Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 8
f l 9______ Útlönd - 4 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. tnof f'KfCT A -t q T T'A /■ f JTTTt A T A I>V Hörmungar Kurda: Aukin aðstoð undirbúin Vopnaður ty rkneskur hermaður gætir Kúrda sem bíða eftir læknishjálp. Símamynd F Fyrstu bandarísku hermennirnir lögðu af stað í gær til flóttamanna- búða Kúrda á landamærunum milli Tyrklands og íraks. Hlutverk þeirra er að ákveða hvaða aðgerða sé þörf í búðunum þar sem um hundrað flóttamenn látast á hverjum degi vegna næringarskorts og smitsjúk- dóma. Bandarísk yflrvöld, sem sæta nú vaxandi gagnrýni fyrir afskiptaleysi sitt gagnvart Kúrdum, sem þau hvöttu til uppreisnar, hafa lýst því yfir að þau ætli aö setja upp bráða- birgðabúðir fyrir flóttamenn í norð- urhluta íraks og á landamærunum til að létta á tyrkneskum yfirvöldum. Sjálf ætla tyrknesk yfirvöld, sem hafa reynt að halda flóttamönnunum frá landamærunum, að hefja flutning í dag á hluta þeirra úr fjöllunum til búða þangað sem auðveldara verður að senda hjálpargögn. Flóttamenn hafa greint frá því aö tyrkneskir her- menn hafi krafist greiðslu fyrir að leyfa fólki að fara yfir landamærin auk þess sem þeir hafl stolið matvæl- um sem varpað hefur verið úr lofti. Að sögn kúrdísks flóttamanns eru það aðeins þeir sterkustu sem munu lifa af hörmungarnar. Og fréttamað- ur, sem segist hafa séð hungraða flóttamenn slást um brauð sem út- hlutað hefur verið í flóttamannabúð- um, tekur undir það. Menn eru einn- ig sagðir hafa stungið aðra til bana til að komast yfir brauðbita. Vegna skipulagsleysis var í gær ekki hægt að flytja þrjátíu þúsund flöskur með vatni til flóttamannanna sem ísraelskur friðarsinni hafði gef- ið. Hann kvaðst ekki hafa getað feng- ið tvo bíla til að flytja vatnið síðustu þrjá kílómetrana upp hæðina til flóttamannanna. Hörmulegt ástand ríkir einnig meðal kúrdisku flóttamannanna sem eru á leiðinni til landamæra írans. Að sögn fréttamanna, sem verið hafa þar á ferð, komast sumar mæður með börn aðeins um fjóra kílómetra á dag. Fréttamenn segja að ekkert geti bjargað lífl þeirra nema hjálpar- sendingar úr lofti. Bandarískar hersveitir, sem verið hafa í eyðimörkinni í suðurhluta ír- aks frá stríðslokum, lögðu af stað í gær suður á bóginn til landamær- anna við Kúvæt. Munu hermennirn- ir hafast við á svæði sem nær tíu kílómetra inn í írak þar til eftirlits- sveitir frá Sameinuðu þjóðunum takavið. Reuter Shamir, forsætisráðherra ísra- els. Símamynd Reuter Blendin skilaboð til ísraelskir leiðtogar buðu í gær Palestínumönnum takmarkaða sjálfstjórn á herteknu svæðunum en hétu því jafnframt að fjölga ísraelskum landnemum þar. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagði við frétta- menn i gær að Palestínumenn gætu stjórnað öllum málum sín- um nema utanríkis- og varnar- málum eins og kveðið var á um í Camp David friðarsamningnum milli Israels og Egyptalands frá 1978. Palestínumenn á herteknu svæðunum hafna þessum samn- ingi og krefjast sjálfstæðs ríkis, David Levy, utanríkisráöherra ísraels, hvatti í gær sfjómina til að fjölga bústöðum fyrir gyðinga á hcrtcknu svæðunum þrátt fyrir andstööu Bandaríkjanna, helsta bandamanns ísraels, og helstu leiðtoga araba sem þátt myndu taka í friðarviðræðum. Palestínumenn, sem hittu Jam- es Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, að máli í ísrael í siöustu viku hvöttu hann til að beita sér fyrir því að landnám gyðinga á herteknu svæðunum yrði stöövaö. Um hundrað þús- und gyðingar eru nú búsettir þar en fjöldi Palestínumanna er nær tvær milljónir. Shamir ilaug til London í gær þar sem hann mun ræða við Val- entin Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Shamir