Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 29
___________Stjómmál
Framboðslistar
við alþingis-
kosningarnarí
Vesturlands-
kjördæmi
A-listi Alþýöuflokks - Jafn-
aöarmannaflokks íslands:
1. EiöurGuönason
alþingismaður
2. Gísli S. Einarsson verkstjóri
3. Sveinn ÞórElinbergsson
kennari
4. Guðrún Konný Pálmadóttir
oddvnti
5. Ingibjörg J. Ingólfsdóttir
bankamaöur
B-listi Framsóknarflokks:
1. IngibjörgPálmadóttir
hjúkrunarfræöingur
2. Sigurður Þórólfsson bóndi
3. RagnarÞorgeirsson
iðnreksti’arfræðingur
4. Stefán Jóhann Sigurðsson
svæðisstjóri
5. GerðurK. Guðnadóttir
húsmóðir
D-listi Sjálfstæðisflokks:
1. Stm'la Böðvarsson bæjarstjóri
2. Guðjón Guðmundsson
skrifstofústjóri
3. ElinbjörgMagnúsdóttir
fiskvinnslukona
4. Sigurður Rúnar Friðjónsson
mjólkurbusstjóri
5. SigrúnSímonardóttir
tryggingafulltrúi
F-listi Frjálslyndra:
1. Arnór Pétursson fulltx'úi
2. HelgaM. Kristjánsdóttir
sölumaöur/afgreiöslustúlka
3. RíkharðurRíkharðsson
verkamaður
4. Una Jóhannesdóttir
kennari/húsmóðir
5. DíanaDröfnÓlafsdóttir
húsmóðir
G-listi Alþýöubandalags:
1. JóhannÁrsælsson
skipasmiður
2. Ragnar Elbergsson oddviti
3. Bergþóra Gísladóttir
sérkennslufulltrúi
4. ÁmiE. Albertsson
skrii'stofumaður
5. Ríkharð Btynjólfsson kennari
H-listi Heima-
stjórnarsamtakanna:
1. Þórir Jónsson oddviti
2. Birgir Karlsson skólastjóri
3. Sveinn Gestsson bóndi
4. Ólafur Jennasonbifvélavirki
5. Helgi Lcifssonfiskmatsmaöúr
V-listi Samtaka
umkvennalista:
1. DanfríðurKristín
Skarphéðinsdóttir þingkona
2. SnjólaugGuðmundsdóttir
húsmóðir
3. Inira Kristin Magnúsdóttir
bóndi
4. Sigrún Jóhannesdóttir kennari
5. HelgaGunnarsdóttir ;
félagsráðgjafi
Þ-listi Þjóðarflokks -
Ffokks mannsins:
1. Iielga Gísladóttir kennari
2. Sigrún Halliwell Jónsdóttir
húsmóðir
3. ÞorgrímurE. Guðbjartsson
:; búfræðingur■
4. Þóra Gmmarsdóttir húsmóðir
5. Svcinn Víkingm- Þórarinsson
kcnnari
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991.
mörgum mikilvægum málum í gegn
á undanfórnum árum. „Viö höfum
aukið nýtingu orkuvera, aukið at-
hafnafrelsi og tekið þátt í gerð tíma-
bærrar þjóðarsáttar. Auk þess höf-
um við starfað með samstarfsþjóðum
okkar í EFTA að undirbúningi samn-
inga um markaði fyrir íslenskar af-
urðir í hinu evrópska efnahags-
svæði.“
Sveinn Þór sagði að homsteinar í
landsstjóm næstu fjögurra ára væru
þeir að standa vörð um þann árangur
sem náðst hefur í efnahagsmálum
og atvinnulífi. Veita þurfi atvinnulíf-
inu framrás með eflingu nýrra þjón-
ustugreina, nýtingu fallvatna tU efl-
ingar stóriðju og stuðla þurfi að nýrri
umgjörð launastefnu næstu ára.
Þjóðarsátt verði að halda áfram og
sérstakt tillit verði tekið til þeirra
fóma sem launafólk hefur tekið á
sig. Breyta þurfi skattkerfinu til jöfn-
unar lífskjara og kaupmáttaraukn-
ingar. Samræma þurfi lífeyrissjóða-
kerfi landsmanna. Bæta þurfi sam-
göngur til að efla byggðakjarna.
