Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 15
15 MÁNÚDAGUR 15. APRÍL 1991. Málefni aldraðra: H vað vilja sjálfstæðismenn gera? Rikisstjórnin hefur staðið fyrir breytingu á lögum þannig að nú greiða aldraðir sjúklingar einnig fyrir vist sina á stofnunum. íslendingar lifa nú lengur en íbú- ar flestra annarra landa og með ári hveiju fjölgar ellilífeyrisþegum hér á landi. Öll viljum við fá að njóta öryggis og góðs atlætis á ævikvöldi og þess vegna þarf að íhuga hvern- ig það verður tryggt. Samtök og félög eldri borgara hafa unnið mjög gott starf í því að benda á hvar þörfin sé mest á úrbótum í málefn- um aldraðra. Þjónusta við sjúka Að mörgu þarf að huga en brýn- ust virðist þó þörfin fyrir fleiri hjúkrunarheimili ásamt eflingu heimaþjónustu um land allt. Þótt margt hafi verið vel gert fyrir þá aldraða, sem heilbrigðir eru, þá þarf að gera betur gagnvart þeim sem sjúkir eru og þurfa á ýmissi umönnun að halda. Stjómvöld þurfa að raöa málum í forgangsröð með tilliti til þessa og beina fjármunum, sem eru til ráðstöfunar, þangað sem þörfin er brýnust. Skilningsleysi stjórnvalda Auðvitað þarf að gæta aðhalds við þennan sameiginlega sjóð okk- ar allra, ríkissjóð, en það hefur þó komið fyrir að fjárframlög til þessa málaflokks, sem snertir málefni aldraðra, hafa alls ekki farið til hans í raun. T.d. var lögum um framkvæmdasjóð aldraðra breytt núna í þinglok þannig að fjármagn sjóðsins var skert, þar sem sjóðn- um voru falin ný verkefni án þess að tekjurnar væru auknar. - Sjálf- stæðismenn voru á móti þessu frumvarpi en stjórnaraðilar höfðu sitt fram. Svipuð áform koma fram í því að teknar voru 370 milljónir í gegnum Kjallariim Sólveig Pétursdóttir alþingismaður og skipar 6. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík staðgreiðslukerfið, sem upphaflega voru ætlaðar þessum sjóði, til al- mennra þarfa ríkissjóðs. Þá hefur ríkisstjórnin staðið fyrir breyting- um á lögum um málefni aldraðra þannig að nú greiða aldraðir sjúkl- ingar einnig fyrir vist sína á stofn- unum. Samkvæmt lögunum hefur því sá hópur aldraðra, sem ætlað er að greiða dvalarkostnað sinn á stofnunum, stækkað talsvert. Vandséð er hvaða rök geta rétt- lætt þá ráðstöfun að fólk, sem hefur tekjur umfram bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins vegna sparn- aðar, sem það hefur ástundað alla sína starfsævi, skuli þurfa að sjá eftir þeim sparnaði til ríkisins þeg- ar það sest í helgan stein. Þess má einnig geta að skattalögum hefur ekki verið breytt vegna vistar manna á stofnunum og skattfrels- ismörk hafa þar að auki verið lækkuð í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Tína mætti til fleiri dæmi til að sýna skilningsleysi stjórnvalda á málefnum aldraðra og á þar ekki síst við aðild Framsóknarflokksins að þessum málum, sem ber ábyrgð á þeim og fer með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Enn- fremur er rétt að geta þess að Reyk- víkingar hafa ekki setið við sama borð og aðrir landsmenn hvað þennan málaflokk varðar. Þetta vilja sjálfstæðismenn gera! Sjálfstæðismenn hafa mótað skýra stefnu í málefnum aldraöra og í stuttri samantekt eru helstu atriöi hennar eftirfarandi: Efla þarf heimaþjónustu um land allt, bæði heimilishjálp og heima- hjúkrun. Áfram skal haldið upp- byggingu húsnæðis fyrir aldraða, bæði vist- og hjúkrunarheimila, og beina flármunum til ráðstöfunar þangað sem þörfin er brýnust. Huga þarf