Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 43
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 59 Enn nýjan skatt á sjávarútveg Tveir frambjóðendur, Guðjón A. Kristjánsson (Sj., VF.) og Jóhann Ársælsson (Abl., VL.), rita grein í Morgunblaðið á skírdag. Þeir kalla hana „Leið til sátta um stjórn fisk- veiða“. Daginn áður hafði birst skoðanakönnun sem sýndi að mik- ill meirihluti þeirra íslendinga, sem á annað borð hafa skoðun á málinu, er fylgiandi núverandi kvótakerfi sem skástu leiðar til að stjórna flskveiðum íslendinga. Frambjóðendur, sem menn hefðu haldið að óreyndu að væru sinn á hvorum kanti stjórnmálanna, sam- einast um það að vilja leggja nýjan skatt á sjávarútveginn. Þar með er fyrst og fremst landsbyggðin skatt- lögð, því að þar eru langflest út- gerðarfyrirtækin sem borga eiga skattinn og fiskvinnslan hlýtur að verða að greiða hærra fiskverð vegna skattsins. „Aflagjald“ skal þessi auðlindaskattur heita Aflagjald frambjóðendanna er ekki mjög skýrt skilgreint. Ekki er það þó veiðileyfagjald heldur lagt á við löndun. Það skal vera mjög lágt eða hátt, þó ekki of hátt, en samt nógu hátt til að mynda nýjan sjóð undir stjórn Alþingis. Svo skal vera hátt gjald á suma fiska, einkum ef þeir eru smáir og lélegir. Það skal KjaUarinn Björn Dagbjartsson formaður sjávarútvegsnefndar Sjálfstæðisflokksins lækka þegar skipum fækkar og út- gerðir fara væntanlega að græöa. - Skilur nokkur upp né niður í þess- ari rökfræði? Með aflagjaldinu'á svo að kaupa upp og úrelda skip sem valin eru m.a. með tilliti til atvinnusjónar- •miða! Sérstök stjórn, sem alþingis- menn kjósa, á að velja skip til úr- eldingar og ákveða aflagjaldið eftir fisktegundum eftir stærð og gæð- um. „Bannskrapdagakerfi“ Frambjóðendurnir vilja taka upp eins konar afbrigði af gamla skrap- dagakerfmu, sem geflst var upp við 1983, og kalla það banndagakerfi. Þar verður kapphlaupið í algleym- ingi og kostnaðurinn sem því fylg- ir. Menn verða að kaupa stærri, Svo koma banndagar og enginn vinna í sjávarplássum. Þingkosna stjórnin áðurnefnda á svo að ákveða hvenær og hve lengi á að skella á banndögum. Þetta halda frambjóðendurnir að verði leið til sátta og einfoldunar! Skattatrú Nýir skattar á sjávarútveg eru sérstaklega vinsælir meðal „há- skólakrata" og margra sem sjá auð í annars garði. Flestir þeirra vilja þó innheimta gjald áður en farið er á sjó. Frambjóðendurnir vilja nýjan skatt á hvert kíló landaðs fisks. Vera má að alþýðubandalags- mönnum á Vesturlandi hugnist sú tegund byggðaskatts betur. Hvorugur þessara hópa kenni- manna treysta „skattmönnum" ríkissfjórnarinnar til að innheimta skatta af hagnaði eða með þeim fjölmörgu leiðum sem fyrir hendi eru. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins hefur tvisvar í röð hafnað nýrri skattlagningu á sjávarútveg sem leið til að stjórna fiskveiðum. Því verður ekki trúað að vestfirskir sjálfstæðismenn, fremur en aðrir sjálfstæðismenn, kjósi skattaleið- ina. Björn Dagbjartsson . r •1 •! X U •1 fólk fyrir fólk KOSNING A SKRIFSTOFUR ■ Skeifunni 7 91-82115 Reykjavík Eyrarvegi 9 98-22219 Selfossi Háholti 28 93-12903 Akranesi Glerárgötu 26 96-27787 Akureyri Nýbýlavegi 26 91-45878 Kópavogi FRJÁLSLYNDIR „Frambjóðendurnir vilja taka upp eins konar afbrigði af gamla skrapdagakerf- inu, sem gefist var upp við 1983, og kalla það banndagakerfi.