Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 27 Fréttir Fjölbrautaskóli Suöurlands: Samið um bygg' ingu 2. áfanga Kristján Eiitaisson, DV, Selfossi; Ráðherrar menntamála og fjár- mála undirrituðu sl. mánudag, 8. apríl, samning milli ráðuneyta sinna og heimaaðila um byggingu 2. áfanga Fjölbrautaskóla Suðurlands hér á Selfossi. Samningurinn hljóðar upp á 322 milljónir króna og skiptist upphæðin þannig á milli samningsaðila að ríkið greiðir 60% af upphæðinni en heima- menn 40%. Útdeihng fjársins stendur til ársins 1997, en flýta má bygginga- framkvæmdum með hagstæðum lánum. Samningur þessi er mikill fengur fyrir þá sem standa að uppbyggingu og rekstri Fjölbrautaskóla Suöur- lands, þ.e.a.s. Ámesinga, Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga. 1. áfangi hússins og núverandi skólahús er fullsetið og meira til, um 650 nemendur stunda þar nám. Full- búið hús, 1. og 2. áfangi, á að hýsa þennan fjölda nemenda. Ráðherrarnir Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson gáfu sér tóm frá kosningabaráttunni til að koma austur til að undirrita samn- inginn en einn fulltrúi frá hverri sýslu skrifaði undir fyrir hönd heimamanna. S u z k i S w i f t SPARNEYTINN • Framdrif/sídrif (4x4) • Beinskiptur / sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I. á 100 km. Til afgreiðslu strax. Verð frá 642.000,- kr. $SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 685100 OG ÓDÝR í REKSTRI (r] Skólameistari Fjölbrautaskóla Suð- urlands kallaði alla nemendur á sal til að fylgjast með undirritun millj- ónasamningsins. Ráðherrarnir og forstöðumenn skólans til vinstri. DV-mynd Kristján Flugmálastjóm: Gunnar Oddur umdæmisstjóri á Norðurlandi Gylfi Kristjáiisson, DV, Akureyri: Samgönguráðherra hefur skipað Gunnar Odd Sigurðsson, umdæmis- stjóra Flugmálastjórnar á Norður- landi í stað Rúnars Sigmundssonar sem hefur sagt því starfi lausu. Alls hárust 6 umsóknir um stöð- una, og fékk Gunnar Oddur flest at- kvæði er Flugráð fjallaði um um- sóknimar. Gunnar Öddur mun hafa aðsetur á Akureyri þar sem hanr. hefur húið undanfarin ár, en hann hefur starfað sem umdæmisstjóri Flugleiða á Norðurlandi þar til fyrir skömmu. Höín: Sýslumaður flytur Júlía Imsland, DV, Höfii: Sýslumaður Austur-Skaftafells- sýslu, Páll Björnsson, og starfshð hans flutti fyrir skömmu í nýtt hús- næði við Hafnarbraut 36. Sýslumað- ur var áður í Ráðhúsinu hér en það húsnæði var fyrir löngu orðið of lítiö. Páll sýslumaður sagði fréttaritara DV að hann væri mjög ánægður með nýju aðstöðuna. Þó vantaði enn lyftu í húsið þar sem skrifstofa og af- greiðsla era á 2. hæð. Vonandi leys- ist það mál áður en langt um líður. vm f (ftPERUUriSI! Kosningahátíð G-listans á þriðjudagskvöld, klukkan 20.30. í tilefni komandi alþingiskosninga efnir G-listinn í Reykjavík til kosningahátíðar í Óperunni þriðjudaginn 16. apríl. Hefst dagskráin kl. 20.30. Svavar •Ávarp: Guðrún Helgadóttir alþingismaður, 2. maður G-listans í Reykjavík. Ávarp: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, 4. maður G-listans í Reykjavík. •Söngur: Ragnar Davíðsson. •Ávarp: Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, 3. maður G-listans í Reykjavík. •Leikþáttur: Lítið ævintýri - undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar leikara. •Ljóðalestur: Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. •Ávarp: Ólafur K. Sigurðarson nemi mælir fyrir hönd ungra kjósenda. •Ávarp: Margrét Björnsdóttir Sóknarkona mælirfyrir hönd eldri kjósenda. •Söngur: Bjartmar Guðlaugsson. •Ávarp: Már Guðmundsson hagfræðingur, 5. maður G-listans í Reykjavík. •Ljóðalestur: Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. •Jass: Tómas R. Einarsson og félagar. •Ávarp: Svavar Gestsson ráðherra, 1. maður G-listans í Reykjavík. •Fjöldasöngur. •Fundarstjóri: Margrét Ríkarðsdóttir formaður Þroskaþjálfafélags (slands. Auður Guðmundur Þ. Már Margrét R. Ólafur K. Bjartmar Stuðningsmenn G-listans, njótum samstöðunnar og frábærrar dagskrár. Allir í Óperuna! V Ingibjörg Vigdís Margrét B. Tómas R. G-LISTINN R E Y K J A V í K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.