Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 23
MÁNUDAGUR 1S. APRÍL 1991/1' 23 fj dv Fréttir Saltfiskurinn: Frjáls út- f lutningur til Ameríku Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hefur gefið saltfiskút- flutning til Bandaríkjanna og allra landa Mið- og Suður-Ameríku frjáls- an. Fram til þessa hefur Samband íslenskra fiskframleiðenda haft einkaleyfi á öllum saltfiskútflutn- ingi. Sambandið heldur áfram einka- leyfi sínu á saltfiskútflutningi til Evrópulanda. Jón Baldvin sagði á blaðamanna- fundi að SÍF myndi halda einkaleyfi sínu til Evrópu þar til samningar hefðu tekist við Evrópubandalagið um evrópska efnahagssvæðið. Þegar þeir samningar væru í höfn yrði út- flutningurinn til Evrópu líka gefinn frjáls. Hann sagðist hafa greint forr- áðamönnum SÍF frá því í október síðastliðnum að þeir skyldu hta á tímann fram að því sem aðlögunar- tíma. Varðandi saltfiskútflutning til Am- eríkulanda má nefna það að allnokk- uð var flutt þangað af saltfiski frá íslandi fyrir mörgum árum. Nú hin síðari ár hefur lítið sem ekkert verið flutt til Suður-Ameríkulandanna. Ástæðan er fyrst og fremst sú að veröið er svo lágt Nú er aftur á móti talið að í Banda- ríkjunum sé að opnast markaður fyr- ir saltfisk á góðu verði vegna þess hve margir innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríku hafa sest að í Banda- ríkjunum. Reglur þær sem útflytjendum salt- fisks til Ameríkulanda eru settar eru mjög strangar. Meðal annars er heimilt að setja lágmarksmörk eig- infjárstöðu útflytjenda og í upphafi verður miðað við 25 prósent eigin- ijárstöðu. Þá eru söluverð og sölu- skilmálar háðir samþykki ráðuneyt- isins. -S.dór Búðahreppur: Rekstrarafkom- an mun betri Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði: Hreppsnefnd Búðahrepps sam- þykkti nýlega flárhagsáætlun fyrir árið 1991 á fundi sínum og auk þess áætlun fyrir næstu þrjú árin. Heild- artekjur sveitarfélagsins í ár eru áætlaðar rúmlega 103 milljónir króna og gjöld 77,5 milljónir. í máh sveitarstjóra kom fram að rekstrarafkoma Búðahrepps 1990 hefði verið mun betri en árin á und- an. Búðahreppur hefur ekki fyrr lækkað skuldastöðu sína frá 1984. Helstu útgjaldahðir nú eru félags- þjónusta 12 milljónir króna, yfir- stjórn sveitarfélagsins 11 milljónir og fræðslumál 11 milljónir. Áætlað er að greiða niður skuldir um 12,4 milljónir og til fjárfestinga eru áætl- aðar 18 milljónir. Helstu framkvæmdir 1991 eru gatnagerð 7,2 milljónir, endurbygg- ing ráðhúss 7,2 milljónir og til ný- byggingar íþróttahúss 3,1 milljón. Opinn fundur á Seltjarnarnesi 15. apríl Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi heldur opinn fund í Félagsheimili Seltjarnarness, mánudaginn 15. apríl kl. 20:30. Frummælendur á fundinum verða þau María Ingvadóttir, * / Olafur G. Einarsson og Arni M. Mathiesen. / Skattar eru of háir á Islandi. Láttu hug þinn í ljós oa komdu á fundinn. Sjálfstæðisflokkurinn - viá erum framtíáin Skýr stefna lægri skattar CTnDi^noTi cn FERÐAVINNINGUR NR. 1 DREGINN ÚT 19. APRÍL VIÐ DRÖGUM EFTIR 4 DAGA! ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ORÐINN ÁSKRIFANDI? SÍMI27022 0G 99-6270 (GRÆNISÍMINN)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.