Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 41
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 57 „Sem dæmi um þá skattaáþján sem á borgarbúa er lögð þá hækkaði fasteignamat um 12% á síðasta ári.“ Hvernig forystu vilt þú að af lokn- um kosningum? Þegar gengið er að kjörborðinu er margt sem þarf að íhuga. Æ al- gengara er að fólk taki afstöðu til manna en ekki flokka og ekki heyr- um við ósjaldan stjómmálamenn- ina tala um að það eigi að láta verk- in tala, dæma menn af framlagi þeirra til þjóðmálanna. En þar með hljótum við að íhuga hvert raun- verulegt framlag stjómmálamanna og flokka er til þjóðfélagsins. Við hljótum líka að íhuga hvaða úrræði stjórnmálamenn og flokkar hafa fram að færa. Við höfum reynslu af forystu Sjálfstæðisflokks í borginni. Ef við spyijum okkur sjálf í einlægni hvort við séum ánægð með þá stjóm þá hljóta margir hópar aö svara því neitandi. Við hljótum að líta til þeirra félagslegu úrræða sem okkur er boðið upp á. Er til dæmis einhver ánægður með stöð- una í dagvistarmálum hér í borg- inni? Ekki get ég svarað þeirri KjaUarinn L Anna Margrét Valgeirsdóttir nemi í félagsfræði i HÍ. Er í 5. sæti á lista Framsóknar flokksins í Reykjavík „Á síðustu þremur árum hefur fast- eignamat hækkað um 69,2%, á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækk- að um 36,1%.“ spumingu játandi. Er einhver ánægður með hvemig staðið er að umönnun aldraðra hér í borg? Því get ég ekki heldur svarað játandi. Eru menn ánægöir með aö reist eru steinsteypuminnismerki hér um alla borg? Enn er svar mitt nei. Aðstöðujöfnun í gegnum skattakerfið Lítum þá til þeirrar forystu sem við höfum haft undanfarin þijú ár í ríkisstjóm. Undir forystu Fram- sóknarflokksins með Steingrím Hermannsson í fararbroddi hefur náðst undraverður árangur. Fyrir þremur árum, þegar Steingrímur tók við embætti forsætisráðherra, stefndu útflutningsatvinnuvegirn- ir í gjaldþrot. Með markvissum aðgerðum tókst að afstýra þjóðar- gjaldþroti. í dag búum við við verð- bólgu sem er aðeins eins stafs tala. Nokkuö sem ég hef aldrei áður séð og foreldrar mínir ekki heldur. Þrátt fyrir að verðbólgan hafi náðst niður þá hefur tekist að koma í veg fyrir mikið atvinnuleysi. Margir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á að slíkur árangur ná- ist. Það ber ekki síst að þakka laun- þegum þessa lands því án þeirrar þjóðarsáttar sem náðist hefðum við aldrei náð slíkum árangri. Með stórkostlegri samvinnu við verka- lýöshreyfmguna var unnt að ná fram þessum árangri. Nú þegar tekist hefur að afstýra þjóðargjald- þroti og undirstöðurnar undir at- ■vinnuvegi okkar hafa verið styrkt- ar er næsta mál á dagskrá að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Því miður hefur það ekki gengið sem skyldi með beinum launa- hækkunum því að þær fara í gegn- um allan stigann. Önnur leið er fær en það er með aðstöðujöfnun í gegnum skattakerfið. Þetta eru mál sem menn geta snúið sér að nú þegar verðbólgudraugurinn hefur verið kveðinn niður. Framlag borgarstjóra Hæstvirtur borgarstjóri hreykir sér jafnan af því að borgin sé vel rekin og margur horfir til þess að ríkissjóður verði „eins vel rekinn“ í framtíðinni. Þetta skulum við hins vegar setja í rétt samhengi. Tekjustofnar borgarinnar eru gíf- urlegir. Aðstöðugjöld, sem eru lögð á fyrirtæki, eru dijúg tekjulind en það er skattur sem löngu er tíma- bært að leggja niður. Sem dæmi um þá skattaáþján sem á borg- arbúa er lögð þá hækkaði fast- eignamat um 12% á síðasta ári Fasteignagjöld miðast að sjálf- sögðu við fasteignamatið og á tím- um þjóðarsáttar datt hæstvirtum borgarstjóra ekki í hug að lækka fasteignagjaldsprósentuna. Á síð- ustu þremur árum hefur fasteigna- mat hækkað um 69,2%, á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um 36,1%. Þetta er framlag borgarstjóra til þjóðarsáttarinnar. Því hljómar undarlega kór sjálf- stæðismanna um skattpíningu