Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 52
F R ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5,000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. é Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift » Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Páskaveðrið: Hvassttilfjalla Veðurstofan spáir umhleypinga- sömu veðri á landinu öllu fyrir pásk- ana. Veðurfræðingur tók þó fram að veðrið yrði þess eðlis að spár gætu allar farið í vaskinn. Á morgun, skírdag, er spáð suðlæg- um áttum með slyddu eða rigningu um sunnan- og vestanvert landið en .þurru norðaustanlands fram eftir degi. Hlýnandi veður verður í bili. A föstudaginn langa bendir flest til að lægð nái að dýpka fyrir austan landið þannig að hann fari yfir í norðan- eða norðaustanátt. Getur þá orðið mjög hvasst sums staðar, sér- staklega á Norður- og Austurlandi, með snjókomu eða éljagangi. Það gæti orðið snarpur hvellur, alvöru páskahret. Þetta veður líður hjá seint á föstu- deginum eða laugardeginum og verð- ur þá komið skaplegra veður um allt land. Þá verða suðvestlægar áttir með súld sunnanlands og vestan og léttir til austantil. Það veður gæti staðið fram á páskadag. Veðurfræö- ingur sagði einkennandi fyrir páska- veðriö að mjög hvasst yrði í háloftun- um yfir landinu sem þýddi mikið hvassviðri til fjalla, á hálendinu, þar sem spáð væri andstyggðarveðri. -hlh Færtáflestastaði Útlit er fyrir aö flogið verði á flesta ef ekki alla áætlunarstaði Flugleiða og Arnarflugs innanlands/Flugtaks i dag. Það er þá helst á Vestfjörðum sem veðurútlit er slæmt. Flogið verð- ur á morgun, skírdag, en ekkert á föstudaginn langa. Síðan verður flog- ið á laugardag og annan í páskum. -ns Dollari við 60 krónur Dollarinn lækkaði örlítið í morgun en síöustu daga hefur hann hækkað mjög skarpt og verið við 60 krónurn- ar. Fyrir fáum vikum var hann kom- inn niður fyrir 54 krónur. í morgun var sölugengi dðllars skráð á 59,74 krónur en kaupgengi 59,58 krónur. -JGH Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, 27. mars, til kl. 18.00. Lokað verður skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 30. mars og páskadag. Annan páskadag verður smáaug- lýsingadeildin opin frá kl. 18-22.00. Síminn er 91-27022. Afgreiðsla og áskrift er opin til kl. 20.00 í kvöld. Næsta blað kemur út þriðjudaginn 2. apríl. Gleðilega páska! LOKI Gleðilegt páskahret! Höfuðpaurinn 1 stóra kókaínmálinu dæmdur í 4 ára fangelsi: Þyngsti Hæstaréttar- dómur í f íknief namáli Hæstiréttur hefur dæmt Ólaf Þór Þórhallsson, 27 ára Reykvíking, til þyngstu fangelsisrefsingar sem kveðinn hefur verið upp af þeim dómi vegna fíkniefnabrots - fjög- urra ára fangelsi. Ólafur Þór var ákærður fyrir að hafa verið frum- kvöðull i að skipuleggja öflun fíkni- efna og flutning þeirra til landsins í svokölluðu stóra kókaínmáli árið 1988. í júni 1990 var Ólafur dæmdur í 4/t árs fangelsi i Sakadómi Reykja- víkur. Hann neitaði alltaf sakar- giftum þrátt fyrir aö tveir menn sem voru viðriðnir málið hefðu gengist við sínum brotum. Garðar Bragason var dæmdur í 3 V/ árs fangelsi en Kári Elíasson í 2 '/> árs fangelsi. Þeir tveir greindu hrein- skilnislega frá atvikum málsins og var það virt þeím til hagsbóta við refsiákvörðun. Tvímenningarnir undu undirréttardóminum, þeir áfrýjuðu