“ líka vera hátt meðan skip eru of mörg og útgerð óhagkvæm, en öflugri og dýrari skip og „keyra“ á fullu þá daga sem leyft er að veiða. L ________________________________Menning Bíóhöllin - Rándýrið 2: ★★ Rándýrið gengur laust í Los Angeles Það hlaut að koma að því að rándýrið, sem eltist við Schwarzenegger í frumskógum Mið-Ameríku fyrir réttum 4 árum, sneri aftur. Nú er árið 1997 og gríðarleg hitabylgja lamar Los Angeles, utan þau borgarhverfi er loga í orrustum milli eiturlyflasala og lögreglunnar. Þetta eru flnar veiðilendur fyrir rándýrið og það blandar sér óspart í illdeilurna’r, slátr- andi glæponum á báða vegu uns það lendir upp á kant við lögregluna, með Danny Glover í fararbroddi. Það er fátt sem kemur á óvart í þessari stórframleiðslu. Þrátt fyrir mikinn íburð og mikla tæknilega færni er eins og það vanti fyllingu í myndina. Bræðurnir John og Jim skrifa aftur handritið og sækja hugmyndir í teiknimyndasögurnar sem komu í kjölfar fyrstu myndar- innar en nú er umhverfið orðið svo umfangsmikið að einföld hug- myndin hálfkæfist. Myndin er í raun aðeins ein önnur ofuroibeld- islöggumyndin með geimveru í hlutverki andstæðingsins. Flest spennuatriöin eru vel út færð og þónokkur betur en það en heildin er sundurlaus, án nægilegr- ar uppbyggingar. Lögguliðið býður ekki upp á neitt nýtt á og þegar það tekur að týna tölunni er lítil eftirsjá í því. Eitt slíkra atriða er geysigóður bardagi í myrkvaðri neðanjarðarlest á fullri ferð. Umgjörðin er með því betra sem sést enda hlaut leiktjalda- smiðurinn frægð fyrir vinnu sína í Blade Runner. Tæknileg atriði eins Kvikmyndir Gísli Einarsson og kvikmyndataka, klipping og áhættuatriði eru öll yfir meðallagi. Hljóð- blöndunin var aftur á móti með því ýktasta sem ég hef heyrt. Hljóðbrell- ur fylgdu nær öllum athöfnum, meira að segja rennandi vökva. Sem skammtíma afþreying heldur myndin athyglinni allan tímann, en gæti tekið á taugar þeirra sem eru orðnir langþreyttir á auknu kvik- myndaoíbeldi (ekki ég). Þeir sem geta harkað af sér munu skemmta sér bærilega en búist ekki við neinu sambærilegu við fyrstu myndina. Óþarft trivia: Leiðinlegi fréttamaðurinn sem löggan er alltaf að berja á er í raun og veru Morton Downey Jr„ óþolandi sjónvarpsspyrill, sem er alræmdur fyrir hneykslanlega framkomu. Predator 2 (Band-1990) 108 min. Handrit: Jim og John Thomas (Predator). Leikstjóri: Stephen Hopkins (A Dangerous Game, Nightmare 5). Tónlist: Alan Silvestri (BTTF 1-3,Cocoon). Leikarar: Danny Glover (Color Purple), Ga;y Busey (Silver Bullet), Ruben Blades, Maria Conchita Alonso (Touch and Go), Bill Paxton (Aliens), Kevin Peter Hall, Robert Davi (Licence to Kill), Adam Baldwin (Full Metal Jacket). Intel 8086/10MHz örgjörvi * 640 KB minni 3,5" drif 720 KB * Stýrikerfi MS-Dos 4,01 VGA skjákort * PC Tools V. 6.0 Prentkapall, stýripinnatengi, hlið- og raðtengi o.fl. Aukahlutir: 40 MB harður diskur kr. 28.225 VGN litskjár kr. 31.680 aukadrif 5 kr. 8.900 Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 fl//LASER PCtölva fyrir lærdóm, leik og störf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.