nú- verandi ríkisstjómar. En væntan- lega veitir borgarsjóði ekki af auknum aurum í sjóði sína til aö fjármagna steinsteypuminnis- merki sín. Anna Margrét Valgeirsdóttir Hef ðbundin ósannindi í pólitík Sú almenna hefð virðist ríkja meðal margra íslenskra stjóm- málamanna að finna ávallt öllum andstæðingum sínum allt til for- áttu, a.m.k. þegar dregur til kosn- inga. Orð og athafnir stjómarliða fá fyrirfram ákveðna pakkaaf- greiðslu meðal andstæðinganna. Sönginn þekkja allir. Fráfarandi stjórn er álitin yfirgefa hripleka þjóðarskútuna og allt er í voða í kjölfari endalausra meintra mis- taka. Svartnættið eitt framundan. Ekki velja stjórnarliðar andstæð- ingunum betri einkunn. Málefnin eru látin víkja fyrir flokkaríg. Efn- isleg rök skipta htlu. Það sem and- stæðingurinn gerir eða vill gera er alrangt, jafnvel fyrir það eitt að hefðin segir svo. Virðingarleysi Allir þekkja umtalið um pólitísk- ar lygar, svik og pretti. Allir þekkja einnig umræðuna um virðingar- leysi almennings í garö Alþingis, þingmanna og annarra pólitíkusa. En hvað vitum við um viðhorf þess- ara manna til hins almenna kjó- sanda? Ég hef aldrei orðið var við opin- bera umsögn þeirra í garð kjósenda á slíkum nótum. En þegar dóm- greind kjósenda er misboöið með þeim löngu úreltu leikreglum, sem áður var lýst, er það ekki dæmi um botnlaust virðingarleysi? Pólitík- usar eiga ekki að geta tekið meira út af virðingarreikningi sínum en innstæða leyfir. Þeir hafa hins veg- ar oft tekiö sér yfirdráttarheimild. Kjósendanna er að stöðva slíkt. Það er mál að linni. Dæmi Föstudaginn 5. apríl sl. birti DV grein eftir heimilislækninn og varaborgarfulltrúann Ólaf F. Magnússon. í greininni kemur m.a. Kjallariim Gunnar Ingi Gunnarsson yfiriæknir á heilsugæslu- stöðinni í Árbæ sú efnislega fullyrðing Ólafs fram að framsóknarmenn hafi stuðlað að aukinni miðstýringu heilsu- gæslunnar undir forystu Guð- mundar Bjarnasonar ráðherra. Að mínu viti eru hér á ferðinni helber ósannindi. Þótt ég sé á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar og andvígur ýmsu því sem fram- sóknarmenn hafa gert og vilja gera þá get ég engan veginn fengið mig til annars en að mótmæla fölskum fullyrðingum Ólafs F. Magnússon- ar. Staðreyndin er nefnilega sú að í tíð Guðmundar Bjarnasonar hefur átt sér stað veruleg valddreifmg við stjórnun heilsugæslunnar í Reykjavík. Áður stjórnuðu sjálf- stæðismenn allri heilsugæslunni á svæðinu í gegnum eitt apparat, eina stjóm, án stjórnarsetu starfs- manna en nú er borginni skipt í fjögur stjórnsvæði og starfsfólk hefur fengið fulltrúa í allar stjórn- irnar. Starfsfólkið í Árbæjarstöð- inni hefur þegar orðið vitni að verulegum hagsbótum við þessa breytingu. í dæminu hér að ofan er Ólafur F. Magnússon að skrökva að les- endum DV. Viö verðum nefnilega aö álykta að hann skrifi þetta gegn betri vitund. Ekki viljum við trúa því að það sé vitundin sem sé ekki betri. Því þá væri tilfellið enn al- varlegra. Menn verða að finna aðrar og betri leiðir. Ekki verður við það unað að pólitíkusar haldi við hefð- inni að bjóða kjósendum ósannindi í baráttuskyni. Þeim ber að virða réttmæti þess sem andstæðingur- inn gerir rétt og vel. Þannig, og aðeins þannig, geta kjósendur gert sér raunverulega grein fyrir mis- munandi útlínum hinna ýmsu stefnumála, bæöi flokka og manna. Hver veit nema virðingin komi síð- ar? Gunnar Ingi Gunnarsson „Pólitíkusar eiga ekki aö geta tekið meira út af virðingarreikningi sínum en innstæða leyfir. Þeir hafa hins vegar oft tekið sér yfirdráttarheimild.“ TILBOÐ ÁRSINS jmJ -: $ T:\ j X ■ ■ ' 1ji ■' VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- Dæmi um greiðslumáta: 1) Visa/Euro raðgreiðslur í 2) Munalán í 30 mánuði. 11 mánuði, ca 10.888,- Útborgun 27.364,-, afborgun hvern mánuð. á mánuði ca 3.500,- '/zœva, yr Æ Ji Grensásvegi 3 0 sími 681144 Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.