Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 11
ieei JÍÍHA ?J HIJOAQUMAM MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Oí 11 Utlönd DrmPcTÍcc: Mikhail Gorbatsjov er í miklum vanda í heimsókn sinni til Japans. Hann gæti þurft að kaupa efnahagsaðstoð með landi. Teikning Lurie Nixon segir að Gorbatsjov haf i gert mistök Richard M. Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali eftir tveggja vikna dvöl í Sovétríkjunun- um að Mikhail Gorbatsjov forseti hefði gert mörg og mikil mistök við stjórn landins og eigi ekki lengur möguleika á að breyta nokkru sem skiptir máli. í viðtali við bandaríska sjónvarps- stöð í gær sagði Nixon að sér virtist sem Sovétforsetinn væri valtur í þessi og skorti styrk til að stjóma landinu. „Heimamenn sögðu að Gorbatsjov væri ekki nógu ákveðinn. Þeir sögðu að hann væri meira fyrir að tala en framkvæma," sagði Nixon í viðtal- inu. í Bandaríkjunum er htið á Nixon sem sérfræðing í málefnum Sovét- ríkjanna. Hann hefur oft farið þang- að og gjörþekkti utanríkisstefnuna á árunum áður en Gorbatsjov komst til valda. Nixon sagði að Gorbatsjov hefði gert grundvallarmistök þegar hann sneri sér til harðlínumanna um stuðning þegar halla tók undan fæti. Nixon lýsti Boris Jeltsín, forseta Rússlands, sem kröftugum stjórn- málamaiini og miklum persónuleika. „Jeltsín sendur nærri fólkinu vegna þess að hann dáir fólkið og hrærist með því,“ sagði Nixon. Hann tók einnig fram að Jeltsín væri ör- ugglega helsti keppinautur Gor- batsjovs um völdin í Sovétríkjunum. Nixon er nú 78 ára gamall. Hann er samt vel ern og hefur notið vax- andi virðingar í Bandaríkjunum síð- ari ár eftir að hann hrökklaðist frá völdum árið 1974. Hann er oft kallað- ur til að gefa áht sitt á alþjóðamálum og hefur skrifað bækur um þau. Reuter Opinber heimsókn Gorbatsjovs Sovétforseta til Japans: Gæti þurft að láta land fyrir fjármagn „Þetta er ferð sem á að borga sig. Allir vona að Japanir taki ákvörðun um að fjárfesta í Sovétríkjunum,“ er haft eftir einum nánasta samstarfs- manni Mikhails Gorbatsjov Sovét- forseta. Hann kemur til Japans á morgun í fyrstu opinberu heimsókn leiðtoga Sovétríkjanna þangað. Töluverð spenna ríkir vegna heim- sóknarinnar því Gorbatsjov er mikið í mun að rétta við fallandi gengi sitt bæði heima og erlendis. Það hefur lengi verið draumur hans að fá Jap- ani til að íjárfesta í Sovétríkjunum til að stöðva samdráttinn í efna- hagslífinu. Astandið er orðið slíkt að Gor- batsjov gæti falhð úr embætti á næstu mánuðum vegna vaxandi ólgu heima fyrir. Honum er því mikið í mun að ná góðum samningum í Jap- an þar sem fjármagn er mikið og tækniþekking á háu stigi. Til að þetta megi takast getur Gor- batsjov þurft að færa fórnir. Einkum hafa Japanir hug á að fá aftur fjórar smáeyjar í Kúrileyjaklasanum. Þær hafa verið þrætuepli ríkjanna allt frá stríðslokum og hafa Sovétmenn ekki ljáð máls á að skila þeim og raunar neitað að ræða málið þar til nú'í síð- ustu viku að þeir viðurkenndu að ástæða væri th að ræða það. Þetta er fyrst og fremst tilfinninga- mál fyrir Japani. Stjórn landsins hefur sagt að ekki komi til greina að ræða um fjárfestingar í Sovétríkjun- um meðan Sovétmenn ráði eyjunum. Því er ekki ólíklegt að Gorbatsjov ákveði að skha eyjunum til að ávinna sér vinsældir í Japan og fá að launum fjármagn til uppbyggingar heima. Gorbatsjov er ahs ekki vinsæll í Japan. Þar hafa fjölmargir hópar hægrisinna haft í hótunum um að láta til sín taka við heimsóknina. Lögreglan hefur því mikinn við- búnað og er tahð að skipulagning á heimsókn erlends þjóðhöfðingja hafi aldrei verið hóknari né kostað svo mikið. Heima í Sovétríkjunum leggja harðlínumenn mikla áherslu á að Gorbatsjov láti ekki sovéskt land af hendi við Japani. Þeir líta á eftirgjöf í þessum efnum sem enn eina niður- læginguna í utanríkismálum því Sovétmenn hafi allan rétt til eyjanna. Þeir segja að eyjarnar séu sovéskar og hafi verið teknar af þegar herveldi Japana var brotið á bak aftur í stríðs- lok. Reuter f anga í Sovét- ríkjunum Bandaríkjamenn hafa beðið Sovétmenn að grennslast fyrir um hvort nokkrir bandarískir stríðsfangar séu þar í landi. Hér er átt við fanga sem ef til vill hafa Ient í höndum Sovétmanna í síöariheimsstyrjöldinni, Kóreu- stríðinu eða Víetnamstríðinu. Bandaríkjamenn segjast ekki vita hvort einhverjir stríðsfangar séu í Sovétríkjunum. Það eru einkum hermenn úr Víetnam- stríðinu sem gætu verið í Sovét- ríkjunum. Reuter FRAMBJOÐENDURIREYKJAVIK SITJA FYRIR SVÖRUM virka daga frá kl. 16.30-18.00 að Laugavegi 17, 2. hæð, sími 622908 - 620277 Allir velkomnir FERMIIMGARTILBOD œ I ^fl / Ijfll jjjw•' ISíl llfflhlm l, .l.J 1 fkVJl;.:L.h„,ll f- I j li.vl ÍÍBiÍSÍÍiá xWHSéMb^ XEáíi&S Fermingargjöf - með Iramtíðina í huga FERMINGARTILBOÐ Verð er miðað við Allir vilja gefa góða fermingargjöf, en það er enginn leikur að hitfa á einu réttu gjöfina. Það er hins vegar auðvelt að finna gjöf sem sameinar ótrúlegt notagildi, þroskar einstaklinginn og hef- ur jákvæð áhrif á nám og starf um alla framtíð. Og það sem meira er- ótrúlega mörg fermingarbörn langar einmitt að fá slíka gjöf! VICT0R VPCIIc 30 VGA kr. VICT0R V86p 20 MB ferðatölva kr. VICT0R V286M 40 VGA kr. Mannesmann Tally MT 81 prentari kr. TA100 Gabriele skólaritvél kr. LetterPerfect ritvinnsluforrit kr. DrawPerfect teikniforrit kr. Microsoft Entertainment Pack kr. Windows 3.0 uppfærsla kr. staðgreiðslu. 109.000,- 129.000,- 169.000,- 16.900,- 19.800, - 16.900, - 29.900, - 4.900,- 9.800, - Victor VPC tölva - Mannesmann Tally prentari - TA Gabriel 100 skólaritvél. Vandaður búnaður frá viðurkenndum framleiðendum. Gjafir sem fylgja fermingar- barninu langt, langt inn í framtíðina. Fermingartilboð sem vert er að kynna sér! EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.