Sveinn Þór sagði að jöfnun hús-
hitunarkostnaðar væri mjög mikil-
vægt mál. „Tillögur Alþýðuflokksins
um þetta mál voru stöðvaðar á síð-
ustu dögum þingsins og það er mjög
brýnt að slíkur jöfnuður komist á.“
Lágmarkslaun aldrei undir
skattleysismörkum
Af hálfu Þ-lista, Þjóðarflokks -
Flokks mannsins, talaði Helga Gísla-
dóttir. Hún sagði að aðaláherslumál
Þ-listans tengdust lífsgæðum, frelsi
og þátttöku einstaklingsins, sjálf-
stæði þjóðarinnar og ábyrgð stjóm-
málamanna.
„Það er grundvallaratriði að skatt-
leysismörk verði hækkuð' og lág-
markslaun verði aldrei undir þeim
mörkum. Til að ná niður vöruverði
verði virðisaukaskattur afnuminn af
matvörum og öðrum nauðsynjavör-
um. Til að lækka vexti og halda niðri
verðbóglunni viljum við tafarlaust
stöðva erlendar og innlendar lántök-
ur ríkissjóðs.“
Helga sagði að stofna ætti sérstakar
stjómsýslueiningar landshluta sem
hefðu ákvörðunarvald um sameigin-
legar framkvæmdir og þjónustu. Lög
þurfi að setja til að fyrirbyggja
hringamyndanir og með þeirri þróun
sem er í dag sé að myndast greið leið
fyrir erlend stórfyrirtæki að kaupa
landið eins og það leggur sig. Helga
sagði að þjóðin þurfi nýja stjórnar-
skrá. „Hún má ekki vera eitthvert
nítjándu aldar danskt tylhdagaplagg
eins og hún er í dag, heldur tákn um
vilja og von þjóðarinnar komandi
kynslóðum til handa.“
Stjómmálamenn þurfi að hætta
öllu bruðh til að almenningur geti
borið virðingu fyrir þeim. „Þeir
þurfa að hætta utanlandsferðaóráðs-
íu og dagpeningasukki og fara að
haga sér eins og fulltrúar fólksins.“
Ótakmarkaðar veiðiheimildir
báta undir 5 tonnum
Þórir Jónsson, 1. maður á lista
Heimastjórnarsamtakanna, H-list-
ans, talaði fyrir hönd þess lista. Hann
sagði að koma verði í veg fyrir að
hægt sé að selja lífæð byggðarlaga
sem er þeir kvótar sem skipin hafa.
„Aðgangur að auðlind þjóðarinnar
gengur nú kaupum og sölu og það
getur kippt stoðum undan byggðar-
lögum.“
Þórir sagði að það væri réttlætan-
legt að bátar undir 5 tonnum fái ótak-
markaðar veiðiheimildir og það
mætti ekki láta ofstjórn í fiskveiðum
drepa niðpr sjálfskaparviðleitni sjó-
manna. „Við viljum byggðakvóta til
að tryggja byggðum aðgang að haf-
inu til að aldrei verði um það að
ræða að byggðir leggist í auðn vegna
þess að aðgangur að hafinu hefur
verið seldur.“
Þórir sagði að H-listinn væri á
móti miðstýringu og stefndi að
auknu lýðræði og heimastjórn
byggðanna. „Fjórflokkurinn hefur
komist að samkomulagi um hvernig
stólar embættismannakerfisins eiga
að skiptast. Þess vegna vilja þeir ekki
breyta neinu því þá missa þeir völd.“
Þórir sagði að H-hstinn vildi taka
til endurskoðunar bæði landbúnað-
armál og sjávarútvegsmál en skapa
þurfi ný atvinnutækifæri. Stjórn-
sýsla flytjist til byggðarlaganna og
þróa eigi landshlutasamtök sem
geymi eigið aflafé en það fari ekki til
Reykjavíkur. Ennfremur sagði hann
að H-listinn væri á móti álveri og að
það væri ekki lausn á atvinnuvanda
þjóðarinnar.
Fyrirspurnir
Fyrirspumir voru nokkrar og þá
svöruðu efstu menn listanna.