ætlar að hvetja til fulls stjórnmálasam- bands ísraels og Sovétríkjanna til þess að Sovétríkin geti tekið þátt í viðræðum um friö í Miðaustur- löndum. ísraelsk og bandarísk yflrvöld hafa náð samkomulagi um svæð- isbundna ráðstcfnu. Palestínu- menn og arabaríki hafa farið fram á alþjóölega ráöstefnu. Reutei Uppbygging A-Evrópu: Skipting kostnað- ardeilu- Fjármálaráðherrar helstu iðn- ríkja heims eru nú í London vegna vígslu Evrópska uppbyggingar- og þróunarbankans. Munu þeir ræða aðstoð við Austur-Evrópu og upp- byggingu í Miðausturlöndum. Hvernig skipta á kostnaðinum er hins vegar orðiö hitamál. Bandarisk yfirvöld hafa greini- lega lýst yfir óánægju sinni með framlag japanskra stjórnvalda vegna Persaflóastríðsins og segja að þau hafi ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Japönsk yfirvöld halda því hins vegar fram að þau hafi reitt af hendi allt það fé sem þau lofuðu. Þýsk yfirvöld hafa greitt allt sem þau gáfu fyrirheit um. Þau hafa hins vegar varað við þvi aö það séu takmarkanir fyrir því hversu mikiö þau geti lagt fram til annarra mála vegna uppbyggingarinnar í þeim hluta Þyskalands sem áöur var Aust- ur-Þýskaland. Rcuter EIGUM TÖLUVERT ÚRVAL AF BÍLUM Á CA 200-600 ÞÚS. Á GÓÐUM KJÖRUM, JAFNVEL ENGIN ÚTBORGUN!!! BILA HÚSIÐ SÆVARHÖFÐA 2 674848 í húsi Ingvars Helgasonar YFIR 100 BÍLAR Á STAÐNUM OG 1200 Á SKRÁ! Nissan Sunny 1500 SLX '88, ek. aðeins 37 þ. km, sjálfsk., vökvasl., útvarp o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 700 þús. Eigum allar árgerðir af Sunny! Nissan Pathfinder 3,0 SE, '90, ek. 20 þ. km, sjálfsk., krómf. o.fl. Ath. skipti ódýrari, verð 2150 þús. Eigum einnig árg. '87, '88 og '89. MMC Colt 1500 GLX '89, ek. 40 þ. km, 5 gíra, vökvast., aukadekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 800 þús. Cherokee Laredo 4,0 L '88, ek. 62 þ. km, sjálfsk., upphækkaður, spil, álfelgur o.fi. Ath. skipti á ódýrari, verð 2150 þús. Eigum einnig árg. '87 og '89. MMC Pajero 3,0 '89, ek. 28 þ. km, 5 gira, stærri dekk o.fl. Aðeins bein sala, verð 1650 þús. Volvo 440 GLT '89, ek. 29 þ. km, 5 gíra, álfelgur, bein innspýting, raf- rúður o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 1100 þús. Nissan Maxima 3,0 L '90, ek. aö- eins 3 þ. km, sjálfsk., ABS brems- ur, leðuráklæði, rafm. í öllu o.m.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 2200 þús. Subaru Legacy 1800 st. '90, ek. 11 þ. km, 5 gíra, vökvast., samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 1380 þús. Nissan king cab 4x4 '90, ek. aðeins 8 þ. km, 5 gíra, vökvast., veltigrind o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 1390 þús. Nissan Patrol turbo disil '87, ek. 134 þ. km, 5 g., spil, 7 manna, brettak., o.fl. Björgunarsveitarútgáfa, ath. skipti á ódýrari, verð 1900 þús. Subaru Justy J-12 4x4 '89, ek. 26 þ. km, 5 gíra, útvarp o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 750 þús. Eigum einnig árg. 1990. MMC Lancer 1800 GLX st. 4x4 '88, ek. 45 þ. km, 5 gira, útvarp, auka- dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 950 þús. Eigum einnig árg. 1987. Subaru 1800 st. 4x4 '89, ek. 23 þ. km, 5 gíra, útvarp, samlæsing o.fl. Ath. sklpti á ódýrari, verð 1180 þús. Eigum allar árgerðir af Subaru á skrá. MMC L-300 minibus 4x4 '88, ek. 64 þ. km, 5 gfra, vökvast. o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 1300 þús. Toyota Corolla st. 4x4 '89, ek. 41 þ. km, 5 gira, vökvast., útvarp. Ath. skipti á ódýrari, verð 1100 þús. Nissan Patrol 4,2 disil '89, ek. 55 þ. km, 5 gíra, upphækkaður, 31" dekk, 6 cyl, útvarp o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 2450 þús. S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.