ekki og fóru síðan í fang- elsisafplánun. Ölafur Þór áfrýjaði hins vegar sínum dómi til Hæsta- réttar. Honum bar aldrei saman í meginatriðum við hina sakborn- ingana né vitni í málinu. Ölafur Þór stofnaði bílaleigu ásamt Garðari gagngert til að fjár- magna fikniefnakaupin í Banda- ríkjunum. Kókainið var flutt til ís- lands falið í bíl. Hluta efnisins tókst að selja en fikniefnalögreglan lagöí hald á 437 grömm í bankahólfi í Breiðholtsútibúi Landsbankans. í dómi sakadóms segir að brot Ólafs Þórs og Garðars hefði haft langan aðdraganda, verið vel skipulagt og lýsti þannig einbeitt- um brotavilja. Auk þess sammælt- ust mennirnir um brotið. Sakadómur félist á kröfu ákæru- valdsins um upptöku á lóðavog sem notuð var við mælingu kókaínsins, svo og Ford Fiesta bil sem keypt var fyrir ágóða fíkniefnasölunnar. Hæstiréttur féllst á upptöku lóða- vogarinnar en ekki bilsins. Ólafur Þór hefur neitað að eiga bílinn. Fordinn, sem er í vörslu lögregl- unnar, er því samkvæmt þessu eig- andalaus. Hæstiréttur dæmdi Ólaf Þór einnig til að greiða 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Til frá- dráttar refsingu hans kemur 210 daga gæsluvarðhald. Hann var einnig dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Skipaður verjandi mannsins var Jón Oddsson hæstaréttarlögmað- ur. -ÓTT Sjö skipverjum af Jósep Geir, 47 tonna bát sem gerður er ut frá Þorlákshöfn, var bjargað um borð i Fróða ÁR 33 þegar báturinn sökk eftir að leki kom að honum skammt fyrir utan Stokkseyri i gærmorgun. Á myndinni eru þrír skipverjar af Jósep Geir að fara í land þegar Fróði kom með þá til Þorlákshafnar skömmu fyrir hádegi í gær. Frá vinstri Hjalti Hafsteinsson matsveinn sem er skólaus enda missti hann allan sinn búnað þegar báturinn sökk, Þórður Guðmundsson háseti og Guðjón Þór Pálsson stýrimaður. - Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd Brynjar Gauti Veðriðámorgun: Þurrt og bjart norð* austanlands Á morgun verður suðlæg átt og heldur hlýnandi í bili. Víða verð- ur slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu norðaustanlands og sums staðar bjart veöur framan af degi. Akranes varð stjórnlaust við Azoreyjar - muíslendingarumborð Akranes, eitt stærsta skip íslend- inga, missti stýrið suður af Azoreyj- um þegar það var á leið frá Noregi til New Orleans i Bandaríkjunum. Um borð eru níu íslendingar og fjór- ir Pólverjar. Skipið er með 7.165 tonn af járnblendi. Atburðurinn varð 19. mars. Skipið varö stjórnlaust og var ákveðið að óska eftir aðstoð dráttarbáts. Bátur- inn kom að Akranesi nokkrum dög- um síðar og var búið að setja fasta dráttartaug á milli skipanna síðast- liðinn laugardag. Á sunnudeginum gerði slæmt veður og slitnaði þá taugin. Erfitt var að athafna sig með svera dráttartaugina í miklum sjó- gangi en á mánudag tókst að festa hana aftur. Á hádegi á mánudag hélt skipið áfram ferðinni. Ferð Akraness og dráttarbátsins sóttist sæmilega í gær. Akranes getur keyrt báðar aðalvélar. Skipstjóri um borð er Trausti Guðjónsson. Að sögn Guðjóns Ármanns Einars- sonar, rekstrarstjóra Nesskipa, er vonast til að skipið komi til hafnar á laugardag. Verið er að leita tilboða vegna viðgerðar og er búist við að gert verði við skipið í Portúgal eða á Spáni. -ÓTT TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.