Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. BARATTUMAL ALÞÝÐU- BANDALAGSINS 1991 # Hækkun skattleysismarka 5 Óbreytt heildarskattbyrði # Hækkun barnabóta # Húsaleigubætur # Hátekjuskattur # Skattlagning fjármagnstekna # Hallalaus ríkisbúskapur # Aukinn hagvöxtur Kaupmáttaraukning hjá launafólki # Samfelldur skóladagur # Lenging skólatíma # Skólamáltíðir # Umboðsmaður barna # Réttaröryggi barna # Úrbætur fyrir fötluð börn # Dagvistun fyrir öll börn # Stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar # Umhverfismat við allar framkvæmdir # Alþjóðlegur umhverfissáttmáli # Atvinna handa fötluðum # Endurþjálfun í atvinnulífinu # Fjárútvegun til félagsþjónustu # 1000 félagslegar íbúðir á ári # Menningarsjóður til stórverkefna # Tvöföldun framlaga til vísinda # Samgöngubylting í þágu byggðanna # Allur fiskur á innlendan markað # Alþjóðlegur fjarskiptamarkaður fyrir fisk # ísland í Evrópu, utan EB # Ný öryggis- og friðarstefna Kjósum áfram árangur ALÞÝÐUBAN DALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir I Reynsluheim- ur kvenna- listakvenna Frá örófi alda hafa mestu hugs- uðir mannkyns velt fyrir sér hlut- verki siðferðis í lífi manna. Uppi hafa verið ýmsar kenningar. Þann- ig lagði Karl Marx áherslu á að sið- ferði væri kúgunartæki hinna sterku, ráðandi stétta, sem höfðu völd til þess að ákvarða lög og regl- ur samfélagsins. Samkvæmt kenn- ingu Marx beittu hin sterku, ráð- andi öfl siðferðinu fyrir sig til að halda hinum undirokuðu niðri og sætta þá við hlutskipti sitt. Þar fór fremst í flokki hugmyndin um guð. Meö því að innræta almenningi trúna á guð tókst hinum ráðandi öflum að beina sjónum almennings frá þeim ömurlegu aðstæðum sem hann liíði við, til allsnægta handan heimsins, þar sem hinir. undirok- uðu mundu fá réttlát laun fyrir hlýðni sína og auðmýkt. Af þessari kenningu spratt hin fræga fullyrð- ing Marx að trúin væri ópíum fólksins. Margir hafa þó verið Marx ósam- mála. Þannig velti heimspekingur- inn Platón því fyrir sér hvort sið- ferðið væri ekki leið hins auma, veikburða meirihluta, til að temja hinn fámenna hóp sterkra sjáíf- stæðra einstaklinga. Samkvæmt þessari kenningu er hlutverk sið- feröisins að koma í veg fyrir að hinir sterku níðist á hinum veiku. Nietzche tók í sama streng þegar hann gerði greinarmun á sam- tryggingarsiðfræði hins fjölmenna hóps veikgeðja hjarðmenna, og herrasiðfræði hinna sterku, sjálf- stæðu einstaklinga. Hugarfar ráðandi og undirokaðra afla Nú er það eitt helsta einkenni heimspekinga að þeir taka oft of stórt upp í sig. Því ættu menn ekki að kyngja neinu þessara viðhorfa gagnrýnislaust. Engu að síður felst þaö sannleikskorn í ofannefndum kenningum að töluverður munur virðist vera á hugarfari þeirra sem meö völdin fara og hugarfari hinna undirokuöu. Þetta kemur einna skýrast fram þegar þjóöir eru að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þá rík- ir jafnan mikil samstaða, eining og bræðralag hjá hinni undirokuðu þjóð, og samkennd þessari er stillt upp sem andstæðu við stjómsemi og hörku hinna sterku, ráðandi afla. Samkennd þessi ríkir þó ein- ungis þangað til sjálfstæðinu hefur verið náð. Þá hefst lífsbaráttan á nýjan leik. Sem dæmi um þetta má nefna þá einingu sem ríkti í full- veldisbaráttu íslendinga fyrir 1918 og hins vegar það ástand sem nú ríkir í íslensku þjóðlífi. Nú kynnu menn að ætla að eng- um dytti í hug að kalla hugarfar hinna kúguðu hópa eðlislæga eig- inleika. Svo er þó ekki. Hér á landi hefur oröið til öflugt stjómmálafl sem nefni sig Kvennalista. Flokkur þessi hefur gefið íslenskri kvenþjóð hugarfar hinna undirokuðu í vöggugjöf. Kvennalistinn hefur ít- rekað hamrað á því að kvenþjóðin, sem vissulega hefur verið kúguð um aldir alda, eigi sér sitt sérstaka hugarfar og gildismat, sem sé eðlis- lega ólíkt hugarfari karla. Þannig heldur Kvennalistinn fram sér- stökum „reynsluheimi kvenna" sem hann leggur til grundvallar Kjallarinn Guðmundur Tómas Árnason stundar nám í Háskóla íslands sérstöku kvenlegu gildismati, og sérstakri stjórnmálastefnu kvenna. „Reynsluheimi kvenna“ er síöan