Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Kristin Sandholt með Fanndísi. DV-myndir BG Það er ótrúlega rólegt og hljóðlátt andrúmsloftið í sundlauginni á Grensásdeild Borgarspítalans þegar ÐV mætir þangað til þess að fylgjast með ungbarnasundi undir leiðsögn Ágústu Guðmarsdóttur sjúkraþjálf- ara. í tímann mæta sex mæður með ungbörn á aldrinum frá 4-8 mánaða. Þótt ótrúlegt megi virðast þá sýnast þessi kríli vera eins og fiskar í vatni. Þau skvampa og leika sér og svelgist aldrei á þó andlitiö fari í kaf. Mæð- umar renna bömunum fram og til baka í vatninu ýmist á bakinu eða maganum. Ágústa fylgist glöggt með öllu og syndir milli mæðra og leið- beinir þeim. Þær raða sér í hring og syngja saman og börnunum er lyft upp úr vatninu og skellt niður í aft- ur. Enginn grátur heyrist, aðeins skríkjúr í bömum sem fmnst veru- lega gaman. Sum börnin slaka á og láta mæðurnar um að skvampa með sig meðan önnur verða vart hamin í höndum vegna þess hve þau busla ákaflega. Stoltir feður fylgjast með af bakkanum og einn er reyndar ofan í lauginni og tekur virkan þátt í æf- ingunum. Hugtakið ungbarnasund er sam- heiti yfir ýmiss konar skipulagðar athafnir með ungbörn í vatni og markmiðið er með réttu að þau læri að synda smám saman þó vatnsleik- ur sé e.t.v. réttara orö yfir námskeið af þessu tagi. Megináherslan er lögð á leikinn, samspil foreldra og barna, líkams- snertingar og augnsambands. í vatn- inu getur barnið gert hreyfingar sem stuðla að eðhlegum hreyfiþroska en það er eitt af helstu markmiöum námskeiðsins auk þess að stuðla að því að barnið venjist vatni snemma og hafi vald á hkama sínum í vatni frá fyrstu tíð. „Ég lærði þetta í rauninni þegar ég var búsett í Noregi,“ sagöi Ágústa Guðmarsdóttir í samtali við DV. „Ég hafði áður þjálfaö fötluð börn í vatni og var því ekki alveg ókunnug þessu. Þetta hefur fengið betri undirtektir en ég bjóst við. Hér á íslandi er góð aðstaða fyrir foreldra að halda þjálf- un áfram upp á eigin spýtur.“ „Ég kynntist svona námskeiðum úti í Hollandi en fann aldrei neitt slíkt hér fyrr en núna. Ég held að þetta sé afskaplega gott fyrir barn- ið,“ sagði ein mæðranna, Ida Sewey, í samtali við DV. Hún-var með dóttur sinni, Ehsabetu Bjarnadóttur, 4 og hálfs mánaöar gamla. „Ég var á biðhsta á þetta námskeið því ég vissi að börn hefðu óskaplega gott af þessu. Ég sé ekki eftir því. Sú stutta skemmtir sér óskaplega vel,“ sagði Kristín Sandholt sem var með Fanndísi Þóru, 3 mánaða. íþróttaskóhnn í Köln í Þýskalandi hefur gert rannsókn á ungbarna- sundi. Yfirmenn rannsóknarinnar segja í skýrslu sinni að það að fylgj-' ast með börnunum í þrjú ár sé of stuttur tími til að rannsaka áhrif og meta árangur barnanna. Tilhneiging< í bráðabirgðaniðurstöðum og hug- lægt mat rannsóknaraðila sýnir að börn sem hafa stundað ungbarna- sund borin saman við jafnaldra eru færari í að aðlaga sig mismunandi aðstæðum og eru sjálfstæðari við að leysa ný verkefni. Þau hreyfðu sig af meira öryggi og hræðslulaust, sýndu meiri hreyfigetu og voru hraustari. -Pá Þetta er óskaplega gaman Hæstánægður nemandi á fyrsta ári. Mæðurnar æfa börnin undir leiðsögn Ágústu. Mamma passar mig. Slakað á í sundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.