sérstaklega að samvinnu sveitarfélaga við uppbyggingu öldrunarþjónustu. Endurskoða þarf menntunar- og launamál heilþrigðisstétta og ann- arra, sem í öldrunarþjónustu starfa, til að auðvelda mönnun við heimaþjÓQUstu og á öldrunarstofn- unum. Gefa skal einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum kost á því að annast þjónustu við aldraöa með það fyrir augum að þjónustan verði betri, skilvirkari og ódýrari. Tryggja þarf stööugt framboð á íbúðum fyrir aldraða og að íbúðum, sem seldar eru sem sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða, fylgi aðgangur að þjónustuhúsnæöi. Nauðsynlegt er að endurskoða lífeyrisréttindi einstaklinga, sem og hjóna, og þá sérstaklega tengsl lífeyrissjóða, almannatrygginga og skattlagningar. Leiðrétta þarf ýmiss konar mismun, sem nú við- gengst, sérstaklega þarf að létta skattbyrði aldraöra vegna eigna- skatta og fasteignaskatta. Nauðsynlegt er aö skipa nefndir í öllum bæjar- og sveitarfélögum er hafa málefni eldri borgara að verkefni. Við skipulag íbúðar- svæða verði tekið fullt tillit til þarfa aldraðra og fræðsla um réttindi þeirra verði aukin. Með þetta að leiðarljósi vilja sjálf- stæðismenn mæta þörfum þeirra sem lokið hafa löngu dagsverki og stuðla markvisst að því að þeir megi njóta áhyggjulauss ævi- kvölds. Sólveig Pétursdóttir „Nauðsynlegt er að endurskoða lífeyr- isréttindi einstaklinga, sem og hjóna, og þá sérstaklega tengsl lífeyrissjóða, almannatrygginga og skattlagningar.“ Kosningar - og hvað svo? Rikisstjórn Steingrims Hermannssonar. - Steingrímur viröist aðeins þurta að skipta pólitísku þrotabúi forystumanna Borgaraflokksins til að halda áfram sem forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem mynduð var á haustdögum 1988, segir hér m.a. Lesandi góður. Það er nú ljóst að Borgaraflokkurinn, sigurvegarinn í síðustu alþingiskosningum, náði ekki að bjóða fram undir eigin nafni eða listabókstaf. Eftirspurnin eftir pólitískum vinnubrögðum for- ystumanna þess flokks er svo lítil að ekki var einu sinni hægt aö fá hörðustu stuðningsmenn til að leggja nafn sitt við þau. Þá var brugðið á þaö ráð að fá ævintýramenn utan flokksins, mest þekkta vinstrimenn, í fram- boð með flokksforustunni undir nýjum listabókstaf, nýju flokks- heiti og án stefnuskrár. Til ráðstöf- unar eru á milli 30 og 40 milljónir króna af almannafé til að auglýsa þaö ævintýri. En það verða fimm stjómmálaöfl sem ráða rúmlega 60 þingsætum, líklegast öllum 63 að loknum kosningum. - Það eru Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubanda- lag og Kvennalisti. Kratar og Framsókn Alþýðuflokkurinn hefur á und- anfómum 20 árum fengið um 10% atkvæða þegar illa gengur. Þannig fór 1971, 1974 og 1983. Flokkurinn fær um 20% atkvæða þegar vel gengur eins og fór í kosningunum 1978 og 1979. I kosningunum 1987 fékk flokkurinn um 15% atkvæða. Uppgangur Borgaraflokksins í þeim kosningum varð til þess að hann náði ekki 20% þá. í dag eru bestu hugsanlegu aðstæður fyrir Alþýðuflokkinn að vinna sigur, aðrar en þær að flokkurinn er í ríkisstjóm. Vinni Alþýðuflokkur- inn ekki töluvert góðan sigur, og fái um 20% atkvæða þá er það póli- tískt slys hjá flokknum. - Alþýðu- flokkurinn verður pólitísk rusla- tunna í komandi kosningum fyrir ótrúlega marga. Kjallariim Brynjólfur Jónsson hagfræöingur Framsóknarflokkurinn hefur á síðustu 20 árum fengið milli 15 og 20% atkvæða þegar illa gengur. Þannig fór 1978,1983 