stillt upp sem andstæðu við „heim karla“, þar sem stjórn- semi, harka og samkeppni ku vera allsráðandi. Konur, sem voga sér inn í „heim karla“ og ná þar áhrif- um, em síðan kallaðar karlkonur og jafnvel svikarar við kveneðh sitt. Söguleg rök Dómur mannkynssögunnar er ótvíræður í þessu máh. Hann sýnir að þegar konur hafa komist th valda og áhrifa hefur „reynslu- heimur kvenna“ fokið út í veður og vind. í þessu sambandi þarf ekki annað en að nefna nöfn eins og Margaret Thatcher, Indira Gandhi og Hallgerður langbrók. Um leið og konur þessar komust í valdaað- stöðu sýndu þær á sér klærnar svo um munaöi og sönnuðu að konur þurfa ekki að vera neinir eftirbátar karlmanna hvaö stjórnsemi og hörku varðar. En nú er sem ég heyri raddir kvennalistakvenna andmæla þessu hástöfum. Þær segja að vegna hins harða heims karlasamfélagsins hafi ofannefnd- ar konur ekki átt annarra kosta völ. Aumingja Thatcher og greyið langbrókin hafi neyðst til að afsala sér kveneðli sínu því það var eina leiðin til þess að hafa áhrif á þessa durta. Til að útkljá deilu þessa væri kannski vænlegast að líta til þeirra samfélaga þar sem jafnrétt- isbarátta kvenna hefur skilað meiri árangri en hérlendis. Tökum til dæmis Noreg og Svíþjóð, þar sem kvenfólk situr í náerri því helmingi þingsæta. Þar á bæ hlæja þing- konur að tilburðum kvennalista- kvenna við aö reisa sérstaka „kvennapólitíska afstööu“ á sér- stökum „reynsluheimi kvenna“. Konum í þessum löndum hefur enda tekist ágætlega að koma sér áfram innan stjórnmálaflokkanna. í flokkum þessum hafa þær mikil áhrif, en áhrifum þessum hafa þær náð með því að starfa við hlið karl- manna á jafnræðisgrundvelli en ekki sem fulltrúar fyrir sérstakt kynjasiðferði. Þannig væri fráleitt að halda því fram að Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, teldi sig vera fulltrúa sérstaks „reynsluheims kvenna", í andsöðu við „heim karla“. Konur í þessum löndum hafa sýnt fram á í hveiju tímaskekkja Kvennalistans felst, nefnilega að flokkurinn reynir að innleiða stéttarvitund kvenna ein- mitt þegar konur eru að detta út úr sögunni sem sérstök stétt. Minnimáttarkennd Kvennalistans Eitt er það öðru fremur sem kvennalistakonur stæra sig af en það er aö barátta þeirra hafi haft jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu kvenna. Það þarf þó alls ekki að vera. Jafnréttisbaráttan var komin á gott skrið löngu fyrir stofnun Kvennalistans. Enginn getur sagt til um hvar konur væru staddar í dag ef orkunni, sem farið hefur í baráttu Kvennalistans, hefði verið beint í aðra farvegi. Kvennalistinn hefur líka haft neikvæð áhrif. Með því að troða upp á konur þeim kynstimph að þær séu siðferðilega og eðhslega ólíkar karlmönnum hefur Kvennalistinn gert íslensk- um konum erfiðara fyrir að líta á sig sem jafnoka karlmannsins. Með því að stilla karlmanninum og heimi hans upp sem framandi fyr- irbærum hefur flokkurinn einnig gert konum erfiðara fyrir með að vinna með karlmönnum að sam- eiginlegum hagsmunum. Þetta sést einna best á þeim samskiptaörðug- leikum, sem flokkurinn hefur lent í, í íslensku stjómmálalífi. „Reynsluheimur kvenna" er vissu- lega til staðar hjá sumum konum. Og vissulega hafa konur, þegar á heildina er htið, önnur viðhorf en karlmenn. En „reynsluheimur kvenna" er ekki meöfæddur. í rauninni er hann ekki annaö en samnefnari fyrir minnimáttar- kennd þrælsins, þar sem hann stendur andspænis sterkum hús- bónda sínum, eða með öðrum orð- um, minnimáttarkennd kvenna gagnvart karlmanninum. Meðan minnimáttarkennd þessi er til stað- ar, og á meðan öflug stjórnmála- samtök kvenna ýta undir hana mun framvinda jafnréttismála á íslandi ganga fyrir sig með hraða skjaldbökunnar. Hugmyndafræöi sína reisir Kvennahstinn á sandi. Öh þekkjum við örlög þess sem reist er á sandi. Þegar flóðið kemur sópar það því með sér og kaffærir í öldunum. Guðmundur Tómas Árnason „Hér á landi hefur orðið til öflugt stjórnmálafl sem nefnir sig Kvenna- lista. Flokkur þessi hefur gefið ís- lenskri kvenþjóð hugarfar hinna und- irokuðu í vöggugjöf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.