka skattleysismörk og gera lágtekjufólki léttara fyrir. „Samfélagsleg velferðarþjónusta okkar kemur öllum til góða.“ Að skattyrðast um skattamál Það er líka vert fyrir okkur öll aö gjalda verulegan varhug við gylliboðum frjálshyggjuliðsins um lægri skatta í ljósi andstöðu þess við aö skattleggja þá meir sem bet- ur mega við skattheimtunni, svo og hugmyndum þess liðs um sam- drátt í samneyslu okkar og allt yfir í einkavæðingu hinna mikilvæg- ustu þátta hennar. Samfélagsleg velferðarþjónusta okkar kemur öllum til góða því hún er á jöfnum rétti okkar allra byggð en auðvitað yrðu hinir tekjulægstu harðast úti ef þessi þjónusta væri ekki sú sem hún er í dag. Skattaumræðan hjá okkur má aldrei fara niöur á það lága plan að skattpeningar okkar fari í óráðs- íu og einskis verða eyðslu þegar við höfum lýsandi tölur úr fjárlög- um hvers árs þar sem trygginga- bætur, félagsleg þjónusta, heilsu- gæslan okkar öll, menntakerfið og margs konar þjónusta önnur, sem enginn vill vera án, eru meginhluti þeirra útgjalda sem við erum að ijármagna sameiginlega og jafna um leið aðstöðu alla - öllum til handa. Nema við fórum þá bara leið frjálshyggjunnar, sem stærsti flokkur þjóðarinnar virðist nú ætla óhikaö að feta, að þjónustan sé að- eins fyrir þá sem geta greitt hana fullu verði, sé í raun aðeins fyrir þá efnameiri. Ekki afskræmingu En þjóðin mín vill ekki þá af- skræmingu alls þess sem réttinda- barátta fólksins um áratugi hefur öll beinst að. Það hygg ég mig vita með vissu. Þess vegna verður að fara að með fullri gát, þegar fjarg- viðrast er yfir skattafári og það oft mest af þeim, sem gera mestar og ótviræðastar kröfur til samfélags- ins um gögn og gæði og heimta jafn- vel enn meira en þó er í dag og sem þá myndi óhjákvæmilega kosta aukna skattheimtu. En staðreyndin er þó alveg ótví- ræð að leita þarf leiða til þess að jafna skattbyrðinni á fólk með þeim eina hætti sem unnt er að leggja meira á hin margfrægu breiöu bök, en draga um leið úr skattbyrðinni á hið stritandi erfiðisfólk, sem rétt hefur laun til þurfta. Málið er svo einfalt að ef skattalækkunarhjal- inu fylgja ekki ákveðnar tillögur um aukna hlutdeild hinna betur megandi í samneyslunni, sann- gjarna en ótvírætt aukna, þá á ekki og má ekki taka mark á slíkum gylliboöum af því að þau eru út í bláinn nema eins og áður er sagt það sé meiningin að breyta sam- félagsgerð þess jafnaðar, sem lág- launafólk má allra síst við að verði KjaHarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ eigi að koma svo beint til skatttöku sem raun er á í dag ef viðkomandi nær á annað borð svo langt að fá á sig skatt. Þetta eru heimildarupp- bætur og bensínpeningar. Hvort tveggja er nefnilega beinlínis þann- ig hugsað að mæta eigi viðbótarút- gjöldum öryrkjanna, útgjöldum sem við hin, sem heilbrigð köll- umst, þurfum ekki almennt að hafa áhyggjur af. Hvoru tveggja ætti þannig ótvírætt að vera utan skatt- töku eða a.m.k. innan mjög þröngra marka. Þetta baráttumál okkar hefur ekki fengið þær við- tökur, sem vert væri og sanngjarnt væri að allra dómi. Einhver undar- leg skattatæknileg atriði, ásamt með lagatilvísunum, koma í veg fyrir þá leiðréttingu, sem öllum væri sómi að. „... heimildaruppbæturogbensínpen- ingar. - Hvort tveggja er nefnilega bein- línis þannig hugsað að mæta eigi við- bótarútgjöldum öryrkjanna, útgjöldum sem við hin, sem heilbrigð köllumst, þurfum ekki almennt að hafa áhyggjur af.“ gert. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing má ég til með að ítreka enn einu sinni það sjónarmið mitt, að vissu- lega má spara og veita aðhald hjá því opinbera, en aðeins að benda á það um leið að það eru og veröa aldrei annað en fáein brotabrot þeirra megintalna sem mestu máli skipta. En jafnsjálfsagt er aö hið opinbera sói ekki og eyði í óráðsíu og hreina endileysu. En skattamálaumræða kemur víða við. Á eigin starfsvettvangi nú koma þessi mál æði oft upp á borð og af eðlilegum ástæðum. Nú er það svo að mikill hluti tryggingaþega þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af skattamálum, bætur þeirra eru einfaldlega of lágar til þess að nokkur hætta sé á aö þetta fólk reki sig upp í skattaþakið. En það gerist vissulega hjá þeim sem hafa sæmilegan lífeyrissjóð að leita til eða einhverjar atvinnutekjur. Ótvírætt utan skatttöku Ekki skal um þaö deilt að megin- hluti tryggingabóta jafngildir venjulegum launagreiðslum og engin ástæöa til annarrar með- höndlunar en önnur laun fá hvað skatttöku varðar. En það eru þó þær bætur til, sem margir njóta og mörgum bjarga til sjálfsþurftar, sem vægast sagt er vafasamt að Vonbrigði okkar með viðtökur eru mikil og þeim skal hvergi leynt, einkum af því að þetta er máski, þegar betur er að gáð, aðeins spurning um eitthvert brotabrot heildarskattheimtunnar og við værum fyllilega reiöubúin að skipta á sléttu við hið opinbera (ríki og sveitarfélög - sveitarfélög ekki síður) á þessari óréttmætu skatt- heimtu og auknum sparnaði sömu aðila á óþarfa liðum. (Þetta eru sem sé engar ráöhúsupphæðir). Komandi kosningar leiða af sér einhverjar breytingar utan efa og ekki skal hér í það spáð frekar, hversu heillaríkar þær kunna að verða. En verði frjálshyggjudraug gróðahyggjunnar áfram haldiö ut- an við sem mest má verða, þá verða vonandi allir flokkar tilbúnir að taka á þessu brýna máli öryrkj- anna og leiða það til lykta á ein- hvern eðlilegan og sanngjarnan máta. En umfram allt held ég þó að ör- yrkjar sjálfir þurfi að vera óþreyt- andi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og kosningar eru m.a. til aö krefja menn andsvara við áleitnum þjóðfélagsmarkmiðum. Það verður vonandi gert nú og virkileiki framtíðar felst svo vænt- anlega í leiðrétting þessa augljósa ranglætis. Þá yrði ekki til einskis barist. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.