og 1987. Þegar vel gengur hefur Framsókn fengið um 25% atkvæða. Þannig fór 1971 og 1979. Framsóknarflokkurinn fer ekki illa út úr þessum kosningum, það er ljóst, fær trúlegast um 20% atkvæða og gæti jafnvel unnið nokkur á frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu 20 árum fengið á milli 30 Og 40% fylgis með tveim undan- tekningum. Flokkurinn fékk um 27% í síðustu kosningum, vegna framboðs Borgaraflokksins, og hann fékk 43% fylgi í alþingiskosn- ingunum 1974. Sjálfstæðisflokkur- inn kemur til með að auka fylgi sitt mest allra flokka í komandi kosningum. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hefur sveiflast mikið í skoöanakönnunum á þessu kjör- tímabili og staðfestir það þá miklu ólgu sem er undir yfirborðinu í ís- lenskum stjprnmálum í dag. Það er ekkert óeðlilegt þótt Sjálf- stæðisflokkurinn fái um 40% fylgi í komandi kosningum, og bætti við sig um 7 þingmönnum, í ljósi þess aö Borgaraflokkurinn er ekki með. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó undantekningarlaust ofmetið stöðu sína og styrk fyrir alþingis- kosningar en verður samt stærsti sigurvegari kosninganna. Alþýðubandalag og Kvennalisti Alþýðubandalagið var flokkur sem hafði um eða tæplega 20% fylgi í alþingiskosningunum 1971, 1974, 19787*1979 og 1983. í kosningunum 1987 fékk flokkurinn um 13% fylgi sem er langversta útkoma flokks- ins. íslendingum er að verða það ljóst að hamar og sigð eru áhöld sem ekki passa okkar framtíð. Al- þýðubandalagið vinnur ekki á í kosningunum, og tapar heldur ekki miklu. Fylgi Kvennalistans hefur sveifl- ast mikið í skoðanakönnunum á þessu kjörtímabili. Flokkurinn fékk um 5% atkvæða í kosningun- um 1983 sem voru hanns fyrstu kosningar. í síðustu kosningum fékk hann hins vegar um 10% fylgi. Líklegast er að Kvennalistinn tapi nokkru í þessum kosningum. Skoð- anakannanir benda mjög eindregið til þess. Trúlegt er að flokkurinn fái um 5% fylgi og missi um helm- ing þingsæta sinna. Óbreytt ríkisstjórn Það verð'ur mikið af auðum at- kvæðaseðlum í kjörkössunum þrátt fyrir öll framboðin og það verður mörg atkvæði sem falla dauð og ómerk á hina margvíslegu smáflokka. Jafnframt má gera ráð fyrir slakri kjörsókn. Það er afleið- ing þess að það hefur ekki verið nein pólitísk stemning fyrir þessar kosningar, kosningabaráttan stutt, og mjög margir óákveðnir. Gangi þetta eftir í stórum dráttum færast um 11 þingsæti milli flokka. Borg- araflokkur tapar sjö, Kvennalisti um þrem og Samtök um jafnrétti og félagshyggju einu. Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag mynda núverandi ríkisstjórn, ásamt stjórnmálaafli sem býður ekki fram. Ríkisstjórnarflokkarnir þurfa ekki að vinna nema eitt af þessum 11 þingsætum til að fá hreinan meirihluta á Alþingi. Það verðu að teljast afar líklegt. Fari svo, þá á Steingrímur Hermanns- son leik. Hann er þá sitjandi for- sætisráðherra í ríkisstjórn sem nýtur meirihlutastuðnings á Al- þingi! Lesandi góður. Steingrímur Her- mannsson virðist aðeins þurfa aö skipta pólitísku þrotabúi forystu- manna Borgaraflokksins að lokn- um kosningum til að halda áfram sem forstætisráðherra í þeirri rík- isstjórn sem hann myndaði á haustdögum 1988. Brynjólfur Jónsson „Það verður mikið af auðum atkvæða- seðlum í kjörkössunum þrátt fyrir öll framboðin og það verða mörg atkvæði sem falla dauð og ómerk á hina marg- víslegu smáflokka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.