Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Veiðivon Veióimenn munu fagna því innilega að Hvammsvik í Kjós verói opnuð aftur og það gerist núna um páskana. DV-myndir G.Bender Hvammsvík í Kjós opnuó um páskana: íslandsbanki mun sjá um starfsemina á næstunni Fyrir fáum dögum var tekin ákvörðun innan Islandsbanka að hann sæi um útivistarparadísina í Hvammsvik í Kjós næstu vikurnar, allavega á meðan þetta er ekki selt. Ákveðið var að laga lónið sem þar er og setja síðan í það fiska. En eins og DV greindi fra slapp allur flskur- inn úr því í janúar, 15 þúsund regn- bogasilungar. Þangað verða aftur settir regnbogasilungar og verður staðurinn opnaður aftur núna um páskana. Þetta auðveldar veiðimönnum á öllum aldri að renna fyrir fisk um páskana í Hvammsvík í Kjós. -G.Bender Sjóbirtingsveiðin byrjar annan í páskum: Góðar horfur meðveiði Annan í páskum byrjar sjóbirtings- 'veiðin og eru veiðimenn orðnir spenntir að hefjast handa. Þær veiðiár, sem verða opnaðar. eru Geirlandsá, Vatnamót, Skaftá, Fossálar, Varmá og Andakílsá. Ákveðið hefur verið að friða sjóbirt- inginn þetta árið í Tungufljóti. „Það er alltaf spennandi að opna Varmána og þetta eru orðin yfir 30 ár sem ég hef byrjað þarna fyrsta veiðidaginn," sagði Haukur Haralds- son veiðimaður í vikunni og bætti við: „Veiðin hefur oft verið misjöfn. Hér áður fyrr veiddist stundum vel en í fyrra fengum 25 fiska; þeir stærstu voru fjögur pund.“. „Það gæti orðið einhver silungs- veiði í byrjun í Andakílsá á silunga- svæðinu en stöngin kostar 3000 krón- ur og veitt er á fjórar,“ sagði Jóhann- es Helgason leigutaki Andakílsár. „Það veiöist fyrir neðan veiðihúsið en þar eru klappir og bleikjan tekur best á háfjöru," sagði Jóhannes enn- fremur. Það eru vaskir Keflvíkingar sem opna Geirlandsá og Vatnamót. Ef veiðimenn komast ekki í sjóbirt- ing er hægt að renna fyrir silung í vötnum en nokkur þeirra verða opn- Það er oft kalt í byrjun sjóbirtings- tímans, eins og þessi mynd sýnir, en hér hefur Benedikt Ólafsson veitt sjóbirting. En veiðimenn kalla ekki allt ömmu sína og leggja ýmislegt á sig. DV-mynd JSS uð 1. apríl. (Þetta er ekki aprílgabb). Vötn, sem verða opnuð þennan fyrsta dag apríl, eru Meðalfellsvatn og vötn í Svínadal meðal annarra. -G.Bender Vissir þú ... að nokkrar veiðiár eru á lausu þessa dagana eins og Glerá í Dölum og Laxá í Miklaholtsheppi? Laxá hefur verið leigð út í nokkur ár til sama mannsins en Glerá hef- ur verið leigð hinum og þessum síðari ár. En þær eru báðar á lausu þessa dagana. ... að erfiðara getur reynst að komast í sjóbirtingsveiði núna í byrjun tímabilsins en verið hefur áður? Þeim veiðiám fækkar sem hægt er að veiða i á hverju ári. . Laxá i Leirársveit og Laxá í Kjós hafa báðar dottið út í byrjun. Finnst veiðimönnum það miður. ... að Veiðimálastofnun hefur flutt starfsemi sína í Vagnhöfða 7, frá Hlemmi? Fyrirtækið var fyrir löngu búið að sprengja allt utan af sér á gamla staðnum. Árni ísaks- son veiðimálastjóri segir allt annað fyrir stofunina að starfa á þessum nýja stað. -G.Bender Þjóðar- . spaug DV Höfuðið Einhverju sinni fór Björn Páls- son, alþingismaður á Löngumýri, ásamt félögum sínum úr þing- flokki Framsóknarflokksins í rannsókn til Hjartaverndar. Er eirrn samflokksmaður hans kem- ur út frá lækninum segir hann hátt: „Þeir fundu ekkert að mér.“ Litlir kærleikar voru með Birni og þeim er mælti þessi orð enda bætti Björn óðar við: „Nú, þeir hafa þá ekki.skoðað á þér höfuðið." ÞingflokJkur Bjama Bjami Guðnason, fyrrverandi alþingismaður, klauf sig úr Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna. Eftir það var hann einn í þingflokki sem reyndar varð ekki langlífur. Einhverju sinni var Hannibal Valdimarsson, þá- verandi ráðherra og fyrrverandi flokksbróðir Bjarna, að halda ræðu i þinginu. Ekki var Bjarni alveg sammála innihaldi ræð- unnar og lét þaö óspart í ljós með alls kyns frammiköllum. Fyrst í stað lét Hannibal sem ekkert væri en þegar Bjarni virtist bara alls ekki ætla að þagna leit Hannibal yfir þingheim og sagði: „Ég vil biðja þingflokkiim um að halda sér sarnan." Kæru ... Einhverju sinni er Vilmundur heitinn Gylfason alþingismaður var að halda ræðu á Patreksfirði hóf hann ræðuna á eftirt'arandi orðum, við litla hrifningu heima- manna: „Kæru Dýriirðingar...“ Helmingurinn Einu sinni var Steingrímur Hermannsson spurður að því hversu margir ynnu í ráðuneyt- unum. „Svona helmingurinn," svaraði hann af bragði. Finnur þú fímm breytingai? 98 ©PIB ©PIR Mér finnst eins og við höfum fjarlægst hvort annað upp á síðkastið, Nafn:........... Georg ... Heimiiisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. 2. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. Vinningarnir koma frá versl- uninni Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 98 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir nítu- gustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Jóhanna Pálsdóttir, Hofteig.22, 105 Reykavík. 2. Jóhanna Þórhallsdóttir, Breiðvangi 18, 220 Hafnar- firði. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.