Fyrst svaraði Ingibjörg Pálmadótt-
ir fyrir Framsóknarflokk fyrirspurn
um hvort afstaða Framsóknar til EB
sé „kosningatrix". Ingibjörg spurði
hvort menn hefðu ekkert fylgst með
og bað menn að muna að EB er á
dagskrá og að það verði kosið um
það. Um fyrirspurn varðandi jöfnun
orkukostnaðar sagði Ingibjörg að
hún skildi ekki hvernig þingið gat
lokið störfum án þess að afgreiöa það
mál. Fyrirspurn kom um hvers virði
störf fiskvinnslufólks væru fyrir
þjóðarbúið. Ingibjörg sagði að þau
væra ómetanleg. „En þau eru ekki
metin að verðleikum, það er ábyggi-
legt.“
Fyrirspurn kom til Fijálslyndra
um hvort F-listinn væri hægra fram-
boð eins og Júlíus Sólnes heíði sagt.
Arnór Pétursson svaraði því neit-
andi. „Fannst fyrirspyrjanda hér í
kvöld að þetta væri hægra framboð?
Telji Júlíus Sólnes þetta vera hægra
framboð verð ég að efast um lestrar-
kunnáttu hans eða þá að hann hefur
ekki lesið stefnuskrána nógu vel.“
Varðandi fyrirspum um störf fisk-
vinnslufólks sagði Arnór að þau störf
væru aðalhornsteinn þjóðfélagsins
og stefna yrði að því að hætt verði
að flytja út hálfunnar vörur.
Sturla Böðvarsson svaraði fyrir-
spum fyrir Sjálfstæðisflokkinn varð-
andi jöfnun orkuverðs þannig að það
hefði valdiö miklum vonbrigðum að
það mál hefði ekki náðst í gegn fyrir
þinglok. Sjálfstæðisflokkurinn vildi
jafna orkuverð með því að Lands-
virkjun lækki raforkuverð til hús-
hitunar þannig að greiðslur sem fara
beint í ríkissjóð yrðu notaðar til nið-
urgreiðslu húshitunarkostnaðar.
Sturla svaraði fyrirspurn um hvers
virði störf fiskvinnslufólks væru á
þann veg, aö það að flokkurinn hefði
fiskvinnslukonu í þriðja sæti sýndi
hversu mikil áhersla væri lögð á
mikilvægi þeirra starfa. Fyrirspurn
kom um aldamótaskýrslu Sjálfstæð-
isflpkksins og hvort stefnan væri sú
að ísland væri gengið í EB árið 2000.
„Ég held að þessi maður hafi ekki
lesið skýrsluna því þetta stendur
hvergi. Sjálfstæðisflokkurinn sættir
sig ekki við að ganga í EB og sættir
sig ekki við Rómarsáttmálann."
Ragnar Elbergsson svaraði fyrir-
spurn um mikilvægi starfa fisk-
vinnslufólks fyrir Alþýðubandalag-
ið. „Svar Sturlu Böðvarssonar er bill-
egt. Ég gæti svarað þannig að ég er
fiskvinnslumaður og ég er í öðru
sæti!“
Danfríður Skarphéðinsdóttir ságði
að fiskvinnslan væri borin uppi af
konum og því væru þau störf afar
mikilvæg.
Eiður Guðnason svaraði fyrir-
spum um EB þannig að það væri
ódrengilegt af Steingrími Hermanns-
syni að segja núna að kosið yrði um
EB. „En Framsóknarflokkurinn er
svona, hann er eins og kameljón og
skiptir litum eftir því með hverjum
hann er í stjórn. Ef hann er með Al-
þýðuflokknum er hann pínulítið
rauður, ef hann er með íhaldinu er
hann pínulítið blár. En ef ljósinu er
beint að honum þá er enginn litur!
Guðmundur Bjarnason sagði í út-
varpinu að frambjóðendur Fram-
sóknarflokksins hefðu farið í lit-
greiningu. Ég get svarið það að ég
trúði ekki mínum eigin eyrum! Svo
voru þeim gefin einhver nöfn, sum-
ardúlla eða eitthvað svoleiðis. En
sjálfsagt kom enginn litur út úr þess-
ari litgreiningu!“.
Þessi lokaorð Eiðs vöku mikla
hrifningu og hlátur í salnum og létti
aðeins yfir mönnum.
Danfríður Skarphéðinsdóttir,
Kvennalista.
Það var fjölmenni á sameiginlegum framboðsfundi í Ólafsvík. Fundurinn var þó tiltölulega rólegur en nokkur hiti var í mönnum.
DV-myndir GVA
Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðis-
flokki.
Eiður Guðnason, Alþýðuflokki.
Þórir Jónsson, Heimastjórnarsam-
tökum.